Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2001, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2001 DV Menning Ofgakenndur siðaboðskapur Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjonsdóttir Fjóröa markmiðiö Þeir Pétur Örn Friðriksson og Helgi Eyjólfsson opnuðu sam- eiginlega myndlistarsýn- ingu 1 Gallerii Sævars Karls um helgina. Sýn- ingin ber heitið Mark- mið og er sú fjórða í röð- inni undir því nafni. Að sögn Péturs Arnar er Markmið „einungis það sem það er hverju sinni; spunaverkefni" eins og hann kemst að orði. Og hann segir enn fremur: „Mark- mið er samsett úr margþættum verkefn- um sem unnin eru til sýningar, skrásett til birtingar á sjónrænan hátt og með öðr- um heimildum." Sem fyrr getur er þetta fjórða sýning þeirra félaga undir þessum formerkjum, áður sýndu þeir Markmið í gall- erí@hlemmur.is í febrúar 2000, Audio visual art gallerí Deiglunnar á Akureyri i júlí 2000 og i Galeria Wyspa í Gdansk í Póllandi í mars á þessu ári. Meðal þeirra verkefna sem Markmið hefur framkvæmt má nefna flugdrekaílug, framleiðslu og útvegun á björgunarbúnaði, hönnun og smíði báta, kappakstur á Volvo, skotkeppni með fjarstýrðu skotmarki og skreyttum markmyndum, athuganir með fyrirbærið orfplanki, kappsiglingar með fjarstýrðum bátum, hönnun og smíði eggvopna og skotvopna og stóls útbúnum með miðunarbúnaði fyrir eftirlitsmyndavél, innbrot og vopnasöfnun og taka landslagsljósmynda með hjálp eldilauga, flugdreka og sérútbúinna gjarða sem renna niður fiallshliðar. Lög Bastiats Nýlega gaf Andríki, útgáfufélag Vef- Þjóðviljans, út ritið Lögin eftir franska hagfræðing- inn Frédéric Bastiat. Þann dag voru 200 ár liðin frá fæðingu Bastiats en hann var um sína daga áhrifamikill boðberi frjálsra viðskipta. Að mati Andríkismanna eru Lögin fyrir löngu orð- ' in sígilt verk en í bókinni fjallar Bastiat m.a. um hlutverk laga og ríkisvalds. Brynjar Arnarson islenskaði. Mannamyndir Péturs Behrens Pétur Behrens myndlistarmaður opnar sýningu á mannamynd- um í Gallerí Klaustri að Skriðuklaustri á morg- un. Á sýningunni eru tíu kolateikningar, portrett af fólki. Sýningin er opin á sama tíma og hús skáldsins, kl. 11-17 alla daga, og stendur til 2. ágúst. Pétur Behrens er fæddur í Hamborg árið 1937 og nam myndlist í Hamborg og Berlín. Hann flutti til íslands 1962 og var stundakennari við Myndlista- og handíða- skóla. íslands og Myndlistaskóla Reykja- víkur 1978-1986. Hann hefur frá 1986 búið á Höskuldsstöðum í Breiðdal og stundað myndlist, þýðingar, hrossaræktun og tamningar. Pétur hefur haldið 13 einka- sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Tveir heimar Jhumpa Lahiri Út er komin á vegum bókaútgáfunnar Bjarts bókin Túlkur tregans í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. í sínu fyrsta verki reynir hin unga Jhumpa Lahiri, sem er af indversku bergi brotin, að túlka trega þeirra sem gista tvo heima; fólks sem býr fjarri heimalandi sínu. Henni ferst það afar vel úr hendi og hefur bókin farið sigurför um heiminn. Sjaldan hefur út- gáfa smásagnasafns vakið jafnmikla at- hygli. Hlaut Jhumpa Lahiri Pulitzer-verð- launin, sem eru virtustu bókmenntaverð- laun Bandarikjanna, árið 2000 fyrir þessa bók auk fjölda annarra verðlauna. Hún var einnig valin í hóp fremstu rithöfunda Bandaríkjanna af tímaritinu The New Yorker. Jhumpa Lahiri er fædd 1 Englandi árið 1967. Foreldrar hennar eru indverskir innflytjendur. Siðar flutti hún til Banda- ríkjanna þar sem hún býr nú. Bókin kemur út í bókaklúbbnum Neon. lúlkur trecans Staðartónskáld í Skálholti í ár eru tvö, þau Jón Nordal og Karólína Eiríksdóttir, og á laugardaginn var voru fyrstu tónleikar hátíð- arinnar með verkum eingöngu eftir Karólínu. Þau eru frá ýmsum tímabilum, það elsta frá 1980 en hið