Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 DV Fréttir Tugmilljónaframkvæmdir í Brattahlíð og Árni Johnsen með prókúru: Allt fjármagn í höndum Árna - segir grænlenskur nefndarmaður. ístak án útboðs. Bókhaldið finnst ekki Ámi Johnsen alþingismaður var á sama tíma formaður Vestnorræna þing- mannaráðsins og formaður Brattahlíð- amefhdar sem skipuð var árið 1993 vegna uppbyggingar þjóðveldisbæjar- ins, Þjóðhildarkirkju og skála Eiríks rauða í Brattahlíð á Grænlandi. Bratta- hlíðamefnd skipaði árið 1997 byggingar- nefnd sem Ámi Johnsen varð einnig formaður fyrir. Páil Brynjarsson við- skiptaffæðingur annaðist bókhaldið fyr- ir Áma sem sjálfur fór með prókúra vegna ffamkvæmdanna. Þetta nefndar- starf Áma var eftir því sem DV kemst næst án eftirlits og þeir þingmenn Vest- norræna þingmannaráðsins sem blaðið ræddi við höfðu ekki hugmynd um það hvort eða hver hefði eftirlit með fjár- reiðum alþingismannsins. „Þú verður að spyrja Jonathan Motzfeldt, landstjóra Grænlands,“ sagöi einn félaga Áma í þingmannanefndinni. Annar félaga hans sagði málið vera ótrúlegt og hann hefði ekkert séð um fjárreiðumar: „Þetta er eins og að fiska í Smugunni," sagði sá og vísaði til þess að nefndin var alþjóðleg og á gráu svæði utan eftirlits. íslendingar lögðu fé til uppbyggingar- innar í Brattahlíð að helmingi á móti Grænlendingum og Færeyingum. Þá lagði norski olíurisinn Statoil verulegar fjárhæðir til þessa verks, samkvæmt heimildum DV. Ekkert bókhald Skrifstofa Alþingis fer með fjárreiður vegna Vestnorræna þingmannaráðsins og leggur ráðinu til skrifstofúr. Starfs- maður þar skrifar út ferðabeiðnir vegna þingmanna og færir bókhald. Itarlegir ársreikningar em gefnir út vegna Nor- ræna þingmannaráðsins en ekkert er að flnna í bókhaldi skrifstofu Alþingis vegna framkvæmdanna i Brattahlíð. Emst Olsen, framkvæmdastjóri Vest- norræna þingmannaráðsins, kom af fjöllum þegar hann var spurður um bók- hald og reikninga varðandi fram- kvæmdir á vegum Brattahlíðarnefhar- innar. „Á skrifstofu minni er ekkert bók- hald né heldur reikningar sem varða byggingamefnd vegna framkvæmda í Brattahlíð. Byggingamefndin starfaði DV-MYND REYNIR TRAUSTASON Frá Brattahlíð Glæsilegar byggingar voru reistar af ístaki. Árni stjórnaöi byggingarnefnd og fór meö fjármálin. Reynir Traustason blaðamaður sjálfstætt og í henni vom þrír Græn- lendingar, sem ég hvorki þekki né hef hitt, og svo Ámi Johnsen," segir Emst Olsen. Aðspurður um það hvar bókhaldið væri að finna sagði hann: „Ámi hlýtur aö vita hvar bókhaldið er“. Nefndarmenn til skrauts Rie Oldenburg, samstarfsmaður Áma í byggingar- nefndinni, sem sett var á laggirnar árið 1997, sagði aðra nefndarmenn en Áma aldrei hafa komið nálægt þeim flármunum sem fóm til framkvæmda. „Við höfðum ekkert með bókhald eða peninga að gera og vorum eiginlega í nefndinni til skrauts, eins og rjómi á köku. Ámi sá um allar framkvæmdir og fjármál í samstarfi við ístak og þar hljóta reikningamir að liggja. Þetta vom miklir peningar," segir Rie. DV spurði alþingismennina Hjálmar Árnason, varaformann íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Gísla