Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd Vinalegur fundur Svo viröist sem leiðtogunum sé vel hvorum við annan. Góðir vinir George. W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, átti ekki nógu mörg góö orö til að lýsa Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, eftir annan fund þeirra í gær í tveggja daga op- inberri heimsókn forsetans. í þessari fyrstu heimsókn Bush til Bretlands ræddu þeir Blair um stefnu Bandaríkjanna í umhverfís- málum sem og hin umdeildu eld- flaugavamarkerfi. Bush sagðist eiga góðan vin i Blair. Hann sagði að þaö væri yndislegt að setjast niöur með öðrum leiðtoga sem væri tilbúinn að hlusta með opnum huga á hvað menn hefðu fram að færa. Það væri ólíkt sumum sem einfaldlega for- dæmdu öðruvísi hugsunarhætti. Blair viðurkenndi að huga þyrfti að vömum en í umhverfismálum eru þeir ósammála um aðferðir. Serbía tekur við Albönum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna rómaði stjómvöld i Serbíu fyrir aðgerðir þeirra við að taka á móti albönskum flóttamönnum. Nokkur hundruð flóttamenn hafa verið að snúa aftur til heimila sinna í Presovo-dalnum i suðurhluta Serbíu rétt hjá Kosovo. Þeir flúðu þegar serbneski herinn og lögreglan settu upp búðir þar eftir að hafa dregið sig út úr Kosovo. Serbnesk yfirvöld hafa nú lagt sig fram um að fullvissa flóttamennina um að þeir hafi ekkert að óttast frá lögreglu og her. Flóttamannstofnunin segir að ekki megi segja það sama um Kosovo-Albana sem gefi serbnesk- um flóttamönnum engin grið. Ira Elnhorn Flúði frá réttarhöldum vegna morðsins á kærustu hans. Einhorn fram- seldur í morgun Ira Einhom, fyrrverandi hippaforingi, var framseldur til Bandaríkjanna í morgun. Þar með er 20 ára útlegð hans í Frakklandi lokið. í Bandaríkjunum bíða hans réttarhöld vegna morðs á kærustu hans. Hann flúði árið 1981, skömmu áður en réttarhöldin vegna morðs- ins áttu að hefjast. Einhorn segir út- sendara bandarískra yfirvalda hafa komið sök á sig i málinu, vegna þess að hann varpaði hulunni af því sem hann nefnir „hugstjómar- tækni“. I>V G8 fundurinn í Genúa: Milljarða sjóður til eyðnibaráttu kynntur Leiðtogar átta helstu iðnríkja heimsins hittast á G8 fundinum í Genúa á Ítalíu í dag. Fundurinn hefst á hádegisverði. Fyrsta verk leiðtoganna verður siðan að kynna nýjan sjóð sem ætlaður er til barátt- unnar gegn eyðni. Sjóðurinn á að fá einn milljarð dollara (101 milljarð íslenskra króna). Einnig munu leið- togarnir ræða skuldir þriðja heims- ins og samdrátt í efnahag heimsins. Ekki er búist viö neinum afdrifarík- um ákvörðunum, að sögn tals- manna leiðtoganna. Öryggisgæsla í Genúa er gífurleg og hefur í kringum tuttugu þúsund lögreglu- og hermönnum verið stefnt til borgarinnar víðs vegar af Ítalíu. Búið er að girða af miðbæ Genúa með gaddavírs- og stein- steypugirðingum og flutningagám- um. Þetta uppátæki hefur farið mjög í taugarnar á mótmælendum og einnig íbúum borgarinnar sem hafa sumir hverjir þurft að flytja að Ekki bara ofbeldi Mótmælendur í Genúa taka upp á ýmsu til að vekja athygli á máli sínu. heiman. Það á sérstaklega við um íbúa á svokölluðu rauðu svæði þar sem fundir leiðtoganna fara fram. Talið er að á milli 100.000 til 120.000 mótmælendur hnattvæðing- aráforma iðnrikjanna verið við- stödd fundinn. Þeir munu mótmæla allt frá umhverfismálum til niður- fellingar skulda þriðja heimsins. Einn hópur hefur gefið loforð sitt um að rjúfa vamargarða að lokuð- um svæðum. í gær tóku um 50.000 manns þátt í friðsamlegum mótmælum í Genúa. Búið er að skipuleggja önnur mót- mæli í dag. Lögregla og her eru við öllu búin þar sem margir hópar hafa lýst því yfir að dagurinn í dag verði notaður til borgaralegrar óhlýðni og beinna aðgerða. Yfirvöld á Ítalíu hafa sagt að tekið verði af fullri hörku á öllum óeirðum. Frið- samari mótmælendur