Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2001, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2001 r>v Fréttir Yfirdýralæknir ítrekar strangar varúðarreglur: Fimm daga snertibann vegna gin- og klaufaveiki - hefur lítil áhrif á okkur, segir Einar 0der Magnússon tamningamaður A „ A A A A A A A A ,.n A , Gítarinn ehf.v Kassagítarar SÍIUÍ SSOTSftkt. frá 7.900 kr. ól og snúra. Aður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. Hrossatamningar íslenskir tamningamenn teija strangar reglur vegna gin- og klaufaveiki plaga þá lítiö enn sem komiö er. Orugg sameining Hér má sjá hluta af starfsfólki hinnar sameinuðu Öryggismiöstöðvar. Fyrirtækin Öryggismiðstöð ís- lands hf., Vöru- tækni ehf. og Eld- verk ehf. hafa sameinast undir nafninu Öryggis- miðstöð íslands hf.. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Bergsteinn R. ísleifsson. Starfsmenn hinnar sam- einuðu Öryggismiðstöðvar íslands eru um 80 talsins og gera rekstrar- áætlanir ráð fyrir að velta þess verði 650 milljónir á þessu ári. Eftir sameininguna er Öryggismiðstöð ís- lands því orðið annað af tveimur langstærstu fyrirtækjum landsins á sviði öryggismála. Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir setti nýverið auglýsing í Eiðfaxa með áréttingum á banni við innflutningi reiðtygja og tilmælum til fólks um aö forðast snertingu við dýr hér á landi í fimm daga eftir að komið er erlendis frá. Hann segir ástæðu til að ítreka viðvaranir um ferðalög tamningamanna og hestamanna sem ferð- ast til og frá íslandi vegna gin- og klaufaveikifarald- ursins í Evrópu. í auglýsingunni er árétt- að að bannaður er með öllu innflutningur á not- uðum reiðtygjum, þ.m.t. kömbum, pískum, ábreið- um og dýnum. í öðru lagi segir í auglýsingunni að reiðfatnaður skuli þveginn eða hreinsaður í efnalaug áður en komið er með hann til landsins. Sama gildir um annan fatnað. 1 þriðja lagi að notuð reið- stígvél og skór skuli sótthreinsa við komuna til landsins hafi það ekki verið gert áður. Bent er á að aðstaða til sótthreinsunar sé á Keflavíkur- flugvelli. í niðurlagi auglýsingar yfirdýra- læknis segir orðrétt: „Allir þeir sem farið hafa um landbúnaðar- svæði í Bretlandi og öðr- um löndum þar sem gin- og klaufaveiki hefur kom- ið upp skulu auk þess forðast snertingu við dýr hér á landi I að minnsta kosti fimm daga eftir heimkomuna." Einar 0der Magnús- son, tamningamaður á Selfossi, segir að enn sem komið er hafi þessar ströngu reglur ekki haft áhrif á starfsemi hans. Sjálfur vinnur hann tals- vert við tamningar og kennslu úti í Evrópu og er á næstunni á leið til Austurríkis af þeim sök- um. „Auðvitað veldur þetta einhverjum vand- ræðum,“ sagði Einar en nefnir jafnframt að tamn- ingamenn og aðrir sem stunda þessa iðju hafi alltaf viðhaft strangt hreinlæti. Þessar reglur komi því ekki svo mikið við þá. Það væri þá kannski helst þetta fimm daga snertibann við dýr sem væri nýtt fyrir þeim. „Ég held að hættan sé einna mest varðandi óvitagang hjá Halldór Einar 0der Runólfsson. Magnússon. fólki sem kemur hingað gagngert í hestaferðir." Einar reiknaði með að hitta dýra- lækni á landamærum Austurríkis og Sviss þegar hann fer þangað að kenna. Þar væru menn mjög á varð- bergi gagnvart gin- og klaufaveiki. „Dýralæknirinn hefur sagt mér að þeir væru með plan tilbúið ef eitt- hvað kæmi upp á. Þá verður lokað á öllum landamærum og farbann sett á milli bæja.“ Einar sagðist þó ekki búast við að lokað yrði á ferðir ís- lenskra tamningamanna en sjálfur hefur hann mest verið að kenna á Noröurlöndunum, auk Sviss og Austurríki. Hann sagðist ekkert hafa verið á þeim svæðum sem gin- og klaufaveiki hefur komið upp á. Á haustin hafi hann áður verið í Bret- landi en þangað fari hann ekki nú í haust. -HKr. Fram undan er mjög líflegur tími brúðkaupa °g af því tilefni mun sérblað fylgja DVá morgun, miðvikudaginn 18. apríl. Fjallað verður um um tísku í vali brúðarkjóla og fylgihluta, undirföt, hár og förðun, blóm, boðskort, ljósmyndun, brúðkaupsferðir, veislusali, mat og kökur o.m.fl. Tekinn í land Þaö þurfti stóran krana til aö hífa netabátinn Sigurbjörgu SH 48 úr höfninni í Kópavogi gær. Báturinn vegur rúm 30 tonn og stendur nú á bryggjunni þar sem hann veröur botnhreinsaður og málaöur. Reiknaö er meö aö hann veröi settur á flot aftur I dag. Hvatningarverð- laun Rannís Ólafur Ragnar Grímsson veitti í vikunni Hvatningarverðlaun Rannís árið 2001 og hlut tveir vís- indamenn verðlaunin að þessu sinni. Þetta eru þeir Magnús Már Halldórsson tölvunarfræðingur og Orri Vésteinsson, sagn- og fornleifa- fræðingur. Dómnefnd treysti sér ekki til að gera upp á milli þeirra Óiafur Ragnar Gríms- Magnúsar son afhendir þeim Orra og Orra en og Magnúsi hvatning- valiö var úr hópi ungra vísindamanna, bæði í hug- og raunvísindum. Verðlauna- hafar fá eina milljón króna. Orri hefur unnið samhliöa doktorsnámi að stofnun Fornleifastofnunar ís- lands. Magnús hefur hins vegar einkum stundað rannsóknir í fræði- legri tölvunarfræði, mest í sam- bandi við netfræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.