Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 I>V Spáð að Milosevic flýi land í dag Stjórnarandstaðan í Serbíu hefur gefið Slobodan Milosevic Júgó- slavíuforseta frest til klukkan 13 í dag að íslenskum tíma til að lýsa sig sigraðan í forsetakosningunum sem fram fóru fyrir rúmri viku. Ekki er ljóst hvað stjórnarandstæðingar hyggjast gera verði forsetinn ekki við kröfum þeirra. Leiðtogar stjórn- arandstöðunnar hafa hins vegar hvatt íbúa alls landsins til að mæta til mótmælafundar klukkan 13 í dag fyrir framan þinghúsið í Belgrad. Talið er að allt að hálf milljón manna muni reynda að komast til höfuðborgarinnar til að mótmæla meintu kosningasvindli yflrvalda. Leiðtogar stjómarandstöðunnar voru bæði undrandi og reiðir í gær vegna ógildingar stjórnlagadómstóls Júgóslavíu á hluta kosningaúrslit- anna. Forsetaframbjóðandinn Voj- islav Kostunica varaði við því í gær- kvöld að ákvörðun stjórnlagadóm- stólsins gæti verið gildra. Stjómar- andstöðuleiðtoginn Zoran Djindjic fullyrti að óljós yfirlýsing dómstóls- ins þýddi að ógilda ætti fyrstu um- Gengið til stuðnings námumönnum Um 10 þúsund manns streymdu til kolanámunnar Kolubare suövestan viö Belgrad í gær er fregnir bárust af því aö lögregla heföi umkringt námuna. Lögreglan dró sig í hlé er mannfjöldinn birtist en tók yfirráö yfir mikilvægustu starfseminni er myrkur var skollið á. ferð kosninganna til að hægt verði að halda kosningar á ný eftir nokkra mánuði. Þangað til yrðu all- ir, sem þátt hefðu tekið í mótmæl- um og verkfollum, kúgaðir. Fyrr um daginn var augljóst að Milosevic ætlaði að kúga stjórnar- andstöðuna með valdi. Lögregla braust í gegnum vegatálma við kola- námur þar sem námumenn eru í verkfalli. Þúsundir manna streymdu þá á vettvang námumönn- um til aðstoðar. Lögreglan hörfaði þá en þegar myrkur var skollið á kom lögreglan aftur og tók yflrráð yfir mikilvægustu starfseminni. Námumenn gáfust þó ekki upp. Yflr 300 þúsund manns efndu til mótmæla í 20 borgum í Serbíu í gær. Þekktur serbneskur hagfræð- ingur, sem styöur stjómarandstöðu, spáði því I gær að Slobodan Milos- evic kynni að flýja land þegar í dag. í gær tilkynnti stærsta dagblaðið í Vojvodina að nú yrði ekki lengur farið eftir flokkslínunni í frétta- flutningi. Áfrýja máli Suhartos Saksóknari í Indónesíu ætlar að áfrýja í dag um- deildum úrskurði dómstóls um að spillingarmál á hendur Suharto, fyrrum forseta landsins, yrði látið niður falla. Þá mun Wahid forseti brátt hafna formlega beiðni yngsta sonar Suhartos um náðun. íhaldið í vondum málum Breski íhaldsflokkurinn kann að hafa gert vonir sínar um að komast aftur í ríkisstjóm að engu með til- lögum sínum um stórhertar refsing- ar við neyslu svokailaðra mjúkra fíkniefna. Háttsettir lögreglumenn hafna tillögum ihaldsins sem ganga meðal annars út á að sekta fólk um tólf þúsund krónur fyrir að vera með kannabis undir höndum. Búa sig undir Keith Mexíkóar áttu von á að fellibylur- inn Keith kæmi að ströndum lands- ins í morgunsárið. Keith varð flmmtán manns að bana og olli miklu tjóni á ferð sinni yflr lönd Mið-Ameríku. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- _________farandi elgnum:___________ Austurbrún 23, 1. hæð, geymsla og bíl- skúr, Reykjavík, þingl. eig. Kristmundur Magnússon og Margrét Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Sameinaði lífeyrissjóð- urinn og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Búagrund 8, Kjalamesi, þingl. eig. lón Pétur Líndal, gerðarbeiðendur íslands- banki hf., höfuðst. 500, og Tollstjóraemb- ættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Búagrund 8a, Kjalamesi, þingl. eig. Sól- veig Valgerður Stefánsdóttir, gerðarbeið- andi Reykjavíkurborg, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Drápuhlíð 47, 0201, 6 herb. íbúð á 2. hæð, 2 geymslur í kjallara, bílgeymsla, merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Svein- björg Friðbjarnardóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. októ- ber 2000, kl, 10,00,_______________ Engjasel 86,0402,2ja herb. íbúð á 4. hæð t.h. og stæði í bílskýli, merkt nr. 13, Reykjavík, þingl. eig. Gitana Ziliuté, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánu- daginn 9. október 2000, kl. 10.00. Eyjarslóð 9, 020101, 020103, 020104 og 020201 (áður merkt 0104, 569,5 fm at- vinnuhúsnæði á 1. hæð í SV-enda ásamt 569,5 fm atvinnuhúsnæði á 2. hæð í SV- enda), Reykjavík, þingl. eig. Eignarhalds- félagið Hagur ehf., gerðarbeiðendur Is- landsbanki hf., höfuðst. 