Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 35 r>v Sport unglinga Ásgeir Hallgríms- son, fyrirliöi íslands- meistara Hauka í 4. flokki karla, sést hér meö meö bikarinn í leikslok. Aö ofan er allt liöiö Haukar urðu Islandsmeistarar í 4. flokki karla á dögunum: samankomiö úrslitaleikinn. eftir Urslitin 4. flokkur karla, A-liö Undanúrslit KA-Haukar .............16-17 Amór Atlason 6, Ámi Þórarinsson 2, Amór Sigmarsson 2, Friðrik Smárason 2 - Ásgeir Hallgrímsson 6, Kristján Þór Karlsson 5, Sigurður Bjarki Einarsson 4. Víkingur-FH............14-12 Ragnar Hjaltested 5, Sölvi Ottesen 3, Sæmundur Sigurðsson 3 - Helgi Magnússon 5, Jón H. Jónsson 3, Pét- ur Sigurðsson 2. Leikur um 3. sætið FH-KA..................18-20 Andri Þorbjörnsson 6, Sverrir Garð- arsson 4, Pétur Sigurðsson 3 - Arnór Atlason 10, Ámi Þórarinsson 2, Jó- hann Helgason 2. ÚrsUtaleikur Haukar-Víkingiu- ......15-11 Sævar Ingi Haraldsson 5, Ásgeir Hall- grímsson 4, Kristján Karlsson 4, Orri Sturluson 1, Pétur Magnússon 1 - Sölvi Ottesen 4, Ragnar Hjaltested 4, Davíð Guðnason 2, Jón Traustason 1. Haukastrákarnir í 4. flokki karla sýndu meistaraflokksleikmönnum fé- lagsins hvemig á að fara að því að verða íslandsmeistarar þegar þeir urðu ís- landsmeistarar helgina áður en úrslita- einvígi Hauka og Framara hófst í meistaraflokki í handboltanum. Flestallir bjuggust við Hafnarfjarðar- slag í úrslitum líkt og fyrir tveimur ár- um, þegar þessir árgangar léku síðast saman, en Víkingar voru ekki á því og stöðvuðu FH-inga I undanúrslitunum. Haukarnir héldu uppi heiðri Hafnar- flarðar með því að vinna KA i hörkuleik í hinum undanúrslitunum. Haukar, sem eru með mjög sterk lið í þessum flokki, unnu Víkinga ömgglega í úrslitaleiknum, 15-11, eftir að hafa 6-5 yfir í hálfleik. KA-menn tóku þriðja sæt- ið með sigri á FH. Ásgeir Hallgrímsson er fyrirliði Hauka og aðalskytta liðsins en þrátt fyr- ir að vera tekinn úr umferð strax frá fyrstu mínútu skoraði hann flmm mörk, þar af flögur með þrumuskotum. Hann var sáttur með leikinn. „Við erum langbestir og þetta var sannfærandi. Úrlsitaleikurinn var eigin- lega gegn KA í undanúrslitunum. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn á stigum en við náðum að vinna þá i undanúr slitunum og hefna fyrir deildar- meistaratitilinn. Við fórum allir saman í morgunmat fyrir leikinn og náðum upp góðri stemningu í hópnum. Ég held að það sem réð þessu séu góðir þjálfarar hjá okkur og frábær hópur. j Við hötðum ekki unnið síðan I 6. flokki og ætluðum að sýna meistaraflokknm hvernig á að fara ai þessu,“ sagði Ásgeir sigurreifur en leikurinn fór fram fyrir úrslita- leiki meistaraflokks. Ásamt Ásgeiri lék Sævar Haraldsson mjög vel því auk þess að skora fimm mörk sjálfur lagði hann önnur sex upp fyrir félaga sína með stoðsendingum. Þórður Þórðarson markvörður reyndist Vík- ingum einnig erfiður en hann varði 13 skot í leiknum og Víkingar urðu að sætta sig við silfur hjá a- og b-liðum. Sjötti flokkur karla hjá FH var afar sigursæll í vetur þvi hann er þrefaldur Islandsmeistari hjá a-, b- og c-liðum. Á síðasta mótinu á Akureyri unnu FH-strákamir líka sigur í fyrsta sinn í öllum þremur flokkum á sama móti og alls í 20 af 21 leik en einum leiknum lauk með jafntefli. Alls hefur FH unnið til níu gullverðlauna af fimmtán mögulegum á fimm mótum vetrarins. C-liðið hefur verið sérstaklega sigursælt en það hefur unnið 36 leiki af 37, og eini tapleikurinn tapaðist á hlutkesti. Hér til hægri eru allir strákamir samankomnir á lokamótinu með alls sex bikara sér til fulltingis. Þjálfari strákanna er Viðar Símonarson og Svavar Ó. Pétursson er honum til aðstoðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.