S. Ein- arsson nefhdarmann eftir Qárreiðum Brattahlíðamefhdarinnar en hvorugur kannaðist við að hafa séð reikninga eða skýrslu um fjárútlát. Samdi beint viö ístak Meðal þess sem Ámi samdi um var stórverkefni sem ístak tók að sér að framkvæma. Þar er um að ræða bygg- ingu á kirkju Þjóðhildar og skála Eiríks Hjálmar Árnason. rauða. Eftir því sem DV kemst næst nam kostnaðurinn við þær framkvæmd- ir að minnsta kosti 70 milljónum króna. Rétt er að taka fram af þessu tilefni að blaðið hefur ekki upplýsingar um mis- ferli Áma í þessu sambandi. Verkefni ístaks á Grænlandi lauk i fyrrasumar þegar haldin var mikil hátíð af þvi til- efni að 1000 ár vom liðin frá landafund- um. Mannvirkin em einstaklega vel gerð og hafa vakið athygli. Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks, staðfesti að Ámi hefði sjálfur samið við fyrirtækið um þetta verk. „Það er rétt, Ámi samdi við okkur fyrir hönd Vestnorræna ráðsins," segir Páll. Eins og fram kom í DV í gær upplýsti Óskar Sigurðsson, trésmiður sem starf- aði hjá ístak, að hann hefði í tvígang unnið fyrir Áma Johnsen að skipun verkstjóra. Jafnframt upplýsti smiður- inn að verkstjórinn hefði ekki beðið um sundurliðun á þessu verki frá öðram verkum sem unnin vora fyrir Istak í Þjóöleikhúsinu. Ljóst er að tengsl Árna Johnsens og ístaks era sterk þegar litið er til þess að hann hefur úthlutað þeim flölda verka í Þjóðleikhúsinu og að auki á Grænlandi. Ekki náðist samband við Áma John- sen sem staddur er úti í Vestmannaeyj- um. Menntamálaráðherra: Álitsgjafar ekki ábyrgir Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að þótt Óskar Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Fram- kvæmdasýslu rikisins, hafi leit- að álits deildar- stjóra í mennta- málaráðuneytinu þá feli slíkt ekki í sér að hann varpi ábyrgð af starfi sínu á þá. Undir- menn sinir í ráðuneytinu taki ekki á sig ábyrgð sem framkvæmdastjórinn verði að bera sjálfur. í DV í gær kom fram að fram- kvæmdastjórinn hefði leitað til Ör- lygs Geirssonar, skrifstofustjóra fjármálasviðs menntamálaráðuneyt- isins, vegna þess að hann hefði talið óeðlilegt að Ámi Johnsen, formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins, hefði skrifað upp á reikninga vegna Þjóðleikhússins. Óskar segir að skrifstofustjórinn hafi talið að Árni mætti skrifa upp á reikningana. Þá hefur hann lýst því að hlutverk Framkvæmdasýsl- unnar hafi verið að flokka reikn- inga og kvitta en ekki að taka ábyrgð á þeim. Menntamálaráðherra segir ábyrgð framkvæmdastjórans koma skýrt fram í erindisbréfi. Það eitt að leita álits breyti engu þar um. -rt Vinnustaðaþjófnaður: Snöggir að grípa fartölvur og síma Þjófnaður á vinnustöðum hefur færst mjög í vöxt að undanfómu og er vaxandi vandamál að mati lög- reglu. í hverri viku berst lögreglu fjöldi tilkynninga um þjófnað á tölv- um, símum og öðrum skrifstofubún- aöi. í nær öllum tilvikum á þjófnað- urinn sér stað á meðan starfsemi er í fullum gangi og virðast þjófar afar snöggir að grípa fartölvur, síma og önnur verðmæti sem verða á vegi þeirra. Skrifstofufólk við Kringluna fékk slíka heimsókn fyrr