500, Samvinnu- sjóður íslands hf., Tollstjóraembættið og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Fannafold 207, Reykjavík, þingl. eig. Jó- hanna Sigríður Bemdsen og Þorgils Nikulás Þorvarðarson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Fífusel 12, 0302, 4ra herb. íbúð á 3. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Harpa Hrönn Gestsdóttir og Runólfur Hjalti Eggerts- son, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. októ- ber 2000, kl. 10.00._______________ Grasarimi 24, Reykjavík, þingl. eig. Ragnheiður Gísladóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Háberg 7, 0301, 3ja herb. íbúð á 3. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Þórir Þórisson og Halldóra Kristín Valgarðsdóttir, gerðar- beiðendur Háberg 7, húsfélag, og íbúða- lánasjóður, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Hólmaslóð 2, 0102, 0103 og 0104, fiski- móttaka á 1. hæð, 51 fm, og vinnslusalur á 2. hæð, 355,2 fm m.m., fiskimóttaka á 1. hæð og vinnslusalur á 2. hæð m.m. og vinnslusalir á 1. og 2. hæð og skrifstofa á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Eign- arhaldsfélagið Hagur ehf., gerðarbeið- andi Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Hverfisgata 74, 0201, 4ra herb. íbúð á 2. hæð t.v. m.m. ásamt geymslu, merkt nr. 2 í rými 0601, Reykjavík, þingl. eig. G.H. Flutningar ehf., gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Jöklafold 22, 0001, íbúð á neðri hæð, Reykjavík, þingl. eig. Kristbjörg Guð- mundsdóttir og Ámi Ingólfsson, gerðar- beiðendur Olíufélagið hf., Ræsir hf., Toll- stjóraembættið og Þróttur, vörubílastöð, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Krummahólar 17, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Jónsdóttir, gerðarbeið- andi Ingvar Helgason hf., mánudaginn 9. október 2000, kl. 13.30. Kötlufell 11, 3ja herb. íbúð á 4.h. t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Anton Ein- arsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrif- stofa, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Langholtsvegur 10, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Guðlaugur R. Magnússon, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Laugavegur 67a, 0201, 33,9 fm íbúð í vesturhluta 2. hæðar m.m., Reykjavík, þingl. eig. Haukur Svanberg Guðmunds- son, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. októ- ber 2000, kl. 10.00. Lindarbraut 4, 0301, 3. hæð og bfiskúr, Seltjamamesi, þingl. eig. Kristín Ólafs- dóttir og Karl Óskar Hjaltason, gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, og Seltjamameskaup- staður, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Lokastígur 2, 0101, 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Hannesdóttir, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður, Jónas Thorarensen og Lánasjóður íslenskra námsmanna, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Miðstræti 5, 0101, 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Tjamargata ehf., gerðarbeið- endur Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf., Ibúðalánasjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, og Toll- stjóraskrifstofa, mánudaginn 9. október 2000, kl. 13.30. Mosarimi 16, 0302, íbúð á 3. hæð t.h. og bfiastæði nr. 26, Reykjavík, þingl. eig. Ágúst Friðriksson, gerðarbeiðendur Mosarimi 6-16, húsfélag, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Rauðagerði 8,0101,50% ehl. í 1. hæð og 1/2 risi og bfiskúr, Reykjavík, þingl. eig. Jón Gunnar Edvardsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. októ- ber 2000, kl. 13.30._____________________ Reykjafold 20, Reykjavík, þingl. eig. Sig- urður Helgi Sighvatsson og Sighvatur Sigurðsson, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður og Tollstjóraskrifstofa, mánudag- inn 9. október 2000, kl. 13.30. Síðumúli 21, bakhús, Reykjavík, þingl. eig. Kristinn Gestsson, gerðarbeiðendur íslandsbanki hf., höfuðst. 500, íslands- banki hf., útibú 526, Menningar- og líkn- arsjóður Kumbaravogs og Tollstjóraskrif- stofa, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00.