Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 Fréttir I>V Seinni hluti stóra fíkniefnamálsins: Tannlæknir, lögmaður og fjölskyldumeðlimir ákærðir - fyrir peningaþvætti og smávægileg fíkniefnabrot Meira en vikulöng réttarhöld heflast í seinni hluta stóra flkni- efnamálsins svokallaða í Héraðs- dómi Reykjavíkur á mánudags- morgun. Þessi hluti fjallar um meint efnahagsbrot og minni hátt- ar eiturlyfjamisferli og eru 13 manns ákærðir fyrir peninga- þvætti og smávægileg fikniefna- brot. Á meðal þeirra ákærðu má finna tannlækni, lögmann og fjölskyldu- meðlimi tveggja forsprakka smyglsins. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari og tveir meðdómendur hennar dæma í seinni hluta máls- ins. Stóra fíkniefnamálið tekiö upp að nýju. Gífurlegt magn eiturlyfja fannst við rannsókn stóra fíkniefnamálsins svokall- aða í september 1999. í fyrri hluta málsins, sem tekið var fyrir í Héraðsdómi i vor, voru 15 manns fundnir sekir og dæmdir fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl frá Danmörku, Hollandi og Bandaríkj- unum þar sem gámar í flutninga- skipum Samskipa voru notaðir sem felustaðir fyrir eiturlyf. Við rannsókn málsins lagði lögreglan í Reykjavík hald á gífurlegt magn eiturlyfja og voru forsprakkar smyglsins dæmdir í allt að níu ára fangelsi. Fimm menn af 15 sakfelldum í fyrri hluta málsins áfrýjuðu dómum sínum og verða áfrýjanir þeirra teknar fyrir i Hæstarétti hinn 24. janúar næstkomandi. -SMK Kvöldfundur á Akranesi: Bæjarstjórn skamm- ast út í fréttaritara DV-MYND ÐANÍEL V. ÓLAFSSON Frá Akranesi Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi lítið bréf. Efni þess birtist á fréttavefnum Visir.is og olli miklu fjaðrafoki í bæjarstjórn Akraness. Eftirlitsnefnd meö fjármálum sveitarfélaga: Óviðunandi framlegð á Skaganum Frétt sem ekki hefur birst í DV og fréttir blaðsins um Akranes voru helsta umræðuefnið á bæjarstjórn- arfundi á Akranesi á þriöjudags- kvöldið, fyrir Qórum dögum. Fréttin hafði birst á Vísir.is. Fréttaritarinn á Akranesi var harkalega gagnrýnd- ur af íjórum bæjarfulltrúum meiri- hlutans, Framsóknar og Samfylk- ingar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fóru sér hægt og fannst óviðeigandi að gagnrýna fréttaritarann sem gat ekki komið vörnum við. Fundurinn var „heitur" að sögn bæjarstjóra og forseta bæjarstjómar og fréttaritar- inn og blaðið skömmuð i nærri hálf- tíma. „Við förum létt með það í sjálfu sér að sýna fram á ýmsar fréttir sem hafa verið býsna ónákvæmar," segir bæjarstjórinn Gísli Gíslason. Umbeðinn gat hann þó ekki nefnt neinar „neikvæðar" fréttir um Akranes sem komið hafa frá frétta- ritara staðarins, nema þessa frétt um áminningu Eftirlitsnefndar sem hafði þó aldrei birst í DV. Gísli seg- ir að honum sé sama þótt fréttarit- arinn sæki ekki upplýsingar til meirihlutamanna í bæjarstjóm. „En formanni bæjarráðs og forseta bæj- arstjómar er ekki sama, sérstaklega ef þeim finnst að verið sé að hampa minnihlutanum," segir Gísli og kemur kannski að kjarna málsins. Forseti bæjarstjórnar, Guðmund- ur Páll Jónsson, upplifir einelti. Hann beinir áminningarorðum til íjölmiðla og þá ekki síst DV og seg- ir orðrétt í samtali við blaðið: „Mín skoðun er þessi, það er ákveðinn einfaldleiki á ferðinni. Það er eng- inn vandi ef maður er ákveðinn