Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 Fréttir DV sanaKorn Könnun DV um afstöðu til ríkisstjórnarinnar: Ríkisstjórnin meö öruggan stuðning Þeir sem afstöðu tóku ríkisstjórnar Svör allra Óákveönir/svara ekki Andvígir Ríflega sex af hverjum tíu kjósendum styðja ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks samkvæmt skoð- anakönnun DV sem framkvæmd var á mánu- dagskvöld. Þetta er nokkuð minni stuðningur en síðast þegar DV kannaði stuðn- ing við ríkisstjórnina, í febrúar 1998. Þá sögðust sjö af hverjum tíu vera fylgjandi ríkisstjórninni og var það mesti stuðn- ingur við hana frá því í upphafi stjórnarsam- starfs þessara flokka, sumarið 1995. Úrtakið í könnuninni nú var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggð- ar sem og kynja. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni?" Miðað við svör allra í könnuninni sögðust 54,5 prósent vera fylgjandi ríkisstjórninni, 31,7 prósent voru henni andvíg, 11,7 prósent voru óá- kveðin í afstöðu sinni og 2,1 prósent vildu ekki svara spurningunni. Alls tók því 86,2 prósent aðspurðra af- stöðu. Sé miðað við þá sem afstöðu tóku, voru 63,2 prósent fylgjandi stjóm- inni og 36,8 prósent andvíg. Miðað við síðustu könnun, í febrúar 1998, hefur fylgið minnkað um 5,5 pró- sentustig. Skýrar flokkslínur Þegar afstaða til ríkisstjórnarinn- ar eru skoðuð eftir stuðningi við flokka eru línurnar nokkuð skýrar. 91 prósent sjálfstæðismanna og 78 prósent framsóknarmanna styðja ríkisstjómina. Meðal framsóknar- manna eru 16,4 prósent andstæðing- ar stjómarinnar. Fæstir ðánægðir eru meðal sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Dæmið snýst hins vegar við þeg- ar afstaða stuðningsmanna Sam- fylkingarinnar og Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs er skoð- uð. Þá kemur i ljós að tæp 73 pró- sent samfylkingarmanna og rúm- lega 84 prósent stuðningsmanna VG eru andvíg ríkisstjórninni. Meðal stuðningsmanna frjálslyndra er helmingur andvígur ríkisstjóminni en 33 prósent fylgjandi. Kyn og búseta Ekki er marktækur munur á af- stöðu kjósenda eftir kyni en karlar eru þó fleiri í hópi fylgjenda ríkis- stjórnarinnar en konur í hópi and- stæðinga hennar. Þá eru íbúar höf- uðborgarsvæðisins flölmennari í hópu stuðningsmanna stjómarinn- ar en landsbyggðarfólk. -hlh Arangur og árangur Oákveðnir/svara ekki i Fylgjandi i Andvígir i Fylgi eftir stuðningi við flokka u V eeqi @ Samfylkingin Það er sitt hvað í íþróttum, árangur og ár- angur. Þannig getur naumt tap snúist upp í móralskan sigur, jafntefli getur jafngilt sigri eða tapi og sigurinn getur sveiflast frá því að taka andstæðinginn í kennslu- stund i það að vera það sem íþróttaspekúlantar kalla vamar- eða vinnu- sigur. Allt ræðst þetta af aðstæðum hverju sinni og andrúmsloftinu í kringum leiki. En þegar litið er á tölfræði liðinna tímabila muna fæstir eft- ir því hvers eðlis sigur- inn eða tapið var. Töl- umar tala einfaldlega sínu máli og eru ósnortn- ar af þeirri staðreynd að sigurliðið hafi legið í vörn allan leikinn og skorað úr einni einustu skyndisókn eða að dómarinn hafi stundað stó- fefld skemmdarverk á tapliðinu. Slíkt er náttúr- lega efni í ótal sögur og rifrildi íþróttaáhuga- manna í milli en tölurnar tala engu að síður sinu máli. Sigur er sigur, tap er tap og staða að loknu tímabili er einfaldlega staðan að loknu tímabili. Þess vegna er það stundum með undrunarsvip sem Dagfari les fréttir af brottreknum þjálfurum knattspymuliða. Á Skaganum er löng hefð fyrir meistaratitlum í efstu deild knattspyrnunnar og þar hungrar menn í fleiri titla. Skagamenn láta sér ekki nægja þaö takmark eitt að halda sér í deildinni eins og tilfellið virðist á öðrum knatt- spymubæjum. Á Skipaskaga er allt annað en gull ómark. En árangurinn verður sjaldnast betri en liðið sjálft. Fjórða sæti er staðreynd þegar ein umferð er eftir á leiktíðinni og möguleiki á því þriðja vinnist sigur í Eyjum um helgina. Knattspyrnusérfræðingar Dagfara segja að það verði að teljast viðunandi árangur. Önnur lið séu einfaldlega betri. En Skagamenn eru samt komn- ir í bikarúrslitaleikinn gegn KR, nýorðnum ís- landsmeisturum. Þar er möguleiki á gulli. Hafi lið komist í úrslitaleik segja almenn