Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000 Tilvera I>V Fjölleikahús í Laugardalnum Norska fjölleikahúsið Circus Agora er með daglegar sýningar í risastóru sirkustjaldi í Laugar- dalnum. Alls koma 25 listamenn fram í sýningu fjölleikahússins. Þeirra á meðal eru loftfimleika- menn, línudansari, boltalista- menn, trúðar og eldfjörug hljóm- sveit svo eitthvað sé nefnt. Circus Agora yfirgefur Reykja- vík eftir sýninguna á föstudags- kvöld og verður næsti viðkomu- staðiu' Selfoss. Klúbbar ■ DJUPHUS A THOMSEN Deep house með Tomma White og Herb Legowitz er matseðillinn á Thomsen í kvöld. Þessi kvöld eru farin að verða ómissandi þáttur I tilverunni hjá miðvikugrúvurunum. Tónlist verð- ur ekki mikið betri en þetta og ekki skemmir fyrir að rauðvínið er alltaf á kostakjörum. ■ GAUKUR Á STÖNG í kvöld verður rosalegt stuð á Gauknum eins og venjulega. Hljómsveitin Dúndur- fréttir heldur stórtónleika og nokkuö víst að um dúndurfréttir er að ræða. Krár ■ DJ GUÐNY A 22 Þaö verður sannkölluö miövikudagsstemning á Café 22 í kvöld enda er það snilling- urinn Dj Guðný sem er á bak við plötuspilarana, Staðurinn hefur svo sannarlega tekið stakkaskiptum að undanförnu og ekki skemmir Guöný þá stemningu. Klassík ■ BLAA KIRKJAN I kvöld kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Bláu kirkj- unni á Seyöisfiröi. Þá mun Margrét Kristjánsdóttir fiðluleikari og Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanóleikari flytja tónlist eftir Ludwig von Beet- hoven, Johannes Brahms og César Franck. Allir á svæðinu eru hvattir til að mæta. Eftir tónleikana er auðvit- að hægt að skella sér á Kaffi Láru eða í Menningarmiðstöðina Skaft- fell en þar er veitingastofa og net- kaffi. Miða má fá á skrifstofu Bláu Kirkjunnar, Ránargötu 3, Seyöisfiröi, og í kirkju fyrir tónleikana. Síminn er 472-1775 og tölvupóstfangið er muff@eldhorn.is. Aðgangseyrir er þúsundkall. Opnanir ■ nybyggíng FLUGSTÓÐVAR LHIFS EIRIKSSONAR. I dag verður haldin kynning á niðurstöðum dómnefndar í samkeppni um listskreytingu nýbyggingar Flugstöövar Leifs Eirikssonar. Kynningin fer fram í Háskóla íslands, 2. hæð, Odda, og hefst kl. 15. Um leið verður opnuð sýning á tillögum þeirra níu llstamanna sem valdir voru til að gera tillögur um listaverk í bygginguna. Sýningin verður opin almenningi frá deginum I dag til og með 8. ágúst næstkomandi. Sjá nánar: LJflð eftir vinnu á Vísi.is Anna Heiöa Pálsdóttir bókmenntafræðingur: Barnabækur kenna okkur reglur þjóðfélagsins - Barbara Cartland selst vel þótt bækur hennar teljist ekki til heimsbókmennta Bíógagnrýni V>. SBS8& ^ Háskólabíó - Bleeder: I bakgarði tilverunnar J um kvikmyndir Anna Heiða Pálsdóttir bók- menntafræðingur er áhugamann- eskja um ævintýrabókmenntir og hún hefur gefíð út eina bók sem nefnist Galdrastafir og græn augu. Sagan fjallar um strák sem fer í bíltúr með foreldrum sínum suður með sjó, þar sem hann finnur stór- an stein með undarlegum rúnum á. Þegar strákurinn nuddar rúnirnar og fer með galdraþulu er hann allt í einu kominn til ársins 1713 og þar kynnist hann séra Eiríki, presti í Strandarkirkju. Um þessar mundir vinnur Anna að doktorsritgerð um barnabók- menntir sem nefnist Landslag, saga, menningar- og þjóðernisvitund: Fræðilegur samanburður á enskum og íslenskum barnabókmenntum 1968-1998. Anna segir að markmiðið með ritgerðinni sé að fá svör við ýmsum spurningum varðandi tengsl æsku landsins við sögu þess og landslag. „Ég tel þetta mjög merkilegt efni því að barnabækur gegna svipuðu hlutverki og þjóðsög- ur í gamla daga, þær kenna okkur reglur og siði þjóðfélagsins og þær endurspegla menningarvitund okk- ar.“ Barnabækur fyrir fullorðna „Ég er eins og er að þýða þríleik eftir Philip Pullman sem heitir His Dark Materials. Þetta eru fantasíur. Sú fyrsta heitir Northem Lights eða The Golden Compass í bandarískri útgáfu, önnur bókin heitir The Subtle Knife og sú þriöja The Am- ber Spyglass. Pullman er þekktur bamabókahöfundur og hefur vakið mikla athygli fyrir þessar bækur. Þetta eru strangt til tekið ekki barnabækur því þær höfða jafnt til fullorðinna og ekki síst til þeirra sem hafa gaman af vísindaskáld- skap. Það má segja að þessar sögur séu næsta stig fyrir ofan Harry Pott- er þar sem þær krefjast meiri hugs- unar og gera meiri kröfur til lesand- ans. Hetjan í fyrstu bókinni er tíu eða ellefu ára gömul stelpa sem heitir Lyra, i annarri bókinni er það strákur sem fer með aðalhlutverkið og svo eru þau saman í síðustu bók- inni. Anna Heiða Páisdóttir bókmenntafræðingur. Pullman byggir sögurnar töluvert á norrænni goðafræöi. Hann hefur sagt mér að hann hafl lesið íslend- ingasögumar og notfæri sér ýmsi- legt úr þeim. Fyrsta bókin gerist að hluta til á Svalbarða og í Noregi þannig að í henni eru bæði orð og staðir sem eru okkur kunnugleg. Það stendur tii að fara að kvik- mynda His Dark Materials fljótlega en ég man ekki hvað leikstjórinn heitir.