pólitiskur loddari að misnota slíka stöðu. Þess vegna finnst mér að þeir sem bera ábyrgð í ritstjórn viðkom- andi fjölmiðils eigi að hafa í sér þá fagmennsku að kunna að lesa þá stöðu sem ber uppi og átti sig á hlut- unum hvernig þeir eru að skapast." Fréttaritari DV á Akranesi, Daní- el V. Ólafsson, sat undir ádrepunni og hljóðritaði fundinn. Daníel neit- ar því eindregið að hann sendi frá sér neikvæð tíðindi úr sinum heimabæ; hann sendi réttar fréttir, jafnvel þótt einhverjum þyki miður að sumar þeirra birtist. Fréttin birt- ist á fréttavefnum Vísir.is, en þar eru birtar fréttir sem hafa áður birst í Degi, Viðskiptablaðinu og DV auk fréttavefsins sjálfs. Sjá nánar frétt um Eftirlitsnefnd og Akranesbæ: „Óviðunandi fram- legð á Skaganum". -JBP DV, AKRANESl:_____________________ Fréttin sem birtist fyrir nokkrum dögum á Vísi.is og setti hugarró nokkurra sveitarstjórnarmanna úr skorðum hljóðaði svo: „Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur athugað reikn- ingsskil Akraneskaupstaðar fyrir árin 1997,1998,1999 og jafnframt því athugað fjárhagsáætlun 2000 og þriggja ára áætlun sveitarfélagsins. Enn fremur hefur nefndin farið yfir greinargerð sveitarfélagsins, dags. 9. mars 2000. Á grundvelli ársreikn- ings 1999 er ljóst að rekstrargjöld sveitarsjóðs Akraneskaupstaðar, utan fjármunatekna og fjármagns- gjalda, nema 87,4% af skatttekjum. í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyr- ir yfírstandandi ár og þriggja ára áætlun er áfram gert ráð fyrir svip- uðu hlutfalli rekstrargjalda af skatt- tekjum. Óviðunandi er að sveitarfé- lag sé til langs tíma rekið með svo lítilii framlegð, segir í bréfi Eftirlits- nefndar með fjármálum sveitarfé- laga til Akraneskaupstaðar sem DV komst yfir. Eftirlitsnefndin telur nauðsynlegt að sveitarstjóm grípi til viðeigandi ráðstafana í rekstri sveitarfélagsins til að auka framlegð þess. Eftirlitsnefndin óskar eftir að sveitarstjórn geri nefndinni grein fyrir þeim ráðstöfunum innan þriggja mánaða. Bréf þetta var rætt á fundi bæjarráðs í morgun og var bæjarstjóra falið að svara því. Á morgun verður nánar fjallað um skilaboð Eftirlitsnefndar til Skagamanna. -DVÓ/JBP Rætt um sameiningu á Snæfellsnesi DV, SNÆFELLSNESI: Nú eru hafnar viðræður um sam- einingu Helgafellssveitar og Stykk- ishólms. Ekki hefur náðst sam- komulag um að láta kanna hag- kvæmni frekari sameiningar á Snæ- fellsnesi með sameiningu Snæfells- bæjar, Stykkishólms og Grundar- íjarðar. Sú sameining er talin mjög hag- kvæm að mati margra á Snæfells- nesi. Ef samningar nást um samein- ingu Stykkishólms og Helgafells- sveitar verður til um 1300 manna sveitarfélag. íbúar Stykkishólms voru þann 1. desember 2000 samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu Islands 1228 og íbúar Helgafelisveitar voru 56. -DVÓ Skiladagur skattframtala: Færður fram í mars Skattgreiðendur þurfa ekki að skila skattframtölum sínum í febr- úar eins og áður því í ár á að skila þeim 19. mars. „Ástæðan er breyt- ingar sem við höfum verið að gera varðandi framtalsmálin" segir Ind- riði Þorláksson ríkisskattstjóri. Breytingarnar eru meðal annars fólgnár í því að nú eru meiri upp- lýsingar skráðar á skattframtalið til að einfalda vinnuna fyrir skatt- greiðendur. Þá hefur einnig verið unnið að því að auðvelda fólki