Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 7
MIÐVTKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000_________________________________________________________________________ 7 jp>,V _________________________________________Fréttir Rúmlega 200 álftlr í Ytriflóa Náttúruverndarmenn segja að um 500 álftir hafi áður verið i Ytriflóa. Nú séu fuglarnir rúmlega 200. Myndin er tekin í vikunni með byggðina i Reykjahlíð er í baksýn - þar sem fólk er hlynnt Kísiliðjunni (lengst til hægri). Verðum að fara að fá vinnufrið, segir forstjóri Kísiliðjunnar við Mývatn: Námaleyfi í Mývatni jaðrar við hneyksli - segir forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar - álftum fækkar og húsönd á válista Skilyrt námaleyfi af hálfu Skipu- lagsstjóra ríkisins til Kísiliðjunnar við Mývatn jaðrar við að vera hneyksli, segir Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar, við vatnið. Hann segir áiftum við norðan- vert vatnið hafa fækkað úr um 500 fuglum niður í rúmlega 200 og húsönd- inni hafi fækkað svo mikið að hún sé komin á válista. Gunnar Öm Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, segir að erlendir aðilar sem gerðu mat á veit- ingu námaleyfisins hafl unnið hlut- lægt að málinu enda hafi engar óyggj- andi staðreyndir verið færðar fram um að lífríkið við Mývatn hafi borið skaða af vinnslu kísilgúrs við vatnið. Gunn- ar Öm segir að úttekt þar til bærra að- ila liggi nú fyrir - í dag sé sanngjamt og tími til kominn „að fá vinnufrið" enda hafi gríðarlegur tími, orka og fjármunir hjá fyrirtækinu farið i að „verjast" sjónarmiðum andstæðinga vinnslu kísdgúrs úr vatninu á síðustu árum. Gunnar öm bendir engu að síð- ur á að vissulega sé öllum hollt að hafa skoðanir og hann virði þær. Ámi segir Ytriflóa á ystu nöf Ámi hjá náttúrurannsóknastöðinni segir að Ytriflói í Mývatni (við norðan- vert vatnið), þar sem Kisiliðjan hefur á síðustu árum dælt kísilgúr af botni vatnsins „sé komin á ystu nöf sem líf- ríki“. Hann segir að erlendir aðilar sem fengnir vom til að leggja mat á veitingu námaleyfis og embætti Skipu- lagsstjóra rikisins hafi hreinlega mis- skilið þau vísindalegu gögn og rök sem lögð vora fram gegn leyfisveitingunni. Fólk í Mývatnssveit og víðar á Norð- urlandi skipast í tvær fylkingar um málið - með og á móti atvinnuskap- andi vinnslu eða vemd náttúrunnar. I leiðara Vikudags á Akureyri ganga menn í lið með Kísiliðjunni og ganga svo hart fram að segja að „ýmsir“ ís- lenskir visindamenn í Mývatnsmálinu blandi saman tilfmningiun og vísind- um. Þar með dæmi vísindin sig úr leik. Vikudagur segir Skipulagsstjóra ríkis- ins hafa valið þá leið að feta veg vís- indanna en varist „að fylla flokk öfga- manna sem vilja beita vísindalegum niðurstöðum til þess eins að styðja eig- in fyrirfram gefhar skoðanir og sjónar- mið hver sem niðurstaða vísindanna verður". Ámi Einarsson segir þessi ummæli eins og út úr kú og i hróplegu ósam- ræmi við umræður um málið - þar hafí báðir aðilar einmitt gætt sín á að blanda tilfmningum ekki í málið og verið umfram allt málefnanlegir. Gætum veriö hér í 500 ár enn Við norðanvert Mývatn (við Ytri- flóa) hafa um 60 manns fasta atvinnu Gunnar Orn, framkvæmdastjóri Kisiliðjunnar. „Það ætti að vera mögulegt að vinna kísilgúr í 500 ár enn þá hér við vatnið. “ Gunnar segir engin rök fram komin sem hnigi aö því að líf- ríki við Mývatn hafi hnignað eftir að vinnsla kísilgúrs hófst þar. af starfsemi Kísiliðjunnar. Þar era langflestir hlynntir Kísiliðjunni. Þeim megin vatnsins