Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiOlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Rltstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, stmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Yfir-hœstiréttur í vanda Loksins hefur bilað teflon-húðin á ríkisstjóminni og höfuðflokki hennar, Sjálfstæðisflokknum. í fyrsta sinn á kjörtímabilinu hefur stjómin ekki meirihlutafylgi í skoð- anakönnun og í fyrsta sinn tekur Sjálfstæðisflokkurinn þátt í langvinnu fylgistjóni Framsóknarflokksins. Líklega hefur þúfa öryrkja velt þessu þunga hlassi. For- sætisráðherra hefur tefLt sér í þá stöðu að hafa í tvígang gert þá að höfuðandstæðingum sínum og orðið að beita stöðu sinni sem sjálfskipaður yfir-hæstiréttur til að veikja áhrif dómsúrskurðar í þágu samtaka öryrkja. Forsætisráðherra gerðist áður yfir-hæstiréttur i gjafa- kvótamálinu. Samkvæmt skoðanakönnunum var meiri- hluti þjóðarinnar á öðm máli en hann, án þess að hann biði álitshnekki af málinu. Líklega er ofbeldi við ör- yrkjabandalag eitt af þvi, sem „maður gerir ekki“. Forsætisráðherra og ríkisstjórn hans er vorkunn. Þeg- ar menn haga sér hvað eftir annað á þann veg, að ekki þætti erlendis sæma valdamönnum, án þess að þjóðin bregði sér hið minnsta, er engin furða, þótt þeir komist smám saman á þá skoðun, að þeim séu allir vegir færir. Ríkisstjórnarflokkarnir standa gegn því, að fjárreiður íslenzkra stjórnmála verði gegnsæjar eins og í nágranna- löndum okkur beggja vegna Atlantshafs. Ekki hefur borið á, að kjósendur hafi neinar minnstu áhyggjur af þessari sérstöðu, sem hefur þegar boðið hættunum heim. Utanríkisráðherra varði flokkspólitíska ráðningu í stöðu forstjóra Leifsstöðvar með því, að lögmaður ráðu- neytisins væri sér sammála, rétt eins og dæmdur sakborn- ingur segði verjanda sinn vera sér sammála. Ekki virtist þjóðin hafa miklar áhyggjur af þessu. Umhverfisráðherra hefur oftar en einu sinni stælt for- sætisráðherra, ekki sem yfir-hæstiréttur, heldur sem yfir- náttúruvísindamaður þjóðarinnar. Hún veit, að erfða- breytt matvæli eru ekki hættuleg, og hún veit, að sjókvía- lax veldur engum skaða á umhverfi sínu. í báðum þessum tilvikum er til fullt af erlendum rann- sóknum, sem benda til, að erfðabreytt matvæli geti verið hættuleg og að sjókvíalax sé hættulegur umhverfinu. En hún er svo mikill vísindamaður, að hún veit betur, án þess að þjóðin heimti, að hún hrökklist frá völdum. Sérhvert dæmanna, sem hér hafa verið rakin, mundu duga til að koma ráðherrum frá í nágrannalöndum okkar beggja vegna Atlantshafs. En hér á landi hafa kjósendur ekki tekið slík mál alvarlega, ef marka má skoðanakann- anir. Það er fyrst núna, að hriktir i stjómarfylginu. Ekki er ástæða til að draga of víðtækar ályktanir af fylgistjóni ríkisstjómarinnar og forustuflokks hennar í nýjustu skoðanakönnuninni. Þetta er bara aðvörun. Fylg- ismenn stjómmálaflokka hafa skriðið til föðurhúsanna á styttri tíma en lifir til næstu alþingiskosninga. Ekki er heldur ástæða til of mikillar bjartsýni við þær aðstæður í veraldarsýn kjósenda, að menn saka í alvöru þá fjölmiðlun um sorpblaðamennsku, sem ver ómældum tíma í að grafa upp feimnismál, en fagna hins vegar þeirri fjölmiðlun, sem lítur á stjómmál sem boltaleik. Hugsanlegt er, að með sinnaskiptum sínum í öryrkja- málinu hafi kjósendur stigið langþráð skref frá því að vera undirsátar og þegnar hertogans yfir í að verða sjálf- stæðir borgarar á borð við engilsaxa. Sagan sýnir þó, að ástæða er til að vara við mikilli bjartsýni. Ófúllveðja kjósendur, er líta á stjórnmál sem boltaleik, fá til lengdar þá forustu, sem þeir eiga skilið, þótt flestum mislíki um tíma, að hertoginn sé yfir-hæstiréttur. