Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 Helgarblað Evróvisjónfíklar tjá sig á Netinu Hvenær ætla íslend- ingar að senda Björk? Þegar leitaö er á Netinu að ein- hveiju sem tengist Evróvisjón- söngvakeppninni koma fram úr fylgsnum sínum eldheitir Evróvisjón- aðdáendur, sem kalla sig Euro-maniacs og lýsa „Ógleymanlegum maínóttum" við það að horfa á keppnina með skjálf- andi sæluhrolli. Þeir segja frá sjálfum sér - og þá fáum við að vita hvort þeir hafa verið aðdáendur keppninnar frá barnsaldri, ellegar ánetjuðust bara ný- lega. Allir nefna svo uppáhaldslögin sin og sumir halda líka að jafnaði með ákveðnum þjóðlöndum. Þannig rakst ég á marga sem nefna lagið Minn hinsti dans með „Paul Oscar" sem einhverja mestu Evró- visjónsnilld allra tíma. (Hér skal nefnt að bara er tekið mark á útlendingum sem senda inn álit sitt, við vitum hvað íslendingar eru miklar þjóðrembur). - Sumir aðdáendumir segja „of course Paul Oscar“, eins og varla þuríi að taka það fram og einn vinveittur segir inn- fiálgur og beinir máli sinu til íslend- inga: „Ef ykkur hefði verið leyft að syngja á ensku þegar Paul Oscar keppti þá hefðuð þið áreiðanlega sigraö!" Annar segir: Hvenær ætlið þið að senda Björk, GusGus eða Sigur Rós? Sweet Selma Anthony Bleasdale býr í Bretlandi. og segist iðka það að horfa á keppnina rétt eins og aðrir iðka trúarbrögð. Hann tekur keppnina upp á mynd- band á hverju ári og spilar hana stanslaust næstu mánuði. Hann held- ur með Póllandi, íslandi og Bosníu. Hann segir að lög þeirra séu einfald- lega best. Fleiri halda sérstaklega upp á ísland. Philippe Largillére er Frakki kominn yfir þrítugt, hann hefur lengi fylgst með keppninni og raðar sér til skemmtunar upp bestu lögum allra tíma. Númer eitt er Eitt lag enn - ís- land 1990. Númer tvö er svo fmnska lagið Elaköön Elama frá 1985. Því muna væntanlega allir eftir. Jesús frá Andalúsíu og sjö ára stúlka frá Finnlandi eru sammála um að Nætur meö Siggu sé með betri lög- um keppninnar. Þau taka fram það sem margir íslandsaðdáendur gera - „Oft eru það lögin sem komast ekki einu sinni á topp tíu sem eru best,“ því til sönnunar nefna tveir aðdáend- ur lagið Þá veistu svarið, sungið af Ingibjörgu Stefánsdóttur, sem íslend- ingar eru meira að segja sjálfir búnir að gleyma. Selma Björnsdóttir er sérstakt uppáhald margra, eins og gefur að skilja þar sem hún hefur náð besta ár- angri íslenskra keppenda fram að þessu. Sumum aðdáendum Selmu er eiginlega orða vant: „Sweet, sweet Selma...“ segir einn og maður heyrir hann næstum dæsa af hrifningu. Ef illa fer í kvöld, þá skora ég á sára íslendinga að pikka Eurovision á leitarvél inni á Netinu og skoða sig um. Það kitlar svolítið þjóðrembuna að vita að mörgum finnst við æðisleg þrátt fyrir allt. -þhs Páll Óskar Nýtur gríðarlegra vinsælda meöal Evrófíkla á Netinu. Inga Evrófíklar muna vel eftir henni. Sigga og Grétar Philippe Largillére segir aö Eitt lag enn sé besta Evróvisjónlag frá upphafi. Hallgrímur Helgason Hugmynd handa Sollu AKii Þetta er síðasta grein fyrir sumarfrí og mig langar til að enda þetta á ljúfúm nótum. Mig langar til að gauka lítilli hugmynd að Ingibjörgu Sólrúnu. Þannig er mál með vexti að ég bý nærri Skúlagötuströnd og finnst hún einn skemmtilegasti staðurinn i borg- inni okkar. Göngustígurinn með fram vamargarðinum er vinsæll meðal borg- arbúa enda einstaklega skemmtilegt að ganga með fram sjónum á stilltum kvöldum, fjallasýn falleg og hafið ró- andi: Þama er gott að fá hugmyndir. Og eitt kvöldið fékk ég þessa. Það eina sem þetta svæði skortir er staður þar sem hægt er að setjast niður í næði og njóta útsýnisins. Líklega verður það að vera innandyra. Veðrið er jú ekki alltaf upp á það besta og Sæbrautin fullhávaðasöm. Sólfarið er mjög vinsæll viðkomu- staður, einkum hjá erlendum ferða- mönnum, og með því að staðsetja lítið kaffihús nálægt því yrði staðurinn enn fýsilegri til staldurs. Auðvelt yrði að renna sér inn á stæði nálægt því og taka sér smá pásu frá borgarbrjálæð- inu. Þetta yrði eins konar „Aktu og taktu þér pásu“. Kaffihúsið ber nafnið „Skel“ og minnir að nokkm leyti á lögun hennar. Matseðillinn gæti síðan tekið mið af ijg Hallgrímur Helgason skrífar því. Kaffihús með léttum sjávarréttum. Þykkur steinveggur snýr út að Sæ- braut og skýlir fyrir bílaumferð og hljóðmengun. Glerhýsið væri síðan létt smíð, andstæða við steypuvegginn, og mætti opna efri hluta þess á sólardög- um, til að hleypa sólinni inn, en neðri hluti glerhýsisins, sá er snýr út að sjón- um, myndaði þá skjól (eða ,,Skel“) fyr- ir norðanáttinni sem alltaf blæs á sól- ardögum i Reykjavík. Þannig fengjum við skjól en án þess að missa útsýnið. Á kvöldin yrði skálinn fallega upplýst vin á eyðilegri strandlengjunni. Þetta yrði skemmtileg viðbót við skemmtilegt svæði. Nú fara arkitektar sjálfsagt hjá sér að sjá þessa viðvaningslegu teikningu mína, gerða á 17 mínútum en hugmynd er til alls fyrst. Ég vona bara að Solla taki þessari uppástungu með opnum huga. Ég hef áður viðrað þá skoðun mina að hver borgarstjóri verði að eiga sín gæluverkefni og ég tel að þetta sé hæfilega lítið og sætt sem slikt. Enginn þarf að fara á hausinn vegna þess. En hins vegar eru það svona hlutir sem gera borg að borg. Gleöilegt sumar og sjáumst í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.