Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 11 Skoðun sköllóttur," sagði bróðir minn og var kannski ekki tæmandi mann- lýsing. Því þegar ég leit yfir svæðið, þá virtist mér annnar hver kall að verða sköllóttur, hálfsköllóttur, sköllóttur að þrem fjórðu eða með 14% skalla eins og ég. Ýmsir ger- ast sem sé þunnhærðir snemma í þessari minni ætt. Nema náttúr- lega allir þessir skallar hafi kvænst inn í ættina og þaö tel ég líklegra. Þarna var líka töluvert af fólki með mjög dökka húð, án þess þó að vera nýbúar. Enda löngu vitað og altalað í ættinni að Fransmenn hefðu haft viðkomu á Vestfjörð- um fyrir margt löngu og kannski kíkt ögn í ból húsfreyja og heima- sætna meðan bændur sigu í björg- in. Og nýlega mátti lesa í Mogga að til væru sagnir um Indverja sem sest hefði að á Hornströndum og átt þar afkomendur. Kannski var Indira Gandhi frænka mín og hvur veit nema Gandhi-fólkið mæti á næsta ættarmót okkar Hælvíkinga? Þverskuröur þjóðar í öllum ættum eru þekktir ein- staklingar og afreksmenn á ýms- um sviðum. Ætli Hilmir Snær, leikarinn góð- kunni hafi ekki borið þjóð- þekktasta and- litið á þessu móti. Fríða Sigurðar rit- höfundur var hins vegar ekki mætt og ekki heldur þeir fræknu fótboltafeðgar frá Keflavík, Guðni Kjartans og Haukur Ingi, en samt vann minn ættlegur fótboltamótið þó þeir væru ekki í liðinu og ég hafi sprungið eftir annars ágæta frammistöðu i hálfa mínutu. Aldursforsetar eða öllu heldur aldursdrottningar mótsins voru móðursystur mínar tvær, tvíbur- ar og 83 ára gamlar. Önnur reykti eins og strompur og hló að mér þegar ég sagði henni að fara að hætta þessum andskota, það end- aði með því að hún dræpi sig á þessu. Hin hafði aldrei reykt. Samt voru þær jafn gamlar. Eins og títt er um tvíbura. Þarna var líka mikið af músík- mönnum, söngvurum, hóf- drykkjumönnum, matmönnum, grinistum, bindindismönnum, hagyrðingum, íþróttamönnum, sagnamönnum og sætum stelpum og strákum. Börn voru þarna bæði prúð og óþekk. Þarna var i raun samankominn þverskurður af þjóðinni og fulltrúar flestra starfstétta og karaktera eins og á öllum ættarmótum. Það var helst að vantaði prest og þingmann, en enginn kvartaði þó af þeim sök- um sérstaklega. Og niðurstaða mín að móti loknu? Þarna voru saman komnir 250 íslendingar að skemmta sér. Og ættarmótið leyndi sér ekki. Eða hvað? Boltabullur eru að verða staðreynd hér á landi, bjórþambarar með nett- ar ístrur og kámugan munn. Leikmönnum líð- ur sumum svipað og kisu litlu sem tiplar léttilega fram hjá blóðhundunum á myndinni sem fylgir þessu skrifi. Þeir geta átt von á ýmu misjöfnu frá skrílnum á áhorf- endapöllunum - minni- hluta sem tekur öll völd í stúkunni. heyrði ég hvatningaróp Egils sem virkuðu vel á hans menn. Hann lét ýmislegt flakka en aldrei neitt sem ámælisvert gat talist. Ég hef horft upp á ýmislegt á vellinum og jafnvel hef ég séð þegar vísa hefur þurft fólki á dyr vegna óþolandi kjaftbrúks á áhorfendapöllum. Myndarlegar húsmæður geta breyst í óargadýr þegar þær horfa á börnin sín keppa í yngri flokkunum. Meira Köttarastarf Sjálfur er ég svo ljónheppinn að fylgja félagi að málum sem hefur