Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 Skoðun DV Hver eru þín helstu áhugamál? Sandra Björk Jónsdóttir nemi: Fótbolti. Ég er Framari. Svavar Birgisson nemi: Snjóbretti og tónlist. Ég er búinn aö fara þrisvar sinnum á snjóbretti í vetur en þaö hefur veriö lítiö opiö. Jón Elí Guðmundsson nemi: Snjóbretti og fótbolti. Ég mæti á aiía KR-leiki. Andri Fannar Ólafsson nemi: Fljólabretti og tónlist. Limp Bizkit er mitt uppáhald. Sandra Dögg Heiðarsdóttir nemi: Tónlist og strákar, þá sérstaklega Alli. Jón Gauti Páisson nemi: Smíöi og lestur á kristilegum bók- um. Eg las Biblíuna síöast. Autt og tómt. - Stöndum gapandi yfir tómum fiskvinnsiuhúsunum. Bylting an blóðsúthellinga Jon Fanndal skrífar: Maður spyr sjálfan sig og aðra hvað sé eiginlega að gerast og hafi verið að gerast. - Fleiri þúsund tonn- um af fiski er landað á höfnum í ísa- fjarðarbæ. Mestur hluti hans er flutt- ur til Reykjavíkur eða annarra staða á suðvesturhorni landsins og unninn þar með ágóða. Við stöndum hér eins og hálfvitar og gónum á eftir bílun- um, hverjum á eftir öðrum, fullhlöðn- um af fiski, og aðhöfumst ekkert. Fulltrúi bæjarstjórnar lýsti því yfir að henni kæmi atvinnuleysi ekk- ert við. Ekki ætlaði bæjarstjórn að fara að atast í atvinnurekstri. Það er heldur enginn að biðja hana um það. En hvernig væri að þeir sem hags- munagæslumenn fólksins - til þess voru þeir kjömir - myndu girða tún- ið og plægja akurinn, láta svo aðra um að sá í hann og sjá um uppsker- una. Bæjarsjóður myndi þá örugg- lega fá sinn skerf af uppskerunni, og fá margfaldan arð fyrir plæginguna. Hér stöndum við sem sé gapandi yfir tómum fiskvinnsluhúsum, sem miðstýringin hefur bannað að vinna í fisk um alla framtíð. Við rífum „Mestur hluti hans er flutt- ur til Reykjavíkur eða ann- arra staða á suðvesturhomi landsins og unninn þar með ágóða. Við stöndum hér eins og hálfvitar og gónum á eft- ir bílunum, hverjum á eftir öðrum, fullhlöðnum af fiski og aðhöfumst ekkert. “ klæði vor eins og stendur i Biblí- unni, teljum þetta vera eðlilega þró- un, sem ekki þýði að sporna gegn. En ég segi: Þetta er auðvitað ekkert andsk... náttúrulögmál. Þessu er stjómað af alþingismönnum. Þeir setja lögin og reglurnar. Látum þá svara til saka. Þeir vita þetta allir en láta sér fátt um finnast. Er það náttúrulögmál að löndun á þorski á ísafirði hefur minnkað frá því kvótalög voru sett úr 20.000 tonn- um í 5000 tonn? - Er það náttúrulög- mál að löndun á rækju hefur minnk- að úr 6000 tonnum í 1500 tonn? - Er það náttúrulögmál að botnfiskafli hefur minnkað úr 30.000 tonnum í 10.000 tonn á sama tíma? Hefur þetta komið nokkuð við budduna hjá bæj- arsjóði? - Þeir verða að leita betur að eignum til að selja til þess að hafa eitthvað upp í þessi ósköp. Forsvarsmenn byggðarlaganna ráfa í kringum gjaldþrota fisk- vinnslustöðvar í von um að engill komi svífandi og bjargi málunum, mOli þess sem þeir fara betlandi suð- ur til „stóra pabba“, biðjandi um nokkrar krónur til að geta skrimt fram yfir næstu mánaðamót. Er furða þótt nafnið „Betle-hem“ sé að festast sem nafn á vestfirskum bæj- um og byggðum? Þingmenn og sveitarstjórnar- menn: Þið voruð kjömir af fólkinu til að sjá um velferð íbúanna og byggðarlaganna. Þið buðust til þess og við trúðum því að þið væruð þess megnugir. En voruð þið það? Eða voru kosningaloforðin bara plat? - Nei, landsbyggðarmenn, við sem vilj- um áfram búa á landsbyggðinni; ger- um uppreisn gegn óréttlætinu, kúg- uninni og arðráninu. Verjum frum- burðarréttinn. Látum