Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 2001 DV Fréttir 16 ára mikiö fatlaður drengur kemst ekki í skammtímavistun: Þroskaþjálfun er lífæð drengsins - segja foreldrarnir, sem kvíða allsherjarverkfalli þroskaþjálfa „Þroskaþjálfun er lífæð drengs- ins. Þroskaþjálfamir kenna honum beinlínis aö vera til. Það tekur gríð- arlegan toll að hugsa um fatlað barn.“ Þetta segja hjónin Guðbjörg Erla Andrésdóttir og Friðgeir Kristins- son. Þau eiga 16 ára son, Kristin örn, sem er mikið fatlaður. Diddi, eins og hann er kallaður, hefur dvalið á skammtímavistheimilinu að Eikjuvogi 9 aðra hverja viku. Fyrir hádegi er hann í Öskjuhlíðar- skóla, á Lyngási eftir hádegi og síð- degis hefur hann farið heim eða þá í Eikjuvog. Hann átti að fara í Eikjuvog í gær og vera til næsta mánudags. En vegna verkfalls þroskaþjálfa liggur öll þjónusta þar niöri. „Þetta er dapurlegt ástand," sagði Guðbjörg, móðir Didda. „Þetta geng- ur kannski meðan Lyngás og Öskju- hlíðarskóli eru inni í myndinni. En ef starfsemi í Lyngási fellur niður af því að þroskaþjálfarnir fá ekki við- unandi samning þá veit ég ekki hvað við gerum. Þá höfum við ekk- ert. Það þarf að sinna Didda eins og kornabarni og hann þarf manninn með sér. Á Lyngási gæta hans tveir starfsmenn." Diddi er spastískur, sem gerir það að verkum að hann gengur ekki lengur óstuddur, en skríður mest um. Það stefnir í að hann fari innan tíðar í hjólastól. Hann þarf mikla reglu og festu yfir daginn en þolir ákaflega illa allar breytingar, t.d. þegar skipt er um starfsfólk þar sem hann dvelur. Hann er búinn að „for- rita ákveðið ferli“, eins og Friðgeir faðir hans komst aö orði. Það þýðir m.a. að hann verður mjög órólegur ef brugðið er út af vananum. „Guð- björg er hætt að ráða við hann því hann er orðinn svo stór,“ sagði Friðgeir. „Hann er með herbergi á DV-MYND HiLMAR ÞÓR Engin þjálfun Kristinn Örn er 16 ára og mikiö fatiaöur. Verkfall þroskaþjálfa kemur illa viö hann. neðri hæð og ég verð að sjá um að koma honum upp og niður stigann." Varðandi verkfall þroskaþjálfa sagði Guöbjörg að þau hjónin styddu þá heils hugar í kjarabaráttu þeirra. Laun þeirra væru smánarlega lág fyrir erfiða vinnu sem ylli ekki ein- ungis líkamlegu álagi heldur einnig andlegu. Ef ekki yrði gengið til samninga við þá áður en allsherjar- verkfall þeirra hæfist um næstu mánaöamót, þýddi það óyfirstígan- lega erfiðleika á fjölmörgum heimil- um. „Þetta er ömurlegt," sagði Frið- geir. „Þessi stétt virðist vera algjör- lega á botninum í Bandalagi há- skólamanna hvað laun varðar.“ Fleiri foreldrar fatlaðra barna, sem hafa haft samband við DV eftir að verkfall þroskaþjálfa skall á, hafa lýst yfir stuðningi við launabaráttu þeirra. Þá hefur stjórn Félags is- lenskra leikskólakennara lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu þeirra. Verst stöddu börnin Á skammtímavistuninni að Álfalandi 6 dveljast böm sem eru mjög mikið fötluð og verst stödd. Þau eru á aldrinum 0-12 ára. For- stöðumaður heimilisins, Margrét Lísa Steingrímsdóttir, er í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar. Hún er því ekki í verkfalli, né ófaglært starfsfólk á heimilinu. En það gengur ekki í störf þroskaþjálfa. Frá því að verkfall hófst hefur verið hægt að vista böm skamman tíma í senn. T.d. var vöktum þannig háttað í fyrrinótt að þá var heimilið fullt. En næstu fjóra sólarhringa vantar það marga á vaktir að ekki verður hægt að bjóða börnum að gista. Hægt er að bjóða þeim upp á þjón- ustu skamman tíma i senn en allt rask hefur slæm áhrif á börnin og veldur foreldrum og starfsfólki auk- inni fyrirhöfn. „Þessi börn þurfa þroskaþjálfun," sagði Margrét Lísa. „Það er ekki hægt að halda uppi þeirri þjónustu sem talin er nauðsynleg. Við erum alltaf að tala um lágmarksþjónustu. Fjármagnið er naumt skammtað og hér hjá okkur er hver starfsmaður með tvö börn, jafnvel þótt annað bamið þurfi manninn með sér.