Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 ÐV Fréttir ^ Byggðastofnun sagði upp samningum við atvinnuþróunarfélögin: Ataksverkefni í byggða- málum í uppnámi - samningar renna út um áramótin DV-MYND NH Frá Vík í Mýrdal Þar hefur fótunum veriö kippt undan átaksverkefni sem miklar vonir voru bundnar viö. því hvort það verður um frekari fjárveitingu að ræða, þannig að eins og staðan er þá er óvíst um fram- hald verkefnisins frá og með næstu áramótum," sagði Róbert Jónsson. Verkefnið í uppnámi ef þetta er staðreynd „Það er ljóst að ef þetta er stað- reynd er átaksverkefnið í uppnámi, þar með verður ekki hægt að ljúka þeim verkefnum sem í gangi eru á þess vegum. En við getum ekki trúað því að þetta sé raunin og treystum þvi að staðið verði við gerða samninga svo takast megi að ljúka þessu átaks- verkefni eins og áætlanir gerðu ráð fyrir,“ sagði Ámi Jón Eliasson, odd- viti Skaftárhrepps og stjórnarmaður í átaksverkefninu í Vestur-Skafta- fellssýslu. Miklar vonir hafa verið bundnar við Átaksverkefni í atvinnumálum sem Skaftárhreppur, Mýrdalshrepp- ur ásamt Atvinnuþróunarsjóði Suð- urlands og Byggðastofnun standa að í sameiningu. Meðal þess sem unn- ið hefur verið að hefur verið að koma upp fjarfundabúnaði í Vík og á Klaustri til að bæta aðgengi fólks að starfs- og símenntun í gegnum búnaðinn. -NH DV, SUÐURLANDI:__________ „Þessi samningur við okk- ur sem sagt var upp í sumar var sérstök fjárveiting til at- vinnuþróunarsjóðsins sem ætlast var til að við notuðum í vinnu við verkefni sem stuðla að því að steftiu ríkis- stjómarinnar í byggðamálum sem samþykkt var í mars 1999 sé náð. Þannig að þetta er ekkert gjafafé, heldur er ætlast til að við vinnum að ýmsum verkefnum sem geta uppfyllt þá steí'nu," sagði Ró- hert Jónsson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, þegar DV leitaði til hans vegna uppsagnar Byggðastofnunar á samningi um atvinnuráðgjöf. Samkvæmt samningnum sem sagt hefur verið upp fékk Atvinnuþróunarsjóður Suð- urlands 9,1 milljón til verk- efna á Suðurlandi. Róbert segir að enn sé ekki farið að ræða um endurnýjun samn- ingsins og framhaldið sé óljóst. „Þetta gengur hægt, við vitum ekkert enn hvað verður um þetta mál. En nú eru atvinnuþróunarfélögin í fjárhagsáætlunargerð þannig að þetta er mjög óheppileg staða og þau verða að vita hvernig þessu reiðir af til að geta gengið frá áætlunargerð sinni fyrir árið 2001. En við erum að vonast til að þessi samningur verði framlengdur um eitt ár og stjórn Byggðastofnun- ar hefur verið sent erindi um að það verði gert,“ sagði Róbert Jónsson. Hann segir að átaksverkefni það sem Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands er aðili að í Vestur-Skaftafells- sýslu sé fjármagnað með sérstakri fjárveitingu frá Byggðastofnun, 6 milljónum kr. á ári i þrjú ár, og því er þetta verkefni einnig í uppnámi. „Þeir hafa enn ekki getað svarað Kemur spánskt fyrir sjónir - þyrfti frekar aö efla starfsemina, segir stjórnarmaður í Byggðastofnun DV, SUDURLANDI:________________ „Það hefur enn engin ákvörðun verið tekin um þetta í stjórn Byggðastofnunar. Þetta hefur held- ur ekki komið til formlegrar um- fjöllunar í henni. Þetta kemur mér þvi eilítið spánskt fyrir sjónir,“ sagði Karl V. Matthíasson, vara- þingmaður og stjórnarmaður í Byggðastofnun, vegna upp- sagna Byggðastofnunar á samningum við atvinnuþró- unarfélög og um átaksverk- efni. Hann veltir fyrir sér getu atvinnuþróunarfélaganna, hvers þau séu megnug, hvort þau ættu ekki að vera kröft- ugri. „Ég held að þau þuríl að tengjast Byggðastofnun betur, það þarf að styrkja samband Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaganna til að hendurnar vinni sam- an,“ sagði Karl. „En þetta mál hefur ekki verið tekið Matthiasson. fyrir í stjórninni. Ég hef Karl V. ekki leitt hugann að þessu því ég hef aldrei fundið neina hugsun eða tilhneigingu til að rýra hlut at- vinnuþróunarfélaganna, ég tel að þvert á móti eigi að efla og styrkja atvinnuþróunarstarfsemi í byggð- unum sjálfum," sagði Karl V Matthíasson. -NH ______Umsýjn: Syífi KHsiýánsson netfang: sandkom@ff.is Ríka fólkið á Kúbu Um 400 íslend- ingar dvöldu ný- lega í um viku- tíma á Kúbu og nutu lífsins. Það vakti athygli 1 nokkurra þeirra þegar þeir brugðu sér í bílferð með leigubíl og báðu bílstjórann að sýna sér eitt- hvað merkilegt að hann ók rakleið- is út á flugvöll og þar sýndi hann ferðalöngunum risaþotu Atlanta og sagði að 400 forrikir íslendingar hefðu komið með þessari þotu og létu hana bíða eftir sér í vikutíma. Var leigubílstjórinn greinilega hissa á þessu mikla ríkidæmi í landi sem heitir ísland. Ferðalang- arnir