Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 24
36 r Tilvera ÞRIDJUDAGUR 11. APRÍL 2000 I>V Tvær sýning- ar Garðars Garðar Jökulsson myndlistar- maður sýnir málverk á tveimur stöðum þessa dagana. Ein sýningin er í Áningu við Reykjanesbraut í Kópavogi. Þar sýnir hann tuttugu málverk smá og stór. Sýning þessi stendur fram í maí. Hin sýning Garðars er í Eden í Hveragerði og er þetta fyrsta sýningin í Eden á þessari öld. Sú sýning stendur til 17. april. •Krár ■ GAUKUR Á STÖNG Það er ein heljarinnar pönkveisla á Gauki á Stöng. Það eru Örkumlútgáfan og Logsýra sem efna til þessara tón- leika og eru þeir í tilefni útgáfu safn- plötunnar Pönkið er ekki dautt sem á eru 10 af þeim hljómsveitum sem fram komu á pönkhátíðunum Pönk ‘96-’98. Eitthvaö af þeim mun koma fram á tónleikpnum. Allavega Forgarður Helvítis, Örkuml, Sakt- móðigur og e.t.v. fleiri. •KlasS ík ■ EINLEIKAWAPRÓF Í SALNUM ' Tónlistarsköll í Reykjavík stendur fyrir tónleikum í Salnum, Tónlistar- húsi Kópavogs kl. 20.30. Tónleik- arnir eru seinni hluti einleikaraprófs Maríu Huldar Markan Sigfúsdöttur fiðluleikara frá skólanum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með á pí- anó. Auk þeirra kemur fram Hildur Ársælsdóttir fiðluleikari. Aðgöngu- miðar seldir við innganginn. ■ KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR Kvennakór Reykjavíkur endurtekur vortónleikana, Vorkvöld í Reykjavík, klukkan 20.30 í Langholtskirkju. •Sv e i t i n ■ BORGARAFUNPURÁAKUREYRI Borgarafundur um áfengis- og fíkni- efnamál er haldinn í Gryflu Verk- menntaskólans á Akureyri kl. 20. < •Kabarett ■ LAS VEGAS LEGENDS Eftirherm- urnar í Las Vegas Legends skemmta í Bíóborginni. Sýningin byrjar kl. 20. •Fundir ■ SAMFVLKINGIN REYKJAVÍK Málefnahópur Samfylkingarinnar í Reykjavík um kvenfrelsis- og jafn- réttismál heldur síðasta fund vetrar- ins í Hlaðvarpanum viö Vesturgötu I kvöld og verða drög að nýjum jafn- réttlslögum til umræðu. Þingkona Sam.jylkingarinnar í Reykjavík, Guð- rún Ögmundsdóttir, mun gera grein fyrir helstu breytingum sem þau fela í sér um réttarstöðu karla og kvenna f íslensku samfélagi. Fund- urinn hefst kl. 20.00 stundvíslega og stendur til kl. 22.00. * ■ SINAWIKFUNDUR I SUNNUSAL Sinawik Reykjavík heldur fund í Sunnusal Hótel Sögu kl. 20. Sýni- kennsla veröur í páskaföndri. ■ VIKA BÓKARINNAR Á SÚFIST- ANUM I tilefni af Viku bókarinnar verður á Súfistanum dagskráin „Sótt og dauði íslenskunnar". Þar verður fjallað um íslenskar bók- menntir á 18. öld og kynnt til sög- unnar nýútkomin bók Upplýsingar- öldin - urvalstextar úr íslenskum bókmenntum 18. aldar. Dagskráin hefst kl. 20 og er aögangur ókeypis. •Bíó £ m 1APÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ TSURU veröur sýnd klukkan 18 í Há- skólabíól. Leikstjóri er Kon lchikawa en þetta er lítiö ævintýri sem gerist í afskekktu þorpi í Japan. Aðgangur er ókeypis en sýningin er á vegum JAM, japönsku menningar- miðstöðvarinnar. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísl.is Lýður Árnason læknir ekki af baki dottinn: - kemur vel til greina að fara víðar um land Lýður Ámason læknir og frí- stundaprestur á Flateyri olli miklu fjaðrafoki þegar hann stóð fyrir flutningi „Popppassíunnar píslasögu Krists“ á skírdag í fyrra. Voru það einkum menn innan prestastéttarinnar sem mót- mæltu hástöfum enda þótti þeim ekki við hæfi að óvígður maður stigi hempuklæddur upp í predik- unarstól og þrumaði yfir lýðnum á milli þess sem kröftug rokktón- list lyfti þakinu af kirkjunni. Mót- tökur Flateyringa voru hins vegar með eindæmum góðar enda var verkið flutt tvisvar fyrir fuUu húsi sama kvöld. Á morgun, miðvikudag, mun Lýður endurtaka leikinn en að þessu sinni í Bústaðakirkju 1 Reykjavík. Viðameirl útfærsla Að sögn Lýðs verður talsvert meira lagt i umgjörð og flutning passíunnar nú en fyrir ári síðan. Auk hans