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Hverfalýðræði - gervilýðræði í hugum flestra merkir hverfalýðræði að valdið er fært nær fólkinu þannig að íbúar viðkomandi hverfls fá að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfí. Það hefur sjálf- sagt verið hugmyndin með Hverfisnefnd Grafavogs og Svæðisráöi Kjalamess, en það eru nefndir á vegum borgarinnar. Þar gefast við- komandi íbúum tækifæri til að kjósa fulltrúa sína í við- komandi nefndir. Þannig er til dæmis Grafarvogs fimm manna nefnd, skipuð tveim fulltrúum frá íbúasamtökum Grafarvogs, R-listinn skipar tvo og Sjálfstæðismenn eiga einn fulltrúa. Ákvarðanir án umsagnar hverfisnefndar Hlutverk nefndanna er síðan að veita umsögn um málefni sem að varða viðkomandi hverfi. í minnis- blaði skrifstofustjóra borgarstjómar um Hverfisnefnd Grafarvogs kemur fram að kynna skal heildarstefnu- mörkun í eftirfarandi nefndum: Fé- lagsmálaráði, að áfrýjunarmálum frátöldum, Stjóm Leikskóla Reykjavikur, Fræðsluráði, íþrótta- og tómstundaráði og Menningarmálanefndar í málefnum sem að tengjast hverfinu og henni gefin kostur á athugasemdum áður en lokaákvörðun er tekin. Hverfisnefhdin skal jafn- framt fá tilkynningar, áður en til endanlegrar af- greiðslu kemur, önnur stærri mál sem varða Graf- sérstaklega, svo sem breytingar á skipu- lagi, uppbyggingu á þjónustu stofn- ana, umhverfismál og umferðarör- yggismál. Þetta hljómar allt saman ágætlega en hvernig er þetta í raunveruleikan- um. í síðustu fundagerð Hverfis- nefndar Grafarvogs bókar annar full- trúi íbúasamtakanna mótmæli sín við því að mál sem tekin eru fyrir á fundinum til kynningar voru ekki kynnt í Hverfisnefndinni áður en að ákvarðanir voru teknar. Hverfis- nefndin fékk ekki málin til umsagn- ar fyrr en búið var að taka allar ákvarðanir sem málin vörðuðu! Um- sögn Hverfisnefndar hefði ekki skipt neinu máli þar sem að búið var að hnýta alla lausa enda í viðkomandi málum. Regla fremur en undantekning Á aðalfundi íbúasamtaka Grafar- vogs kom fram í máli fulltrúa sam- takanna í nefndinni að þessi vinnu- brögð eru regla frekar en undantekn- ing. Skólabyggingar, leikskólabygg- ingar, breytingar á gatnakerf! , mis- læg gatnamót eru málefni sem að tekin hafa verið ákvarðanir um en aldrei hafa komið til umsagnar nefndarinnar. Með öðrum orðum nefndin hefur lítið sem ekkert tæki- færi til að koma fram með sitt álit fyrr en aö allar ákvarðanir hafa ver- ið teknar! Á hátíðarstundum tala forystu- menn R-listans um að Hverfalýðræði sé við lýði í Reykjavík en staðreynd- in er sú að nefndimar hafa nákvæm- lega engin völd og engin áhrif í stjómkerfl borgarinnar. Hverfalýð- ræðið er eins og margt annað hjá R- listanum orðin tóm. Viðhorf R-list- ans til Hverfisnefndarinnar í Grafar- vogi endurspeglast kannski best í þvi að þeir hafa aldrei skipað fulltrúa í Hverfisnefnd Guðiaugur Þór Þörðarson borgrfulltrúi sjúlfstæö- ismanna í Reykjavík arvogshverfi „Viðhorf R-listans til Hverfisnefndarinnar í Grafarvogi endurspeglast kannski best í þvi að þeir hafa