Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 TV\7~ onn Ummæli Finnur og höfrungar hans „Þverbrestir í stöðugleik- anum eru að koma í ljós og nú eru þeir , famir að fljúg- , ast á um reytur þjóðarinnar, ' fjármálastofn- anirnar. Þar siglir Finnur öðrum megin með sína höfrunga en forsætis- ráðherra vill reyna að spyrna við fótum.“ Sverrir Hermannsson al- þingismaður, í DV. Öllum brögðum beitt „Þegar íslandsmeistaratitill er í boði má segja að maður beiti öllum brögðum sem til eru til að vinna.“ Bjarki Gunnlaugsson, knatt- spyrnumaður í KR, sem fékk umdeilda vítaspyrnu, í Morgunblaðinu. Góðverk Framsóknar „Ég vildi sjá flokk- inn dæmdan af góðum verkum sínum með yflr 20 prósenta fylgi.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra, í DV. Þjóðsaga „Þjóðsagan um styrka og ábyrga stjórn Sjálfstæðis- flokksins á ríkisfjármálunum er nefnilega ekkert nema það. Nefnilega þjóðsaga." Sighvatur Björgvinsson al- þingismaður, í Morgunblað- Forsætisráðherra og ábyrgðin „Mér flnnst nú forsætisráð- herra ekki mjög viljugur að axla ábyrgð í þess- um efnum þeg- ar hann vísar annars vegar á kaupmenn- ina og hins vegar á sveit- arfélögin.“ Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, um ummæli Davíðs Oddssonar um verð- bólguna, í Degi. Heitt hjarta og kaldur haus „Við verðum að koma með heitt hjarta og kaldan haus.“ Þorbjörn Jensson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, um væntanlegan landsleik gegn Makedóníu, í Morgun- blaðinu. Óskar Guðjónsson saxófónleikari á leið til London: Er maður fjölbreytileikans og á erfitt með að vera í sama farinu „Ég hef aldrei spilað eins mikið og í síðustu viku, ég spilaði öll kvöldin á Jazzhátíðinni í Reykjavík. Ég tókst á við fjölbreytta músík og skemmti mér hið besta. Fyrsta kvöldið spilaði ég nýjan djass með Hilmari Jenssyni, næsta dag með Tómasi R. þar sem Ein- ar Már las Ijóð við tónlistina, Pöbbak- völd var síðan á föstudaginn og þar spilaði ég í hljómsveitinni Funkmast- er 2000 sem Ómar bróðir minn er í. Á laugardagskvöld var ég síðan með mina eigin hljómsveit í Kafflleikhús- inu þar sem spiluð var mín tónlist og síðan var ég sunnudags- og mánudags- kvöld á Gauki á Stöng svo þetta er búið að vera heil- mikil törn.“ Óskar hafði ekki mikinn tíma til að fylgjast með öðru sem var að gerast á Jazzhátíð- inni: Ég sá þó hluta af góðum tónleikum Johns Abercrombies á sunnu- dagskvöld. Það kom vegna þess að orgelið hans Þóris Bald- urssonar, sem spilaði með mér, var í láni á tónleikunum og urðum við því að bíða þar til þeir voru búnir og flytja síðan orgelið niður á Gauk.“ Óskar er fyrst og fremst djassspilari en hefur flölbreytileikann að leiðar- ljósi: „Ég gaf út plötu með eigin efni 1997 og hef í framhaldinu verið að skoða mig um í músíkinni og finna mér farveg. Ég leitast við að koma inn í músík mína öllum þeim áhrifavöldum sem höfða til mín, sem bæði er gamall djass sem saminn er fyrir 1950, klassísk tónlist, fönkað rokk og margt fleira. Ég er maður fjölbreytileikans og vil alls ekki sitja í sama farinu og því hef ég meðal annars verið að vinna með skífu- þeyturum sem tek- ___________________ ur skemmtilega í ■>> *t mann, þar þarf IVI30lir maður að vera fljót- ---------------- ur að bregðast við því að plöturnar spila ekki með þér, þú verður að spila með þeim.“ Óskar er á leiðinni til London þar sem hann ætlar að skoða sig um og koma sér á fram- færi: leiðinni til útlanda og nú gafst tækifæri þar sem unnusta mín er að fara í nám í London og þar ætla ég að skoða ann- að umhverfi í tónlistinni. Ég búinn að spila með allflestum tónlistarmönnum ________________ íslenskum og það er alltaf gaman að prófa UdgSIIIS eitthvað nýtt. Hér ---------------- heima hef ég lært mjög mikið og það sem íslendingar gera sér ekki almennilega grein fyrir hvað ótrúlega mikið er af góðum og hugmyndaríkum hljóðfæraleikm’um.