Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001_______________________________ DV____________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Kirkjulistahátíð haldin í áttunda sinn í Hallgrímskirkju: og múrar falla Kirkjulistahátíö hefst í áttunda sinn Hallgríms- kirkju á fimmtudaginn, uppstigningardag, undir yf- irskriftinni „...og múrar falla". Viö setninguna flytja Mótettukórinn og einsöngv- ararnir Hulda Björk Garó- arsdóttir, Guörún Edda Gunnarsdóttir, Gísli Magnason og Benedikt Ingólfsson ásamt kammer- sveit Uppstigningaróratóríu Bachs undir stjórn Haróar Áskelssonar. Hátíóin telur alls 24 atburöi af ólíkum toga, myndlistarsýningar, málþing um kirkjuarki- tektúr, listavöku unga fólks- ins og hátíöarmessur en fyrst og síöast er þetta tólf daga tónlistarveisla. Öll eiga listaverkin sammerkt aö vera af trúarlegum toga. Kirkjulistahátíð er hald- in annað hvert ár, á móti Listahátíð í Reykjavík, og hefur fest sig vel í sessi. Vegur hennar hefur vaxið ár frá ári og nú er svo kom- ið að þekktir listamenn sækjast eftir að fá að koma þar fram, ekki síst vegna þess hve vel þekkt Klaisorgelið mikla er orðið í orgelheiminum. Á kirkjulistahátíð hafa verið flutt stór kirkju- verk, til dæmis Sál eftir Handel og Paulus eftir Mendelssohn og ekki verður brugðið út af van- anum nú. Jósúa í upprunalegum flutningi „Það sem hæst ber í ár er frumflutningur á Islandi á dramatísku óratóríunni Jósúa eftir Georg Friedrich Hándel sunnudaginn 27. maí,“ segir Halldór Hauksson, félagi í Mótettukór Hallgrímskirkju og kynningarstjóri hátíðarinn- ar. „Handel hefur kannski ekki legið alveg óbættur hjá garði hér á landi, þó hafa fá af stóru verkunum hans heyrst hér, eiginlega ein- göngu Messías, Júdas Makkabeus og Sál. Það er stór viðburður í sjálfu sér að hér skuli eiga að flytja Jósúa þvi þetta er glæsileg músík.“ Þó að óratórían í heild sé ekki vel þekkt hér kannast tónlistaráhugamenn að minnsta kosti Eitt af verkum Valgarös Gunnarssonar í forkirkjunni Á kirkjulistahátíó mætast flestar listgreinar undir merkjum kristinnar trúar. við tvö atriði úr henni, aríuna „O, had I Jubal’s Lyre“ sem allar sópransöngkonur kynnast í námi sínu og lagið „Lofsyngið Drottni". Síðara lagið tengja flestir við Júdas Makkabeus vegna þess aö Hándel notaði það aftur þar, en það var frumsamið í Jósúa. Þetta gerði Hándel iðulega með lög sem slógu í gegn, notaði þau jafnvel aft- ur og aftur! Halldór telur að sjaldan hafi jafnglæsilegur einsöngvarakvartett komið fram á landinu og í Jósúa. Þar er eftirlæti Islendinga, Gunnar Guð- björnsson tenór, Magnús Baldvinsson bassi sem ekki hefur sungið heima i sex ár, sópran- söngkonan Nancy Argenta, ein sú frægasta á sviði barokktónlistar i heiminum, og kontra- tenórinn Matthew White sem er aðeins 27 ára en hefur vakið mikla athygli. Með þeim syngur Schola cantorum, „Rolls Royce íslenskra kóra“, eins og Halldór orðar það, og undir leikur barokkhljómsveit, samsett af erlendum hljóð- færaleikurum og þeim íslendingum sem hafa sérhæft sig í barokkflutningi. „Þetta verður flutningur í upprunalegum stíl,“ segir Halldór, „með hljóðfærum sem eru smíðuð á barokktímanum eða eftir- likingar af slíkum gripum". Skapað alla nóttina Á Listavöku unga fólks- ins frá kl. 18 laugardaginn 2. júní verður stefnt saman ungum listamönnum í hin- um