aldrei skipað fulltrúa í nefndina úr Grafarvogi! í nefndina hafa alltaf verið skipaðir flokksgceðingar úr öðrum hverfum borgarinnar. “ - Borgarafundur um umferðar- mál í Grafarvogi. nefndina úr Grafarvogi! í nefndina ar. Slíkt athæfi segir meira en mörg hafa alltaf verið skipaðir flokksgæð- orð. ingar úr öðrum hverfum borgarinn- Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðanamyndun og pólitísk dyslexía lendi“, en þar á hann við útlönd en ekki íslandi; best er að skamma út- lendinga og forðast bjálkann í eigin auga. Formaður flokks hans ræðir um skattlagningu ' hagnaðar og byggðakvóta þegar hann er spurður um stjórnun fiskveiða en forðast sjálft aðalvandamálið, úthlutun veiðiheimilda. Umhverfisráðherra telur ástand í sínum efnum vera mjög gott og telur þrásinnis upp ým- islegt því til stuðnings en sleppir, með smáundantekningu, stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu. - Framsóknarmenn vilja ekki hrófla við sauðfjárbeit nema með orðum. Forsætisráðherra viðurkennir ágreining um fiskveiðistjómun í flokki sínum en fagnar Vatneyrar- dómi númer tvö því hann standi til friðar en ekki ófriðar en minntist ekki á frið í eigin flokki. Eiginlega mátti reyndar sjá þetta allt saman fyrir. Ljótir andarungar Einn unginn i hreiðri andarinnar var stærri en hinir og leit öðru vísi út. Hann var þess vegna talinn ljótur og var bitinn og barinn, hrakinn og hæddur, bæði af öndunum og hænsnunum. Eftir miklar raunir varð hann stór og þegar hann horfði á spegilmynd sína í lygnri tjöminni sá hann sér til undrunar svan, glæsi- legasta fuglinn! „Ljótir andarungar“ hafa birst á öllum krossgötum í þróunarferli mannsins og siðmenningar hans og hafa breytt heimsmyndinni um leið og þeir hafa stuggað við mörgum og komið þeim illa. En þeir eru ekki all- ir jafnljótir, en æ, leyf mér að fá að vera í friði. Jónas Bjamason Eðlisfræðingurinn frægi S.W. Hawking ritaði í bók sina, Saga tím- ans, að honum hafi verið bent á, að fyrir hverja formúlu sem hann not- aði í bókinni, myndi sala hennar helmingast; hann notaði þó eina, jöfnu Einsteins. Stundum eru al- menn þjóðmál þannig vaxin að ekki er unnt að koma inntaki þeirra til skila án þess að nota margar tölur; um leið fækkar lesendum. Jakob Bjömsson skrifaði tvær stórar grein- ar með töflum um útblástur álvera; hversu margir skyldu hafa lesið þær og hversu stór hluti skilið þær? Kannski 1% af lesendum. Þegar fólk hnökuryrðist um flókin álitamál eru oftast notaðar stórar yfirlýsingar, sem augljóslega hafa orðið til í fávísum vopnasmiðjum pólitíkusa. Margir virðast vera haldnir þekkingar- ólæsi og frumleikafóbíu og forðast nýjar hugmyndir sem eru leiðinlegt áreiti, sem fylgir öllum breyting- um. Vald vanans Skólarnir eru að mestu ítroðsluverksmiðjur tiltekinnar þekkingar en jafnframt lausir við ögrandi og skapandi hugmyndasmíð. Best er að vagga sér sljólega i hinu viðtekna og forðast leiðindi. Þróunarkenningar Darwins varða veginn. Af og til verða breytingar í eig- inleikum og erfðum dýra og plantna, ef þær gera ein- staklinginn hæfari en aðra, lifir hann af og afkomendur hans eiga framtíðina; þannig hefur hin óendan- lega fegurð og margbreytni lífsins orðið til en einnig leiðinlegar flensuveirur sem birtast nýjar á hverju ári. Vísindamenn hafa nýlega hafið rannsóknir á atferli og viðgangi flók- inna mannlegra fyrirbæra eins og fyrirtækja og félaga í því skyni að fmna formúlur og forsendur fyrir þróun þeirra; efnahagslífið og stjórn- málin eru vissan hátt eins og fram- lenging á lífríkinu og hugmyndir lúta þróunarkenningunni á vissan hátt. Jönas Bjarnason efnaverkfræöingur „Þingmenn eru kosnir en um hœl fara þeir að verja völd sín og gjarna með því að bíta sig fasta í úreltum stefnumálum, best er að segja „rabb, rabb“ eins og hin- ar endumar. Engan Ijótan andarunga, takk!