Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað DV Kafli úr bók Reynis Traustasonar, Seiður Grænlands: Davíð Oddsson og kýrin Björk Reynir Traustason hefur skrifaö bókina Seiður Græn- lands um íslendinga sem valiö hafa sér þann kostinn aö búa á Grœnlandi. Hér á eftir fer brot úr kafla sem fjallar um land- stjórafrúna á Grœnlandi, Krist- jönu Guömundsdóttur Motz- feldt. Kristjana er íslensk og er gift Jonathan Motzfeldt land- stjóra og valdamesta manni Grœnlands. Viö grípum niður í kaflann þar sem Kristjana talar um íslensk og grœnlensk stjórn- mál. Á grænlenska landsþinginu situr 31 þingmaður og fjórir flokkar eiga þingsæti. Siumutflokkurinn er stærstur með alls 12 þingsæti en næstir koma Atassut og IA með sjö þingmenn hvor flokkur. Þar á eftir fylgir óháð framboð sem hefur á að skipa fjórum þingsætum. Þann flokk skipa að mestu óánægðir hægrimenn og líkja mætti stefnu þeirra við stefnu Frjálslynda flokksins. Einn þingmaður er utan flokka en hann fylgdi áður Atassut að málum. IA er vinstri flokkur með svipaða stefnu og gamla Alþýðubandalagið á Islandi fylgdi. Atassutflokkurinn er hægri flokkur með stefnu svipaða þeirri sem Sjáifstæðisflokkurinn fylgir. Inn- an Atassut eru einnig þeir sem eru á svipaðri línu og framsóknarmenn á íslandi. Siumutflokkurinn er jafnað- arflokkur og Jonathan er aðeins til hægri í flokknum. Skoðanir Jon- athans falia vel saman við skoðanir Rannveigar Guðmundsdóttur, al- þingismanns Samfylkingar. Græn- lendingar hafa mjög ákveðnar póli- tískar skoðanir og sem dæmi má nefna að Grænland er eina landið sem gengið hefur út úr Evrópusam- bandinu. Þegar Danir samþykktu árið 1972 að ganga í ESB fylgdu Grænlending- ar nauðugir. Þar skipti engu þótt 70 prósent Grænlendinga væru andvig aðild. Grænlenskt atkvæði vó jafnt og danskt og því fór Grænland inn. Seinna, þegar heimastjórnin komst á, fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildina og úrsögn var samþykkt. Davíö sendi jólasálminn í hraðpósti Jonathan hefur átt gott samstarf við íslenska stjómmálamenn í gegn- um tíðina. Hann hafði miklar mætur á Ólafí Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Þá fór vel á með honum og Jóni Baldvin Hannibals- syni þó þeir væru ekki alltaf sam- mála. Jón Baldvin og Uffe Ellemann- Jensen áttu í eins konar ástar- og haturssambandi en Venstre, flokkur Uffes, er svipaður Framsóknar- flokknum á íslandi. Það er góð vin- átta milli okkar Jonathans og ís- lensku forsætisráðherrahjónanna, Davíð Oddssonar og Ástriðar Thorarensen. Þegar Davíð samdi jólasálm sinn sendi hann okkur hann í hraðpósti. Það gladdi okkur mikið. Við Ástríður þekkjumst reyndar frá barnæsku. Við vorum saman í barnaskóla og í sama árgangi þótt við værum ekki í sama bekk. Davíð hefur gott samstarf við heimastjóm- ina og það var gaman að því þegar hann og Ástríður komu hingað í op- inbera heimsókn árið 1998. Heim- sóknin hófst í Nuuk en síðan þvæld- umst við um Suður-Grænland í þyrlu. Á leiöinni frá Nanortalik var komið við á nýbýli í Vatnahverfi sem heitir á íslensku Efstibær. Þar býr hörkuduglegt, ungt fólk sem viö Jon- athan heimsækjum á hverju ári. Aldrei þessu vant var enginn heima þar. Það var yndislegt sumarveður og við sögðum Davíð og Ástríði af þessu ágæta fólki og að þau væru að vinna í því að fá íslenska kú. Seinna frétti ég að ekki hefðu liðið nema tíu dagar frá heimsókninni þar til ís- lensk kýr stóð á hlaðinu með tilstyrk íslenska forsætisráðuneytisins. Dav- íð hafði gengið í málið af krafti. Kýr- in, sem þá var með kálfi, heitir Björk eftir söngkonunni íslensku, og kálf- urinn heitir Eiríkur rauði. Þetta er eina kýrin á Grænlandi en síðustu kúnni hér var slátrað árið 1974. Það var því meðal annars fyrir atbeina Davíðs að svo fljótt gekk að koma ís- lensku kúakyni til Grænlands. Ég hafði gaman af því nokkru siðar þeg- ar ég heyrði þjóðhátíðarræðu Davíðs 17. júní þar sem hann varaði mjög við að flytja inn norskt kúakyn til ís- lands. stuðnings Daviðs Oddssonar forsæt- isráðherra. Þegar ég heyrði í fyrsta sinn tillögu Áma á fundi Vestnor- ræna þingmannaráðsins sagði ég við Jonathan: „Hann er Ámi er ekki með fulde fem.