yngsta splunkunýtt. Tónleikarnir hófust á stuttri tónsmíð fyrir einleiksfiðlu, In vultu solis, sem Sigrún Eð- valdsdóttir flutti. Tónn fiðluleikarans var dá- lítið sár i upphafi en mýktist fljctt og var leik- ur hennar hinn glæsilegasti. Það náði þó ekki að gera tónlistina áhugaverða, sem var frem- ur sviplaus og ómarkviss. Hins vegar var hitt fiðluverkið sem Sigrún spilaði, Hugleiðing frá árinu 1996, mun hnitmiðaðri og innihaldsrík- ari, með magnaðri stígandi og úthugsuðum endi. Verkið kom ekki vel út er það var frum- flutt af ónefndum fiðluleikara í Listasafni Sig- urjóns sumarið 1997 en á tónleikunum í Skál- holti var eins og maður væri að hlýða á allt aðra tónsmíð. Túlkun Sigrúnar var fádæma kraftmikil, tæknin óaðfinnanleg og var út- koman sérlega ánægjuleg. Sannaðist þarna enn og aftur hve auðvelt er að eyðileggja góða tónsmíð með lélegum flutningi. Miðaldakveðskapur Tvö söngverk voru flutt á tónleikunum og bar hið fyrra nafnið Na Carenza, fyrir mezzó- sópran, óbó og víólu. Textinn er úr kvæði kvenkyns trúbadors frá miðöldum, og sam- anstendur af fremur dúllulegum ráðlegging- Tónlist um til ólofaðrar konu sem veit ekki hvort hún á að gifta sig eða ekki. Tónlistin er langt frá því að vera miðaldaleg, laglínurnar eru ekki beint af þeirri gerðinni sem maður syngur i sturtu, þær samanstanda svo til eingöngu af ómstriðum tómbilum sem sumum kann að finnast óþægileg áheyrnar. Fékk maður á til- Karólína Eiríksdóttir tónskáld Myndin er tekin fyrir tæpum tveimur áratugum. Karólína er staðartónskáld í Skálholti í ár ásamt Jóni Nordal og á laugardaginn voru flutt eftir hana verk frá ýmsum tímabilum. finninguna að Karólínu hafi verið nokk sama hvort áheyrendum þætti tónlist sín skemmti- leg eða ekki. Verkið býr þó yfir innra sam- ræmi og var að minnsta kosti vel Qutt. Þar voru á ferðinni þau Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, Peter Tompkins óbóleikari og Jónína Auður Hilmarsdóttir víóluleikari. Ás- gerður hefur breiða og hljómmikla rödd, ör- ugga tækni og var frammistaða hennar hin ágætasta. Einnig var leikur beggja hljóðfæra- leikaranna prýðilegur. Djarfar hljóðfærasamsetningar Hitt söngverkið, sem hér var frumflutt, heit- ir Að iðka gott til æru og er fyrir mezzósópr- an, óbó, víólu, selló, sembal og kór. Tónlistin byggist á fornum lögum úr íslenskum handrit- um og er fyrri hluti textans eftir Hallgrím Pét- ursson, en sá síðari eftir Jón Þorsteinsson. Hófst verkið á kórsöng þar sem karlaraddir og kvenraddir voru í kyn- legu ósamræmi, en síð- an tóku við djarfar hljóðfæraasamsetning- ar sem líktust engu á þessari jörð. Ásgerður söng einsöng sem fyrr og var túlkun hennar stórbrotin og lifandi. Var það ekki síst henni að þakka að tónsmíðin var svo áhrifamikil. Karólínu hefur tekist að skapa kyngimagnað og frumlegt tónverk þar sem allskonar siða- boðskapur er settur fram á alveg nýjan hátt, með öfgakenndri og jafnvel geðveikis- legri tónlist, aldrei leið- inlegri. í flutningnum var hvergi dauðan punkt að finna, söngur Kam- merkórs Suðurlands undir nákvæmri stjóm Hilmars Arnar Agnars- sonar var hreinn og skýr, og erfiður sam- söngurinn ágætlega af hendi leystur. Sama má segja um hljóðfæra- leikinn sem var tær og í eðlilegu styrkleika- jcifnvægi, en þar voru á ferðinni þau Peter og Jónína, ásamt Sigurði Bjarka Gunnarssyni sellóleikara og Helgu Ingólfsdóttur sembal- leikara. Er því ekki annað hægt en að óska Karólínu og öllum að- standendum tónleik- anna til hamingju með vel heppnaðan frum- flutning. Jónas Sen mannsgaman Höfuðleikur Skellti mér í betri fótin á dögun- um og fór í leikhús, gamanleikhús. Þar var verið að sýna skrýtinn söng- leik með fólki í skrautlegum fótum. Hávaðinn og keyrslan minnti mann á að tíminn líður ekki bara inni í armbandsúri, heldur