“ -JSS Pétur Björnsson í Coke ómyrkur í máli gagnvart Hollustuvernd: Segir eiturskýrslu vera pantaða „Skýrsla Hollustuverndar um stöðu mála í Arnarnesvoginum er einfaldlega partur af umræðu um þetta mál. En það er alveg skýrt að vilji okkar stend- ur til þess að á þessum slóðum rísi íbúöabyggð," segir Laufey Jó- hannsdóttir, for- seti bæjarstjórn- ar í Garðabæ og formaður skipu- lagsnefndar bæjarins, um hina svörtu skýrslu um mengun í Amar- nesvogi sem sagt var frá í DV í gær. „Við verðum að skoða þessa skýrslu eins og allar aðrar ábendingar sem við fáum og fara svo heildstætt yfir málið. Ég minni þó á að skýrslan frá Hollustuvernd er byggö á aðeins einni mælingu og ég tel að við þurf- um að fá fleiri slíkar áöur en við kveðum upp mikla dóma. Fara verð- ur heildstætt yfir þetta mál. Það má þó ætla að mengunin komi frá skipakvínni sem þarna var starf- rækt á árum áöur þegar mengunar- vamakröfur voru allt aðrar en þekkist í dag.“ llla rökstutt og skaðlegt Verulega skiptar skoðanir eru þó uppi um hvað veldur því að Arnar- nesvogurinn er sá eiturpyttur sem Pétur Björnsson lýst er DV í gær, en þar finnast arseník, kopar og blý í meira magni en áður hefur þekkst hér á landi. Sævar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Norma við Arnarnesvog, mótmæl- ir harðlega fullyrðingum um að mengunina í voginum megi rekja til skipasmíðastöðva þar, þá ann- aðhvort síns fyrirtækis eða Stál- vikur, sem þarna var starfrækt á árum áður. Starfsemi þessi hafi skapað mjög óverulega skipaumferð um voginn og fráleitt sé að ætla að hún ein hafi valdið því að mengandi efni mælist nú í hæstu hæðum í voginum. Starfsemi Norma fluttist í fyrrum hús Stálvíkur fyrir um ára- tug, en þá haföi þar verið sorpbögg- unarstöð um nokkurt skeið. Meng- unin geti þvi vel hafa borist frá henni, segir Sævar og telur fullyrð- ingamar í skýrslu Hollustuverndar illa rökstuddar og skaðlegar sínu fyrirtæki. Liggja á því lúalagi Pétur Bjömsson, löngum kennd- ur við Coke, íbúi við Mávanes, er einn þeirra Amnesinga sem kröft- ugast hafa barist gegn fyrirætlun- um bæjaryfirvalda í Garðabæ um uppbyggingu viö Arnarnesvog. Hann er ómyrkur í máli um þessar ráðagerðir og segir til að mynda augljóst að svarta skýrslan um hin uppfyllingunni. Þá er það mat Péturs að bæjaryfirvöld séu undir miklum þrýstingi frá Björgun hf. sem hafi mikinn áhuga á fram- kvæmdum á þessum slóðum, ein- faldlega til þess að auka umsvif fyrirtækisins. Björgun hf. hafi verið sá aðili sem opnaði þetta mál. Frétt DV af eiturmælingum Hollustuverndar í Arnarnesvogi. eitruðu efni í voginum sé pöntuð af bæjaryfirvöldum frá Hollustuvernd sem áróðurstæki. Það eitt gefi til- efni til að taka HoUustuvernd ær- lega í karphúsið. Staðreynd málsins er sú, að sögn Péturs, að svo langt er liðið frá því skipasmíðastöð var starfrækt við Amamesvog í Garðabæ að eiturefni frá henni geta tæpast enn verið á sveimi í voginum. Ýmsar mælingar sem gerðar hafi verið bendi jafn- framt til slíks. Það sé ekki heldur að ástæðulausu sem Arnarnesvogur sé metinn sem einstök náttúruparadís samkvæmt hinu svonefnda RAMES- samkomulagi sem Islendingar séu aðilar að. Pétur segir það ljóst að nú ætli bæjaryfirvöld að liggja á því lúalagi að nota