sjálfs taka ýmsir þekkt- ir listamenn þátt í uppfærslunni og má þar nefna Hinrik Ólafsson leikstjóra, Jón Rósmann stór- söngvara, Margréti Eir leikkonu og Rúnar Júlíusson sem fer með hlutverk Júdasar. Um hönnun búninga og leikmyndar sér Gabrí- ella Friðriksdóttir og sagði Lýður að þar bregði fyrir nýstárlegri út- færslu á trúartáknum en vildi ekki skýra nánar í hverju það fælist enda væri sjón sögu ríkari. -EÖJ Lokaðar dyr „Við viljum að fólk komi og berji verkið augum svo að það geti sjálft dæmt um það,“ sagði Lýður í samtali við DV. Þegar hann var spurður af hverju Bústaðakirkja heföi orðið fyrir valinu svaraði hann að hún væri eina kirkjan sem hefði staðið þeim félögum opin. „Þeir prestar sem við töluð- um við voru hikandi og treystu sér ekki til að taka þátt i þessu nema séra Pálmi Matthíasson. Það eru eflaust margir sem líta á þetta sem eins konar afskræm- ingu en það er ekki það sem við höfum í huga. Við erum öll mjög áhugasöm um kristna trú og vilj- um veg hennar og vanda sem mestan. Það sem öðru fremur vak- ir fyrir okkur er að velta upp nýj- um flötum á píslarsögunni og færa hana nær nútímanum." DV-MYND GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Læknirinn predikar Flateyrarkirkja troöfylltist þegar „Popppassian píslasaga Krists“ var frumflutt þar á skírdag í fyrra. Skyldi leikurinn endurtaka sig í Bústaöakirkju? Umdeild poppmessa í Bústaðakirkju Bíogagnrywi Sam-btóin - Deuce Bigalow: Maie Gigoio ★★'i Lánlaus meðreiðarsveinn Leikstjóri: Mike Mitchell. Handrit: Harr- is Goldberg og Rob Schneider. Aöal- hlutverk: Rob Schneider, William For- sythe, Eddie Griffin, Arija Bareikis og Oded Fehr. Það hefur reynst Hollywood gjöfult að sækja grínista í sjón- varpsþættina Saturday Night Live. Nú er það kappinn Rob Schneider sem fær að láta ljós sitt skína en auk þess að fara með aðalhlutverk- ið skrifar hann handritið ásamt Harris Goldberg. Það er ein mesta della sem lengi hefur verið skrifuð fyrir tjaldið en virkar furðuvel. Deuce Bigalow (Rob Schneider) starfar við hreinsun fiskabúra en fiskar eru lif hans og yndi. Hann kemst í kynni við meðreiðarsvein- inn Antoine Laconte (Oded Fehr) og tekur að sér að gæta verðmætra fiska hans meðan Antoine dvelst í þrjár vikur í Sviss. Deuce er auð- vitað mikill klaufi, líkt og formúl- an gerir kröfu um, og leggur íbúð- ina f rúst. Þar sem hrottanum Antoine er einkar annt um íbúð- ina ákveður Deuce að gerast sjálf- ur meðreiðarsveinn og vinna sér þannig inn fyrir endurbótum. Hór- mangarinn T.J. (Eddie Griffin) út- vegar honum viðskiptavini sem eru hver öðrum furðulegri og gengur Deuce allt í haginn þar til hann verður ástfanginn cif einum viðskiptavinanna, Kate (Arija Bareikis). Ekki bætir úr skák að spæjarinn Fowler (William Forsyt- he) hefur einsett sér að koma upp Deuce Bigalow: Male Gigalo Er heimskuleg, sóöaleg og lágkúruleg en ansi fyndin líka. Hér má sjá Deuce (Rob Schneider) uppfylla lostafullar þrár viöskiptavinar. um starfsemi sveinanna. Grínmyndir sem ganga út á það að henda gaman að öðrum kvik- myndum hafa fyrir margt löngu tapað sjarma sínum. Hér er slík- um stælum sem betur fer haldið í lágmarki og eru háðskotin þeim mun markvissari fyrir vikið. Flestir brandaramir tengjast ófor- um Deuce sem Schneider kemur ágætlega til skila. Þótt hann sé æði luralegur er hann kannski „raun- sæjasta" persónan því aukaper- sónurnar eru hver annarri skraut- legri. Þær eru þó misjafnlega góð- ar en skemmtilegust þeirra er T. J. í meðforum Eddie Griffin. Brand- aramir eru almennt fyrir neðan beltisstað og þeim sem leiðist slík „lágkúra" ættu að halda sig fjarri. Unnendur slíks aulahúmors ættu aftur á móti að hafa gaman af þótt ekki jafnist hún á við meistara- stykkin Naked Gun og Dumb and Dumber. Björn Æ. Noröfjörð skrifar gagnrýni um kvikmyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.