“ Harry Porter „Ég er búin að fylgjast með Harry Potter frá upphafí og það sem vekur mesta furðu við bækumar er að þær bæði seljast vel og fá góða dóma. Hingað til hefur það nánast verið regla að ef bækur seljast vel fá þær slæma dóma og góö gagnrýni þýðir yfirleitt lítil sala. Barbara Cartland hefur til dæmis selst gríð- arlega vel en bækur hennar teljast seint til heimsbókmennta. Bækumar um Harry Potter hafa sópað til sín verðlaunum. Þrjá fyrstu bækurnar hiutu bresku Smarties-verðlaunin og þriðja bókin hlaut einng Whitbread-verðlaunin. Fjórða bókin, sem var að koma út núna fyrir skömmu, er 743 blaðsíð- ur og hún hefur verö gagnrýnd fyr- ir það hvað hún er löng og sumum finnst að útgefandinn hefði átt að halda aðeins í við höfundinn í fyrstu köflunum. En hún þykkir mjög góð þrátt fyrir það. Mér finnst vanta íslenskar fantasíur þar sem höfundar ganga í sagnaarfinn og nýta sér t.d. goða- fræðina. Við erum stundum að þýða bækur yfir á íslensku þar sem höf- undar hafa notfært sér norrænar sagnir og það viil ýmislegt fara úr- skeiðis þegar efnið er i raun þýtt tvisvar á þennan hátt.“ -Kip Vonleysi, skynsemisskortur, inn- byrðis tjáskiptaerfiðleikar, grimmd, fordómar og lífsleiði einkenna fjóra félaga sem era aðalpersónumar í dönsku kvikmyndinni Bleeder, félaga sem fá visku sína mestmegnis úr of- beldisfúllum b-myndum. Leo (Kim Bodnia) tekur fréttum um að unnusta hans Louise (Rikka Louise Anderson) sé ófrísk illa, hverfur inn í skel sína, telur sér trú um að hann geti ekki tek- ist á við fóðurhlutverkið og getuleysi hans snýst upp í grimmd gagnvart unnustunni. Bróðirinn Louis (Levino Jensen), sjálfskipaður gangster í und- irheimum Kaupmannahafnar, leitar hefnda fyrir systur sína og þá er ekki spurt um vinskap sem orðið hefur til vegna sameiginlegs áhuga á ofbeldis- kvikmyndum. Utan við átök Leo og Louis standa svo Lenny (Mads Mikk- elsen) og Kitjo (Zlatko Buric), sem báðir starfa á myndbandaleigu. Lenny er innhverfur og getur ekki tjáð sig nema með því að vitna í kvikmyndir. Þegar Lenny kynnist Leu (Liv Corf- ixen), stúlku sem hann hefur áhuga á, getur hann ómögulega komið á varan- legu sambandi því hún hefur meiri áhuga á bókum en kvikmyndum. Lenny er þó sá fjórmeiminganna sem virðist hafa löngun til að lifa betra lífi, lífi sem kannski kemst best til skila í tilraunum Louise til að stofna fjölskyldu, tilraun sem hefur alvarleg- ar og dramatískar afleiðingar. Það er ekki faileg veröld sem Nicolas Winding Refn dregur upp af lífi þeirra sem lifa í skúmaskotum stórborgarinnar. Þetta era einstak- lingar sem hafa orðiö undir í lifsbar- áttunni, konur og karlar sem vilja betra líf en era að mestu leyti ófær um að skapa sér aðstæður til að láta drauma sína rætast. Winding Reíh dró upp álíka mynd, en þó dekkri, í sinni fyrstu kvikmynd, Pusher, sem verður að teljast betri mynd. Bleeder kemur sem mynd númer tvö í tríólóg- íu hans sem hefur yfirskriftina, trú, vinátta og ást. Það verður nú að segj- ast eins og er að undir þessari yfir- skrift fer Refn frekar þrönga leiö. Persónurnar í Bleeder era áhuga- verðar. Það er kannski helsti galli myndarinnar hversu mikla áherslu Refn leggur í að koma hugsunum og tilfinningum þeirra til skila, að vísu fyrir utan Kitjo sem virkar eins og áhorfandi án tilfinninga. Mikið er um nærmyndatökur af persónunum og oft á tíðum fylgir kvikmyndavélin þeim eftir i langan tíma. Fyrir vikið verður myndin döpur og langdregin á köflum þar sem í raun ósköp lítið er að gerast utan við hugarheim þeirra. Leikarar með þann frábæra Kim Bodnia í broddi fylkingar eru vel í takt við hlutverk sín, vonleysið skín úr hverj- um svip en þó er smávonarglæta í lok- in þegar Lenny og Lea ákveða að reyna ná sambandi hvort við annað. Leikstjóri og handritshöfundur: Nicolas Winding Refn. Kvlkmyndataka: Morten Soborg. Aðalhlutverk: Kim Bodnia, Mads Mikkelsen, Rikke Louise Andersen, Liv Corfixen og Levino Jensen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.