verið að vinna og tapa á víxl, Þrótti. Félagið hefur alla tið lagt megináherslu á heilbrigt starf yngra fólksins, í stað þess að eyða peningunum í metnað hinna eldri, fremur ódýra tindollu með silfurhúð. Þá hefur félagið státað af bestu áhorfend- um í samanlagðri íþróttasögu ís- lands, Kötturunum. Sá hópur hef- ur vakið athygli fyrir frumlega uppörfun, kátleg og skemmtileg hróp. Þar er ekki verið að kasta skít í neinn. Öðru nær. Önnur félög hafa reynt að fara sömu slóð og mér sýnist að sum þeirra séu að ná góðum árangri á þessu sviði. Það er gaman á vell- inum og ég hvet sem flesta til að sækja leiki, hvort sem það er í úrvalsdeild, 1. deild eða 2. deild. Það er alltaf gaman á vellinum - ef orðljótir áhorfendur eyðileggja ekki skemmtunina. Leið til sóunar Rítstjórnarbréf Öli Björn Kárason ritstjóri fjármála og sala á ríkisviðskiptabönk- unum er aðeins skref í þá átt. íbúðalánasjóður ætti fyrir löngu að heyra sögunni til - sjóður sem var stofnaður á grunni gamalla og úreltra rikisstofnana, Húsnæðisstofnunar og nær gjaldþrota Byggingasjóðs verka- manna. Byggðastofnun, Lánasjóður landbúnaðarins, Ferðamálasjóður eru aðeins fleiri dæmi um tilgangslausa þátttöku ríkisins á fjármálamarkaði - þátttöku sem kemur í veg fyrir eðli- lega þróun. Landsbankapeningar Eins og áður segir er mikilvægt að ríkið haldi áfram við einkavæðingu ríkisviðskiptabankanna enda mun það hafa bein áhrif á lífskjör hér á landi þegar til lengri tíma er litið. Landsbankinn mun standa sterkari á eftir og að öðru óbreyttu njóta við- skiptavinir hans þess. Einnig er ljóst að salan getur haft veruleg áhrif á efnahagsmálin, ekki síst ef erlendir fjárfestar fá áhuga á bankanum - en þá verður ríkisstjórn- in að bera gæfu til þess að verja pen- ingunum af skynsemi. Og það vitlaus- asta sem hægt væri að hugsa sér væri að láta tekjurnar af Landsbankanum renna inn í Byggðastofnun sem aftur mundi verja peningunum til „at- vinnuuppbyggingar" og styrkingar byggða. Hvaða arðsemiskröfur ætla menn að stjórnarmenn Byggðastofn- unar muni gera þegar þeir fá fullar hendur fjár? Þá væri miklu nær að senda öllum landsmönnum sinn hluta í bankanum beint. Byggðastofnun er eitt versta dæmi síðustu áratuga sem við höfum um misnotkun stjórnmálamanna á opin- beru fé - misnotkun sem landsmenn hafa allir greitt fyrir i formi lakari lífskjara. í leiðara DV í febrúar 1999 sagði meðal annars: „Byggðastofnun (sem ef til vill verður „nútímavædd" á komandi öld og skírð Byggðasjóður) er sérstakt tæki stjórnmálamanna til misnotkunar og minnir helst á flugvél sem hefur það hlutverk eitt að fljúga yfir mannfjölda 17. júní og henda út karamellum til barnanna." Hugmynd- * _ in um að verja pen- ingum sem fást við sölu hlutabréfa ríkisins í ríkisviðskiptabönkunum til byggðamála er ekki ný af nálinni og i sjálfu sér skiptir engu hvort þeir pen- ingar renna í gegnum Byggðastofnun eða aðrar opinberar pípur sem verða búnar sérstaklega til. Niðurstaðan verður alltaf sú sama; aðeins verður lengt í hengingarólinni sem byggða- stefna síðustu áratuga hefur reynst landsbyggðinni. Eða eins og ég benti á hér í blaðinu í nóvember 