Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 57
„ ''•></ /j0tm niil/"' FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 fólk ' - Hveragerði og Holiywood - nýstárleg athöfn að lokinni kynningu á ferðamálum: Klofin líflína Guðna talin tákna flokkaklofning hljómplötur *** Ragnar Bjarnason - Hin hliðin: Djassstandardar og ballöður Hin hliðin er nokkuð gott nafn á nýrri plötu Ragnars Bjarnasonar því á henni er hann í raun að syngja lög sem hann flutti á tónleik- um og dansleikjum á löngum og far- sælum ferli sem ekki er séð fyrir endann á, lög sem aldrei lentu á plötum og eru þær þó ekki fáar sem hann hefur sent frá sér. Á árum áður, þegar Ragnar var hvað iðnað- astur við að gefa út plötur, var yfir- leitt um að ræða tveggja laga plötur Og þá var fyrst og fremst hugsað um hvaö myndi ná til fólksins sem var þá vinsæl rokklög eða ný íslensk lög og því kom aldrei til greina að gefa út standarda á borð við þá sem eru á Hinni hliðinni þótt Ragnar hefði kannski mest gaman af að syngja þessi lög. Nú eru þessi lög kom- in út á plötu og er feng- ur að plötunni því ef það er einhver söngvari íslenskur sem getur fetað í fótspor Frank Sinatra og Tony Bennett, svo tveir toppar séu nefnd- ir, sem getur „svingað“ í söngnum þá er það Ragnar og best fluttu lög- in á Hinni hliðinni eru einmitt þekktir djassstandaradar, sem allir söngvarar sem vilja vera menn með mönnum reyna við, lög eins og og You Make Me Feel so Young, Just One of Those Things, Deed I Do og Love and Marriage og ekki er síður flutning- ur hans á jólaóði Mel Tormes, The Christmas Song, sem alla tíð hefur verið uppáhald djasssöngvara þegar kemur að jólalögum. Ragnar fer með það eins og sannur atvinnu- maður, hnökralaust. Þegar kemur að ballöðunum er flutningur Ragn- ars misgóður, best nær hann sér á strik í All the Way og Young at He- art. Segja má að það sé góður heildar- svipur á plötunni, undirleikur er mjög góður, enda valinn maður í hverju rúmi með Þorvald Ástvalds- son píanóleikara í broddi fylkingar. Þau lög sem skera sig nokkuð úr heildinni eru tvö íslensk lög, annað eftir Ragnar, Sú sælutið, sem er ágæt lagasmíð þó það falli í saman- Hilmar Karlsson **** Magnús Eiríksson & KK - Kóngur einn dag: Tveir kóngar í fínu formi Snillingamir Magnús Eiríksson og KK (Kristján Kristjánsson) eiga að baki nokkurra ára samstarf sem meðal annars skilaði sér í þeirri ágætu plötu, Ómissandi fólk, sem kom eins og ferskur vindur í tónlistarflóruna. Þeir hafa síðan verið að halda tónleika með hléum jafnt á höfuðborgar- svæðinu sem á landsbyggðinni meðan beðið hefur verið eftir, með nokkurri eftirvæntingu, nýrri plötu frá þeim félögum, sérstak- lega þar sem þeir hafa verið nokk- uð lengi að hvisla því að fólki að þeir væru alltaf að hugsa um að láta verða af því að gefa út aðra plötu. Þeir létu loks verða af því í haust að fara i upp- .... .. . tökuver og afrakstur HlllTiar KaflSSOII inn er Kóngur einn -------------------------- dag, sem eins og Magnús og KK hafa í gegnum tíðina sótt efnivið í blúsinn og upprunann er að finna í lögum á Kóngm- einn dag þótt segja megi að þeir fari um víðan völl án þess þó að karakterein- kennin hverfi. KK hefur plöt- una með gríp- andi lagi, Seinna, seinna. Hans karakter sem lagahöfund- ur kemur þó bet- ur fram i þriðja Ómissandi fólk er einstaklega gef- andi og góð hlustun, uppfull af góð- um melódískum lögum og skemmti- legum og vel sömdum textum. lagi plötunnar, Mér er alveg sama, ekta KK- lag. Magnús Eiríksson hefur í gegnum tíðina náð að verða ekki aðeins öflugt tónskáld heldur öílugur textasmið- ur og lög hans, sem eru í meiri- hluta á plötunni, eru hvert öðru betra og erfitt að taka eitt fram yflr annað. Samstarf þeirra Magnúsar og KK er eigin- lega samstarf sem getur aldrei skilað nema góðri skemmtun, báðir hafa ver- ið afkastamikl- ir og arfur þeirra