Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Fréttir 23 Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar um mál þroskaheftra: Starfsfólkið fái forgang í næstu kjarasamningum „Við vitum af þessu ástandi og höfum af þvi áhyggjur," segir Frið- rik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, en DV greindi frá því í gær að mikill skortur er á starfsfólki á vistheimili þroska- heftra og gæti komið til þess að vist- menn verði sendir heim þar sem þeir fá ekki næga umönnun. „Við vorum með landsþing okkar um miðjan október og þá ályktuðum við m.a. um þetta, en þetta á ekki bara viö um vistheimilin heldur líka dag- þjónustuheimili og sambýlin hér í Reykjavík og Reykjanesi, s.s. alla þjónstu við fatlaða á höfuðborgar- svæðinu. Þetta er auðvitað það sama og er að gerast á leikskólum borgarinnar að þama eru launakjör þannig aö það er hægt að fá betra annars staðar og þangað sækir fólk- ið. Ég veit til að mynda að á sambýl- um í Reykjavík og á Reykjanesi eru menn farnir að keyra þetta á óhóf- legri yfirvinnu þeirra sem eftir eru og ég get vel trúað að það sama sé að gerast i Tjaldanesi og fleiri stöð- um.“ Og Friðrik vill að þetta starfsfólk fái sitt þegar kemur að endurnýjun kjarasamninga. „Við skoruðum á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar- AJAUTtCAL Starfsfólk sem er við umönnun þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu á að fá forgang í kjarasamningum, segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hér má sjá vistmenn í Tjaldanesi sem njóta aðhlynningar en munu hugsanlega verða sendir heim um jólin. ins að þessar starfsstéttir og þessi umönnunargeiri fái forgang hvað varðar launakjör í næstu samning- um því þetta er auðvitað samnings- mál fyrst og fremst. Það er ekki það að ekki séu til stöðugildi, það vant- ar bara fólk til aö vinna þetta vegna þess að launakjörin annars staðar eru miklu betri.“ -hdm Vígalegur kassabíll úr gömlum sófa og traktor DVjVik: Hann er vígalegur kassabíllinn sem Þráinn Ársælsson í Vík í Mýr- dal ekur um á þessa dagana. Hann segir að hann sé smíðaður úr göml- um sófa, tveimur Pro Style-hjólum og sætið í honum sé af gömlum Deutz-traktor. „Vinur minn var með mér í smíðinni og pabbi hjálpaði okkur við að koma honum saman,“ sagði Þráinn. Kassabíllinn er knú- inn áfram af mannafli. Honum er ýtt áfram og er þar til gerð stöng á honum. Þráinn segir að bíllinn hafi reynst mjög vel og sé alveg hörku- tæki. -NH Stigar slökkviliðs lengdir um 3 hæöir Þráinn Ársælsson situr stoltur á kassatorfærubílnum sínum. DV-mynd Njörður DV, Akranesi: Ný fataverslun: Sex hæða fjölbýlishús verður byggt á Akranesi á næstunni á lóð- inni Jaðarsbraut 25, rétt við Langa- sand, með góðu útsýni út á flóann. Trésmiðjan Akur hf. á Akranesi mun byggja húsið og hefur bæjar- stjórn áamþykkt byggingarleyfið. Stórt fjölbýlishús hefur ekki verið byggt á Akranesi í á annan tug ára og mikil þörf er á þess könar hús- næði í kjölfar uppsveiflu og fjölgun- ar í bænum en samkvæmt heimild- um DV hefur gengið vel að selja íbúðir í þessu fjölbýlishúsi. Bygginga- og skipulagsnefnd hafði fjallað um máliö og féllst ekki á bygginguna þar sem stigar slökkviliðsins ná ekki ofar en á 3. hæð og fellistigar sem sýndir eru frá íbúðum eru ekki fullnæjandi rýmingarleið, að mati Brunamála- stofnunar ríkisins. Nú hefur bæjarstjóranum á Akra- nesi verið falið að senda Bruna- málastofnun yfirlýsingu um að til- tækur búnaður verði til staðar hjá Slökkviliði Akraness þegar bygging- in verði tilbúin en til stendur að kaupa nýjan bíl fyrir slökkvilið og verður hann því með stigum sem ná upp á 6. hæð. -DVÓ Fólk duglegt að skoða DV, Ólafsfirði: Ný fataverslun tók til starfa nú á haustmánuðum. Það er Verslunin Marsibil en eigendur hennar eru hjónin Aðalbjörg Ólafsdóttir og Rik- harð Lúðvíksson. Verslunin er til húsa þar sem verslunin Tíska og sport var áður. Að sögn eigenda er margs konar tískuvarningur á boðstólum, nánast allt sem hugur- inn gimist. Ólafsfirðingar tóku vel við sér og hafa verið duglegir að skoða sig um í versluninni. Aðalbjörg Ólafsdóttir í verslun sinni. ^Wíálkar virkir [Tffii 'tT.dKÍlSÖáR'^* \ .. .. Vb„m^ 00 viskíbörnin? m. .jgj Fæst í öllum betri Styrkir úr Málræktarsjóði Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 1991. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans: a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðunefnda sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun, d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku, e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, 0 að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum Málræktarsjóðs verði náð. Umsóknareyðublöð fást hjá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs, Neshaga 16,107 Reykjavík (sími 552 8530) og skal umsóknum skilað þangað fyrir 1. febrúar 2000. MÁLRÆKTARSJÓÐUR Grýlukerta sena Mikið urval af ljosasenum, aðventuljósum og penun í ýmsum gerðum 200 ljosa 1.990 kr. HIISASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.