í manni sjálf- um. Það er eins og gengur; hraðinn er i tísku og tiskan er gröð. Leitaði á miðanum hvar ég ætti að sitja með spúsu minni og fann á endanum aftasta bekk. Þar eru sæt- in uppi í rjáfri og undarlega nálægt þakinu, nánast eins og maður eigi að setjast i þau sitjandi. Ég settist varlega niður á þessum undarlega stað, eins og keyrður upp í loft. Leikritið hófst með látum og ljós- um og lykt. Það var viðbúið. Hinu átti ég ekki von á að hitinn, sem var orðinn nokkur í húsinu áður en leiksýningin hófst, ykist jafn mikið og raun varð. Hitinn var stækur fyr- ir hlé en í seinni hálfleik var hann nær þvi að vera tyrkneskt gufubað en íslenskt iðnaðarhús. Þá var ég þegar kominn úr jakkanum og far- inn að losa mig við skyrtuna til hálfs. Konan viö hliö mér - í þunn- um bol - vissi í orðins fyllstu merk- ingu ekki sitt rjúkandi ráð. Sviti perlaði á andlitum okkar og ein- hvernveginn hafði maður á tilfmn- ingunni að undir höndunum væri eyðirinn gufaður upp. Fyrir framan mig byrjaði ný sýn- ing í sýningunni. Þar sat þybbinn maður með pertublautan skalla og höfuð hans var byrjað að riða á gild- um öxlunum. Eina stundina var eins og kollurinn væri að detta ofan í klof hans, með viðkomu á bumbunni, aðra stundina bjóst ég við að grípa það og geyma í fangi mínu til loka leiks. Öðruhvoru valt það út á hlið og þess á milli kipptist það við eins og innbúið væri að ranka við sér. Ég missti stærstan part úr sýn- ingunni af því þetta höfuð lék stærra hlutverk fyrir framan mig en hægt var að horfa framhjá. Loksins þegar sýningu lauk, reis það upp í loft, eins og fjöður, með þeim skila- boðum niður í hendur að klappa meir en aðrir gerðu. Er enn að hugsa hvað það hafi hugsað á útleiðinni. -SER Líf eftir líf eftir líf - ljóðaúrval Pálma Amar Guðmundssonar er komið út einnig birtar greinar sem skáldin Sjón og Jóhann Hjálmarsson hafa skrifað um Ijóðagerð Pálma Amar. Einar Már ritar inngang og segir m.a. að ljóð Pálma „tjái að hluta þá ringulreið sem með köflum setti mark sitt á huga hans. Sum þeirra voru sprottin úr depurð þunglyndis en svifu á vængjum ólgunnar." Einar segir enn fremur að Pálmi hafi „haft súrrealismann í sér“ og líf hans og skynjun hafi verið mjög í anda þeirrar stefnu. „En ljóðin urðu ekki til í ringulreiðinni einni saman. Ástarþráin, lífskvölin, einveran - allt litar þetta hugarástand ljóðanna, einnig kímnin og stundum ákveðinn léttleiki í lundinni." Klefinn minn er Ijós- grœnn. Á steinbekk er röndótt plastdýna og ull- arteppi merkt LÖG- REGLAN í REYKJA- VÍK. Huröin er úr járni og einhver hefur krotaö á hana hakakross. Á henni er lítill gluggi. í honum birtast fangaveróirnir, koma og gefa sígarettu og kaffi. Þú hringir bjöllunni og svo kemur enginn. Þá lemurþú huröina og tekur trommu- sóló. Sparkar í hana og djöflast uns fangavöróur feitur einsog fœðingar- lœknir birtist í glugganum. Þú sérð þá koma meö fangana. Suma bera þeir á milli sín. Einn söng When the saints go marching in. í klefanum sem er klefinn minn (ég keypti hann affœðingarlœkn- inum mínum sem er feiti fangavörður- inn) dreymir mig drauma (...). Ljóðdæmið að ofan er partur úr ljóðinu Klefinn minn eftir skáldið Pálma Örn Guðmundsson sem lést árið 1992. Nú hefur verið gefið út hjá Máli og menningu úrval úr ljóðum Pálma sem ber heitið Á öðru plani. Er það bróðir Pálma heitins, Einar Már Guðmundsson, sem hefur valið ljóðin í bókina en ljóðabækurnar sem liggja til grundvallar eru sex. í bókinni eru ég hef lifaö og dáið samt er ég þaó sem ég er og ég get ekki annaó endalaus er heimurinn sköpun hans er ég sá sem lifir og mun lifa ég hef ekki áhyggjur af því sem er ekki annað en líf eftir líf eftir líf (Líf eftir líf eftir líf, bls. 122.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.