Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 28
AV/S Frábær kjör á bílaleigu- bílum Sími: 533 1090 Fax: 533 1091 E-mail: avis@avis.is J Dugguvogur 10 Þegar þig vantar bíl Bf 5pel Astra FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALOREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 Banaslys á Grundar- tanga Banaslys varö í álveri Norðuráls á Grundartanga á fimmta tímanum í j^gærdag er verið var að fylla upp í grunn við stækkun verksmiðjunnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunn- ar í Borgarnesi varð slysið með þeim hætti að vörubifreið var að bakka upp að grunninum með efni og varð starfsmaður fyrir henni. Er talið að maðurinn hafi látist samstundis. Ekki er unnt að greina frá nafhi mannsins að svo stöddu. -hdm Vinnuslys í Sundahöfn Maður slapp vel frá 5-6 metra falli í Sundahöfn rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. fc Maðurinn, sem er starfsmaður Framtaks, var við vinnu í Mána- fossi, skipi Eimskips, þegar hann féll ofan í lest skipsins. Slökkviliðið mætti á staðinn ásamt sjúkrabíl, en ekki var hægt að nota körfu slökkvi- liðsins þar sem skipið var fulllestað, svo bera þurfti manninn upp. Hann var fluttur á slysadeild Landspítal- ans í Fossvogi. Maðurinn var mar- inn en ekki beinbrotinn og var sendur heim í gærkvöld. -SMK Reykjavíkurskákmótið: Hannes Hlífar í 1.-3. sæti Hannes Hlífar Stefánsson er kom- inn í 1.-3. sæti á alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu með 5 vinninga eftir 6 umferðir. Hann sigraði í gær Bretann unga, Luke MacShane, sem þykir mjög sterkur andstæðingur. Þrjár umferðir eru eftir á mótinu, sem þykir afar spennandi, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með Hannesi Hlífari í efstu þremur sætunum eru Viktor Kortsnoj og Nigel Short. -Ótt brother P-touch 1200 Miklu merkilegri merkivél - 5 leturstaerðir 9 leturstlllingar prentar 12 línur borði 6, 9 og 12 mm Rafportl Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Glaöningur handa gæsunum Þaö er ekki nóg aö muna eftir smáfuglunum meöan Vetur konungur er enn viö völd. Hinir stærri þurfa iíka sitt. Gæsirnar viö Tjörnina kunna vel aö meta þegar þær fá heimsókn og brauöbita í kauþbæti, eins og meöfylgjandi mynd ber meö sér. Umdeild æfing eða sýning á vélsleðum var heimiluð fyrir norðan á laugardag: Akstursíþróttamenn kæra Ólafsfjarðarlögregluna Lögmaður Landssambands ís- lenskra akstursíþróttamanna er að vinna að því að leggja fram kæru á hendur lögregluembættinu á Ólafs- firði sem hann telur hafa horft upp á lögbrot þegar vélsleðakeppni eða æfing fór fram í bænum á laugar- dag. Lögreglan og sýslumaðurinn á Akureyri höfðu heimilað atburðinn enda segja þeir að um æfingu hafi verið að ræða. LÍA segir það einu gilda enda hafi Vélsleðaklúbbur Ólafsfjarðar ekki fengið það leyfi frá landssambandinu sem það telur klúbbinn hafa átt að fá samkvæmt gildandi reglugerð. Bjöm Jósef Amviðarson, sýslu- maður á Akureyri, segir að óskað hafi verið eftir því að haldið yrði vélsleðamót á Ólafsfirði á laugardag en leyfi hafi ekki verið veitt fyrir slíku. „Það kom hins vegar síðar upp að menn vildu halda sýningu og voru komnir með leyfi frá bæjaryfirvöld- um til þess - þeir voru með trygg- ingar og annað. Við létum því þessa sýningu fara fram. Hún stóð yfir í 40 mínútur, byrjaði klukkan 14 og var búin upp úr klukkan hálfþrjú," sagði sýslumaður við DV. Kristín Pétursdóttir, lögmaður LÍA, sagði við DV að lögreglan á Ólafsfirði verði kærð til ríkislög- reglustjóra. Hún kveðst hafa haft samband við lögregluna