Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 25
45 I I I MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 I>V Tilvera Bíófréttír Vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum: Perluhöfnin langvinsælust I Bandaríkjunum var þriggja daga helgi þar sem mánudagurinn var hinn árlegi Memorial Day sem er til heiðurs her- mönnum. Tölurnar eru því háar og það kom engum á óvart að Pearl Harbour skyldi hafa mikla yflrburði yfir aðrar kvikmyndir hvað aðsókn varðar. Markaðssetning myndarinnar hefur verið með ólíkindum og undanfarn- ar vikur hefur verið hamrað á við almenning aö um stórviðburð sé að ræða. Þessi mikla markaðssetning og auglýsingastarfsemi í kringum myndina kemur að sjálfsögðu úr her- búðum Jerrys Bruckheimers sem ekkert er heilagt í þeim efnum. Gagn- rýnendur hafa þó ekki látið heillast og eru greinilega á jörðinni í dómum sínum. Bruck- heimer og leik- stjórinn Michael Bay stefna á að Pearl Harbour verði jafnvinsæl og Titanic og er myndin gerð með það í huga. Tím- inn á eftir að leiða í ljós hvort þeim félögum verði að ósk sinni en víst er að Pearl Harbour verður ein vinsæl- ast kvikmynd ársins. Pearl Harbour Orrustan sem geröi Bandaríkja- menn aö stríösaöilum í síöari heimsstyrjöldinni. HELGIN 25.-28. maí ALLAR UPPHÆÐIR 1 ÞÚSUNDUM BANDARlKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O Pearl Harbour 59.078 75.177 3214 O i Shrek 42.481 111.753 3623 O 2 The Mummy Returns 15.135 170.691 3553 O 3 A Knight’s Tale 7.258 44.316 2964 O 4 Angel Eyes 4.928 18.529 2407 O 5 Bridget Jones’s Diary 3.349 62.381 1741 o 6 Along Came a Spider 1.688 70.646 1408 o 10 Memento 1.565 14.540 531 o 9 Spy Kids 985 105.226 1301 © 8 Blow 968 51.570 733 0 7 Driven 966 30.965 1523 0 11 Crocodile Dundee in Los Angeles 768 23.828 1214 © 12 The Tailor of Panama 586 12.470 434 © 17 The Golden Bowl 367 1.225 117 © Save the Last Dance 362 89.854 320 © 15 Crouching Tiger, Hidden Dragon 382 126.732 312 © 16 Traffic 289 123.616 296 © _ With a Friend Like Harry... 282 1.549 67 © 13 Joe Dirt 275 26.964 331 © 18 Enemey at the Gates 255 51.132 380 Vinsælustu myndböndin: Flagð undir fögru skinni Bedazzled hækkar sig um tvö sæti og er í efsta sætinu þessa vik- una og hin vinsæla kvikmynd Coen bræðra, 0, Brother, Where Art Thou, sem kemur stormandi inn á listann, verður að láta sér nægja annað sætið. í Beddazzled hefur kölski fengið fagran kropp Elizabeth Hurley og hún á ekki í erfiðleikum með að plata Brendan Fraser sem leikur nördinn Elliot. Sá er orðinn þreyttur á lífinu og þráir það eitt að ná ástum stúlku einnar en hefur ekki árangur sem erflði. Elliot ákveður að selja kölska sál sína fyrir sjö óskir sem hann ætlar að nota til að betrumbæta líf sitt - eða það heldur hann! Það kemur síðan í ljós að hann hefði betur sleppt því að gera þennan samning. Kölski, sem að sjálf- sögðu getur birst í alls konar gervum, velur sem sagt að vera kyn- bomba í þetta sinn. Elliot gerir sér grein Bedazzled Elizabeth Hurley leikur kölska sem býöur Elliot sjö óskir. fyrir mistökum sín- um en hefur eins og vænta má lítið að gera í kölska og spurningin er hvort hann verður að sætta sig við að verða leiktæki í höndum hans eða hvort einhver út- komuleið er fyrir hann. FYRRI VIKUR SÆTl VIKA UTILL (DREIFINGARAÐIU) ÁUSTA | 0 3 Bedazzled iskífan) 2 1 _ 0 Brother, Where Art Thou (háskólabíói 1 1 Charlle’s Angels (skífanj 4 Q _ Space Cowboys isam myndbönd) 1 © 2 Brlng It On isam myndbönd) 2 j 5 Art of War imyndform) 6 7 Dr. T and the Women (myndform) 2 0 4 Red Planet isam myndbönd) 3 ] 0 6 The Nutty Professor 2 (sam myndböndi 5 10 Shriek If You Know What... (myndform) 3 s _ Woman On Top iskífan) 1 9 Gun Shy <sam myndböndi 4 8 What Lies Beneath (Skífanj 7 12 Autumn In New York (háskólabíó) 5 11 Shaft (Sam myndbönd) 8 15 Loser (skífan) 8 14 Saving Grace iháskóiabíó) 7 . _ The Exorcist (sam myndbönd) 1 13 íslenski draumurinn isam myndböndi 9 17 