ýmsu listgreinum í kirkjunni sjálfri og munu myndlistarmennirnir í hópnum vera þar alla nótt- ina við að skapa listaverk. Afrakstur þeirrar vinnu verður sýndur í kirkjunni yfir Hvítasunnuna. Á kyrrð- arstundum í hádeginu koma fram ýmsir listamenn, org- anistar og söngvarar, m.a. syngur Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór kl. 12 á hádegi 31. mai og verður með glæsilega dagskrá, syngur til dæmis Largo eftir Hándel í upprunalegri út- gáfu. „Allt líf í Hallgrímskirkju verður með glæsilegra móti þessa hátíöardaga," segir Halldór. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt þarf að minnast á tónleikana með Das Orchest- er Damals und Heute frá Köln 29. maí sem leik- ur bæði gamla og nýja tónlist á gömul og ný hljóðfæri. Gestir fá að upplifa þar að snúa sér rétt í kirkjunni hluta tónleikanna en öfugt - þ.e.a.s. snúa að Klaisorgelinu - hinn hlutann! Breski orgelsnillingurinn Gillian Weir heldur orgeltónleika 31. maí, hinn frábæri norski sönghópur Nordic Voices syngur 1. júní og á lokatónleikunum 4. júni kynnir Mótettukórinn íslenska og norræna kórtónlist frá 20. öld. Það prógramm ver-ður næst flutt á komandi tónleik- um kórsins í Kanada. I forkirkjunni verður sýning á verkum Val- garðs Gunnarssonar og í Ásmundarsal við Freyjugötu verður sýning á völdum verkum úr Listasafni Hallgrímskirkju. Báðar verða opnað- ar á uppstigningardag. Auk þess verður sérstök leiðsögn um Listasafn Einars Jónssonar 2, júní kl. 15. Setningin sjálf verður kl. 17 á fimmtu- daginn. Draumkennd fegurð Dansverkið Úr viðjum, sem var frumsýnt í Tjarnarbíói á sunnudaginn, er frumraun Jó- hanns Freys Björgvinssonar í uppsetningu eig- in verka. Þetta er nútímadansverk, þó einkenn- ist það ekki af hraða og spennu, eins og mörg þeirra verka sem sést hafa hér á landi undan- farið, heldur hefur það yfir sér ljóðrænan blæ. Þar hjálpast að hreyfingar, búningar, tónlist og lýsing. Að sögn höfundar fjallar Úr viðjum um drauma, dagdrauma jafnt sem drauma nætur- innar. Þemað kemst vel til skila í hreyfingum, samspili og túlkun dansaranna auk þess sem þokukennd lýsingin skapar draumkennda mynd. Sýningin verður þó fullmikið í móðu á köflum, sérstaklega undir lokin. Mann langar til dæmis til aö sjá sólóið hennar Júlíu betur. Hreyfmgar í verkinu einkennast af mýkt, sveigjanleika og hlýju og eru sérstaklega falleg- ar. Smæð sviðsins passar líka verkinu vel þvi dansinn, sem fer að mestu fram í eigin rými dansaranna, verður mjög nálægur áhorfendum. Tónlistin í verkinu, pinu þunglyndisleg nú- timatónlist með klassískum hljómi, er rosalega flott. Hún er kraftmikil en þó sefandi og undir- strikar draumaþemað einstaklega vel. Til marks um það þá sveif einn ungur áhorfandi inn í draumalandið í hlýjum fóðurfaðmi á miðri sýningu. Jóhann tengir vel tónlistina og hreyfingamar og nær að skapa fjölbreytt en þó heildstætt dansverk. Frammistaða dansaranna á sýningunni var fm. Finna mátti fyrir næmu samspili þeirra, sérstaklega í kærleiksrikum dúett Jóhanns og Sveinbjargar. Þau tvö eru eins og sköpuð hvort fyrir annaö á sviðinu. Jóhann sýndi einnig fal- legan dans í sólóinu sínu. Sterkar og hraðar hreyfingarnar komu skemmtilega út við hæga píanótónlistina. Sveinbjörg hefur yfir sér ein- hverja þá tign á sviði að hver minnsta hreyfing DV-MYND HARI Úr viöjum Finna