Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Side 4
4 MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 Fréttir ^ Norsk herferö yfirvofandi vegna nýrra íslenskra frímerkja: Islenskir jólasveinar brjóta alþjóðleg lög - lenda á svörtum lista í öðrum löndum bæti þeir ekki hegðun sína DV, Ósló: íslenskir jólasveinar eru óþokk- ar. Þaö þykist sannast nú þegar ís- landspóstur þoðar útgáfu nýrra jólasveinafrimerkja í haust. Útgáf- an mun ekki vera í samræmi við alþjóðalög um útgáfu frímerkja og riú hafa frímerkjasafnarar á Norð- urlöndunum ákveðið að hýða sveinana opinberlega. Vandinn er að jólasveinafrí- merkin íslensku - 13 að tölu - verða ekki öll seld á almennum markaði. Hluti upplagsins er ætl- aður fostum áskrifendum og það er brot á reglunum. Öll nýútgefin frí- merki á að bjóða öllum jafnt og á nafnverði. „Nú er um tvennt að velja. Ann- aðhvort gefa íslendingar eftir í þessu máli eða frímerkin verða sett á svartan lista og ekki skráð í opinbera lista um útgefin frí- merki,“ skrifar Axel Miltander, sérfræðingur Gautaborgarpóstsins Islenskir jólasveinar eru í skotlínu frímerkjasafnara á Norðurlöndum. i frímerkjamálum. Hann bætir þó við að allar líkur séu á að íslend- ingar meti meira virðingu sina sem frímerkjasalar en að standa í stríði við Alþjóða póstmálastofnun- ina. Frímerkjasafnarar hrósuðu fyrr i þessum mánuði sigri í baráttu við kanadíska póstinn í svipuðu máli. Kanadamennirnir ætluðu að bjóða aldamótafrímerki almenn- ingi til sölu ef um leið væri keypt bók um póstinn. Reglurnar segja að frímerkin skuli seld á nafnverði og án skilmála. Kanadamennimir gáfust upp í þrætunni. Miklu ræður um sölu á frímerkj- um hvort þau fást viðurkennd al- þjóðlega og skráð í alþjóðlega lista. Frímerki á svörtum lista geta þó einnig haft söfnunargildi en sannir frímerkjasafnarar munu ekki láta þau koma nærri sínum söfnum. Því er hætta á að hurðinni verði skellt á íslensku jólasveinana. -GK EyjaQörður: Jólatákn í sumarsölu DV, Akureyri: Eigendur Jólagarðsins í Eyja- fjarðarsveit hafa sett ,jólatáknið“ í sölu þótt enn sé sumar samkvæmt dagatalinu og eru þeir að eigin sögn að verða við tilmælum fjöldamargra ferðamanna sem vilja geta keypt , jólatáknið" þegar þeir eiga leið um Eyjafjörð. „Jólatáknið", tákn komandi jóla, er orðinn fastur liður í starfsemi Jólagarðsins. Árlega hafa verið fengnir listamenn til að vinna „jóla- táknið" sem er hlutur, tileinkaður komandi jólum og aðeins framleidd- ur í 110 tölusettum eintökum. í ár er Jónsdóttur á Dalvík en það er an fer fallegt handbragð og smekk- „jólatáknið" unnið af Ágústínu G. bróderað kramarhús þar sem sam- vísi. -gk Kajakklúbburinn efndi til maraþonkeppni um helgina. Ræst var frá eiðinu í Geldinganesi og róið fyrir austan Þern- ey, með fram Kjalarnesinu í Hvammsvík í Hvalfirði. Leiðin er 40 kílómetra löng og var gert ráð fyrir að róðurinn tæki á milli 5 og 6 klukkustundir. DV-mynd S Vitlausar spurningar umti Gamlir blaðamenn, sem eldri eru í faginu en elstu menn muna, segja gjarnan að nú sé öldin önnur en þeg- ar þeir voru upp á sitt besta, sérstaklega þegar kemur að samskiptum við ráðamenn þjóðarinnar. Áöur, þegar flokksblöðin voru og hétu og öll samskipti voru form- fastari en nú er, hafi menn þurft að panta viðtalstíma við ráðherra með góðum fyrirvara og helst að senda spurningamar á undan sér og fá þær samþykktar. Auk- inheldur hafi orðið að þéra hina háæruverðugu ráða- menn. Blaðamaðurinn spurði samþykktra spum- inga og fékk samþykkt svör. í nútímafjölmiðlun hefur hins vegar nægt að taka upp tólið eða mæta á staðinn og fyrr en varir hafa blaðamenn verið komnir í samband við yfir- valdið. Og ráðamenn hafa verið ólatir við að boða til blaðamannafunda af ýmsum tilefnum. Enda eru þeir sér almennt meðvitaðir um nauðsyn þess að vera í fjölmiðlum, líka eftir kosningar. Og menn eru dús, hættir að þéra. í stuttu máli virð- ast málin hafa ratað í nokkuð eðlilegan farveg. Hins vegar em stöku ráðamenn sem virðast helst óska sér þess að við værum horfin nokkra áratugi aftur í timann þegar spurt var sam- þykktra spuminga þar sem viðkomandi