Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2001, Blaðsíða 4
A ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2001 x>v Fréttir Riðuveiki í Hrunamannahreppi kemur Kjötmjölsverksmiðjunni í vanda: Kúasjúkdómar í Evrópu að knésetja reksturinn - segir Torfi Áskelsson, framleiðslustjóri verksmiðjunnar DV-MYND NH Verksmiöja á vonarvöl Nú safnast fyrir birgöir af kjötmjöli viö verksmiöjuvegg kjötmjölsverksmiöjunnar. Óvíst er um afdrif framleiöslunnar og verksmiöjunnar. „Þegar viö settum verksmiðjuna af stað síðastliðið haust voru allir markaðir opnir og staðan var sú að allt leit vel út með sölu afurða henn- ar, síðan hefur hver brotsjórinn rekið annan í rekstrinum. Kúariðan fór verulega illa með okkur í haust, allir markaðir slaglokuðust á með- an sú umræða gekk yfir. Þegar virt- ist vera að rofa til í rekstrinum eft- ir þær hremmingar og farið var að gefa því undir fótinn að hægt yrði að fara að senda kjötmjöl út til Dan- merkur, þá kom gin- og klaufaveik- in upp og með henni stoppaði allur flutningur á dýraafuröum á milli landa. Okkar afurðir lentu í því banni og staða okkar er sú að við höfum ekki selt gramm af okkar framleiðslu út úr landinu frá því um miðjan desember," sagði Torfi Áskelsson, framleiðslustjóri Kjöt- mjölsverksmiðjunnar í Hraungerð- ishreppi, við DV. Framleiðslan safnast upp Öll framleiðsla verksmiðjunnar hefur safnast upp frá því markaðir lokuðust í haust og að sögn Torfa eru á milli 200 og 300 tonn af afurð- um í gámum við verksmiðjuna sem ekkert bólar á að komist á markaði í bráð. Enn eitt áfall fyrir rekstur verksmiðjunnar dundi yfir nú fyrir helgi þegar staðfest var riðutilfelli á bæ í Hrunamannahrepp. Teklð fyrir í ríkisstjórn Staða kjötmjölsverksmiðjunnar verður rædd á fundi ríkisstjómar- innar í vikunni, eins og staðan er í dag segir Torfi að ljóst sé að til að- gerða verður að grípa til bjargar. „Við höfum loforð frá ríkistjórninni um að við fengjum einhverja aðstoð ef allt færi á versta veg, nú reynir á hvað þeir vilja gera fyrir okkur. Við bíðum eftir að sjá hvað skeöur. Það er verið að tala um að breyta verk- smiðjunni í eyðingarverksmiðju sem þýðir þá að allt verði tekið inn í hana, fram að þessu hefur ekki verið tekið af sýktum skepnum og svæðum eða af riðusvæðum. Ef þetta verður ofan á þá er lokað fyr- ir að við getum selt framleiðslu verksmiðjunnar sem þá þýðir að- eins það að ríkið verður að reka hana ef tekjugrunninum verður kippt undan henni.“ Gerð að eyðingarstöð Torfl segir að veröi farið út í að gera verksmiöjuna að eyðingarstöð fyrir úrgang sé upphaflegum mark- miðum hent fyrir borð. „Við höfum með ströngum reglum gert fram- leiðslu okkar verðmætari. Sá aðili sem kaupir af okkur í Danmörku selur eingöngu til framleiðenda gæludýrafóðurs. Það að varan hefur verið seld með þeim gæðastimpli sem við höfum á okkar vöru og að hún er frá íslandi hefur gert það að verkum að við höfum fengið mjög gott verð fyrir hana. Það hafa kom- ið upp raddir um að nota mjölið í áburð en dýralæknar vilja að verk- smiðjan