Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2001 DV Landið 7 Enginn niðurskurður hjá Skagamönnum - en hækkun á þjónustugjöldum líkleg DV, AKRANESI: Þessa dagana er mikið rætt um að sveitarfélög verði að draga saman seglin vegna aukinnar verðbólgu, gengissigs, launahækkana og íleira. Gengissigið er að sliga mörg sveitarfélög þar sem sum hver eru með mik- ið af sínum lánum í er- lendri mynt. Einnig hafa mörg þeirra orðið fyrir niðurskurð á framkvæmd- um hjá Akraneskaupstað. „Þjónustugjöldum verður breytt eftir því sem ástæða þykir til í ljósi verðlags- breytinga en málin verða skoðuð með haustinu. Tekj- ur kaupstaðarins hafa ekki lækkað en útgjöld hafa vissulega hækkað í kjölfar kjarasamninga og óhag- stæðrar gengisþróunar. Það Gísli Gíslason bæjarstjóri _skoriö miklu tekjutapi vegna sjó- niöur á skaganum. er engin ástæða til mannaverkfallsins. ' skyndiaðgeröa," sagði Gísli Bæjarstjórinn á Akranesi segir Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, engar likur á því að farið verði í við DV. -DVÓ Nýtt kjúklingabú að Ytra-Holti, sunnan Dalvíkur ,er tekiö til starfa. Dalvík: Nýtt kjúklingabú DV. DALVÍK: Eldishús Islandsfugls að Ytra- Holti, sunnan Dalvíkur ,er tekið til starfa. Þrettán þúsund ungar voru settir í húsið og verður þeim slátrað um miðjan ágúst. En þetta er aðeins byrjunin og verður þúsundum unga bætt við vikulega. Húsinu er skipt í sex hluta og er aðeins einn tekinn í notkun í fyrstu atrennu og siðan hver af öðrum. Við eldi og slátrun kjúklinga er leitast við að fara að ströngustu heilbrigðiskröfum. Framkvæmda- stjóri íslandsfugls er Auðbjöm Kristinsson. Náttúrustofa Vesturlands: Kannar minkastofninn Náttúrustofa Vesturlands var formlega tekin í notkun sl. fimmtu- dag að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal þingmönn- um, ráðherram og bæjarstjóm. Við athöfn sem fram fór í Ráðhúsinu kom fram mikil ánægja og áhugi með Náttúrustofu og ljóst að margvisleg verkefni biða staifsmanna. Forstöðumaður Nátt- úrustofu er Róbert Arnar Stefáns- son, í hlutastarfi er Sigríður Elisabet Elís- dóttir sem mun þjón- usta Breiðafjarðar- nefnd og í sértækt verkefni í sumar hef- ur verið ráðinn Heim- ir Kristinsson en hann mun ásamt Ró- bert vinna að því að kanna stærð minka- stofnsins á Snæfells- nesi. Sagði Róbert í samtali við blaðið að það væru fyrstu skrefm til að kanna hvort hægt sé að minnka minkastofninn í landinu. -DVÓ/KB Borað á Hellisheiði: Tveggja kílómetra djúpar holur Á Hellisheiði er nýhafin uppsetn- ing stærsta jaröbors landsins en hann gengur undir nafninu Jötunn. Að verkinu vinna starfsmenn Jarð- borana hf. en borinn er settur upp á framkvæmdasvæði Orkuveitu Reykjavíkur í Skarðsmýrarfialli sem er norðaustur af Skiðaskálan- um í Hveradölum. Orkuveitan hyggst reisa 20 til 35 megavatta gufuaflsvirkjun á svæð- inu. Á næstu vikum verða boraðar tvær tveggja kílómetra djúpar bor- holur og er kostnaður áætlaður um 450 milljónir króna. -NH DV-MYND NH Stærsti bor landsins Á fimmtudag var hafist handa viö uppsetningu stærsta bors landsins. DV-MYND ÞGK Grafið fyrir brunahana Gísli G. Sigurösson, verktaki í Grindavík, grefur skurö fyrir bruna- hana í nýja hverfinu í Grindavík. Grindavík: Nýtt íbúöar- hverfi rís Byggingaframkvæmdir í Grinda- vík hafa verið áberandi að undan- fornu og senn líður að þvi að flutt verði inn í fyrsta húsið í nýju hverfi. Hafnar eru framkvæmdir við íbúðarhús sem byggingafélagið Búmenn er að láta byggja en í því verða tíu íbúðir. Þær fyrsta verða afhentar haustið 2002. Búmenn hafa þegar látið byggja fyrir sig í Garðin- um og Sandgerði og fyrir liggur lof- orð um lóð í Vogum. Rétt til að kaupa íbúðir hjá Búmönnum hafa þeir sem eru 50 ára og eldri. Ásgeir Hjálmarsson, formaður Búmanna á Suðurnesjum, segir áhuga fólks á verkefninu mjög mikinn. -ÞGK Fpcom HJ0LAB0RÐ MEÐ SKÚFFUM F/lCO/VrPlaStbakkar Gmggur staður fyrir w w w. i s FAC0M verkfærin, og allt á sínum stað! fyrir öll verkfæri ..þaí sem fagmaðurinn notar! Meistari Schumacher hefur lagt nafn sitt við þessa ryksugu Astæðurnar eru: 1) Hún er frá AEG 2) Hún er 1800 w 3) Hún hefur Ferrari útlitið Mkbatt SCIIUMACHKK Mjög vönduö, ekta formúlu-húfa fylgir gripnum. Sími 530 2800 HEIMILISTÆKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.