Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Page 8
8 MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 Útlönd________________ Hewitt birtir bréfin frá Díönu Ástarbréfm 65, sem Díana prinessa skrifaði James Hewitt elskhuga sínum, birtast bráðum í bók sem Hewitt hefur skrifað. Þetta kom fram í gær í breska blaðinu Sunday Express. Segir í frétt blaðsins að Hewitt hafi selt bresku blaði rétt- inn til að birta bókina. Ástarbréf- in skrifaði Díana þegar hjónaband hennar og Karls Bretaprins var að fara út um þúf- ur. Áður hafði Hewitt lofað að birta ekki bréfin frá prinsess- unni. Hlutar bréfanna hafa þó verið birtir í bandariskum fjöl- miðlum. í bréfunum lýsir Díana yfir vonbrigðum sínum með hvemig konungsfjölskyldan hefur komið fram við hana. Starfsmenn Karls eru sagðir vinna hörðum höndum aö því að komast yfir eintak af bókinni. Sagt er að dán- arbú Díönu sé að kanna leiðir til að koma í veg fyrir útgáfú bókar- innar. BIFREIÐASTII LLINGil IR U U 1A i Jpið:1 Áánud-fimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 Sunnudaga 12-17 Hvetur kjósendur til að segja nei Þrátt fyrir að forseti Indónesíu, B.J. Habibie, hafi lofað að virða nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði A-Tímor í dag, hvatti hann í gær kjósendur til að velja sjálfstjórn. Habibie talaði á indónesísku í sjónvarpsávarpi frá forsetahöllinni í Jakarta. Forsetinn lofaði því í ræðu sinni að yfirvöld myndu sjá til þess að lögum og reglu yrði haldið uppi á A-Tímor á kjördag. Leiðtogar sjálf- stæðissinna og andstæðingar þeirra höfðu fyrr um daginn heitið því að halda friðinn þegar gengið yrði til atkvæðagreiðslu í dag. Það var í kjölfar íhlutunar Sam- einuðu þjóðanna sem bæði fylgjend- ur og andstæðingar sjálfstæðis ákváðu að leggia niður vopn og halda vopnuðum stuðningsmönnum sínum frá götunum. Sameinuðu þjóðimar hafa sakað lögregluna og herinn um að hafast ekkert að á meðan andstæðingar sjálfstæðishafa heijað óáreittir. Það em fyrst og fremst vopnaðar sveitir þeirra sem vilja tilheyra Indónesíu áfram sem sagðar eru bera ábyrgð á blóðsúthellingunum undanfarna daga. Óttast Sameinuðu þjóðimar að margir kjósenda þori ekki á kjör- stað. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir athöfnina þar sem leiðtogar andstæðra fylkinga höfðu lofað friði brutust út átök milli vopnaðra hópa í fátækrahverfi Dili, höfuðborgar A- Tímor. Hluti kjósenda kvaðst í gær enn ekki þora að fara á kjörstað. Carlos Belo biskup og friöarverð- launahafi hvatti alla kjósendur til að neyta atkvæðisréttar sins. „Ver- ið ekki hræddir, verið hugrakkir og kjósið um framtíð A-Tímor,“ sagði biskupinn í prédikun sem lesin var upp í öllum kirkjum eyjunnar í gær. Bæði Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, og Jó- hannes Páll páfi hvöttu til friðar fyrir atkvæðagreiðsluna. Indónesar hertóku A-Tímor árið 1975, rétt eftir að nýlenduherramir, Portúgalar, höfðu yfirgefið eyjuna. Sameinuðu þjóðimar hafa aldrei viðurkennt yfirráð Indónesíu yfir A-Tímor. Aldraðar konur á A-Tímor hlýða á kaþólska messu daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eyjunnar. Flýja N-írland vegna morðhótana IRA N-írsku táningamir fjórir sem IRA, írski lýðveldisherinn, hótaði líf- láti síðastliðinn laugardag vom í gær í felum í London, að því er bresk blöð greindu frá. í gær barst fimmta ung- lingnum morðhótun færi hann ekki úr landi innan tveggja sólarhringa. Hann