___________________________________ Skólastræti 5b, 0201, íbúð á efri hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Snæfríður Gísladóttir, gerðarbeiðendur Tollstjóraembættið og Tryggingamið- stöðin hf., mánudaginn 9. október 2000, kl. 13.30. Sólbraut 5, Seltjamamesi, þingl. eig. Sól- braut 5 ehf., gerðarbeiðendur Lífeyris- sjóðir, Bankastræti 7, og Seltjamames- kaupstaður, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Stakkholt 2-4,010101, iðnaðar- og versl- unarhúsnæði á 1. hæð frá Brautarholti, 520,5 fm, Reykjavík, þingl. eig. Fjárfest- ingafélagið Bjarg ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. októ- ber 2000, kl. 10.00. Suðurlandsbraut 16, 0201, 50% ehl., 152,3 fm skrifstofa á 2. hæð austan meg- in ásamt 27,2 fm anddyri m.m., Reykja- vfic, þingl. eig. Olga Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Sörlaskjól 92,0101, íbúð á 1. hæð (100,5 fm) m.m. og byggingarréttur í NA-hluta lóðar, Reykjavík, þingl. eig. Einar Vil- hjálmsson og Halldóra D. Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Lögreglustjóraskrifstofa, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Unufell 31,0401,4ra herb. íbúð, 92,2 fm, á 4. h. t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Einar Viðar Gunnlaugsson og Sigríður Þóra Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 13.30._________________________ Vegghamrar 45, 0202, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð, hluti af nr. 43-49, Reykjavík, þingl. eig. Ragnar Ólafsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 13.30. Vættaborgir 10, Reykjavík, þingl. eig. Jó- hann Kristjánsson, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 13.30. Þangbakki 10, 0604, íbúð D á 6. hæð ásamt geymslu m.m., Reykjavflc, þingl. eig. Einar Geir Rúnarsson, gerðarbeið- andi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 9. október 2000, kl. 13.30. Þingás 37, Reykjavík, þingl. eig. Þormar Grétar Vídalín Karlsson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Islandsbanki hf., höf- uðst., 500, og Tollstjóraembættið, mánu- daginn 9. október 2000, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Gnoðarvogur 18, 2ja herb. íbúð á 2. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Bjöm Skorri Ingólfsson, gerðarbeiðendur Landsbanki Islands hf., höfuðst., Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis, útibú, og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 10.00. Háaleitisbraut 68,0104, 104 fm verslun á 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Holt ehf., gerðarbeiðandi Húsfélagið Háaleit- isbraut 68 (stóra), mánudaginn 9. október 2000, kl. 15.30. Háaleitisbraut 68,0105,223 fm verslun á 1. hæð og 41,3 fm geymsla í kjallara, merkt 0007, Reykjavfic, þingl. eig. Aggi ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. október 2000, kl. 15.45. Hlíðargerði 4, 12% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Þórður Eiríksson, gerðarbeið- andi Búnaðarbanki fslands hf., mánudag- inn 9. október 2000, kl. 13.30. Torfufell 35, 0101, 2ja herb. íbúð á 1. hæð t.h. m.m., einkaafnot af lóð jafn- breiðri íbúð og 5 metra frá vegg, Reykja- vflc, þingl. eig. Ásgrímur Kjartan Peters- son, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 9. október 2000, kl. 11.00. Unufell 33, 0302,4ra herb. íbúð, 92,2 fm á 3. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Elfn Svansdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 9. október 2000, kl. 11.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Tilræðismenn nafngreindir Breska sjónvarpið BBC ætlar að nafngreina fjóra menn sem grunað- ir eru um sprengjutilræðið í Omagh á Norður-irlandi fyrir tveimur ár- um þar sem 29 manns fórust. Það verður gert i þætti sem verður send- ur út í næstu viku. Annan ýtir við ESB Kofl Annan, fram- kvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, skoraði á ríki Evr- ópusambandsins í gær til að standa nú við stóru orðin og leggja þróunarlönd- um lið með margvís- lega aðstoð, svo sem skuldaniðurfell- ingu. Annan hitti ýmsa frammámenn ESB í Strasbourg. Bananadeila óleyst enn Bandarísk stjómvöld höfnuðu í gær síðustu tillögu Evrópusam- bandsins um breytingar á innflutn- ingsreglum sínum á banönum. Bandaríkjamenn segja tillögumar ekki ganga nógu langt. Havel aftur til vinnu Vaclav Havel, forseti Tékklands, snýr aftur til vinnu í dag, búinn að ná sér af bronkítis sem hann fékk á dögunum. Vilja reka Gorbatsjov burt Hópur fyrrum hermanna I Stavr- opól-fylki hefur ósk- að eftir þvi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta að hann reki Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétleiðtoga, úr landi og svipti hann ríkisfangi sínu. Gorbatsjov fæddist í Stavropól og hóf stjórnmálaferil sinn þar. Vinsælt kóngafólk Sænska konungsfjölskyldan er vinsælli meðal alþýðu manna en hún hefur nokkru sinni verið. Að sögn Dagens Nyheter vilja aðeins 12 prósent leggja konungdæmið niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.