Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 67 DV Tilvera Afmælisbarn David Letterman 54 ára Hinn vinsæli spjallþáttastjórn- andi David Lett- erman verður fimmtíu og fjög- urra ára í dag. Lett- erman, sem hefur löngum verið tal- inn arftaki Johnny Carsons, er mikill háðfugl og hlífir ekki viðmælendum sínum. Letterman fæddist í Indiana- polis og á tvær systur. Hann hóf sjónvarpsferil sinn sem veðurskýr- andi. Þess má geta fyrir þá sem horfa á þátt Lettermans á Sýn að hann hefur aldrei verið með sama bindið í tveimur þáttum. Stjörnuspá Gildir fyrir föstudaginn 13. apríl og laugardaginn 14. apríl Vatnsberinn (20. ian.-rs. fehr.) Spá sunnudagsins: Þessi dagur verður sá besti í langan tíma nema þú takir ranga ákvörðun á lykilaugnabliki. Tombóluvinningur er í sjónmáli. Spá mánudagsins: Þú eyðir miklum tíma með fjöl- skyldunni og færð þann tíma margfalt borgaðan til baka í ást og umhyggju. Hrúturinn (?1. mars-19. apríh: Spa sunnudagsins: Einhver sem þú þekkir snýr baki við þér og þú verður fúll. Þú ætt- ir að vera heima og horfa á sjón- varpið. Spá mánudagsins: Þú ert eitthvað niðurdreginn þessa dagana. Þú ættir að hrista af þér slen- ið og reyna að horfa á björtu hliðarn- ar á tilvenumi. Þær eru til staðar. Tvíburarnir <21.. maí-21. iúníu Spa sunnudagsins: Hlutur, sem þú hélst að «// þú hefðir týnt, finnst og þú verður mjög ánægð- ur. Kvöldið verður ánægjulegt. Happalitur þinn er grænn. Spá mánudagsins: Þú ert búinn að eiga í illdeilum síð- astliðna daga við vini þína en núna eru bjartari dagar framundan í vinahópnum. Helgin lofar góðu. Liónið (23. iúlí- 22. áeústl: Spá sunnudagsins: ' Litir verða aðalumræðu- efnið í kunningjahóp þínum í dag, smárifiildi skýtur upp kollinum. Annars verð- ur dagurinn mjög venjulegur. Spá mánudagsins: Einhver spenna liggur í loftinu. Þú verður fyrir óvæntu happi í fjármál- um og allt virðist ganga upp hjá þér. Happatölur þínar eru 4, 9 og 18. Vogln (23. sept.-23. okt.l: Spá sunnudagsins: Kringumstæðurnar eru dálítið snúnar og þú veist ekki hvemig þú átt að snúa þér í ákveðnu máli. Ekki vera svartsýnn. RMBM Það er ekki sama hvað þú segir eða gerir í dag því það er fylgst með þér. Kvöldið verður skemmti- legt í góðra vina hópi. Bogamaður (22. nðv-21. des.i: rÞér hættir til að vera dálítiö öfgafuUur og of V fljótur að dæma aði a. Þú þarft að temja þér meiri stiU- ingu á öllum sviðum. Spá mánudagsins: Reyndu að skilja aðalatriðin frá aukaatriðunum. Gættu þess aö hafa ekki of mikiö að gera. Happatölur þínar em 4, 29 og 45. Fiskarnir (19. febr.-20. marsi: Spa sunnudagsins: 'Einhver þér nátengdur á í vanda sem ekki sýnist auðvelt að ráða fram úr. Að athuguðu máli er til auðveld lausn. Spá manudagsins: Það hefur verið mikið að gera hjá þér undanfama daga og nú átt þú skilið góða hvíld. Kvöldið verður ánægjulegt og eftirminnilegt. Nautið (20. april-20. maí.l: Spá sunnudagsins: Láttu ekki glepjast af gylhboði sem þú færð. Samkeppnin er hörð í kringum þig og þér hleypur kapp í kinn. Happatölur þínar eru 7, 9 og 36. pa mánudagsms: Ekki er ólíklegt að gamlir vinir líti í heimsókn næstu daga og þið rifjið upp gamlar stundir. Ástarlífið blómstrar og kvöldið lofar góðu. Krabbinn (22. iúní-22. iúiii: Spá sunnudagsíns: (Þú nærð frábærum ár- angri í máli sem þú vænt- ir einskis af. Breytingar eru fram undan á heimilinu. Aldraður ættingi gleðst við að sjá þig. Spa manudagsins: Það virðast allir vera tilbúnir að aðstoða þig þessa dagana og þú skalt ekki vera feiminn við að þiggja þá aðstoð. Farðu þó varlega því ekki er allt sem sýnist. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Spá sunnudagsins: Dagurinn í dag verður ►leiðinlegur og ekkei-t merldlegt gerist en í kvöld verður smáupplyfting til þess að þú kætist. Spá mánudagsins: Lifið virðist brosa við þér þessa dagana og um að gera að njóta þess. Viðskiptin ganga afar vel og nú er rétti tlminn til að fjárfesta. Sporðdreki (24. nkt.-21. nóv.i: Spá sunnudagsins: Þú ert að undirbúa ferð (•en eitthvað gerist og ferð- in dregst á langinn. Und- ir lok dagsins verður allt í lagi meö málið og rólegt kvöld fram undan. Spa manudagsins: Fólk litur mikið upp til þín um þessar mundir og treystir á þig í forystuhlutverkið. Láttu þetta þó ekki stiga þér til höfuðs. Steingeltin (22. des.-19. ian.i: Spá sunnudagsins: Margt hefur setið á hak- anum hjá þér og þú ætt- ir að fá einhvem til að kippa þvi í liðinn. Minni háttar vandamál eyðileggur kvöldið. Spá manudagsins: Ástarlífið blómstrar um þessar mundir. Kvöldið verður fjörugt og þú verður hrókur aHs fagnaðar. Happatölur þínar era 7, 9 og 23. DV-MYND GS Mannfræðinemar á heimleiö Mannfræðinemarnir Eyrún Eyþórsdóttir, Þóröur Sigurðsson, Helga Dís Sigurð- ardóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson á flugvell.inum í Kulusuk. íslenskir mannfræðinemar á Grænlandi: Æðislega gaman hérna - en gott að komast heim 1 sturtu DV. KULUSUK:_________________________ Á flugvellinum í Kulusuk á Aust- ur-Grænlandi rakst DV á hóp mann- fræðinema frá íslandi sem var á heimleið eftir vikulanga rannsókn- arferð þar sem innfæddir voru heimsóttir og lifnaðarhættir þeirra skoðaðir. „Við erum í mannfræðinámi i Há- skólanum og komum til Grænlands í rannsóknarferð sem er þáttur í náminu. Það býr hérna íslenskur mannfræðingur sem var að gera mastersritgerð, hann heitir Jóhann Brandsson og við vorum á hans veg- um hérna. Hann tekur mannfræði- nema einu sinni á ári í vettvangs- ferð hingað til Kulusuk,“ segja þau. Hópurinn tók þátt í lífi íbúanna með því að ferðast með þeim á hundasleðum og byggja með þeim snjóhús og fleira auk þess sem skól- inn á staðnum var heimsóttur og skólastarfið skoðað. Félagsleg staða Grænlendinga var skoðuð með til- liti til búsetu en líkt og sums staðar er litið niður á þá sem búa afskekkt flarri höfuðborginni. „Þetta er búið að vera æðislega skemmtilegt, það er mikill munur á þessu hér og heima á íslandi. Hér er tH dæmis ekki hægt að sturta niður úr klósettunum, enda bara kamrar hér. Við spiluðum „póker-olsen ol- sen“ við ibúana sem er spil með afar flóknum reglum þar sem spilað er upp á peninga. Það er ekkert hægt að líkja þessum löndum sam- an. Það eru mjög fáir sem vinna héma, flestir eru á styrk frá hinu opinbera. Þetta er 350 manna bær með um 50 stöðugUdi. Af þessum fjölda eru 63 nemendur í skólanum hérna og svo eru eitt þúsund hund- ar i plássinu," segja þau og hlakka til að komast heim og fara í sturtu eftir dvölina á Grænlandi. -GS Grafarvogskirkja á föstudaginn langa: Leikarar lesa Passíusálmana Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar verða fluttir í heHd sinni í DV-MYND HARI Á æfingu í Grafarvogskirkju Helga Bachmann er meðal leikar- anna sem lesa Passíusálmana á morgun, föstudaginn tanga. Grafarvogskirkju á fóstudaginn langa. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til flutnings af þessu tagi í Graf- arvogskirkju og að sögn sr. Sigurð- ar Arnarsonar, sem hefur umsjón með lestrinum, hefst lesturinn kl. 13 og er áætlað að honum ljúki kl. 18.30. Fimmtán leikarar skipta lestr- inum á mHli sín en þeir eru Gunn- ar Eyjólfsson, Jón Símon Gunnars- son, Pálmi Gestsson, Þóra Friðriks- dóttir, Guðrún Stephensen, Bryndís Pétursdóttir, Baldvin HaUdórsson, Helga Bachmann, Kjartan Guðjóns- son, Sigurður Skúlason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Halla Margrét Jó- hannesdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson leiklistar- nemi. Fólki er frjálst að koma tU kirkj- unnar hvenær sem er dagsins og njóta sálmanna. Umsjón með tónlist hefur Hörður Bragason organisti. Tónleikar Schola cantorum: Endurreisn í Hallgrímskirkju Kammerkórinn Schola cantorum heldur tónleika í Hallgrímskirkju á fostudaginn langa, 13. apríl. Á tón- leikunum verða meðal annars flutt verk eftir norska tónskáldið Knut Nystedt og ítalska endurreisnartón- skáldið Carlo Gesualdo. Gesualdo þykir einn af stórbrotnustu til- raunamönnum í sígildri tónlist. Frægð hans byggist þó ekki aðeins á leikni hans með tónmálið heldur því að árið 1590 myrti hann eigin- konu sína og elskhuga hennar og hlaut enga refsingu fyrir þótt hann gengist fúslega við verknaðinum. Tæplega hefur þó orðstír hans sem tónskáld forðað honum frá refsingu, líklegri skýring er að hann var að- alsmaður, prins af Venosa, og því yfir slík óþægindi hafinn. Stofnandi og stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson og kórfélagar eru tuttugu. Kórinn hefur starfað síðan 1996 og hlotið mikið lof fyrir Uutning á endurreisnar- og barokktónlist, sem og tónlist 20. ald- ar þar sem helst hefur verið lögð áhersla á íslensk tónskáld. Tónleik- arnir hefjast kl. 21. Ball í eftir Maju Árdal Frumsýning Uppselt 2. sýning fimmtud. 12. apríl kl. 20:00 Næstu sýningardagar laugardagur 14. apríl kl. 20:00 Annar í páskum kl. 20:00 Leikstjóri Maja Árdal Þýðing Valgeir Skagfjörð, Leikmynd og búningar Helga Rún Pálsdóttir, Ljósahönnun Alfreð Sturla Böðvarsson, Tónlistarstjórn Valgeir Skagfjörð, Dansar: Jóhann Gunnar Arnarsson. Leikarar: Hinrik Hoe Haraldsson, Saga Jónsdóttir, Sigríður E. Friðriksdóttir, Skúli Gautason, Þóranna K. Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann Dansarar: Aron Bergmann Magnússon, Friðgeir Valdimarsson, Guðjón Tryggvason, Hilmar Már Hálfdánarson, Ýr Helgadóttir, Katrin Rut Bessadóttir, Rakel Þorleifsdóttir, Sigursveinn ÞórÁrnason, Þórdis Steinarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir Á Akureyri og á leikferð Srtiglaveislan eftir: Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Sýningar í Iðnó k LiLikJ IaJLaI Oiijiiii i ííIliu firimitij Bt fii j W WjMBúiil ~ »■<; ! s aiil’ajTi' Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.