á laugardag en embættismenn hafi sagt henni að þá hafi skort heimild til að stöðva æfinguna. Kristín segir að ljóst liggi fyrir að tilskilin leyfi hafi ekki verið veitt fyrir æfingunni af hálfu LÍA. Ólafur Guðmundsson segir að Ólafsfirðing- ar hafi ekki einu sinni óskað eftir slíku eins og þeim beri samkvæmt gildandi reglugerð. Kristín sagði að reglugerðin væri vissulega umdeild. Hins vegar væri hún í gildi og eftir henni bæri mönnum að fara. Lögmaðurinn seg- ist hafa haft samband við dóms- málaráðuneytið vegna meints að- gerðaleysis lögreglunnar í Ólafs- firði. Þar sé málið til skoðunar. Tvístígandi samningamenn í Karphúsinu að falla á tíma: Helmingslíkur á verkfalli - segir Hervar Gunnarsson. Ekkert hefur náðst umfram Flóasamninginn Samninganefndir Samtaka at- vinnulífsins og Verkamannasam- bands íslands sátu á fundi til mið- nættis í nótt. Ekkert er enn farið að tala um stóra málið eða beinar launahækkanir. Gifurleg pressa er á samningamönnum enda aðeins rúmur sólarhringur þar til boðað hefur verið tii verkfalls 15 til 20 þúsund manns um allt land. Sam- kvæmt heimildum DV hafa aðeins sérmál verið rædd á maraþon- fundum í Karphúsinu. Ekkert hef- ur náðst umfram það sem Flóa- bandalagið samdi um á dögunum en rætt hefur verið um veikinda- rétt, orlofsmál og slysarétt. Þá hef- ur verið unnið að endurskoðun á launatöflu en þó án þess að ræða beinar almennar launahækkanir. Einn viðmæl- enda DV orðaði það sem svo að samningamenn væru eins og kettir i kringum heitan graut vit- andi það að at- vinnurekendur vildu engu slaka út umfram Flóa- samninginn. „Þetta er á ofur viðkvæmu stigi og allt eins búist við sprengingu þegar launahækk- anir komast fyrir alvöru á dag- skrá,“ sagði einn þeirra í morgun og vísaði þar til þess að atvinnu- rekendur hafa þverneitað að hækka launin umfram Flóabanda- lagið. Hervar Gunnarsson, varaforseti VMSÍ, var ekki bjartsýnn þegar DV ræddi við hann í morgun: „Það gerðist litið í gær eftir að umræð- um um sérmál lauk. Við tókum þó einn fund um launatöflu og vinnu við hana er lokið að öðru leyti en því er varðar launin beint. Við höf- um þó aðeins rætt launaliðinn. Ég geri mér einhverjar vonir um að málin leysist áður en til verk- falls kemur, met líkurnar á því jafnar,“ sagði Hervar í morgun. Samningafundur hófst að nýju klukkan 10 í morgun en formanna- fundur hefur verið boðaður hjá Verkcunannasambandinu á morg -gk/-rt Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Ólafsfirði hafa vélsleðamenn ákveðið að keppni verði haldin a.m.k. um páskana. Leyfi til slíks hafa ekki verið veitt. -Ótt Stóra fíkniefnamálið: Ákærur fyrir páska „Vinnan er á lokastigi og stefnt er að þvi að gefa út ákærur fyrir páska,“ sagði Kolbrún Sæ- varsdóttir, settur sak- sóknari í stóra fikniefnamál- inu, í morgun. „Við ákærum 18 einstaklinga og þá eru þeir ótaldir sem efnahagsbrota- ............ deild ríkislögreglustjóra á eftir að ákæra,“ sagði Kolbrún. Því má gera ráð fyrir að á þriðja tug manna verði ákærður i þessu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið hér á landi en það hófst með hassfundi í tyrk- nesku leiguskipi í Sundahöfn í september i fyrra. Níu menn hafa setið svo mánuðum skiptir í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna málsins og hafa þeir allir hafið nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands að einum undanskild- um sem neitar allri sök í málinu. -EIR Fíkniefnin Á þriöja tug manna veröur aö líkindum ákærö- ur í stóra fíkniefnamáiinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.