ekki kúga okk- ur meira. Gerum byltingu án bióðsúthellinga. Graseyjar á götum til óþurftar Sigurjón BJörnsson skrífar: Það er mál flestra sem um götur Reykjavikur aka, að hinar svoköll- uðu graseyjar, sem skipta stærstu umferðargötunum séu til óþurftar. Verulegrar óþurftar, vegna þess að þær gera götumar næsta ófærar vegna drullu og moldarrennslis af eyjunum á götumar og bætist við tjöruna og annan óþverra sem á göt- unum er. Margar graseyjarnar eru næstum eitt moldarsvað eftir bíla sem aka upp á þær, og skila eftir sig hjólför „Spumingin er svo sífellt sú sama: Hvers vegna þessar graseyjar? Og hvers vegna má ekki bara malbika þessar eyjar, ef þcer gegna einhverju hlutverki yfirleitt?“ sem síðan safna í sig vatni sem rennur svo burt beint á götuna. Spurningin er svo sífellt sú sama: Hvers vegna þessar graseyjar? Og hvers vegna má ekki bara malbika þessar eyjar, ef þær gegna einhverju hlutverki yfirleitt? Maður sér svona graseyjar hvergi nema hér á landi. Mér finnst gatnakerfið, hönnun þess og viðhald vera eitt samfellt klúöur. Allir muna hinar árlegu fræsingar, jafnvel á umferðargötum eins og Hringbraut og Miklubraut. Væri ekki ódýrara að steypa þessar götur, sem entust þá margfalt á við malbikið? Hverjir njóta góðs af fræsingunum aðrir en hinir fjöl- mörgu verktakar sem borgin er far- in að sjá fyrir verkefum allt árið?. - Burt með graseyjarnar og burt með atvinnubótavinnu fyrir verktaka. Dagfarí ?>£ . V ; Er framsóknarmaöur í glasinu? Á heimavist framhaldsskóla úti á landi bar þaö helst til tíðinda i síðustu viku að á herbergi 18 varð mikil geðshræring meðal nemenda þegar andaglas fór úr böndunum. „Það kom framsóknarmaður í glasið," sagði frænka Dagfara sem var ein geðshrærðra þegar hún hringdi af deild 33A. Frændi Dagfara sagði einu sinni frá manni sem hafði séð framsóknarmann. Sjálf- ur hafði hann einu sinni orðið fyrir þeirri reynslu að dreyma að hann hitti framsókn- armann. Hann sér þá samt oft í blöðunum þar sem tilvist þeirra virðist almennt viður- kennd. Helst örlar á vantrú í máli sjálfra framsóknarmannanna. Hjáimar Árnason hef- ur trekk í trekk lýst þvi yfir að hann sjáist ekki nógu vel og formaðurinn segir stund- um: ég heiti Halldór, ég er ósýnilegur. Ósýnilegur endurskoðandi með Evrópu- tendens. Kjörfylgi Framsóknarflokksins og hlutfall þeirra sem trúa á álfa og huldufólk hefur alltaf farið saman og hvort tveggja hefur dregist sam- an eftir að rafmagnsljós urðu almenningseign og tölvur komu inn á hvert heimili. í því liggur kannski vandi flokksins: því og þeirri staðreynd að álfar hafa ekki kosningarétt. Stjómarandstaðan hefur beitt sömu tækni og , ................................. Hjálmar Ámason hefur trekk í trekk lýst því yfir að hann sjáist ekki nógu vel og formaðurinn segir stundum: ég heiti Halldór, ég er ósýnilegur. Ósýnilegur endurskoð- andi með Evróputendens. kaþólska kirkjan. Pápískir halda því fram að hinn illi gangi um á meðal vor og styrkja þannig ímynd sína sem hið góða í baráttu gegn hinu illa. Mótmælendur eru bara í góðri stemningu og eiga engan holdgerv-ing til að berjast við. Stjórnarandstaðan er ekki alvitlaus og hefur lært af mistökum mót- mælendanna sem eiga aungvan óvin. Hún hefur hamast á framsóknarmönnum alla stjórnartíðina og reytt af þeim fylgið. Vesalings Finnur þurfti að flýja niður i Seðlabanka. Ekki vegna þess að það væri styttra fyrir hann að fara i og úr vinnu held- ur vegna þess að stjórnarandstaðan var svo vond. Það var djúpstæður misskilningur Finns