Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 I>V Helgarblað Jvv ■ . DV-MYNDIR: BRINK Félagsmálakonan Konur eru yfirleitt ákveðnar og fylgnar sér í þeim málum sem þær taka að sér. Öll félög hljóta að hafa hag aö því að fá slíkt fólk til starfa. um okkar, Samkór Svarfdæla, og oftar en ekki setið þar í stjórn." Hjúkrunarfræðingur með 30 kýr Bærinn Melar þar sem Svana og eiginmaður hennar, Arngrímur Baldursson, búa er fyrir miðjum Svarfaðardal. Þau hafa á undanfom- um árum staðið að miklli uppbygg- ingu á Melum og reistu þar fyrir þremur árum tæknilega fullkomið legubásafjós. Fjósið tekur 40 kýr en ekki nema þrjátiu eru þar í dag. Segir Svana þau hjónin ekki treysta sér í kaup á auknum framleiðslu- rétti eins og þau þyrftu þó vissulega en telja sig ekki hafa svigrúm þegar lítrinn af mjólkurkvóta er seldur á 230 kr. „Afkoma bænda er miklu betri nú en var áður en ég óttast að sá bati sé ekki til frambúðar. Kvóta- verðið er ekki raunhæft og rétt er að hafa í huga að fjárfestingin er ekki i neinu nema huglægum verð- mætum. Þetta kerfi hlýtur á endan- um að hrynja rétt eins og hluta- bréfamarkaðurinn. Landbúnaður sendur ekki undir himinháum fjár- festingum í kvóta og öðru, hvað þá ef verðbólgan fer aftur í gang og gengið heldur áfram að falla.“ Vinnudagur bónda og félagsmála- konu í Svarfaðardal er langur. Svana kveðst fara á fætur upp úr klukkan sjö á morgnana og yfirleitt vera að störfum fram til átta á kvöldum; stundum lengur. „Þegar kýrnar eru að bera þarf að vera á vakt allan sólarhringinn,1' segir Svana sem er hjúkrunarfræðingur að mennt og segir þá menntun koma að góðum notum í búskapn- um. Ekki síst nú þegar æ meiri Kúabóndi í karlaveldið - hjúkrunarkona með 30 kýr. Draumur sveitastúlkunnar rættist. Kjörin formaður í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar „Vönandi var ég ekki kjörin til formennsku á öðrum forsendum en mínum eigin. Satt best að segja hafði ég ekki hugmynd um að ég vœri fyrsta konan sem gegndi formennsku í búnaðar- sambandi fyrr en fólk fór að hringja hingað í mig og segja að svo vœri, “ segir Svana Hálldórsdótt- ir, bóndi á Melum í Svarfaðardal, sem fyrir skemmstu var kjörin for- maður Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. Þannig er hún komin í raðir forystumanna bœnda í landinu sem segja má að hafi verið heilagt vígi karlmanna til þessa. Er kjör hennar í formennskuna ef til vill merki um breytta tíma. „... þó svo að ég væri kona“ „Sjálfsagt gaf ég kost á mér til for- mennsku á svipuðum forsendum og hefði ég verið karl,“ segir Svana þegar við sitjum með henni í garð- skálanum á Melum á sólríkum þriðjudegi í maí. Svana kemur til dyranna í vinnuskyrtu og býður DV-mönnum upp á kaffi og súkkulaðimola. íslendingasögur á forníslensku í svörtu bandi með gylltum stöfum eru í hillum í stof- unni og sjálf talar hún með fallegum norðlenskum hreim sem líklega er hvergi jafn áberandi en meðal Svarfdæla. Fyrir utan heyrist í traktor á túni og vorfuglum sem kvaka í mó. „Ástæður þess að ég er nú komin í formennsku Búnaðarsambandsins eru sjálfsagt þær að fyrir um áratug síðan var ég kjörin í stjórn búnaðar- félagsins hér í dalnum og var for- maður þess í þrjú ár. Það var upp- haf þess að ég fór að skipta mér af málefnum bænda sem svo hefur leitt til þess að á fundum hef ég stundum stigið í pontu og viðrað skoðanir mínar á landbúnaðarmál- um. Svona hefur þetta þróast og það er greinilegt að menn hafa viljað hafa mig með í ráðum og umræðu, þó svo að ég væri kona. Eitt hefur leitt af öðru." Fylgnar sér og ákveðnar Svana kveðst ekki líta svo á að hún hafi verið kjörin til for- mennsku í Búnaðarsambandinu af bændum í Eyjafirði sem eru á móti innflutningi fósturvísa úr norskum kúm. Hún dregur á hinn bóginn enga