Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 30
30 bókarkafli LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 J3"V Á nœstu vikum gefur Nýja bókafélagiö út bókina Moskvulínan eft- ir Arnór Hannibalsson prófessor. Bókin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn fjallar um tengsl íslenskra sósí- alista viö kommúnista- flokk Sovétríkjanna og einkum samband Kommúnistaflokks ís- lands við Komintern, al- þjóðasamband komm- únista, sem stjórnað var frá Moskvu. Síðari hluti bókarinnar fjallar um Halldór Laxness og Sovétríkin. Bókin er Kristinn E. Andrésson, forstjóri Máls og menningar, ávarpar flokksþing austur þýska bræöraflokksins 1954. Kristinn vann fyrir Flokkinn aðallega sem forystumaður Rauðra penna og bókaútgáfu Heimskringlu og Máls og menningar. Hann fór m.a. til Moskvu til að sækja „línuna" í apríl 1940. Þegar Kristinn lét af störfum fékk hann lífeyri frá sovéska kommúnistaflokknum. Islenskur kapítalismi í höndum erlendra auð- hringa Hinn 13. september er tilbúið mikið skjal, alls 28 síður, í höfuðstöðvum Kominterns: Starfsskrá („Aktion- sprogram") handa kommúnistabanda- lagi íslands. Ekki er þess getið hver samdi skjalið en af öðrum gögnum má ráða, að stuðst hafi verið við efni sem Havard Langseth safnaði er hann var á íslandi um sumarið. Höfuðefni skjalsins eru þrjú: í fyrsta lagi greinargerð um hið ís- lenzka „auðvald“, í öðru lagi er skýrt frá þvi hvernig Alþýðuflokkurinn þjóni auðvaldinu og í þriðja lagi er fjallað um hvaða afstöðu kommúnist- ar skuli hafa í garð auðvalds og Al- þýðuflokks og hver skuli vera verk þeirra. Hinn íslenzki kapítalismi er sagður vera algjörlega í höndum erlendra auðhringa. Erlent auðmagn hafl kastað sér yfir Island með gróðaflkn ræningjans. Erlendir olíuauðhringar ráði olíusölu, hraðfrystur fiskur sé í höndum sænsks auðhrings („Hinar sameinuðu niðursuðuverksmiðjur Svíþjóðar"), fiskimjölsverksmiðjur séu í eigu enska fyrirtækisins Bowr- ing & Co., síldarlýsisframleiðsla sé að verulegu leyti í höndum erlendra smjörlíkisauðhringa, fiskútflutningur sé i höndum Hawes & Co., Brokless (sic!) Brothers og Copeland & Co. í Englandi, rafmagnsframleiðsla í höndum EAG (sic! á líklega að vera AEG) og Siemens-Schuckert og loks hafi erlent bankaauðmagn troðið skuldum upp á íslendinga, einkum Hambrosbanki í Lundúnum í sam- vinnu við danska banka og íslands- banka. Þetta auðvald haldi verkalýð Is- lands í járnkrumlum. Burgeisastéttin varpi öllum erfiðleikum af sér yfir á verkalýðinn með háum tollum og sköttum. Baráttan gegn auðvaldinu á íslandi sé því hluti af baráttunni gegn alheimsauðvaldinu, hluti af barátt- unni fyrir heimsbyltingu. Alþýðuflokkurinn notað- ur til að svíkja verka- menn í sveitum landsins gerist það, að stórbændur kúgi smábændur, sem verði æ fátækari og fólk flýi úr sveit- unum. Ríkisstjórn íslands (Framsókn- arflokksins) reki erkiafturhaldssama pólitik, sem sé fjandsamleg verkalýð og bændum. Hún hafi svikið sjálfstæð- isbaráttuna og liggi hundflöt fyrir byggð á rannsókn Arn- órs í sovéskum skjala- söfnum og er dreginn þar fram í dagsljósið fjöldi skjala sem ekki hafa komið fyrir