1999: „Eina raunverulega byggðastefna framtíðar- innar er að koma í veg fyrir að höfuð- borgarsvæðið sogi lífskraftinn úr byggðarlögum sem annars gætu átt góða lífsmöguleika. Byggðastefna framtíðarinnar er ekki fólgin í því að gera landsbyggðarfólk að eins konar ölmusumönnum sem bíði eftir að næsti ríkisbanki verði seldur... Byggðastefna framtíðarinnar felst í þvi að blása mönnum í brjóst bjart- sýni og kjark til að takast á við marg- vísleg verkefni - nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru og eiga að vera fyr- ir hendi. Öruggasta leiðin er að lofa landsbyggðinni að njóta þeirrar upp- skeru sem hún hefur sáð til en ekki setja hana í spennitreyju opinberra af- skipta eða reglna." „Hvaða arðsemiskröfur œtla menn að stjómar- menn Byggðastofnunar muni gera þegar þeir fá fullar hendur fjár? Þá vœri miklu nœr að senda öllum landsmönnum sinn hluta í bankanum beint. Byggðastofnun er eitt versta dœmi síðustu áratuga sem við höfum um misnotkun stjórn- málamanna á opinberu fé - misnotkun sem landsmenn hafa allir greitt fyrir í formi lakari lífskjara. “ By99«Q$to| mun Ég var einn þeirra sem fagnaði þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að taka loksins til hendinni og hefjast handa við að losa tök ríkisins enn frekar á fjármálakerfinu. Sala á þriðj- ungshlut eða meira í Landsbankan- um er skynsamleg, þó engin skyn- semi eða réttlæti sé í því að binda söl- una aðeins við erlenda ríkisborgara. Einkavæðing ríkisviðskiptabank- anna hefur gengið fremur brösulega fyrir sig þó svo stefnan hafi alltaf ver- ið nokkuð skýr. Samkeppnisráð kom í veg fyrir samruna Búnaðarbanka og Landsbanka sem var skynsamlegt, en einhverjir telja ráðið hafl gengið of langt í túlkun sinni á samkeppnislög- um. En verkefni ríkisstjórnarinnar og viðskiptaráðherra var hins vegar aldrei að knýja fram sameiningu á fjármálamarkaði með þeim hætti sem stefnt var að heldur aðeins að draga ríkið fyrir fullt og allt út úr rekstri á fjármálamarkaði og um leið að tryggja eðlilega samkeppni. Þvi mið- ur hefur athyglin fyrst og fremst beinst að sölu á ríkisviðskiptabönk- unum en aðrar stofnanir og sjóðir í umsjón ríkisins hafa fengið að vera í friði. Nátttröll samtímans f gegnum árin hef ég margoft bent á nauðsyn þess að ríkið hætti afskipt- um af fjármálamarkaði og raunar hef ég jafnframt haldið þvi fram að íhlut- un ríkisins á markaðinúm hafi ekki aðeins komið í veg fyrir eðlilega þró- un heldur ekki síður fyrir aukna sam- keppni og um leið leitt til mikillar só- unar verðmæta. Þegar við íslendingar veltum því fyrir okkur af hverju laun eru í mörg- um tilfellum lægri hér á landi en i öðrum löndum og verðlag hærra er skýringanna ekki síst að leita í lélegri framleiðni fjármagns. Og þar skiptir mestu að arðsemiskröfur sem gerðar hafa verið til flárfestinga hafa ekki verið þær sem eðlilegt hefði verið. Kröfur um arð- semi fjárfestinga eru í öfugu hlutfalli við afskipti opinberra aðila af fjármála- markaðinum. Þess vegna er það svo mikil- vægt að ríkið dragi sig að fullu út af mark- aði eMatatataieaaMr.»6aaBB*8a6B3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.