sögðu fátt en hugsuðu sitt, en í hópi Kúbufara í þessari ferð með risaþotu Atlanta voru m.a. nokkrir verkalýðsforingjar í „pílagríma- ferð“, eflaust að kynna sér hvernig kommúnismi Kastrós hefur skilað sér til þjóðarinnar. „Það gerið þið sjálfur" Færeyingarnir Jakub Jakobsen og Jakub Purk- hus, sem eiga Rúmfatalagerinn sem á Smára- torg í Kópavogi sem á Glerár- torg á Akureyri, eru komnir í | hóp helstu fram- kvæmdamanna hér á landi, enda duglegir og áræðnir. Sá fyrrnefndi hélt ræðu við opnun Glerártorgs þar sem hann auglýsti aðeins í leiðinni verslun sina Rúmfatalager- inn. Jakub sagði að þar gætu Akur- eyringar keypt ódýr rúm, ódýrar dýnur, ódýra kodda og sængur. „En bömin verðið þið að búa til sjálfir," bætti Jakub við og við- staddir fógnuðu því að Jakub ætl- aði ekki að taka yfir „barnafram- leiðsluna" í bænum. Kobbarnir Jakubarnir tveir frá Færeyj- um fengu sér .mann á Akur- eyri til að vera eins konar um- sjónarmaður með byggingu | Glerártorgs og auðvitað fengu þeir til þess nafna sinn sem þó skrifar nafnið sitt með o í stað u, enda þarna kominn Jakob Björnsson, fyrrver- andi bæjarstjóri. Jakobi var það mikið hjartans mál að hægt yrði að opna verslunarmiðstöðina 2. nóv- ember klukkan 11, enda hafði hann lýst þvi yfir i sumar að hann myndi snæða KA-húfuna sína ef sú dagsetning stæðist ekki. Jakob get- ur því sett á sig húfuna næst þegar hann fer að hvetja liðið sitt í hand- boltanum. Forstjórinn ákvað að losa samningana: Til að stjórnin geti endurskipulagt - segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar DV, SUDURLANDI: „Þetta er gert til að stjórnin hafi möguleika á að geta endurskipulagt þessi mál. Það er hlutur sem ný stjórn þarf að hafa möguleika á að fara yfir, sem eðlilegt er; því ákvað forstjórinn á sínum tíma að losa samningana," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður og formað- ur stjómar Byggðastofnunar, við DV. Byggðastofnun hefur nú sagt upp samningum sem hún gerði á sínum tíma við atvinnuþróunarfé- lögin um fjármagn sem Byggða- stofnun lagði til þeirra samkvæmt samningi um atvinnuráðgjöf og byggðist á ákvörðun ríkisstjórnar- innar um aðgerðir í byggðamálum frá 1999. Auk þess hefur samningum um íjármögnun sérstakra átaksverkefna í atvinnu- málum verið sagt upp. „Ég veit ekki betur en að það hafi verið uppsagnará- kvæði í þeim samningum sem gerðir voru um þetta á sínum tíma. Stjómin mun fara yfir þessi mál í vetur þannig að það má vel vera að á þessu verði einhverjar breytingar eins og gengur, hver stjórn verður að fá að móta sína stefnu," sagði Kristinn. Hvað með verkefnið í Vestur- Skaftafellssýslu? „Það var meiningin að legið gæti fyrir ný stefna fyrir áramót, en ég held það verði ekki úr þessu, og geri ráð fyrir að við framlengjum samningana um einhvern tíma meðan vinnan klárast," sagði Kristinn H. Gunnars- son. „Það er eðlilegur hlutur að farið verði yfir stefnumót- un í þessum ráðgjafarmálum eins og öðrum málum sem stjórnin hefur á sinni könnu og mótar stefnu í. Mér finnst einkennilegt ef menn eru að fmna að því að við viljum gera það og jafnvel gera einhverjar breytingar á gildandi stefnu,“ sagði Kristinn. Síðasta stjórn langt fram úr fjárveitingum Fjárhagur Byggðastofnunar virð- ist þurfa endurskoðunar við. Heim- ildir DV segja að síðasta stjórn stofnunarinnar hafi farið verulega fram úr fjárveitingum sínum, heild- arframúraksturinn hafi verið sam- svarandi fjárveitingu hálfs annars árs. Vill nýr formaður staðfesta þetta? „Það þarf ekki annað en lesa árs- skýrslu stofnunarinnar til að sjá þetta. Það var búið að ráðstafa nán- ast öllu fjármagni hennar, bæði til lánveitinga og annarra verkefna. Þannig að öllu því fé sem við i nýrri stjórn áttum að hafa úr að spila á fyrsta árinu var þegar búið að ráð- stafa að nánast öllu leyti, en það tengist þó ekki þessum samningum," sagði Kristinn H. Gunnarsson. -NH Kristinn H. Gunnarsson. Mörður í stuði Útvarpsráð Rikisútvarpsins er enn og aftur aðhlátursefni landsmanna. í þetta skiptið er það vegna sam- þykktar ráðsins um að við is- lenska lagið sem sent verðu: í Evrópukeppni sjónvarpsstöðva skuli sunginn íslenskur texti en ekki texti á erlendu tungumáli. Það var samfylkingarmaðurinn Mörður Árnason sem fann sig knúinn til að leggja þetta til í útvarpsráði til að bjarga íslensku tungunni og vænt- anlega þjóðinni frá glötun. Félagar hans í ráðinu, sem yfirleitt eru sammála um það að vera ósam- mála, brugðust nú hins vegar vel við erindi Marðar og samþykktu samhljóða. Væri réttast að láta út- varpsráðsmenn sjálfa syngja í keppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.