mátti fyrir næmu samspili dansaranna, sérstaklega í kærleiksríkum dúett Jóhanns og Sveinbjargar. skapar víðan óm sem berst um allan sal. I raun verður hiö smáa stærra en hið stóra þegar hreyf- ingar hennar eru annars vegar, til dæmis þegar hún gengur hægum skrefum fram sviðið og horfir í lófa sér. Staða Júlíu í sýningunni var á vissan hátt erfið enda snúið aö vera þriðji aðili í tvíleik. Hreyf- ingar hennar, sem oft einkenn- ast af snerpu og kímni, eru nokkuð ólíkar mýktinni og sveigjanleikanum sem einkenna hin tvö. Tilvist hennar gefur verkinu aftur á móti aukna spennu og dýpt enda er hún frá- bær dansari. Hún og Jóhann ná vel saman í svefndúettinum og í sólóinu í lokakaflanum nær hún sér á strik. Úr viðjum er fallegt verk og kærkomin kveðja til síþyrstra dansfikla. Ég óska Jóhanni og samstarfsfólki hans til hamingju með sýninguna. Vonandi verður áframhald á danssköpuninni hjá honum. Sesselja G. Magnúsdóttir Úr viðjum, sýnt í Tjarnarbíó. Danshöfundur: Jóhann Freyr Björg- vinsson. Tónlist: A Silver mt Zion, John Tavener, George Crumb - Kronos Quartet. Ljós: Kári Gíslason. Búningar: Jóhann Freyr Björgvinsson (föt frá GK verslun). Dagskrá Kirkj ulis tahátí ðar 24. maí kl. 17: Setning Kirkjulista- hátíðar. Uppstigningaróratóría Bachs. Opnun myndlistarsýninga. 25. maí kl. 12: Tónlistarandakt. 25. maí kl. 17: Setning málþings um kirkjuarkitektúr. 26. maí kl. 10-15: Málþing heldur éifram. Kl. 12: Hádegistíðagjörð. Kl. 18: Aftansöngur. 27. maí kl. 11: Hátíöarmessa, sr. Jón Dalbú predikar. Kl. 18: Aftansöngur. Kl. 20: Óratórían Jósúa eftir Handel. 28. maí kl. 12: Tónlistarandakt. 29. maí kl. 12: Tónlistarandakt. Kl. 20.30: Das Orchester Damals und Heute frá Köln. 30. mal kl. 12: Tónlistarandakt, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri örn Snorrason leika tónlistina úr Allir heimsins morgnar. 31. maí kl. 12: Kyrrðarstund með Jóhanni Friðgeiri og Herði Áskels- syni. Kl. 20.30: Orgeltónleikar Gillian Weir. 1. júní kl. 12: Tónlistarandakt. Kl. 21: Kórtónlist við miðnætursól: Nordic Voices. 2. júnl kl. 15: Listasafn Einars Jóns- sonar skoðað. Kl. 18: Klukknakonsert í Hall- grímsturni. Kl. 18-24: Listavaka unga fólksins. 3. júnl kl. 11: Hátíðarmessa. Herra Karl Sigurbjörnsson messar. 4. júní kl. 11: Hátíðarmessa. Sr. Sig- urður Pálsson predikar. Kl. 20.30: Lokatónleikar. Mótettukór- inn syngur norræn kórverk. Breyting á tíma I blaðinu í gær var sagt frá því að Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson yrðu á Akra- nesi á sunnu- daginn kemur. Það stemmir enn þá en tíma- setning tónleik- anna hefur breyst; þeir félagar troða upp i sal Fjölbrautaskólans á staðnum kl. 17. Tíðarandi í aldarbyrjun Lesbók Morg- unblaðsins og Reykjavíkur- Akademían efna til mál- þings um tíðar- anda í aldar- byrjun á morg- un kl. 17-19 í húsnæði Reykjavíkur- Akademiunnar, Hringbraut 121. Á dagskrá eru fjögur erindi og pall- borðsumræður undir stjórn Þrastar Helgasonar. Þeir sem tala eru Jón Karl Helgason bókmenntafræöingur, Anne Brydon mannfræðingur, Stein- unn Kristjánsdóttir fornleifafræðing- ur og Matthías Viðar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmenntum. Að málþinginu loknu verður opnuð ljósmyndasýning Kristins Ingvarsson- ar í húsnæði ReykjavíkurAkademí- unnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.