verði notuð til eyðingar. Þeir vilja ekki að framleiðslan fari í áburð inn á misfjárheldar girðingar og taka með því áhættu á einhverju sem menn þekkja ekki. En verði það ofan á er það mjög sorglegt því að í upphafi átti verksmiðjan að verða sjálfbær og standa undir rekstri sín- um með sölu afurða. Það hefði þá verið hægt að setja upp stóran eyð- ingarofn í upphafl frekar en að byggja fullkomna verksmiðju til aö eyða sláturúrganginum,“ sagði Torfi Áskelsson. -NH Eftirsótt á markaði - sagði stjórnarformaður í nóvember í nóvember sl. sagði Þorvarður Hjaltason, stjómarformaður Kjöt- mjöls ehf. í samtali við DV, aö flest byrjunarvandamál hefðu veriö yf- irstigin og að verksmiðjan gæti notað allt sem til félli í sláturhús- um og ekki væri nýtt. Þorvarður sagði einnig að nær allt mjöl sem framleitt var í sláturtíðinni hefði verið selt til Danmerkur þar sem það var notað í gæludýrafóður. Fyrst og fremst hefði verið um lambamjöl að ræða en það var nokkuð eftirsótt á þeim markaði. í janúar sendu Neytendasamtök- in frá sér áskorun um að loka ætti kjötmjölsverksmiðjunni í Hraun- gerðishreppi. Davið Egilsson, framkvæmdastjóri Hollustuvernd- ar, sagði af því tilefni að hann teldi ekki að loka þyrfti verksmiðj- unni vegna kúariðuumræðunnar. Hann taldi að verksmiðjan væri veruleg umhverfisbót og gerði það að verkum að urðun sláturúr- gangs hefði verið hætt. -ÓS Kjötmjöl notað við svínaeldi • ckki aikiK.-ó.i lll uú luka. wgir fr.imkv.i'nxliiiajijri Hutiuolu\crnilur riki>iiu ug lulur VJii(mJÖI»>vrk*mlðju iiiiihvvrfinlMil ■adn*' Veðríð í kvöld Skúrir sunnanlands í dag og kvöld er gert ráð fyrir fremur hægri norðlægri og síöan breytilegri átt en norövestan 8-13 m/s viö austurströndina. Víða verður léttskýjað en sums staöar skúrir sunnanlands. Hiti veröur á bilinu 0 til 8 stig en vægt frost noröaustan- og austanlands. Sólargangur og sjávarföll Sólariag í kvöld REYKJAVÍK 21.08 AKUREYRI 20.57 Sólarupprás á morgun 05 .45 5.35 Sí&degisfló& 12.58 17.31 Árdegisflóö á morgun 01.48 6.33 Skýrlngar á ve&urtáknum J^-VINDÁTr *—HiTI -10! ^VINDSTYRKUR i metrum á Mkúndu ^FROST HEIDSKÍRT O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAO w/ W © RIGNING SKIIRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q U + = ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR Veörið lék viö landsmenn um páskana en þokuslæöingur geröi vart við sig í höfuöborginni. Þoka veröur til þegar rakt loft þéttist viö jörð og smáir skýjadropar svífa án þess að mynda úrkomu. Þoka verður oft til í dældum þegar rakt, kyrrt loft kólnar á kvöldiin en hún hverfur með morgunsól. Veðrið á morgun Hægviðri Veðurstofan gerir ráö fyrir hægyiöri á morgun. Víða veröur léttskýjað en dálítil súld við suðvesturströndina. Hiti verður á bilinu O til 8 stig að deginum, mildast sunnanlands. Miövikud m Fimmtud Vindur: 8-13 nv'* > Hiti 0° til 8° Vindur: ~x--v 8—13 ,n/. ' Hiti 0° til 8° Fóstudagu Vindun 8-13 > Hiti 2° til 8° ‘,v Hægvl&ri ver&ur víöast hvar en dálítll súld vi& su&vesturströndlna. Léttskýjab verftur