knattspymu- fræði að þar séu verðugir andstæðingar á ferð. KR-ingar ættu ekki að fá neitt á silfurfati. En forráðamenn gula liðsins hafa hugsað þetta öðruvisi og láta sér fátt um finnast þó skiptar skoðanir séu þar um meðal hluta leikmanna. Til þessa hafa Skagamenn mætt í leiki í hlutverki fómarlambsins og því er svo komið að liðið er í flórða sæti deildarinnar. Til að liðið verði verð- ugur andstæðingur og mæti í úrslitaleikinn með reisn, ekki sem fórnarlamb, verður að skipta um þjálfara. Með fráfarandi þjálfara á bekknum yrði liðið í hlutverki fórnarlambsins sem komið hefur liðinu í sjálfan úrslitaleikinn. Slíkt er ekki væn- legt til árangurs. Nýr þjálfari mun rífa liðið úr fórnarlambshugsunarhættinum sem kom þvi í úrslit. Sigurinn er því vís, hvort sem sigur vinnst eður ei. Tapist leikurinn fagna ráðamenn varnar- sigri og fráfarandi þjálfari mórölskum sigri. Því það er sitt hvað í íþróttum, árangur og árangur. Dagfari Stolnar fjaðrir? Hestamenn annars staðar en í Skagafirði eru heldur ókátir með þá hugmynd Skagfirðinga og Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra að gera Skagaflörð að miðstöð íslenska hestsins með sérstökum opinberum flárstuðn- ingi. Þeir óttast pólitísk afskipti af atvinnugrein sem hingað til hafi fengið að mestu að þró- ast á eigin forsendum. Þau muni rugla það samkeppnisumhverfi sem þegar er orðið. Þessu til staðfestingar benda menn á að i grein- argerð Vilhjálms Egilssonar alþingis- manns og Skagfirðings sé tíunduð margvisleg starfsemi tengd hesta- mennsku sem þegar er í fullum gangi eða komin nokkuð á veg. Meðal þess er hrossavefur á Netinu, reiðskóli og gerð íslandskorts fyrir hestamenn. Alhliða hrossavefur er þegar til og rekinn af einkafyrirtæki með stuðningi útflutn- ings- og markaðsnefndar hrossa- bænda. Einkareknir reiðskólar eru víða til, m.a. í Ölfusinu þar sem er- lendum hestamönnum er kennt á 10 vikna námskeiðum. Þá er ekki langt síðan LH hafði manneskju á launum um hálfs árs skeið við að afla efnis í Is- landskort fyrir hestamenn ... Ekki ónáða Björn Bjarnason menntamálaráð- herra vandar borgarstjómarmeirihlut- anum í Reykjavík ekki kveðjurnar á heimasíðu sinni. Hann segir að í mál- efnum Listaháskóla íslands hafi R-list- inn dregið lappimar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri beint umræðum um hann inn á þá braut að borgin hafi engum skyldum að gegna í málinu. Þrátt fyrir þetta hafi tekist að koma listaháskólamálinu í höfn án nokkurra R-listaskOyrða frá Reykjavíkurborg. Allir sem unnið hafi hefls hugar að framgangi málsins hafi séð að skynsamlegast væri að ónáða ekki borgarstjóra eða aðra á hennar vegum frekar við undirbúning að stofnun Listaháskólans sem nýlega var settur í fyrsta sinn. Yfirdýralæknisembættið lak Hin alvöruþrungna rannsókn Hvolsvallarlögreglunnar og umhverfis- ráðuneytisins á því hvernig skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um kamfýluna í Holtabúinu komst í flöl- miðla hefur tekið óvænta stefnu. Eigendur búsins hafa sem kunn- ugt er eftir megni reynt að gera þennan meinta leka að aðalatriði kam- fýlumálsins. Nú er sem sé komið í ljós, Hvolsvallarleynilögg- unni til mikillar furðu, að skýrslan er komin beint úr sjálfri há- borg og Mekku kerfisins. Skýrslán var nefnilega birt í heild sinni í Morgun- blaðinu eftir að bláðamaður blaðsins hafði labbað sig niður í landbúnaðar- ráðuneyti og fengið hana orðalaust af- henta hjá embætti yfirdýralæknis ... Austanáttin köld Andrúmsloft innan þingflokks fram- sóknarmanna er sagt hrímkalt um þessar mundir í garð Ólafs Arnar Haraldssonar sem hvergi hefur geflð eftir í andstöðu sinni við þann einlæga vilja formanns flokksins, hins alvörugefna Hall- dórs Ásgrímssonar, að virkjað verði austur í Fljótsdal. Sagt er að ýmislegt hafi verið reynt til að koma ein- hverju tauti við Ólaf, bæði hótanir og fagurgalf en ekkert dugi. Hann er sagður svara fullum hálsi að hann skuldi hinum alt- umfaðmandi formanni ekki neitt, sist eftir að hann beitti sér af hörku gegn því að Ólafur yrði þingflokksformaður. Umhverflssinnar í Framsóknarflokkn- um segja að „austanáttin" sé mjög köld í garð Ólafs um þessar mundir. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.