Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Blaðsíða 25
29 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 DV Tilvera Búinn að ná sér Gamli kókaínhausinn náði að forö- ast gamla vanann í erfiðleikunum. Skilnaðurinn líkur dauða Dennis Quaid tjáði sig um skiln- að hans og leikkonunnar Meg Ryan i fyrsta skipti við tímaritið W. Þar segir hann að skilnaður sé nánast það sama og dauði. „Þegar maður skilur þá þurrkast sjálf manns nánast út. Þess vegna er það líkt dauða,“ segir Quaid. Hann telur einnig að skilnaður sé næsterfiðasta lífreynsla fólks á eftir bamamissi. Hann lýsir því einnig hvað hann hafi gengið í gegnum eftir skilnaðinn. Hvernig hann hafi gengið í gegnum tímabil sjokks, þunglyndis og reiði. Quaid tókst samt sem áður að komast hjá því að detta í gamla farið og drekka og sjúga kók í nefið eins og hann gerði áður en hann hitti Meg. Quaid er harðákveðinn í því að láta öll sambönd vera í náinni framtíð. Að sögn hans er samband þeirra Meg mjög gott og þau tala saman á næstiun hverjum degi. Lýðurinn vill Liz og Robbie Samkvæmt skoðanakönnunm í Bretlandi vill almenningur þar í landi helst daðra við leikkonuna Liz Hurley og söngvarann Robbie Williams. Hinar þvengmjóu Geri Halliwell og Kate Moss urðu að lúta í gras fyrir reynsluboltanum Liz. Jaggerpían Sophie Dahl varð einnig að láta sig sigraða. Af þeim sem náðu ekki vinsæld- um Robbie má nefna hinn ævaforna Sean Connery og kant- manninn lipra, David Beckham. Auk þess hlaut fyrrverandi henn- ar Liz, sjálfur Hugh Grant, mörg atkvæði. Stúlkumar vita að þær fara ekki tómhentar frá Hugh. Hentumyndir: Raunverulegir atburðir settir í óvenjulegt samhengi - ný tegund kvikmynda á íslandi. í kvöld verða frumsýndar í Há- skólabíói þrjár nýjar íslenskar myndir sem nefnast Lúðrasveit og brú eftir Böðvar Bjarka Pétursson, Kyrr eftir Árna Sveinsson og Friður eftir Pétur Má Gunnarsson. Fram- leiðandi myndanna er Böðvar Bjarki Pétursson. Kyrr og friður eru tólf mínútur hvor en Lúðrasveit og brú er í fullri lengd. Að sögn Böðvars Bjarka er hér um að ræða sama konsept og á ensku kallast „ready made“ og við köllum Hentumyndir. í þeim eru raunverulegir atburðir settir í óvenjulegt samhengi til að veita nýja sýn á lífið og tilveruna. Lífið á Hlemm Kyrr fjallar um mannlífið kring- um strætóstoppistöðina á Hlemm. í kynningarbæklingi segir Ámi Sveinsson, höfundur myndarinnar: „Ég var alltaf hræddur við Hlemm í æsku. [...] En svo varð maður allt í einu gamall. Ekki hræddur lengur og fór bara að hanga niðrá Hlemmi og taka strætó og svona. En þetta er það sem ég gerði aftur, fór niður á Hlemm og á nokkra staði í nágrenn- inu og safnaði og safnaði efni.“ Fjölskyldulíf og laumureykingar bland við daufar stunur stöfuðu af því að hann væri að snokra sér inn um glugga með símann í vasanum framan á anoraknum sínum." nálgaðist verkið mjög vísindalega og setti mér strangar aðferðafræði- legar reglur og svo tók það sinn tíma að finna réttu mennina i hlut- verki þar sem þeir þurftu að vera lífsreyndir fulltrúar sinnar grein- ar.“ -Kip « Kyrr Myndin fjallar um mannlífið kringum strætóstoppistöðina á Hlemm. Pétur Már Gunnarsson segir á kynningarbæklingi að hugmyndin að frið hafi fæðst þegar vinur hans sem er þjófur hringdi óafvitandi til hans í miðju innbroti. „Ég gat séð á símanum að hringingin var frá vini mínum sem er innbrotsþjófur. Svo ímyndaði ég mér að brakið og skruðningarnir sem heyrðust i Lúðrasveit og brú „Þetta er níutíu mínútna mynd,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson leik- stjóri „og það tók rúm fjögur ár að vinna hana. Hún er að mestu leyti fjármögnuð frá Þýskalandi. Þeir voru djarfari en menn hér heima til að fara út í tilraunakennda hluti. Ég Meðhjálparinn Séra Baldur les bæn meðhjálpara að messu lokinni í Vatnsfjaröarkirkju. Nýr meðhjálpari í Vatnsfjarðarkirkju: Séra Baldur skipt- ir um hlutverk DV, VESTFJORDUM:____________________ Eins og kunnugt er lét séra Bald- ur Vilhelmsson af störfum prests í Vatnsfirði nýlega fyrir aldurs sakir eftir rúmlega 43 ára þjónustu. Er hann nú sestur í helgan stein í Vatnsfirði. Ekki er þar með sagt að hann sitji auðum höndum. Dagarn- ir líða við lestur góðra bóka, mót- töku gesta og aðra þarflega iðju. Nú hefur enn eitt hlutverk bæst við því séra Bcddur hefur tekið að sér störf meðhjálpara í kirkju sinni. Við guðsþjónustu í Vatnsfjarðarkirkju 8. júlí sl„ þar sem sóknarpresturinn sr. Valdimar þjónaði fyrir altari, gegndi sr. Baldur embætti með- hjálpara með hinni mestu prýði eins og við var að búast enda með mikla reynslu í kirkjulegri þjónustu auk þess sem hann les allra manna best. Var kirkjusókn góð, rúmlega 20 kirkjugestir mættir. Að messu lok- inni buðu þau hjónin Ólafía og sr. Baldur til myndarlegs kirkjukaffis heima hjá sér þar sem margt var skrafað og skeggrætt. VH ÚTGERÐARMENN TIL ATHUGUNAR Flutningur á aflaheimildum milli fiskiskipa. í 7. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 496/2000, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2000/2001, og í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 497/2000, um veiðar krókabáta fiskveiðiárið 2000/2001, er kveðið á um fresti til flutnings aflaheimilda milli fiskiskipa. Samkvæmt ofangreindum reglugerðarákvæðum verða umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks á yfirstandandi fiskveiðiári að hafa borist Fiskistofu fyrir miðnætti þann 31. ágúst nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða endursendar. Sama gildir um flutning á þorskaflahámarki og krókaaflamarki. Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflahlutdeildar verða hins vegar að hafa borist Fiskistofu fyrir miðnætti þann 31. júlí nk. Sama gildir um flutning á krókaaflahlutdeild. Umsóknir um staðfestingu á flutningi aflahlutdeildar og krókaaflahlutdeildar sem berast eftir þann tíma hafa ekki áhrif á úthlutun aflamarks og krókaaflamarks fiskveiðiárið 2001/2002. FISKISTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.