al- menningssjónir. Hér er gripið niður á tveimur stöðum í fyrri hluta bókarinnar, með góðfús- legu leyfi útgefanda. Þegar leið á árið 1930 sáu leiðtogar Kominterns fram á það, að heppileg- ast myndi að stofna sjálfstæðan kommúnistaflokk á íslandi. Þó að skýrslur kæmu frá íslenzkum komm- únistum til aðalstöðvanna þótti þeim auðsjáanlega þörf á að senda eigin menn til að rannsaka aðstæður á ís- landi. Ýmsar hugmyndir höfðu þó verið að geijast meðal íslenzkra kommún- ista, sem Komintem leizt miður vel á. í sjö blaðsíðna skýrslu, sem Jens Fig- Unglr menn vlð nám f Lenín-skólanum ásamt Einari Olgeirssyni (sem var í heimsókn) í Moskvu veturinn 1931. Frá hægri: Jafet Ottósson, Þóroddur Guð mundsson, Andrés Straumland, Einar Olgeirsson, Jens Figved og Eyjólfur Árnason. ved skrifar, staddur í Moskvu 10. nóv- ember 1929, skýrir hann svo frá, að Einar Olgeirsson hafi lagt til, að kommúnistar gerðu bandalag við sentrista og notuðu svo þetta banda- lag til að sprengja Alþýðuflokkinn og ná þannig fylgismönnum flokksins yfir til kommúnista. Þessari tillögu hafi verið hafnað á 17 manna ráð- stefnu kommúnista 1928. Hilfur Bjarnason fær unum og bardaga- Havard Langseth virðist hafa unnið vel, þá er hann var hér á landi um mitt ár 1930. í skjalasafni Kominterns er skýrsla hans, bæði á norsku (24 bls.) og á þýzku (22 bls.), dagsett í júlí 1930. Þar að auki er þar 16 bls. ritgerð eftir Arvid Hansen á þýzku um verka- lýðshreyfingu og kommúnisma á ís- landi. í skýrslu Langseths hinni þýzku er farið ýtarlega yfir stöðu atvinnulífs og verkalýðshreyfingar á íslandi, öll verkalýðsfélög talin upp hringinn í kring um landið, stöðu samvinnufé- laga lýst og síðan reynt að meta að- stöðu kommúnista. Alls eru kommún- istar á íslandi taldir vera 180-200. Leiðtogar þeirra eru taldir upp og hver fyrir sig fær einkunn. Brynjólfur Bjamason er talinn vera fær í fræðun- um og í bardagalist, en slakur í félags- og skipulagsmálum. Einar Olgeirsson er talinn hafa nokkra fræðiþekkingu en hneigður til hentistefnu og að víkja af réttri leið („eine starke Tendenz zu opportunistischen Abweichungen"). Samt er hann talinn einlægur og reyna að leiðrétta villur sínar. Hann þyrfti þó að vinna með sterkari félög- um. Aðrir sem fá einkunnir eru ísleif- ur Högnason, Jón Rafnsson, Gunnar Jóhannsson, Haukm- Björnsson og Halldór Ólafsson (ísafirði). Hinn 7. september 1930 setja þeir sem fást við málefni íslands hjá Kom- intem fram tillögur um hvernig ís- lenzkir kommúnistar skuli haga sér fram til flokksstofnunar. Þar er mælt svo fyrir, að flokksstofnunin skuli vera í samhengi við þing Alþýðu- flokksins en það ekki gert að skilyrði, að kommúnistar verði reknir úr flokknum. Kommúnistum er gert að ná yfirráðum yfir blöðum á Akureyri, Siglufirði og á ísafirði. Jarðvegurinn verði vandlega undirbúinn áður en látið verði til skarar skriða. Undir þetta rita þrír menn: A.H., H.L. og M. og eru það einna líklegast Arvid Han- sen, Havard Langseth og annað hvort Mehring eða Mielenz. Komintern leist ekki á hugmyndir íslenskra kommúnista: Stofnuðu kommúnistaflokk á íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.