Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 I>V Ein vika eftir með Clinton á forsetastóli: Manstu eftir Monicu? Forsetar Bandaríkjanna eru valdamestu menn veraldarinnar á hverjum tíma. Fyrr á öldinni fengu þeir einhverja samkeppni frá kommúnistaleiötogum í austri en nú er þaö búiö aö vera. Páfinn er ekki lengur neitt sér- lega valdamikill og spilar þar inn í aö hann lítur ekki út fyrir að vera þaö: valdamenn veröa aö líta út eins og valdamenn. John F. Kennedy hefur verið deyjandi á sjónvarpsskjánum hjá manni svo lengi sem elstu menn muna. Það verður ekki hjá þvi komist að muna eftir því. Svo söng Marilyn líka fyrir hann afmælis- sönginn. Hvað hann gerði fleira verður að liggja á milli hluta enda skiptir það ekki máli úr þessu. Hann heldur bara áfram að deyja á skjánum. Skömmu eftir bíltúrinn í Dallas kom Nixon til sögunnar. Hann var óheppinn. Sam- starfsmenn hans brutust inn í Watergate án þess að láta hann vita og hann varð að segja af sér eftir stutta setu á forsetastóli. Svo kom einhver sem enginn man eftir og svo Carter. Já, Carter, hann var jarðhnetubóndi og skrifaði bókina Wouid I ever lie to you? Hann var með hrossatennur sem fóru vel í skopteikning- um. Þá kom kábojinn Ron- ald Reagan. Hann var ] ofsalega fyndinn og in- j dæll. Hann kom til ís- lands og talaði við Gorba. Hann grínaðist óvart með það að hann ætlaði að sprengja Sov- étríkin þegar hann var að prófa eitthvert hljóðkerfl. Það hitti ekki alveg í mark. Reagan fékk krabba- mein eða eitthvað svoleiðis i nefið og varð að fara aðeins á sjúkrahús. Konan hans, Nancy, var brjáluð í stjömu- speki og réö öliu bak við tjöldin. Næstur var Bush. Hann ældi í opinberri heimsókn í Japan. Hjónarúmið fær nýja gesti Bill Clinton hefur átt heima í Hvíta húsinu síðustu átta árin og flytur þaðan út um næstu helgi þeg- ar hann og Hillary eftirláta hjóna- rúmið George W. og Lauru Bush. Dóttirin Chelsea fer, hundurinn Buddy fer og kötturinn Sokki fer líka þótt hann fylgi líklega ekki eig- endum sinum heldur fari i fóstur til Betty Currie, starfsmanns ráðuneyt- isins. Bill reynir nú sem mest hann má að ná friði í Israel svo forsetatíðar hans verði minnst fyrir hinn mikla sáttasemjara. Svo er líka hefð fyrir því að þeir sem semja um frið í ísr- ael fái friðarverðlaun Nóbels. Það væri að sjálfsögðu sætur endir á sérstakri forsetatíð. Tveir forsetar „Að mörgu leyti er þetta saga um tvo forseta," segir Leon E. Panetta sem var starfsmannastjóri í Hvíta húsinu. Hann segir aö annars vegar hafl verið um að ræða griðarlega hæfan og greindan forseta sem hafi átt þátt í mikilli uppsveiflu í amer- ísku efnahagslífí, lagt áherslu á mikilvæg innlend málefni og hjálp- að til við að viðhalda friði í heimin- um. „Hins vegar er skuggahliðin. Clinton gerði mannleg mistök sem munu ætíð skyggja á hinn forsetann.“ Leon segir að þjóðin voni alltaf að gallar þeirra sem sitji í Hvíta húsinu hafi engin áhrif. „En auðvitað eru þeir alltaf til staðar. Við gætum haldið að hægt sé að hafa fullkomna stjóm í baráttunni við veikleikana en stundum höfum við séð að það er ekki hægt.“ Meiri sigurvegari en ieiðtogi Clinton átti marga vini fyrir for- setakjör sitt sem hann vildi taka með sér til Washington. Hann gat hins vegar ekki staðið við öll lof- orð sín. Lani Guinier, prófessor við Harvard, átti að fylgja Clinton Blái kjóllinn Kjóllinn umdeildi sem geymir erföavísa Bills Clintons. en ekki varð úr því. Hún er sam- mála Panetta varðandi blandaða ímynd Clintons. Hún segir að hann hafi oröið of upptekinn við að vera sigurvegari frekar en leið- togi. Annar gamall vinur, Peter B. Edelman, sagði af sér þegar heil- brigðisstefna Clintons náði ekki fram að ganga. Hann segir: „Ég virði Clinton mikils, hann er mjög greindur maður en hefur ekki ris- ið undir þvi sem hann getur.