“ Lítilla sæva, svartra sanda Þingmenn eru kosnir en um hæl fara þeir að verja völd sín og gjama með því að bita sig fasta i úreltum stefnumálum, best er að segja „rabb, rabb“ eins og hinar endurnar. Engan ljótan andarunga, takk! Þingið er ekki klakstöð nýrra hugmynda. Vinstri „svartir" eru dýrkendur svartra sanda í íslenskri náttúru og ekki sér þess stað að þeir vilji beita sér fyrir endurheimt þess gróðurs sem farið hefur forgörðum vegna rányrkju, þeir eru hræddir við kjós- endur í dreifbýli. Hjörleifur Guttormsson minntist þó lauslega, innan um mikinn orða- flaum, á gróðureyðingu á „þurr- Meö og á móti r fjáröflun Háskóla íslands? Vaka leggur fram metnaðarfullar tillögur Röskva í fararbroddi j „Vaka vill leita jfiL allra leiða til þess 16 aö auka fjármagn Háskólans enda er sýnt að Háskólinn þarf meira fjármagn. Hús- næði skólans dugar hvergi nærri fyrir þann fjölda sem stundar nám við HÍ. Mikil sóknarfæri eru fyrir stúdenta í atvinnulífinu og Vaka er talsmaður þess að __________ auka tengsl Háskólans við at- vinnulífið. En það er okkar að sýna frum- kvæði og það hefur Vaka sýnt. Það þýðir ekki að halda að peningarnir komi hlaupandi til okkar. í vetur hef- Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Stúdentaráös- liöi Vöku ur starfað kraftmikil fjáröfl- unarnefnd á vegum Vöku og við höfum lagt fram metnað- arfullar tillögur í þessum málum. Röskva hefur verið í meiri- hluta í 10 ár. í 10 ár hefur lít- ið sem ekkert gerst í þessum málaflokki og litið frum- kvæði verið sýnt. Formaður atvinnumála- nefndar Stúdentaráðs og Röskvumaður hélt t.d engan fund allan síðasta vetur en hlutverk þessarar nefndar er aö leita leiða til að auka tengslin við atvinnulífið. Frumkvæði Röskvu er því takmark- að.“ „Eins og sjá má I í fundargerðum Stúdentaráðs síð- r astliðið starfsár, sem eru aðgengi- legar á heimasiðu ráðsins, hafa allar tillögur sem lagðar hafa verið fram um fjáröflun HÍ komið frá fulltrúum Röskvu. Spurningunni er því auðsvarað. Röskva hefur verið í fararbroddi í háskólasamfé- laginu í baráttunni fyrir Eiríkur Jónsson formaöur Stúdenta- ráös og oddviti Röskvu auknum fjárveitingum til HÍ, jafnt frá ríki sem atvinnulifi. Með skipulögð- um málflutningi hefur verið bent á hið mikla fjársvelti HÍ og herferðin gegn aðstöðuleysi vakti mikla athygli. Jafnframt hefur verið unnið markvisst að því að bæta tengsl HÍ og atvinnulífs, m.a. með formlegum samstarfsvett- vangi sem á að leiða til aukins fjárstreymis til HÍ, á forsend- mn Háskólans sjálfs. Síðast en ekki síst hefur Röskva átt frumkvæði að söfnunarátaki meðal fyrirtækja, samanber nýafstaðið tölvuátak sem skil- aði Háskólanum 50 milljónum í tölvubúnaði. Nú þegar slag- orðaflaumur kosningamánaðarins í Stúdentaráði hefst, hvet ég alla til að kynna sér fundargerðir ráðsins og mynda sér síðan skoðun á því hverjir hafa látið verkin tala.