dul á þá skoðun sína að varlega beri að fara við innflutning fósturvísa. Sjálfsagt veröi innflutningur endir- inn en þá verði menn líka að gæta að því að íslenska kúakynið, sem sé einstakt í sinni röð, glatist ekki. Að slíkri millileið eigi menn að beina kröftum sínum. „Það er einnig ljóst að neytendum í þéttbýlinu finnst rétt að taka engar áhættur með inn- flutningi. Sjúkdómafárið hefur skapað þau viðhorf." „Ég vil vinna þannig að allir hafi hag af,“ segir Svana aðspurð um hvaða viðfangsefni og baráttumál verði efst á verkefnalista nýs for- manns Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar. Óneitanlega segist hún þó hafa hug á að virkja konur í ríkari mæli til starfa í félögum bænda enda taki þær i flestum tilvikum jafnan þátt í búrekstri með eiginmönnum sínum. Staðreyndin sé hins vegar sú að í mörgum tilvikum séu þær ekki skráðar inn í búnaðarfélögin í sinni heimasveit og það telur Svana mið- ur. „Ég tel að áherslur í samtökum bænda myndu tæplega breytast með aukinni félagsþátttöku kvenna en þær myndu styrkja samtökin. Kon- ur eru yfirleitt ákveðnar og fylgnar sér í þeim málum sem þær taka að sér. Öll félög hljóta að hafa hag að þvi að fá slíkt fólk til starfa." í fjósinu Vlnnudagur bóndakonunnar er langur, ekki síst þegar kýrnar eru að bera. Þá þarf sólarhringsvakt í fjósinu. Fædd í kvenfélaginu „Það er ekki neitt nýtt fyrir mér að vinna mikið með körlum í félags- málum," segir Svana sem i vetur var ein átta kvenna sem sæti áttu á Búnaðarþingi. Þingfulltrúar alls voru 48 talsins þannig aö mikið vantar enn upp á að fullu kynjajafn- vægi sé náð á þinginu. Svana kveðst þó vænta þess að þetta breytist mik- ið á næstu árum. „Það má vel vera að jafnréttishugsun sé skemmra á veg komin út í sveitum en í þéttbýl- inu en mér finnst ekki fráleitt að ætla að það breytist mikið á næstu árum nú þegar komnir eru til dæm- is leikskólar í sveitunum og önnur félagsleg þjónusta sem aukið hefur svigrúm kvenna mikið." En það er ekki bara á vettvangi búnaðarfélagsins sem kjamorku- konan Svana á Melum hefur látið að sér kveða. Eitt kjörtímabil átti hún sæti í hreppsnefhdinni í Svarfaðar- dal „ ... og siðan er ég fædd og upp- alin í kvenfélaginu sem er fyrir mér annað og miklu meira en klúbbur kvenna sem baka kökur. Eitthvað hef ég starfað í safnaðarmálum hér í sveitinni og sungið í kirkjukóm- kröfur um hreinlæti og hollustu- hætti eru lagðar á herðar bændum sem matvælaframleiðendum. Átthagafjörtrar og sjálfvalið hlutskipti „Hér á Melum er ég fædd og upp- alin. Tók síðan við af búskap af for- eldrum mínum og er mjög sátt við það hlutskipti mitt enda er það sjálf- valið. Kannski vegna einhverra átt- hagafjötra en ég hef stundum haldið að við Svarfdælingar séu fastari í þeim en flestir aðrir, hvað sem nú einu sinni bindur okkur. Einhvern tímann heyrði ég haft eftir Kristjáni Eldjárn, forseta íslands, að hann hefði aldrei átt aðra drauma en þá að verða bóndi norður í Svarfaðar- dal, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Margir fleiri hafa efalítið átt þessa hugsjón enda þótt þeir hafi kannski verið i öðrum störfum sátt- ir við eigið hlutskipti og aðrir von- andi við þá,“ sagði Svana Halldórs- dóttir, bóndi á Melum og formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að síðustu. -sbs Hjónin á Melum Svana Halldórsdóttir með eiginmanni sínum, Arngrími Baldurssyni. Þau hafa staðið aö mikilli uþþbyggingu á Melum síðustu árin en treysta sér ekki til að færa út kvíarnar í búskaþnum vegna hás kvótaverðs. „Kvóta- verðið er ekki raunhæft og rétt er að hafa i huga að fjárfestingin er ekki í neinu nema huglægum verðmætum. Þetta kerfi hlýtur á endanum að hrynja rétt eins og hlutabréfamarkaðurinn. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.