“ Trúðurinn rís alltaf aftur Eitt af einkennum Clintons hef- ur verið að hann stendur alltaf aft- ur upp eftir að honum hefur verið bylt. Það og gáfur er það sem Newt Af ævintýrum Bills og Móníku Hún Móníka var ekki á Merkigili þótí mikil vœri saga henrtar foröum. Hún leit vel út og lá á Óvalsboróum meó littelrokkskan Bill á réttum kili. Því Bill hann vildi njóta sinna valda„ og vefja hverjum þegn um sína fingur. Aó hjarta lœddist óvart ástarstingur sem átti aö liggja í dvala um aldir alda. Hann geröi sumt sem ekki œtti aó gera og átti til aó gleyma heitum sínum (á góóri stund vió stolti gjarnan týnum og stikum hratt um syndavegu þvera). Og Bill! Hann deyr en ekki bláa dressið, þar bíóur DNA og gamla messió. SM Gingrich, leiötogi repúblikana í þinginu, segir að hafi einkennt Clinton. Hann minnist samtals sem þeir áttu í veislu í Hvita hús- inu árið 1993. Clinton sagði þá við hann: „Veistu, ég er eins og trúðurinn sem þú áttir í æsku. Það var sandur sem hélt honum réttum. Þú slóst hann um koll og hann kom alltaf upp aftur. Ég er ekki snoppufríður en ég kem alltaf upp aftur.“ Hver er Clinton? Menn sem gegna emh- ætti forseta Bandaríkj- anna eru kannski meira hópefli en einn maður. Þeir hafa engan tíma til að semja ræður eða slíkt. Þeir eru í raun bara „græjumar" sem stefnu- skráin kemur út úr. Það er því látbragð hans og mistökin sem hann gerir sem sýna okkur mann- eskjuna Bill Clinton. Og við ættum að þekkja hann þokkalega því mis- tökin sem hann hefur gert á forsetatíð sinni eru afskaplega safarík og einstaídega afhjúp- andi. Hún kom að vestan Bill Clinton tók við 1992 þegar hann vann George gamla Bush. Fyrstu tvö árin voru erfið en þá mistókst barátta hans fyrir breyttu heilbrigðiskerfi og Repúblikanar náðu meirihluta á þingi. Eftir þessa erfiðu tíma náði hann samt að rétta við og var kominn á nokkurt flug þegar ung stúlka frá Los Ang- eles kom inn í Hvíta húsið sem nemi - Monica Lewinsky. Hún var ómótstæðileg. Bill réð ekki fyllilega við sig nálægt henni og því fór sem fór. Sjálfs er höndin hollust Monica er líklega sá hluti af ferli Clintons sem við munum helst minnast, alla vega i bráð. Við mun- um betur eftir bláa kjólnum hennar Monicu en hvemig Clinton kom að deilum á írlandi. Sæði valdamesta manns jarðar var skrifað á spjöld sögunnar. Og Clinton sagðist snemma ekki hafa átt í neinu kynferðislegu sam- bandi við Monicu. Sú fullyrðing kallaði síðan á endalausar lagalegar skilgreiningar á kynlífi. Voru munnmök kynlíf? Flest venjulegt fólk hefði svarað því játandi. Alla vega er það ekki eitthvað sem menn gera á vinnustöðum. Lærlingurinn Þaö olli gífurlegu fári þegar kom í Ijós aö Bill Clinton haföi átt í kynferöislegu sambandi viö lærling í Hvíta húsinu. Fólk skipaði sér í fylkingar eftir því hvort það var á bandi Monicu eða Clintons. Sumir töldu að Mon- ica bæri ábyrgðina. Hún hefði ekki átt að leyfa giftum forsetanum að reyna við sig og enn síður mátti hún reyna við hann. Samúð ann- arra var öll með Monicu sem var soldið skotin í forsetanum. Hann er sjarmatröll, þvi verður ekki neitað. Clinton er mikill vexti, með hvolps- augu í búlduleitu andlitinu sem er umkringt hrokknu, gráu hári. Hvolpsaugun horfa glettnislega út yfir kartöflunefið og heilla viðmæl- andann. Bill Clinton hefur veitt okkur ómælda ánægju með uppátækjum sínum. Líklega þykir okkur bara vænt um karlinn. Ekki það sem hann gerði heldur hvernig hann var. -sm Súr á svipinn Vonandi hýrnar yfir Bill þegar hann sleppur úr Hvíta húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.