“ Þaö líður aö kosningum til Stúdentaráös Háskóla íslands. Fjáröflun Háskóla íslands hefur jafnan brunniö á fylkingunum tveimur, Röskvu og Vöku. Ummæli Styrkja þarf Alþingi „Það er mjög að- kallandi að styrkja þátt Alþingis í hinu þrískipta rikisvaldi en þingið hefur ekki í raun þá stöðu sem því er ætlað í stjómar- skrá. Ein ástæða þess hve veik staða Alþingis er gagnvart framkvæmdavaldinu er sú staðreynd að ráðherrar sitja á Alþingi í sjálfri lagasetningunni en flest frumvörp sem fá afgreiðslu í þinginu koma eins og kunnugt er úr herbúðum ríkisstjóm- arinnar...Lykilorð í umræðu um lýð- ræði er stjómfesta." Bryndís Hlööversdóttir alþingismaöur í Mbl. 14. janúar, Aölögun innflytjenda. Afskræming stjórnskipu- lagsins? „Mér finnst dóm- stólamir hafa leyft sér allt of mikið undanfar- in ár. Ég held að þeir séu þá drifnir áfram af ákveðnum fræði- kenningum í lögfræði, sem Sigurður Líndal hefur verið aðaltalsmaður fyrir, þar sem þeirri furðukenningu er haldið fram að dómstólar fari með löggjafar- vald sem þeir eigi að beita til mótvæg- is við löggjafann." Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaöur í viötali í Degi 13. janúar. Grjót í götu og ljón í vegi „Það þarf ekki að fara í grafgötur með það að fjölmiðill árs- ins 2000 var sjón- varpsstöðin Skjár einn. Og þetta getur maöur sagt án þess að hafa nokkum tímann séð útsendingar þessarar ugglaust ágætu stöðvar sem ná því miður ekki nógu langt norður og austur til þess að yfirritaður fái notið. En þar mun alls ekki við Skjá einn að sakast, því þar á bæ munu menn fullir vilja til að koma til mín sendingum sínum en þurfa að glíma við grjót í götu og ljón í vegi.“ Jóhannes Sigurjónsson í Degi 13. janúar. Leikreglur á DV Að gefhu tilefni vill DV ítreka, að höfundar aðsendra greina þurfa að sæta reglum blaðsins um efhislengd og skila- frest og geta ekki troðið sínum grein- um fram fyrir greinar annarra, sem áður hafa fengið ádrátt um birtingu. DV birtir ekki heldur greinar, sem hafa áður birzt annars staðar. -Ritstj. Á tólfta degijóla hann Jónas fœrði mér... 12 dómsúrskurði * 11 œsta lögmenn 10.000 týnd atkvœði * 9 dansandi lífgjafa 8 olíubora 7 tilgerðaleg bros 6 gaggandi mótmœlendur 5 Óþokka á leigu $ WtéítPA/vAN (P‘00'^e609'(ÐMGu3^G W'I-WUISUHE HKtPtNýERviCES 4 ár með mér 3 skattalœkkanir 2 dúfur til og aðstoð frá Dick Cheney Velferðarveiran Velmegunin tekur af mönnum raunsæi búmanns- ins. Menn fara að leggja minna á sig, ekki þörf í allri auðsældinni. Frekar að heimta stærri sneið af auð- sældarkökunni, hærri laun, meira frí. Meiri fría skóla göngu og samfélagsþjónustu meiri bætur. Þörfin og vilj inn til lífsbaráttu minnkar Velsældarborgurunum finnst „mannréttindi" að fá sem mest frítt, láta almenna sjóði borga. Hægdrepandi veira í Evrópusambandinu fjölgar stöðugt þeim sem þurfa „samfélags- þjónustu“, þeim sem ekki vinna eða eru á ellilaunum. Menn verða eldri og eldri og þurfa þjónustu lengur. Eftir 3 áratugi lítur út fyrir að fjöldi 65 ára og eldri verði meiri en þeirra vinnandi. Fáir leggja á sig að eignast mörg börn, Evrópuþjóðum fækkaði ef ekki væri innflutningur fólks. At- vinnulífið stendur verr undir skött- um og kvöðum. Færri og færri stofna til atvinnustarfsemi, menn hafa hvort sem er svo mikil „mann- réttindi". Atvinnuleysið er orðið ill- viðráðanlegt, „svarta" hagkerfið stærra og stærra. Velferðarkerfið er orðið hægdrepandi veira í heilu