“ Síðan hefm' komið í ljós að ég hafði rangt fyrir mér. Upp kom skondið mál vegna við- halds annarra rústa í Brattahlíð sem eru á forræði grænlenska Þjóðminja- safnsins. Ég sit sem áheyrnarfulltrúi i grænlenska landbúnaðarráðinu og í fyrravor kom umsókn frá Þjóðminja- safninu um að fá að flytja inn dansk- ar túnþökur til að nota við endur- reisn rústanna sem eru mjög sjáan- legar. Þama átti að gera þær enn sýnilegri. Sem dæmi um það hve undarleg þessi umsókn er má nefna að á íslandi er gjörsamlega óhugs- andi að þetta yrði heimilað. Þar er meira að segja bannað að flytja torf frá einu sauðfjárvamasvæði inn á Landstjórahjónin Kristjana og Jonathan Motzfeldt á brúðkaupsdaginn. og fengið hjá honum nokkrar bleikj- ur. Hann segir við mig þegar hann birtist: „Kristjana mín, þú þarft að ná í eyrarósir og einhver önnur blóm. Ég ætla að fmna flatan stein.“ Við söfnuðum saman slatta af eyra- rósum, víði og sóleyjum og Ámi burðaðist með heljarinnar granít- heflu um borð. Síðan stóð hann fyrir veislu á siglingunni. í ljós kom að gróðurinn var til þess að skreyta bleikjuna sem var soðin og sett á helluna. Flestir um borð voru á einu máli um að þetta hefði verið einhver besti matur sem þeir hefðu fengið. Þetta var eins grænlenskt og hugsast gat. Fiskinum var velt á hellunni og síðan snætt með guðsgöfflunum ein- um. Við fmnum mikinn velvilja frá íslenskum stjórnmálamönnum. Ámi Johnsen og Steingrímur J. Sigfússon gerðu með sér heiðursmannasam- komulag um að skipta með sér for- mennsku íslands í Vestnorræna þingmannaráðinu. Allir íslenskir stjómmálamenn sem ég hef kynnst eru velviljaðir í garö Grænlendinga og Grænlands en fáir hafa fylgt mál- um eins vel eftir í verki og Davíð Oddsson. Kristjana og Aka Hoegh Aka Hoegh er einn fremsti myndlistarmaöur Grænlendinga. Arni Johnsen ekki meö „fulde fem" Eitt sinn sátum við ferðamálaráð- stefnu með Hafldóri Blöndal, forseta Alþingis, sem er meðal góðra vina okkar. Þar bar á góma að við fáum aðeins danskar kartöflur sem era bæði vatnsósa og bragðlitlar. Hann bauðst til að senda okkur almenni- legar kartöflur og við tókum því feg- ins hendi. Skömmu seinna fengum við senda tvo kartöflusekki, 25 kíló af rauðum og sama magn af gullauga. Þetta hafði hann auðvitað keypt í eig- in kjördæmi en frá pólitískum and- stæðingi, Valgerði Sverrisdóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráöherra. Kjör- dæmið er Halldóri aflt. Ámi Johnsen alþingismaður er skemmtilegur ná- ungi, með brennandi áhuga á öllu sem er grænlenskt og færeyskt. Hann er þekktur á Grænlandi enda hefur hann um áratugaskeið verið hér reglulegur gestur og er mikifl áhugamaöur um samstarf íslands, Grænlands og Færeyja. Ámi átti hugmyndina að því að láta reisa eft- irlíkingu af Þjóðhildarkirkju og lang- húsi Eiríks rauða og tók það verkefni strax fóstum tökum sem formaður bygginganefndar. Þar naut hann annað. Grænlenska landbúnað- arráðið hafði fyrst fengið þessa umsókn og afgreiddi hana þannig að leita skyldi eftir sam- ráði við bændur á svæðinu. Þetta var auðvitað stöðvað og þeg- ar kom að uppbyggingu tslendinga á bæ Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkju, þar sem þurfti margfalt meira torf, voru engin vandamál. Samstarf var tekið upp við bændur á svæðinu og grænlenskt torf skorið og notað. Seinna frétti ég að íslenskir torf- meistarar hefðu hjálpað Dönunum við að lagfæra rústimar og til þess hefði verið notað grænlenskt torf. íslenskir stjórnmálamenn velviljaðir Grænlendingum Ámi Johnsen er vinsæll hjá Græn- lendingum vegna skemmtilegheita. Þegar Vestnorræna þingmannaráðið hélt upp á tíu ára afmæli sitt var haldiö upp á það á Suður-Grænlandi. Ráðið, sem þá var undir forsæti Jon- athans, kom saman til fundar í Qaqortoq en síðan var haldið í sigl- ingu. Fyrst var haldið til Hvalseyjar til að skoðað hinar einstæðu rústir þar. Þá hvarf Ámi, enda hafði hann margsinnis séð rústimar. Við áttum em- stæða stund Hvalsey þar sem Jonathan hélt morg- unandakt. Eftir dvölina í Hvalsey var siglt til til- raunastöðv- arinnar í Upemavi- arsuk. Um það bil sem leggja átti af stað birtist Ámi sem þá hafði bragðið sér til bónd- ans í Hvalsey Kýrin, Kýrin Björk Með til- styrk íslenska forsætisréðuneytis- ins fékkst íslensk kýr til Grænlands. sem þá var með kálfi, heitir í höfuðiö á söngkonunni íslensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.