sem flæmdi hann burtu, misskilning- ur um að ekki væri um stjórnarandstöðu að ræða heldur skemmtilegt og fátítt fyrirbæri sem héti stjórnarhandstaða og væri tíðkað í Stjórnarráðinu. Hann hætti - hvarf meira en nokkur framsóknarmaður hefur gert nýlega. Og er það talsvert. Nútíminn hefur tekið af okkur dulúðina, draugana og álfana en fært okkur í staðinn ör- verur. Nútíminn er að ræna okkur framsóknar- flokknum og færa okkur hann til baka í formi örveru - sem aldrei verður stór. _ o , VXOfitk.fl. Sorinn í Evrópu Gunnar Pálsson skrifar: Ég er einn þeirra sem ekki er yflr mig hrifinn af þvi að gangast imd- ir samninga við ESB. Evrópa er satt að segja ekki glæsileg til samskipta við þegar vel er gáð. Þar tíðkast sor- inn og hann látinn óátalinn. Klámið í algleymingi með börn í spilinu, misþyrmingar á dýrum (eins og sást í óhugnanlegri sjónvarpsfrétt nýlega, þar sem menn hömuðusts við að lemja kýr ósjálf- bjarga af riðuveiki. Meira að segja ungur drengur lamdi slíka kú sem ákafast með spýtu. Þetta myndi ekki gerast í henni Ámeríku, a.m.k. ekki í Bandaríkjunum. Súlustúlkur þyrpast hingað til lands til að fletta sig klæð- um, en engin frá Bandaríkjunum. - Við skulum því gæta okkar á áróðri Samfylkingar fyrir aðild að ESB. Þar eigum við ekki heima. Hitakerfi við bílaþvottastöðvar Steingrimur Kristjónsson skrifar: Ég vil benda á (sem margsinnis hef- ur verið kvartað undan áður), að það er ekki nóg að komast inn í bíla- þvottastöðvarnar, því maður verður að komast þaðan aftur. Oftar en ekki er hálkan svo mikil í frosti við að- keyrslu og frákeyrslu, að varla er verjandi að bjóða bíleigendum. Þetta er auk þess stórhættulegt, einnig fyr- ir þá sem þurfa að fara út úr bílunum. Ég nefndi þetta á einni bílaþvottastöö- inni (við götuna Sóltún hér í borg), en viðkomandi aðili sneri bara upp á sig en sagðist ætla að kanna málið. En það er einfaldlega ekkert gert. Þarna þarf nauðsynlega að koma upp hita- kerfi, svo viðunandi sé. Flott auglýsingalag Hólmfríður hringdi: Það er ekki oft sem auglýsinga- stofunum hér tekst að vekja mann til umhugs- unar á þeim varn- ingi sem um er fjallað eða draga mann á vit góðra minninga um eitt- hvað sem liðið er, en það tekst þeim sannarlega hjá Happdrætti Há- skóla íslands í undangengnum auglýs- ingum sínum fyrir næsta útdrátt. Þar er hinn víðfrægi og vinsæli banda- ríski „stand-up“ kómíker og söngvari, Jimmy Durante kominn á fleygiferð með lagið vinsæla „Make someone happy". En þvi miður - alltof stutt er stefið sem hann syngur. Sama er, Happdrætti Háskólans vekur upp margar endurminningar með þessari vel heppnuðu auglýsingu. Flugumferö á ísnum Ási hringdi: Mér finnst með ólíkindum að Flug- málastjórn eða einhver undirdeild hennar, svo sem loftferðareftirlit, skuli ekki hafa fordæmt hinar glæfra- legu lendingar lítilla flugvéla, sem lentu hver um aðra þvera á ísilögðu Hafravatni á dögunum. Mér er spurn: Er þetta leyfilegt? Mega flugmenn þá lenda hvar sem er án viðvörunar til þeirra sem í grenndinni eru? Auðvit- að er hér um vítavert gáleysi að ræða og stórhættulegt að auki. Maður tek- ur ekki mikið mark á reglum og eftir- liti í fluginu úr þessu, af hendi Flug- málayflrvalda. DV Lesendur Lesendur geta hringt ailan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir tii að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Jimmy Durante Vekur upp góöar endurminningar. Mörg er meinsemdin evrópsk að uppruna Súludansinn þar á meöal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.