Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 I>V 5 Fréttir DV-MYND E.ÓL Sextán ára fangelsi Jón Egilsson, héraðsdómslögmaöur og verjandi Atla Helgasonar, við dóms- uppkvaðninguna í gær. Fékk 6 mánaða fangelsi DV. VESTURLANDI:__________________ Héraðsdómur Vesturlands dæmdi á mánudag 46 ára gamlan mann, bú- settan í Reykjavík, í 6 mánaða fang- elsi fyrir meðal annars fjársvik, gripdeild og skemmdarverk. Mann- inum var auk þess gert að greiða bætur til þeirra aðila sem hann stal frá, málsvarnarlaun og sakarkostn- að. Ákærða var gefið að sök að hafa í apríl, maí og júní 1999 dvalið á tveimur gististöðum á Vesturlandi og notið þar veitinga og þjónustu án þess að hafa möguleika á að greiða reikningana. Einnig hafði hann stolið af öðru gistiheimilinu og skemmt þar innanstokksmuni. Hann var auk þess ákærður fyrir nokkur hegningar- og umferðarlaga- brot sem áttu sér stað í mars á þessu ári. Meðal þess var líkams- árás á Arnarstapa, skemmdir á gistihúsi á sama stað, bílþjófnaður, akstur án ökuréttinda, þjófnaður á ökuskírteini og debetkortum. Mað- urinn komst yfir leyninúmer á reikningi debetkorteigandans og tók út samtals 30 þúsund krónur af hon- um. Finnur Torfi Hjörleifsson hér- aðsdómari kvað upp þennan dóm. -DVÓ Héraðsdómur dæmir Atla Helgason fyrir manndráp: Sextán ára fangelsi fyrir ofsafengna árás - sýknaður af ákæru um fjárdrátt í opinberu starfi Héraðsdómur í Reykjavík dæmdi I gær Atla Helgason lögfræðing í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað Einari Emi Birgissyni í nóv- ember síðastliðnum. Mikið fjöl- menni var við uppkvaðningu dóms- ins, þar á meðal fjölskylda Einars Amar, en ákærði, Atli Helgason, var fjarstaddur. í niðurstöðu dómsins segir að árás ákærða hafl verið ofsafengin og hann hafi banað Einari Emi með því að slá hann fjórum sinnum í höfuðið með hamri. Atli játaði þann 15. nóvember sl. að hafa ráðið við- skiptafélaga sínum, Einari Emi Birgissyni, bana á bifreiðastæði við Öskjuhlíö en kvaðst ekki muna eft- ir að hafa veitt honum fleiri ham- arshögg en eitt og ef til vill tvö. Það þykir hins vegar sannað að höggin voru fjögur og er þar vitnað til nið- urstöðu Þóru Steffensen réttar- meinafræðings, sem taldi að þrír áverkanna hefðu hver um sig getað valdið dauða Einars. í dómnum er jafnframt tekið fram að ekkert bendi til þess að Atli hafi fyrir fram verið búinn að taka ákvörðun um að bana Einari Erni og er því talið að ásetningur hans hafl orðið til um leið og hann reiddi hamarinn til höggs. Sjálfur kvaðst Atli hafa verið gripinn ofsahræðslu og í sjálfsvöm þegar hann átti fund með Einar Emi í Öskjuhlíðinni hinn örlagaríka dag. Atli segir þá hafa deilt um rekstur verslunarinn- ar GAP sem þeir áttu í sameiningu og deilumar hafi magnast og endað með átökum þeima á milli - átökum sem lauk með dauða Einars Amar. Vitnisburður Þóru Steffensen bendir jafnframt til þess að ekki sé unnt að segja til um hversu lengi Einar Öm var með lífsmarki eftir að hann hlaut höfuðáverkana en mikið blóðtap fórnarlambsins bendi til þess að dauðann hafi borið að garði á lengri tíma en nokki-um mínútum. Þá er tekið fram i dómnum að þrátt fyrir að ákærði kunni að hafa verið undir áhrifum örvandi efna þegar hann banaði Einari Emi eða haft fráhvarfseinkenni vegna neyslu slíkra efna hafl það ekki áhrif á refsingu í málinu. Atli var sem fyrr segir dæmdur til 16 ára fangelsisvistar og auk þess til að greiða sambýliskonu og foreldrum Einars Amar miska- og skaðabætur, samtals rúmar fimm milljónir. Þá var Atli sviptur málflutningsleyfl. Atli var sýknaður af ákæra um fjárdrátt í opinberu starfl þar sem hann hafði til meðferðar þrota- og dánarbú. Skaðabótakröfum fyrir hönd Unit á íslandi, áður Gap ehf., og skaðabótakröfu sambýliskonu Einars Amar var vísað frá dómi. -aþ. Allt ff ffd seljíst! N U SKALTU KDMA DG PRLJTTA PRUTTA PRUTTA □ G FA ÞER HRIKALEG GÆÐAMERKI FYRIR NÆSTUM EKKI NEITT, EN BARA I DAG, MIÐVIKUDAG □ G A MDRGUN, FIMMTUDAG, ÞVI ÞA VERÐUM VIÐ HÆTTIR □ G FARNIR □ G BUNIR AÐ VERA ÞVI HEIMILISTÆKI KEYPTU □ KKU R UPP TIL AGNA. Armúla 1 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.