að skila skatt- framtölum rafrænt því sú leið hef- ur fengið góðar viðtökur. „Við von- um að þessar breytingar geri það að verkum að auðveldara verði fyr- ir alla skattgreiðendur að útfylla skattframtölin" segir Indriði. -MA Markaðsverðlaun ÍMARK Óiafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, afhenti þeim Hafliða Krist- jánssyni, Árna Þór Vigfússyni, Boga Þór Siguroddssyni og Sigurði Helga- syni markaðsverðlaun ÍMARK, félags íslensks markaðsfóiks, á hádegis- verðarfundi í fyrradag. Þetta er í tí- unda sinn sem verðlaunin eru veitt til fyrirtækja sem þykja skara fram úr í markaðsmálum. Veðrið í kvöid Sólargangur og sjávarföll | Veðrið á morgun ■4 *»Vt2 % 0 Rigning og hvassviöri Suölæg átt með rigningu um vestanvert landið, 15 til 23 m/s. Annars 13 til 20 m/s en hvassari á stöku staö norðaustan- og austaniands. Rigning suöaustan til en úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Hiti 4 til 9 stig. leikistjörnur í janúar janúarmánuöi er Venus skærasta stjaman á kvöldhiminum og verður hún engst frá sólu þann 17. janúar og mun síöan halda áfram að hækka á lofti út nánuðinn. Á kvöldhiminum eru líka Júpíter og Satúrnus en þær eru lengra fá sól og setjast ekki fýrr en undir norgun. Mars er hins vegar morgun- ;tjarna og er á suðurhimni. REYKJAVIK Sólarlag í kvöld 16.15 Sólarupprás á morgun 10.56 Siódeglsflóö 22.19 ÁrdegisflóA á morgun 10.41 Skýringar á veðurfáknum 10%_____HITI -io; í aiatrtan 5 sokúmíu AKUREYRI 15.41 11.02 02.52 15.14 •VJNDATT VINDSTYRKUR 'NFR0ST HEIOSKÍRT O o IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ V.v W ®<í;8 RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q & = ÉUAGANGUR PRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Suðlæg átt og rigning Suölæg átt, 13-18 m/s og rigning verður sunnan- og vestanlands en rigning meö köflum norðanlands. Snýst í suðvestanátt, 8-10 m/s, meö skúrum vestanlands siðdegis. Hiti 3-8 stig. Vindur: 3—8 m/i Hiti' tilO' Suövestan átt og kólnandl veóur. Skúrlr eóa slydduél um sunnan- og vestanvert landló en annars úrkomulitló. Vindur: ^ 3-8 lV. ’ Hiti 4“ til 0° Fremur hæg breytileg eða SA-læg átt. Léttskýjaö norðan- og austanlands en annars skýjað með köflum. Hitl 1 til 4 stlg sunnan- og vestanlands. IViiövikiidagur Vindun ~l->. , 3-8 m/s - ' Híti 4° tii O• ffi Suðaustan átt og rlgning sunnarv og vestanlands. ESBSHíEI AKUREYRI skýjað 7 BERGSSTAÐIR skýjað 7 BOLUNGARVÍK rigning 8 EGILSSTADIR 6 KIRKJUBÆJARKL. alskýjað 4 KEFLAVÍK rigning 6 RAUFARHÖFN alskýjaö 5 REYKJAVÍK rigning 6 STÓRHÖFÐI þokumóöa 7 BERGEN skýjað 2 HELSINKI skýjaö -4 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 2 ÓSLÓ skýjaö -1 STOKKHÓLMUR -2 ÞÓRSHÖFN skýjaö ' 6 ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 5 ALGARVE skýjaö 14 AMSTERDAM skýjaö 3 BARCELONA léttskýjaö 15 BERLÍN skýjaö 0 CHICAGO alskýjaö -2 DUBUN skýjaö 6 HALIFAX snjóél -10 FRANKFURT íéttskýjaö 2 HAMBORG kornsnjór -2 JAN MAYEN rigning 1 LONDON skýjaö 6 LÚXEMBORG léttskýjaö 2 MALLORCA skýjaö 15 MONTREAL heiöskírt -14 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -11 NEWYORK skýjað 1 ORLANDO alskýjaö 12 PARÍS alskýjaö 5 VÍN léttskýjaö 2 WASHINGTON skýjaö -2 WINNIPEG aiskýjaö -12 mii:Hii,'ji;i.8|i.»!ii;aóijiin»i7dai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.