“ Hjá Óskari er framtíðin í tónlistinni ekki fastmótuð: „Það eina sem er á dag- skrá er að ég fer til Noregs í nóvember og spila þar með félögum mínum á nokkrum tónleikum. Þetta eru strákar sem ég þekki og við höfum áður spilað saman í Noregi, annars er allt óráðið. Það tekur tíma að koma sér fyrir og kynnast fólki. Ég er ekkert að flýta mér, er spenntur fyrir dvölinni í London þar sem möguleikamir eru óþrjótandi á mörgum sviðum tónlistarinnar." Unnusta Óskars heitir Guðbjörg Huldís og ætlar hún að nema leikhús- og kvikmyndaförðun í London. -HK Iðnó er vettvangur húmorsveitarinnar Abbababb í kvöld. Abbababb - Gargandi snilld Vegna væntanlegrar út- gáfu húmorsveitarinnar Abbababb á geisladisknum Gargandi snilld blæs hún til hausttónleika í Iðnó í kvöld kl. 21 (en ekki 16. sept. eins og áður var auglýst). Á tón- leikunum mun hin knáa sveit leika lög af nýja disknum í bland við gam- alt efni í tón- um, tali og sprelli. í fram- haldi af þessum tónleikum held- ur Abbababb aðra tónleika i Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fimmtudaginn 16. septem- ber kl. 21.00. Tónleikamir eru öllum opnir og eru að- dáendur sveitarinnar ein- dregið hvattir til þess að mæta og styðja við bakið á sínum mönnum. Geisladiskurinn Gargandi snilld er svo væntanleg- ur með góða veðrinu, í lok máðarins. Skemmtanir Myndgátan Ræðst á mann með eggvopni Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Snuðra og Tuðra. Drífa Arn- þórsdóttir og Helga Vala Heiga- dóttir. Snuðra og Tuðra á Austurlandi Möguleikhúsið er á ferð um Austurland með barnáleikritið Snuðru og Tuðra þessa dagana. Sýnt verður fyrir börn í leik- og grunnskólum á Vík, Kirkjubæjar- klaustri, Hofgarði, Höfn, Djúpa- vogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsflrði, Neskaupstað, Eski- flrði, Egilsstöðum, Vopnafirði, Bakkafirði, Raufarhöfn og víðar. Almenn sýning verður í Safnaðar- heimili Hafnarkirkju í dag kl. 17. Leikritið er byggt á sögum Iðunn- ar Steinsdóttur um systurnar Snuðru og Tuðru. Sýningin er aðal- lega byggð á ljórum sögum; Snuðra og Tuðra verða vinir, Snuðra og Tuðra missa af matnum, Snuðra og Tuðra laga til í skápum og Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn. Systurn- ar fjörugu, -------------------- Snuðra og Tuðra, LðíkhlJS voru einu sinni_________________ litlar og ljúfar, en síðan hefur margt breyst. Þær taka upp á alls konar prakkarastrikum og eru stundum ósköp óþægar. Mamma þeirra segir að þær muni læra af reynslunni en pabba flnnst stundum að það gangi ekki alveg nógu vel. Snuðra og Tuðra eru leiknar af þeim Drífu Arnþórsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur, leikstjóri og höf- undur leikmyndar er Bjarni Ingv- arsson og leikgerð er eftir Pétur Eggerz. Bridge Daninn Morten Lund Madsen spilaði vel úr spilunum i þremur gröndum í leik Danmerkur gegn Noregi á HM yngri spilara á dögun- um. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og a-v á hættu: 4 1087 V 8 4 ÁKDG65 * K84 4 642 * D10432 * 1084 * 92 N V A S ♦ IÍHS3 * G5 ♦ 9732 * ÁD6 Wæ?" ' 4 ÁKD * ÁK976 4 - * G10753 Vestur Norður Austur Suður Brogel. Konow Saur Madsen pass 1 ♦ pass 1 •* pass 2 ♦ pass 3 grönd p/h Fimm tíglar á norðurhöndina hefði verið mun viðráðanlegri samningur en lokasamningurinn þrjú grönd þar sem samgangurinn var ekki upp á marga fiska. Útspil vesturs var laufnía. Augljóst er að austur yerður að setja lítið spil ef sagnhafi setur flarkann úr blindum, til að koma í veg fyrir að innkoma fáist í blindan. Á opnu borði sést að sagnhafi getur drepið á tíuna heima, tekið þrjá efstu í spaða, tvo efstu í hjarta og spilaði siðan laufi. Austur er endaspilaður og verður að spila blindum inn. En Madsen var ekki með röntgengleraugun meðferðis og taldi meiri möguleika að spila upp á að útspil vestúrs væri frá 96. Ef sú var raunin var hægt að fá örugga innkomu í blindan. Með það fyrir augum setti Madsen kónginn í blindum, ás- inn frá austri og fimman! heima. Austur spilaði spaða og Madsen spilaði næst laufsjöunni. Vestur átti því miður tvistinn og sjöan fékk að eiga slaginn. Nú kom hjartasexa, lit- ið frá Brogeland og Saur átti slaginn á gosa. Hann tók laufdrottningu og spilaði síðan áfram hjarta. Madsen tók á ásinn, tvo spaðaslagi og spil- aði síðan hjartasjöunni frá K97. Vestur átti eftir D104 og var enda- spilaður. Hann tók á tíuna, spilaði áfram hjarta og 9 slagir í húsi, þó enginn þeirra á norðurhendina! ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.