þjóðfélögunum. Eiga Islendingar að gera eins og nágrannalöndin? - Þegar Svíar sýkt- ust af velferðarveirunni voru þeir meðal ríkustu þjóða heims, atvinnu- leysi litiö, velmegun almenn. Árið 1960 var eyðsla sænska ríkisins til almannatrygginga aðeins 11% af landsframleiðslunni, árið 1989 var eyðslan komin upp í 36%. Árið 1998 var sænska ríkið farið að taka til sín meira en 6 af hverjum 10 krónum sem Svíar afla. Efnahagsvöxturinn varð sá minnsti í Evrópu, 1994 var hann kominn í núllið, minna en hjá sumum þróunarlöndum, og Svíar ekki lengur meðal ríkustu þjóða, 1997 voru þeir komnir í 15. sætið. Mörg helstu fyrirtæki þeirra flutt úr landi og sum þau sem eftir voru, til dæmis bílaverksmiðjunnar frægu, komnar í hendumar á erlendum fyr- irtækjum. En hvað þegar góðærinu lýkur? Evrópsk forsjárhyggja hentar ekki íslendingum. íslendingar eru komn- ir af sjálfsaflamönnum og frelsisleit- endum sem ekki vildu búa í Norður- Evrópu, við forsjárhyggjuna þar (upprunalega hjá Haraldi hárfagra Noregskonungi). Flestir íslendingar finna enn hjá sér hvöt til þess að bjarga sér af eigin rammleik, það er ekki enn búið að eyðileggja hana. Þeir myndu flestir sjálfir sjá um að tryggja sig fyrir veikindum og safna eignum til ellinnar ef þeir vissu að það væri á þeirra eigin ábyrgð. Þeir eru nokkuð hjálpsamir sem sést af því að góðgerðar- samtök sjá um margs kon- ar þjónustu hérlendis sem Friðrik er rekin með skattfé í Evr- Daníelsson ópu. Líklega yrði ein besta efnaverkfræöingur velferðarhjálp íslenska rik- isvaldsins að fólk fengi að gefa af frjálsum vilja fé til góðgerðar- starfsemi og fengi að draga það frá skattseðlinum að vissu marki. - Sjálfsbjörg, Fátæk böm á íslandi, Mæðra- styrksnefnd og öll hin góðu félögin nota mjúk mannúðleg handtök við sína viðskiptavini, ekki reglufjötra kerfisins. Þau eru sveigjanleg, vinna eftir efhum og aðstæðum. En hvað þegar góðærinu lýkur? Góðærin á Is- landi sveiflast harkalegar en annars staðar. Þegar núverandi góðæri lýk- ur verður erfitt að halda hinu „rétt- láta“ kerfi velferðarinnar gangandi. íslendingar telja sig vera bókaþjóð og það er hægt að lesa um það í gömlum bókum hvað þá gerist. - Menn þurfa ekki að alltaf að horfa til nágrannalandanna til þess að læra. Að eiga ekki fyrir útförinni Gísli Magnússon og Ingibjörg kona hans voru búmenn og eigna- fólk þegar þau tóku við Hólabiskups- stól 1755. En þá ríkti eitt versta kuldaskeið sem komið hefur í sögu landsins. Skatt- eða leigutekjur bikupsvaldsins innheimtust illa. Það var því erfitt að standa í skilum með kvaðirnar á Hólastól. Evrópuvaldið (danska konungsvaldið) sendi fjár- muni seint og illa til þegna sinna á íslandi. Það endaði með því að eignir bisk- upshjónanna voru teknar til þess að borga kvaðir og skyldur sem hvildu á valdastofnuninni á Hólum, eftir dauða Gísla. Ingibjörg dó í örbirgð og átti ekki fyrir útforinni. Ég óska landsmönnum velfarnaðar á ný- höfnu árþúsundi og íslenska ríkis- valdinu, að það hljóti ekki sömu ör- lög og valdsmenn Hólastóls. Friðrik Daníelsson „Þegar núverandi góðæri lýkur verður erfitt að halda hinu „réttláta“ kerfi velferðarinnar gangandi. íslending- ar telja sig vera bókaþjóð, og það er hœgt að lesa um það ígömlum bókum hvað þá gerist.“- Öryrkjar „freista gœf-f unnar“ hjá Tryggingastofnun rikisins á dögunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.