Dancer in the Dark iháskólabíó) 3 DV-MYNDIR RAGNAR Forsetinn á Suöurfjörðum Forseti ásamt fylgdarliöi kemur gangandi í Grunnskóla Djúpavogs ásamt föruneyti. Þar fylktu grunnskólanemar liöi og færöu honum myndir sem Karen Sveinsdóttir teiknaöi. Heimsókn forseta íslands til Suðurfjarða: Austfirðingar í hátíðarskapi DV, BREIÐDALSVÍK: Hátið er nú á Suðurfjörðum því heimsókn forseta íslands hr. Ólafs Ragnars Grimssonar, heitkonu hans og fylgdarliðs til Suðurfjarða Aust- urlands stendur nú yfir. Síðari dag- urinn hófst með heimsókn í Útgerð- arfélag Breiðdælinga og var forseti og fylgdarliðið sveipuð plasti meðan starfsemin var skoðuð. Þaðan lá leiðin til Djúpavogs þar sem mynd- irnar eru teknar. Segja má að mikið hafi verið um dýrðir þessa tvo daga á Suðurfjörð- um. Uppi varð fótur og fit þegar spurðist hvað í vændum var, fólk fór að líta í kringum sig og sá að margt mátti betur fara. Gömlum bíl- hræjum var lyft upp á palla, keyrð í burtu og grafin, tré sem ekki vildu laufgast rifin upp og hent og önnur sett í staðinn, arfinn sem var farinn að lita blómabeðin tættur upp og veggir sem ekki litu nógu vel út málaðir. Síðan þvoði fólk hendum- ar, hengdi upp fánana sem nú blakta í golunni. Á mánudagskvöld var ijölskyldu- samkoma í íþróttahúsinu á Stöðvar- firði sem öll sveitarfélögin stóðu að. Þar komu fram Samkór Suðurfjarða undir stjórn Torvald Gjerde, börn úr tónlistarskólum Breiðdals og Stöðvarfjarðar, ávörp voru flutt og forsetinn afhenti Hvatningu til ungra íslendinga. Ennig afhenti forseti hverjum hreppi myndir sem teknar voru þeg- ar Ásgeir Ásgeirsson heimsótti Austurland árið 1954 og fylgdi sú kvöð gjöfunum að heimamenn skyldu reyna að þekkja fólkið á myndunum og nöfn þeirra skráð við myndirnar. -HI Verölaunaafhending Forseti afhenti 7 grunnskólanemum hvatningarverö- iaun fyrir góöan árangur á ýmsum sviöum Hann ítrek- aöi aö þetta væri til allra barna í grunnskóianum, en einhverjir þurfa aö taka viö viöurkenningunum og þaö heföi veriö erfitt aö velja úr hópnum Gömul forsetamynd Forseti afhenti hreppsnefnd Djúpavogshrepps mynd frá forsetaheimsókn Ásgeirs Ásgeirssonar 1954 og baö um aö borin væru kennsl á fólkiö. Depp leikur Kobba kviðristu Leikarinn forkunnarfagri Johnny Depp hefur tekið að sér að leika einn frægasta raðmorðingja sögunnar, Kobba kviðristu. Depp er nú að undirbúa sig undir hlutverkið. Hann fór meðal annars í tveggja klukkutíma gönguferð um hverfið í austur London þar sem Kobbi hélt til. Með Depp í för var Donald Rumbelow, sérfræðingur í málum raðmorðingjans. Donald sagði það hafa komið sér á óvart hversu vel Depp var að sér um sögu Kobba kviðristu, sem hélt London í heljargreipum árið 1888. Mel B reyndi að fyrirfara sér Kryddpían Mel B var fórnarlamb kynþáttahaturs þegar hún var táningur. Hún varð þunglynd og reyndi að stytta sér aldru' með því að taka inn of stóran skammt af lyfjum. Þetta kemur fram í sjálfsævisögu Mel B sem kemur á markað innan skamms. Kryddpían segir að hún og systir hennar, Dani- elle, hafi verið lagðar í einelti vegna hörundslitar síns þegar þær gengu í skóla i Leeds. Mel B segir skólasyst- urnar hafa hatað hana og að hún hafi engan haft til að ræða vanda- mál sín við. Hún vonar að saga sín geti hjálpað þeim sem eru í svipaðri stöðu í dag. Mel B býr nú meö syst- ur sinni og dótturinni Phoenix Chi í 300 milljóna króna villu i Bucks. RG.2001 Til sölu Marex, 29 feta skemmtibátur. Heitt og kalt vatn, sturta, eldavél, ísskápur, bógskrúfa, rafmagnsspil, akkeri, miðstöðvar, tvöfalt rafkerfi, geislaspilari, radar, talstöð, GPS plotter, 670 lítra olíutankur, 260 ha. Volvo Penta dísil o.fl. Glói ehf., Dalbrekku 22, 200 Kóp. Uppl. gefur Jón í síma 544 5770 og 892 9377. 676 Toyota Avensis Terra, 06/00,1600cc, ekinn 10 þús. km, beinskiptur, geisli, ABS, álfelgur, líknarbelgir, rafmagn o.fl. Ásett verð 1.570.000. Ath. skipti. Bildshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.