er mik- ill og góður. Það kemur kannski á óvart hversu vel þeir harm- onera saman. Um hvorugan er hægt að segja að hafi fagra rödd, væru varla tækir í karlakór, en það væri lítið varið í að heyra karlakór syngja lögin á Kóngur í einn dag, nei, flutningurinn er áhrifamikUl vegna raddanna, sem segja oft meira en mörg orð. burði við klassíkina og Við bjóðum góða nótt, lag sem Ragnar hefur sungið frá upphafi ferils síns, fallegt^ lag eftir fóður hans, Bjama Böðv- arsson, og segir Ragnar að þetta eina lag réttlæti útgáfu plötunnar því aldrei hafi hann sungið það inn á plötu áður. DV, Hveragerði:___________________ Hvergerðingar eru fremstir allra landsmanna í ferðaþjónustu. Eng- inn bær fær aðrar eins gestakomur og ferðamenn eyða þar meiru fé en á öðru byggðu bóli. Fyrir skömmu var haldinn blaðamannafundar, í Hveragerði, þar sem kynnt voru meginatriði skýrslu um stefnumót- un og framkvæmdaáætlun í ferða- málum fyrir bæinn. Skýrslan er m.a. byggð á viðhorfsrannsóknum gesta og heimamanna í Hvera- gerði. Að sögn Olafs Forbergs verkefn- isstjóra mun þetta vera ein viða- mesta samantekt sem gerð hefur verið í þessum málaflokki fyrir eitt sveitarfélag. í skýrslunni kemur m.a. fram að samkvæmt rannsókn- um og vegatalningum vegagerðar- innar megi áætla að 200-230 þús- und ferðamenn hafl komið við í Hveragerði árið 1998 I alls 750-900 þúsund heimsóknum. Heildarút- gjöld ferðamanna í bænum voru samkvæmt niðurstöðum rann- sókna 800-1.000 milljónir króna það ár, eða 470-600.000 kr. á hvern íbúa í Hveragerði. Er það 4-5 sinn- um hærra en landsmeðaltal. Olaf Forberg verkefnisstjóri og Anna Jórunn, formaður leikfélagsins. Hálfdán bæjarstjóri staðfestir tilveru sína í leirköku. DV-myndir Eva. Að lokinni dagskrá í Hveraskál- anum var gestum boðið í Grænu smiöjuna til „óvæntrar uppá- komu“. Sú athöfn að frægir leikar- ar þrýsti hönd sinni í blauta steypu og skrái nafn sitt við er vel þekkt i Hollywood. í Grænu smiðj- unni var Guðna Ágústssyni land- búnaöarráðherra.boðið að þrýsta hönd sinni í leirköku og móta þannig handarfar sitt, líkt og leik- aramir í Hollywood. Höfðu við- staddir á orði að i afsteypunni sýndist líflína Guðna Ágústssonar klofin. Gæti það e.t.v. verið til marks um einhvers konar flokka- klofning innan tíðar. Afrit af hendi bæjarstjórans, Hálfdáns Kristjáns- sonar, var einnig greypt í leir. Þessar tvær leirkökiu- hanga nú væntanlega uppi í Grænu smiðj- unni sem fyrsti vísir að safni hand- arfara frægra listamanna og ann- arra fræga manna. -eh Bjartmar Guðlaugsson - Strik: ★★★ Við sama heygarðshornið Bjartmar Guðlaugsson hefúr fyrir löngu helgað sér bás í íslensku dæg- urtónlistarsögunni. Hann er ekkert langt frá Megasi og jafnvel Herði Torfasyni en þó oft aðgengilegri fjöldanum en þeir tveir með léttrokk- aða tónlist sína og skemmtilega sam- an setta texta. I þeim hæðist hann gjaman að sér og samferðamönnum sínum í nútið og fortið og kemst oft bráðskemmtilega að orði. Á plötunni Strik er Bjartmar við sama heygarðshornið. í raun og veru er fátt hægt að segja um þessa nýju plötu sem ekki hefur verið áður sagt um verk Bjartmars. Ekki er beinlín- is hægt að afgreiða hann sem staðnaðan meðan í . T, hann finnur ný og ný ASgeií I OITiaSSOII efni til að yrkja og ------------------------------ syngja um en efnistökin eru alifyrirsjáanleg. hjali. Þetta á einkum viö hið svokall- aða sumarpopp þar sem í tísku virð- ist vera að sleppa því að nota persónufomöfn í söngtextum. Meðan lágkúran ríkir ber að fagna hverri vel yrkj- Þjóðfélagsrýni er fremur fátíð í ís- lenskum dægurlagatextum um þess- ar mundir en þeim mun meira af meiningarlausu og illa saman settu andi sál sem nennir að messa dálítið yfir okkur hinum. Þetta kann Bjart- mar Guðlaugsson og gerir það á plöt- unni Striki á sinn háðska hátt. fcj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.