í vikunni. Þjóf- urinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér tvær fartölvur, myndbands- upptökuvél og stafræna myndavél. Að sögn lögreglu er verðmæti þýfis- ins í þessu eina tilfelli metið á um milljón krónur. Lögreglan í Reykjavik hvetur fólk til að sýna aðgæslu og skilja ekki verðmæta hluti, eins og fartölvur, eftir á glámbekk í fyrirtækjum þar sem umgangur utanaðkomandi fólks er mikill. -aþ Veftriö i kvöld | Solnr&tngur og sjavarföll | Vcðrið á morgun REYKJAVÍK AKUREYRI Léttir til á Austurlandi Austlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s. Skýjað og vætusamt á vestanverðu landinu en léttir nokkuö til austanlands þegar líður á daginn. Hiti 8 til 15 stig, svalast á annesjum norðanlands. Sólarlag i kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóó Árdegisflóð á morgun 23.13 23.25 03.56 03.02 17.25 21.58 05.50 10.23 Skyriagar a veðurtaknum J*--ViNDÁTT 10V—H1TI -10° ■^SVINDSTYRKUR \™cr HEiÐSKÍRT I rtwtruin & sðkóndu IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ RIGNING SKÚRIR ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR O SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SLYDDA SNJÓK0MA SKAF- P0KA RENNINGUR mm Ástand fjallvega Gæsavatnaleið lokuö Langflestir vegir hálendisins eru orönir færir. Enn er þó Dyngjufjalla- og Gæsavatnaleið norðan Vatnajökuls lokuð og ófært er í Hrafntinnusker. .úuoimi Vaglr á flAygeAuni tn»Aum »ru lokaðir þartil annaö vwður auglýst WWW.V#g*g.l«/fá«ll m Svalast á annesjum fyrir noröan Austlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s. Léttskýjað austanlands en skýjað með köflum og skúrir vestanlands á morgun. Hiti 8 til 15 stig, svalast á annesjum noröanlands. Slimiml.i;;ur 3® Vindur: 3—8 nV* Hiti 8° til 16° Vindur; G—s 3-8 m/» \ Hiti 8“ tii 16° Austlæg eða breytlleg átt, Austlæg eða breytlleg átt, 3-8 m/s og skýjað með 3-8 m/s og skýjað með köflum en skúrlr á stöku köflum en skúrir á stöku stað. Hltl 8 tll 16 stlg, stað. Hltl 8 tll 16 stlg, hlýjast tll landslns. hlýjast til landslns. Wl.iiuitki Vindur: 3-8 m/s Hiti s° til 16° Austlæg eða breytlleg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum en skúrlr á stöku stað. Hlti 8 tll 16 stlg, hlýjast til landslns. 1 Veöríð ki. 6 AKUREYRI skýjaö 9 BERGSSTAÐIR alskýjaö 8 BOLUNGARVÍK alskýjaö 9 EGILSSTAÐIR 8 KIRKJUBÆJARKL. hálfskýjaö 9 KEFLAVÍK rigning 10 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK rigning 10 STÓRHÖFDI úrkoma í gr. 10 BERGEN skýjaö 14 HELSINKI skýjaö 22 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 17 ÓSLÓ alskýjaö 14 STOKKHÓLMUR rigning 15 ÞÓRSHÖFN úrkoma í gr. 9 ÞRÁNDHEIMUR rigning 12 ALGARVE hálfskýjaö 16 AMSTERDAM þokumóöa 15 BARCELONA skýjaö 19 BERLÍN léttskýjaö 16 CHICAGO þokumóöa 23 DUBLIN hálfskýjaö 9 HALIFAX léttskýjaö 14 FRANKFURT skýjaö 16 HAMBORG skýjaö 17 JAN MAYEN skýjaö 3 LONDON skýjaö 14 LÚXEMBORG skúr 12 MALLORCA hálfskýjað 23 MONTREAL heiöskírt 19 NARSSARSSUAQ alskýjaö 7 NEW YORK alskýjaö 21 ORLANDO skýjað 23 PARÍS skýjaö 20 VÍN skýjaö 16 WASHINGTON þokumóöa 22 WINNIPEG 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.