er deginum ljósara að byggðin við Reykjahlíð og viðvera hennar er beinlínis tengd og háð verk- smiðjunni og vinnslu tengdri henni - vinnslu sem veltir um 800 milljónum króna á ári. Meira en 95 prósent af kís- ilgúmum sem kemur upp úr Mývatni Svona er botn Mývatns, seglr Aml Árni Einarsson segir aö þegar hola kemur á botn Mývatns færist efsta setlagið yfir sárin. Þetta kemur afstað róti sem er mjög óhagkvæmt fyrir lífríkið í og viö vatniö. era flutt til útlanda - gúrinn er þurrk- aður og síðan notaður til að hreinsa m.a. bjór, aðra drykki og vökva fyrir fólk af öðra þjóðemi. íslenska ríkið á 51 prósent í verksmiðjunni en erlendir aðilar hin 49 prósentin. Sem dæmi um útgjöld Kisiliðjunnar fær Eimskip um 150 milljónir króna af framangreindri veltu. 20-30 gámar frá Kísiliðjunni einni fara um höfhina á Húsavík í viku hverri. „Við gætum verið héma og unnið kísilgúr í 500 ár i viðbót," segir Gunn- ar Öm forstjóri í samtali við DV í báti með utanborðsmótor á leiðinni út á vatnið í Ytriflóa, í 25 stiga hita þar sem mýið smýgur í öll vit - sýnishom af milljónunum af flugunni litlu sem kemur upp úr vatninu í hundraða tonna tali á ári enda verpir hún í vatn- ið. Það er einmitt mýið sem er undir- staða lífríkisins við Mývatn sem er afar fjölbreytt og sérstakt í heiminum, sérstaklega hvað varðar fugla en einnig er vatnið þekkt fyrir vænan sil- ung og einstaka náttúrufegurð. Það era einmitt setlögin á grunnum botn- inum sem standa undir lífríki vatnins. Áður en langt um líður verður vinnslan við vatnið færð í norðaustan- verðan Syðriflóa. Þeim megin vatnsins þar sem andstaðan er hvað mest við vinnsluna. Þar era bændur ekki eins háðir vinnslunni og íbúar norðan vatnsins. Náttúran njóti vafans „Áhrif kísilgúrvinnslunnar era óumdeilanlega mikil,“ segir Ámi Ein- arsson hjá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn og vísar til þess að á vís- indamenn haíí ekki verið hlust- að þegar framan- greint leyfi var veitt Kís- iliðjunni. „Kísilgúr- vinnslan raskar efstu setlögunum á botni vatnsins sem era und- irstaða líf- ríkisins við Mývatn. Sú vitneskja sem vísinda- menn hafa lagt fram um þetta hefur verið lögð til hlið- ar. Þetta Sniglllinn sem deilt er um Tækið framan á dæluprammanum er látiö síga til botns. um dælt í land og hann þurrkaöur. Þaöan er kísilgúrn- jaðrar við að vera hneyksli," segir Ámi. „Með hliðsjón af því að Mývatn er einstakt í veröldinni þá er vinnsla eins og þessi nokkuð sem maður bara gerir ekki,“ sagði Ámi. „Tíminn frá 1970 er tímabil hnign- unar í silungsveiði og andastofhi. Það er erfitt að tengja það við Kísiliðjuna en skilaboðin era að fara varlega," seg- ir Ámi Einarsson. Talsmenn Kísiliðjunnar taka í raun í sama streng og Ámi þar sem hann segir að „erfítt sé að tengja" vinnslu þeirra við hnignun náttúrunnar. í raun segja þeir útilokað að sýna fram á slíkt miðað við fyrirliggjandi gögn. Þeir segjast einungis hafa fengið námaleyfi fyrir tveimur og hálfu pró- senti af botni Syðriflóa sem sé mjög lágt hlutfall. Ámi segir að menn eigi ekki að „fela sig“ á bak við lágu pró- sentutöluna. Þeir megi ekki slá ryki í augu fólks vitandi að þeir hafl þegar unnið úr 40 prósentum af botni Ytri- flóa. Leyfisveitingu Skipulagsstjóra ríkis- ins er hægt að kæra til umhverfisráð- herra. Forstjóri Kísiliðjunnar kveðst fremur eiga von á að hún verði kærð. Ámi Einarsson segist ekki vita hvort eða hverjir geri slíkt - vísindamenn geti a.m.k. ekki gert það sjálfir. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.