nor&an og austan tll. Á fimmtudag er áfram gert rá& fyrlr hægvl&rl og ví&a ver&ur léttskýjaft á nor&ur- og austurlandi. Mlldast sunnanlands. * Vindur snýst I su&austan og ví&a ver&ur rlgnlng en úrkomulitiö nor&anlands. Féll í jökulsprungu: Björgunarsveit- armanni bjargað Hafnfirskur björgunarsveitar- maður slasaðist á æfingu í Svína- fellsjökli á laugardagsmorguninn. Maðurinn var á æfingu með björg- unarsveit sinni er hann féll ofan í sprungu í jöklinum. Björgunarsveit- ir frá Höfn og úr Öræfasveit komu manninum til bjargar. SjúkrabOl- inn frá Höfn flutti manninn til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar á Höfn var maðurinn handleggs- brotinn og hafði hlotið fleiri meiðsl en var ekki talinn í lifshættu. -SMK Hornstrandir: Umferðareftirlit á Drangajökli Lögreglan á ísafirði sendi mann frá sér ásamt sjúkraflutningsmanni í umferðareftirlit á jeppa upp á Drangajökul á Hornströndum á páskadag. Þeir stöðvuðu um 60 bíla á jöklinum og fylgdust sérstaklega með ölvunarakstri. Enginn var grunaður um ölvun við akstur og voru langflestir með beltin spennt. Þótti lögreglumönnum það þó skjóta skökku við að margir vélsleðamenn létu það undir höfuð leggjast að setja upp öryggishjálm. Um helgar í apríl og maí geta verið á milli 200 og 300 manns á ferð í einu um jökulinn og nágrenni, flestir vélsleðamenn. Lögreglan hyggst halda áfram eft- irlitsstarfi sínu á jöklinum. -SMK Páskahelgin: Skíðafólk leit- aði út á land Skíðaáhugamenn af höfuðborg- arsvæðinu leituðu út á land tU þess að komast á skíði um páska- helgina enda var lokað í BláfjöU- um vegna votviðris. Metaðsókn snjóbretta- og skíðafólks var í HlíðarfjaUi við Akureyri um pásk- ana og léku veðurguðirnir viö hvem sinn fingur þar. Fjöldi fólks kom á Sauðárkrók tU þess aö fara á skíði og er talið að á miUi 2000 og 3000 manns hafi verið í brekkun- um þar um hátíðisdagana. Sömu sögu er að segja um Seyðisfjörð sem og Tungudal, skíðasvæði ís- firðinga, en á báðum stöðum var óvenju margt skíöafólk um helg- ina. Hlýindi voru á Húsavík og var færið þar ekkert sérstaklega gott en þó lét hvorki heimafólk né að- komumenn það á sig fá og skeUtu margir sér á skíðin. -SMK Veðriö AKUREYRI alskýjaö 5 BERGSSTAÐIR úrkoma 5 BOLUNGARVÍK slydda 2 EGILSSTAÐIR 4 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 7 KEFLAVÍK skúrir 6 RAUFARHÖFN slydda -1 REYKJAVÍK rigning 5 STÓRHÖFÐI súld 4 BERGEN skýjaö 6 HELSINKI hálfskýjaö 4 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 8 ÓSLÓ skýjaö 8 STOKKHÓLMUR 7 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR snjóél 3 ALGARVE skýjaö 20 AMSTERDAM úrkoma 9 BARCELONA mistur 17 BERLÍN rigning 7 CHICAGO léttskýjaö -1 DUBLIN skýjaö 8 HALIFAX léttskýjaö 3 FRANKFURT skúrir 9 HAMBORG rigning 6 JAN MAYEN skafrenningur -10 LONDON skýjaö 10 LÚXEMBORG skýjað 8 MALL0RCA hálfskýjaö 19 MONTREAL heiöskfrt 2 NARSSARSSUAQ skýjaö 1 NEWYORK alskýjaö 9 ORLANDO heiöskírt 20 PARÍS skýjaö 10 VÍN skýjaö 11 WASHINGTON skýjað 11 WINNIPEG -5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.