Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 Útlönd Bradley i bar- áttu við fátækt Bill Bradley, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum, kynnti í gær áætlun sem mið- ar að því að út- rýma fátækt bama fyrir árið 2009. Til þess ætlar hann að verja um sjö hund- ruð milljörðum íslenskra króna verði hann kjörinn forseti. Dag- inn áður hafði helsti keppinautur hans um útnefninguna, A1 Gore varaforseti, kynnt sína baráttuá- ætlun gegn fátækt. „Á friðartímum, þegar engin utanaðkomandi ógn steðjar að Bandarikjunum, er nærri þrettán og hálfri milljón barna okkar meinað að upplifa ameríska drauminn. Það er ekki ásættan- legt,“ sagði Bradley á fundi í einu fátækasta hverfi New York. Papon hand- tekinn í morgun Maurice Papon, fyrmm embætt- ismaður leppstjómar nasista i Frakklandi á stríðsárunum, var handtekinn á hóteli í bænum Gstaad í Sviss í dögun i morgun. Flytja átti hann til landamær- anna að Frakk- landi nú fyrir há- degið. Dómstóll í Frakklandi hafnaði í gær áfrýjun Papons, sem er 89 ára, á tíu ára fangelsisdómi sem hann fékk fyrir samvinnuna við nasista. Hann kaus sjálfur að fera í útlegð í síðustu viku til að þurfa ekki að eyða ævikvöldinu í fang- elsi. UPPBOÐ Uppboð munu byrja skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 26. október 1999 kl. 15 á eftirfar- andi eignum: Eyvindarmúli, Fljótshlíðarhreppi, þingl. eig. Benóný Jónsson og Sigríður Viðars- dóttir, Gerðarbeiðendur eru lbúðalánasjóð- ur og Lánasjóður landbúnaðarins. Hólavangur 18, Hellu, þingl. eig. Jóna Lilja Marteinsdóttir. Gerðarbeiðandi er Búnaðarbanki íslands, Hellu. Ormsvöllur 4, 83,87%, Hvolsvelli, þingl. eig. Steypustöðin Stöpull ehf. Geiðarbeið- endur eru Kaupfélag Ámesinga, Búnaðar- banki íslands, Hellu, og Hvolhreppur. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLA- SÝSLU Tugir fórust í flugskeytaárás á Grozní: Rússar bera af sér allar sakir Ibúar Grozní, höfuðborgar Tsjetsjeníu, syrgðu í morgun tugi manna sem féllu í flugskeytaárás á fjölmennan götumarkað í gærkvöld. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sór af sér allar sakir. „Við höfnum alfarið þeim upplýs- ingum að árásin sé Rússum að kenna og við höfum engu við það að bæta,“ sagði talsmaður landvama- ráðuneytisins við fréttamann Reuters í Moskvu. Árásin á markaðinn gerðist á sama tíma og rússneskir hermenn nálgast tsjetsjensku höfuðborgina og á sama tíma og Vladímír Pútín forsætisráðherra er í Finnlandi til að skýra stefnu rússneskra stjóm- valda í Tsjetjseníu fyrir embættis- mönnum Evrópusambandsins. Fréttamaður Reuters í Grozní taldi sextíu lík nærri innganginum aö aðalmarkaði borgarinnar þar sem söluborð tættust í sundur í sprengingunni sem varð skömmu eftir að skyggja tók í gærkvöld. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, ræðir málefni Tsjetsjen- íu við fulltrúa ESB í dag. Líkunum hafði verið staflað upp og Eillt að tvö hundrað særðir hróp- uðu á hjálp innan um brakið af sölubúðunum, glerbrot og blóðpolla. Annar fréttamaður Reuters sá hvar að minnsta kosti þrjátíu lík voru flutt á nærliggjandi sjúkrahús. í morgun lágu ekki fyrir ná- kvæmar tölur um manntjón en bú- ist er við að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem margir voru illa særðir. Meðal hinna látnu var fólk sem sat á kaffihúsi i grenndinni, ung- lingar og böm. Tsjetsjenskir emb- ættismenn sögðu að sprengingamar hefðu verið af völdum flugskeytis. Allt var með kyrram kjörum í Grozni í nótt en engu að síður ríkti þar mikil spenna. Víst þykir að Pútín verði að svara óþægilegum spumingum þegar hann hittir emb- ættismenn ESB, þar á meðal fyrram NATO-stjórann Javier Solana, ný- skipaðan utanríkismálastjóra Evr- ópusambandsins. Um þrjú hundruð börn með máluð andlit tóku þátt í mótmælaaðgerðum í San Salvador, höfuðborg El Salvadors, í gær. Þar var þess krafist að sett yrðu lög sem veittu foreldrum barna, sem týndust í borgarastríðinu, stuðning til að leita þeirra. Mannréttindasamtök segja að 98 börn af 520 sem týndust hafi fundist í borgum f útlöndum, þar á með- al í Bandaríkjunum, Evrópu og nágrannaríkjunum í Mið-Ameríku. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- ________farandi eignum: Hringbraut 39, 3ja herb. íbúð á 1. hæð, herb. í risi og geymsla m.m., samtals 86,5 fm, Reykjavík, þingl. eig. Þorkell Jóhann Pálsson, gerðaibeiðandi sýslumaðurinn í Hafnarfuði, þriðjudaginn 26. október 1999 kl. 10,00. _____________ Jörfabakki 12,2ja herb. íbúð á 2. hæð t.h., merkt 0203, Reykjavík, þingl. eig. Þor- geir S. Kristinsson, geiðaibeiðandi Búnað- arbanki íslands hf., þriðjudaginn 26. október 1999 kl. 10.00.