var hafður í felum á ömggum stað í gær á meðan verið var að út- vega honum farmiða úr landi. David Trimble, leiðtogi stærsta flokks mótmælenda á N-írlandi, sagði ómögulegt að ræða um frið við Sinn Fein, pólitískan væng IRA, vegna aðgerða samtakanna. I gær sagði breska blaðið Sunday Times frá því að breska leyniþjón- ustan, MI5, heíði varað við því að IRA hefði hundruð vopna í geymslu sem hvergi væru á skrá. MI5 greindi fyrr í þessum mánuði Mo Mowlam, írlandsmálaráðherra Bretlands, frá því aö lögreglan hefði sannanir fyrir því að það væri IRA sem stæði á bak við vopnasmygl frá Bandaríkjunum en ekki klofningshópur. Síðastliðinn fimmtudag staðhæfði Mowlan að vopnahlé IRA stæði. Stuttar fréttir dv Leynilegar æfingar Hneykslið innan svissneska varnarmálaráðuneytisins óx í gær þegar í ljós kom að fyrrverandi embættismaður hafði skipulagt leynilegar heræfingar með ný- tískuvopnum úr einkavopnabúri. Tsjúbaís neitar Anatolí Tsjúbaís, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands, vísaði því á bug á fundi með fréttamönnum á laugardaginn að hann hefði smyglað fé frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum úr landi og sett inn á eigin banka- reikninga erlendis. Kvaðst Tsjúbaís hvorki eiga né hafa átt bankareikninga erlendis. Kosningabandalag Fjórir litlir frjálslyndir flokkar í Rússlandi mynduöu í gær bandalag. Með því vonast þeir til að ná betri árangri í kosningun- um f desember. Bandidos-félagi skotinn Félagi í danska vélhjólagenginu Bandidos fannst í gær skotinn til bana í íbúð sinni í Horsens í Dan- mörku. Alexandra eignaöist son Alexandra prinsessa af Dan- mörku, eiginkona Jóakims prins, fæddi á laugardaginn son. Árásir á Dagestan Rússneskar herþyrlur gerðu 1 gær árásir á tvo bæi í Dagestan þar sem íbúamir hafa verið hlynntir uppreisnarmönnum frá Tsjetsjeníu. Thatcher styður Archer Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðheiTa Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við met- söluhöfundinn Jeffrey Archer sem keppir að þvi að verða fyrsti kjömi borgarstjóri London. í gæsluvarðhald Norski herforinginn, sem á laugardag ók yfir á vitlausan veg- arhelming í Makedóníu með þeim afleiðingum að ráðherra og fjöl- skylda hans lést, var settur í gæsluvarðhald í gær. Chavez hótar Forseti Venezúela, Hugo Chavez, hótaði í gær að svipta þingið þeim völdum sem það hefur enn. Samtímis vís- aði forsetinn á bug ásökunum um að hann stefndi að því að koma á ein- ræði. Chavez segir eina tilgang sinn vera að breyta stjómkerfmu sem hann segir gegnumsýrt af mútuþægni. Tugir drepnir í Búrúndí Uppreisnarmenn í Búrúndí drápu tugi óbreyttra borgara i árás á höfúðborg landsins í gær. Renault Clio 1.4 S '95 Opel Astra Station 1.6GL '97 Ek.42.þús. 3d. 5g. Sportstólar Ek.44. þús. 5d. 5g. Rafm.rúður, álfelgur, vökvastýri dráttarbeisli. Verð kr. 750.000 Verð kr. 1.020.000 ÚRVALS NOTAÐIR BÍLAR opiðvirkadagakl.8-18 FYRIRALLA laugardagakl.13-17 Istraktor Toyota Carina E 2.0 '95 Ek. 80.þús. 4d. sjsk. Álfelgur, spoiler, rafm.rúður Verð kr. 1.220.000 Fiat Marea Weekend '97 Ek.34.þús. 5d. 5g. ABS, 2 loftpúðar, rafm.rúðuro.fl. Verð kr.1.250.000 Mazda 323F GTI '90 Ek. 195.þús. 5d. 5g. Álfelgur, topplúga, þjófavöm Verð kr. 490.000 Fiat Bravo 1.6 Abarth '98 Ek.32.þús.. 5g. ABS, geislasp, samlæs, loftpúðar, 17”álfelgur Verð kr. 1.490.000 Smiðsbúð 2 • Garðabæ • Sími 5 400 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.