fékk að baða sig í ljósi réttlætis og réttsýni. Nútíminn, þessi trunta, hefur nefnilega haft í fór með sér að menn spyija ekki alltaf réttra spurninga og stunda vonda eða enga fréttamennsku, eru rekn- ir áfram af annarlegum hvötum, sem aftur stjóm- ast af vandræðum meö eignarhaldið á fjölmiölin- um. Þessi vandræðagangur villir blaða- og frétta- mönnum auðvitað sýn og þeir missa sjónar á hlutverki sínu. Að spyrja réttra spuminga sem gefa rétt svör. Og almenning- ur veit ekki hvað hann á að halda. Þess vegna er það sem sending af himnum ofan þeg- ar ráðamenn átta sig á þess- ari vitleysu og reyna að koma hinum villuráfandi sauðum á réttan kjöl. Helst í beinni útsendingu og með ákveðnum kalvínskum tón. Þar skera þeir úr um rétt- mæti spuminga og eðli stað- reynda og beita skömmum til að forða því að svona nokkuð gerist aftim. Með því að hlýða og spyrja samþykktra spurn- inga er ljóst að blaða- og fréttamenn munu auka virð- ingu sína meðal ráðamanna og almennings sem verður mun betur í stakk búinn að átta sig á hlutunum. Og um leið taka þeir af all- an vafa um að annarleg sjónarmið vegna vand- ræðagangs í eignarhaldi fjölmiðlanna ráði ferð þegar spurt er. Félag blaðamanna, sem setur starfsheiður félagsmanna og stolt í öndvegi, virð- ist einnig sjá að við núverandi ástand verður ekki unað öllu lengur enda ekki séð ástæðu til að verja þá vitleysu þegar blaðamenn spyrja vit- lausra spuminga, blindaðir af vandræðum í eign- arhaldi fjölmiðla sinna. Dagfari sandkorn Örn semur Það virðist nú ákveðið a5 leik- arinn Örn Ámason mun semja áramótaskaup Ríkissjónvarpsins um næstu áramót. Áramótaskaup- ið, sem löngu er orðinn fastur lið- ur á gamlárskvöld, þykir hafa veriö mjög misjafnt hin síðari ár og vilja margir meina að eðlilegra hefði ver- ið að gefa lands- mönnum eins til tveggja ára frí frá fyrrum spaug- stofumönnum. Aðrir telja að með því að senda boltann yfir til Amar fá- ist jafnvel einhver ferskleiki i skaupið því Öm hafi fram að þessu að mjög litlu leyti fengist við að skrifa leikrit og því sé skaupið eins konar frumraun hans i þeim efnum... Drepið í skilti Heilorigðisyfirvöld hafa nú sett reglugerð þar sem reykingar verða alfarið bannaðar á lóðum framhaldsskóla landsins. Misjafn- lega virðist tekið i bannið en slíkt hið sama gildir fyrir nemendur ög kennara og tó- baksfiklar í kenn- araliðinu virðast sums staðar æfir. Ekki eru þó allir skóla- stjórnendur á sama máli vegna bannsins en í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti hefur skólameistarinn, Kristin Arn- alds, hengt skilti þar sem kveðið er á um að reykingar séu strang- lega bannaðar. Uppátækið hefur ekki virkað betur heldur en það að nemendur standa í hópum fyrir framan skólann og púa sitt tóbak og drepa svo í sígarettunum á skiltinu meðan skólameistarinn gengur fram hjá ... Meiri kleinur Tölur um stóraukna áfengis- neyslu landans hafa vakið marga til umhugsunar um hvert stefnir í þeim málum og ófáir uggandi yfir stöðunni. Á vefsíðu SÁÁ skrifar Þórar- inn Tyrliingsson yfirlæknir leiðara um ástandið í áfengis- og fikni- efnamálum undir yfirskriftinni Meiri kleinur. Þar fá nefndir sem um málið fjalla á baukinn. Hann segir að ekki sé að vænta neins árangurs í forvamastarfi gegn ólöglegri vímuefnaneyslu meðan áfengis- neyslan er að aukast, jafnvel þó að nýjar nefndir verði skipaðar sem drekka meira af kaffi og borða meira af kleinum. ... Heitt fyriraustan Orð Karls Sigurbjömssonar biskups um að Eyjabakkar stæðu hjarta sínu nærri virðast eitthvað hafa farið fyrir hjartað á Austfirð- ingum sem rnn helgina stofnuðu samtökin Afl fyrir Austurland. Helsta baráttu- mál þeirra er að byggja Fljóts- dalsvirkjun og byggja álver á Reyðarfirði. Túlka sumir félagsmenn orð biskups svo að hann vilji leggja af byggð á Austfjörðum. Svo vill til að kristnitökuhátíð var einnig fyrir austan um þessa helgi og herma fregnir að sumt safnaðarfólk og meðlimir kirkjukóra hafi verið að því komið að hunsa hina kirkju- legu hátíð... Umsjón: Haukur L. Hauksson Nctfang: sandkom raíl. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.