skýrsluna til að rétt- læta uppfyUingu tU að fergja eitur- efnin og heimila svo byggingar á Sérframboð Baráttu Arnesinga og annarra gegn framkvæmdum við voginn er fráleitt lokið. Þannig er nú að sögn Péturs að myndast hreyfmg meðal fólks á Arnarnesi og raunar víðar í bænum tU að berjast gegn þessum framkvæmdum. Hann segir að nú sé rætt um að stofna tU sérstaks fram- boðs, meðal annars gegn þessum fyr- irætlunum og sjálfur kveðst hann ekki fráhverfur að leggja málinu lið. í þessu máli segir Pétur að myndast hafi sterk andstaða við veldi Sjálf- stæðisflokksins í bænum, sem hafi reynt að keyra málið í gegn svo fæst- ir tækju eftir og komið hafi verið fram við íbúana af óbUgirni og ögn af yfirlæti. Því mótmælir Laufey Jó- hannsdóttir. Hún minnir á að hug- myndir um uppbyggingu íbúabyggðar við Arnarnesvog séu enn á umræðu- stigi - og á þessum tímapunkti sé mál- ið ekki lengra komið en verið sé að skoða þá kosti sem í stöðunni séu. -sbs 13 starfssamningar í gær undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri starfssamn- inga menningar- málanefndar Reykjavíkur tU þriggja ára við þrjú sjálfstæð leikhús, þrjá aðila í myndlist og sjö aðila í tónlist. Undirritunin fór fram i Ás- mundarsafni við Sigtún. Takmarkanir á tóbak Töluverðar breytingar eru fram undan hjá kaupmönnum þegar nýju tóbaksvarnarlögin koma til fram- kvæmda 1. ágúst nk. Þá verður m.a. óheimilt að hafa sígarettur og aðrar tóbaksvörur sýnilegar í verslunum. Einangrun erfðavísis íslensk erfðagreining og Roche hafa greint frá einangrun erfðavísis sem tengist heUablóðfalli og kort- lagningu erfðavísis sem tengist fuU- orðinssykursýki. Roche greiðir ís- lenskri erfðagreiningu áfanga- greiðslur vegna þessara niður- staðna samkvæmt samningi. Trillukarlar í kröggum Trillukörlum á Drangsnesi á Ströndum virðast allar bjargir bannaðar þegar kvóti verður settur á ýsu- og steinbítsveiðar smábáta. Talið er að nýir og nýlegir bátar þeirra að verðmæti samtals 50 tU 70 milljónir króna verði verðlausir. Þrjú kynferðisbrotamál Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði hefur undanfarið unnið að rannsókn þriggja mála þar sem talið er að ungar stúlkur hafl verið mis- notaðar kynferðislega. Ekki undir stól PáU Pétursson fé- lagsmálaráðherra telur að flest hafi verið framkvæmt af þvi sem lagt var tU í skýrslu um kyn- ferðisbrot gegn þroskaheftum. Skýrslu hafl ekki verið stungið undir stól. Ráðuneytiö fékk skýrsluna í hendur fyrir tæp- um fjórum árum. Farsímar bannaðir í akstri Alþingi samþykkti undir þinglok breytingu á umferðarlögum sem kveður á um bann við notkun far- síma í akstri. Óheimilt verður að nota farsíma meðan á akstri stend- ur nema nota handfrjálsan búnað. Falsað málverk Olíumálverk sem barst til Lista- safns Kópavogs i tUefni af sölusýn- ingu, sem var opnuð þar á laugar- dag, reyndist vera falsað. Læknamistök Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Heilbrigðisstofnun Suðurlands og ríkissjóð til að greiða manni 1,6 miljónir króna vegna miska og fjártjóns sem hann varð fyrir vegna læknamistaka; einnig til að greiða málskostnað hans, 450.000 krónur. - RÚV greindi frá. Fjölgað í bankaráði EH] Alþingi kaus nýtt P bankaráð Seðla- 1 banka íslands á | laugardag. Það er mí hið fyrsta eftir að Æ ný lög um Seðla- banka voru sett. í M ráðinu eru sjö í stað ■ flmm áöur. Nýir í bankaráði eru Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, Jón Sigurðs- son framkvæmdastjóri og Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri. -H.Kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.