________ Lágmúli 9,397,2 fm verslun í N-hl. milli- byggingar 0101, Reykjavík, þingl. eig. Ásdís Bára Magnúsdóttir, geiðaibeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 26. október 1999 kl. 10.00. Mjóstræti 3, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Anna María Karlsdóttir, gerðarbeiðendur Feiðaskrif- stofa íslands hf., íbúðalánasjóður og Toli- stjóraembættið, þriðjudaginn 26. október 1999 kl. 10.00. Stórholt 16, 90,6 fm verslunarhúsnæði á 1. hæð í A-enda m.m. ásamt bílageymslu, Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Sigvalda- dóttir, geiðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 26. október 1999 kl. 10.00. Öldugata 8, 2ja herb. samþ. kjallaríbúð, Reykjavík, þingl. eig. Guðbjöm Helgi Birgisson, gerðaibeiðandi Tollstjóraskrif- stofa, þriðjudaginn 26. október 1999 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Nágrannar fagna kjöri Megawati Nágrannaríki Indónesíu fögnuðu í gær kjöri Megawati Suk- urnaputri í embætti vara- forseta. Nágrannaríkin hafa hins vegar áhyggjur af heilsu hins nýkjörna forseta, Abdurrahmans Wahids. í forystugrein blaðs í Hong Kong var Megawati kölluð móðir indónesísku þjóðarinnar. Kjör hennr myndi stuðla að friði á götum úti þar sem ofbeldi hefur geisað auk þess sem það myndi auka traust fjárfesta. Ekki hefur verið greint frá því hvenær Abdurrahman hyggst mynda stjórn. í gær- kvöld hitti hann að máli yfirmann hersins, Wiranto, stjómmála- leiðtogana Amien Rais og Akbar Tandjung og nýja varaforsetann, Megawati. Rólegt var í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í morgun. Óeirðir brutust víða út þegar í ljós kom að Megawati hafði tapað fyrir Abdurrahman í forsetakjörinu á þingi. Svo virðist sem stuðn- ingsmenn hennar hafi róast er hún fékk varaforsetaembættið. Megawati Sukarnoputri. Stuttar fréttir i>v Jaröskjálfti á Taívan Að minnsta kosti 1 lét lífið í öfl- ugum jarðskjálfta, 6,4 á Richter, sem reið yfir Taívan í morgun. Ku Klux Klan vann Dómstóll í New York úrskurð- aði í gær að samtökin Ku Klux Klan mættu mótmæla í kuflum sínum á Manhattan í New York um helgina. Yfirvöld borgarinnar ætla að áfrýja úrskurðinum í dag. Mitchell reynir sættir George Mitchell, samningamað- irn Bandaríkjanna, hefur kallað stríðandi fylk- ingar á N-ír- landi til sátta- viðræðna í dag. Litið er á við- ræðurnar í dag sem lokatilraun til að blása nýju lífi í frið- arsamkomulagið sem náðist um páskana i fyrra. Sambandssinnar eru reiðir yfir því að IRA neitar að afhenda vopnabirgðir sínar. Ölvaöir fílar drápu fjóra Hjörð fila gekk berserksgang á Indlandi eftir að hafa drakkið hrisgrjónavín. Fjórir létust og sex slösuðust er filamir æddu um ölv- aðir. Skilorösbundiö fangelsi Saksóknari krafðist í gær sex mánaða skilorðsbundins fangels- isdóms yfir Xaviere Tiberi, borg- arstjórafra Parísar. Hún er sökuð um misnotkun á almannafé. Fóstureyðingabann Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær á ný umdeilt bann við fóstureyðingum. Erfiö vinna fram undan Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að erfið vinna væri fram undan við að koma á var- anlegum friði á milli ísraels og Palestínu- manna. Forset- inn kvaðst þó vona að Noregs- fór hans í næsfe mánuði myndi stuðla að friöi. Gert er ráð fyrir að Clinton muni í Noregi ræða við Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yass- er Arafat Palestínuleiðtoga. Tutu í aðgerð Desmond Tutu erkibiskup gekkst undir aðgerð við krabba- meini í blöðrahálskirtli í Banda- ríkjunum í gær. Þörf á kvenborgarstjóra Glenda Jackson sagðist í gær ekki ætla að hætta við framboð sitt fyrir borgarstjórakosningam- ar í London. Segir hún þörf á kvenborgarstjóra. Engin kreppa Sósíalistaflokkur Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta seg- ir enga kreppu i Serbíu og þess vegna sé ekki þörf á að flýfe kosn- ingunum. Fylgi Giuliani eykst Fylgi borgarstjóra New York, Rudolphs Giulianis, sem hefur hug á emhætti öldungadeildar- þingmanns fyr- ir New York, fer vaxandi. Samkvæmt könnun, sem birt var fyrr í vikunni, er hann með 11 prósentustiga for- skot á Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna. Aðrar kannanir hafa sýnt að Hillary nýtur fylgis kvenna yngri en 45 ára en Giuli- ani höfðar meir til kvenna eldri en 45. Létust í eldsvoða 15 ungar konur og 1 karl létust í brana í sígarettukveikjaraverk- smiðju á Vesturbakkanum í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.