hafa kvartað yfir þvi að óeirðaseggir dragi at- hygli frá málefnunum. Skógareldar í sólarlandaparadís Hér sést þyrla kasta vatni á skógarelda sem geisa nálægt bænum Mijas á Costa del Sol. Eldurinn byrjaði á miövikudag og var Mijas rýmdur um leið. Það sama má segja um nálæg ferðamannaþorp. Þessi staður er mikið sóttur af þýskum og enskum íbúum og feröamönnum. Wahid mætir and- stæðingum sínum Spennan í Indónesíu stigmagnað- ist í morgun þegar styttist í Abd- urrahman Wahid forseti og and- stæðinga hans. Wahid sagðist ætla að lýsa yfir neyðarástandi klukkan 11 fyrir hádegi ef hann næði ekki samningi við andstæðinga sína um að þeir hættu við að ákæra hann fyrir spillingu. Neyðarástandið skyldi taka gildi þann 31. júlí, dag- inn áður en yfirheyrslur i máli for- setans eiga að hefjast. Skömmu áð- ur hafði Wahid lýst því yfir að hann myndi ekki lýsa yfir neyðará- standi heldur einungis aðvara þá þingmenn sem hygðust ákæra hann. Allt stefnir í að Wahid verði ákærður hvort sem hann lýsir yfir neyðarástandi eður ei. Stærsti Abdurrahman Wahid Talsmenn forsetans senda frá sér misvísandi yfirlýsingar um hvort hann lýsiryfir neyöarástandi í dag. flokkur Indónesíu, með varaforset- ann Megawati Sukamoputri í farar- broddi, lýsti því yfir í fyrsta skiptið í morgun að hann styddi ákærur á hendur forsetanum. Forseti efstu deildar indónesíska þingsins segir að kalla megi þingið saman sérstak- lega í dag til þess að funda í ákæru- málinu gegn Wahid. Áætlað var að forsetinn myndi skipa nýjan lög- regluforingja landsins klukkan 9 í morgun. Forseti þingsins sagði að það myndi ráða úrslitum um hvort mál- inu gegn Wahid yrði hraðað en hann lét reka lögregluforingjann fyrir skemmstu. Öryggissveitir í Indónesíu voru á tánum í morgun og biðu yfirvof- andi uppgjörs. Staða Chiracs vegin Hæstiréttur í Frakklandi hyggst í október næstkom- andi rannsaka hvort hægt verði að kalla Jacques Chirac forseti fyrir sem vitni í fjár- glæframáli sem varðar borgarstjórnina í París þeg- ar hann var borgarstjóri. Ef svo reynist vera, mun opnast leið til að yfirheyra hann i „flugmiðamálinu". Hulunni varpað af pylsum Evrópuráðið sagðist í gær ætla að herða núverandi löggjöf um kjötaf- urðir sem gerir engan greinarmun á vöðvakjöti, fitu og kjötúrgangi. Fyr- ir lok þessa árs verður orðið nauð- synlegt að segja nákvæmlega hver samsetning kjötvörunnar sé. Gos í Etnu Eldfjallið Etna á Sikiley gýs nú af miklu kappi. Hraunflaumur úr eld- íjallinu, því virkasta í Evrópu, nálg- ast nú þorp í hlíðum þess. Óbreytt viðskipti við Kína Fulltrúadeild bandaríska þings- ins ákvað í gær að viðskiptasam- bandi við Kína verði ekki breytt í kjölfar deilna um bandaríska njósn- avél og mannréttindamál í Kína. Lýsir áhuga Rússa á írak Saddam Hussein íraksforseti sagði í gær að andstaða Rússa við breyting- artillögum Banda- ríkjamanna og Breta á viðskipta- banninu á írak gefi til kynna áhuga oeirra til að halda góðum tengslum við íraka. Ráðfærir sig við spámenn Forsætisráðherra Tælands hefur brugðið á það ráð að spyrja spá- menn hvort hann eigi að færa land- ið um tímabelti. Aðgerðin myndi setja Tæland í sama tíma og efna- hagsundrin Hong Kong og Singa- pore. Coca Cola saksótt Gosdrykkjafyrirtækið Coca Cola hefur verið saksótt af mannréttinda- félagi og stéttarfélagi fyrir að hafa leigt dauðasveitir til að myrða verkalýðsfélaga í Kólumbíu. Svarar Makedóna Javier Solana, framkvæmdastjóri utanríkismála Evr- ópusambandsins, hefur frestað ferð sinni til Makedóníu í kjölfar þess að for- sætisráðherra landsins gagnrýndi Vesturlönd fyrir að hafa nefið í mál- efnum landsins. Hann segir forsæt- isráðherrann ósanngjarnan. Slys í bílprófi Kanadísk stúlka féll á bílprófi sínu eftir að hafa klesst á 6 bíla og slasað vegfaranda. Hún var að reyna að leggja bifreiðinni. Milosevic fékk heimsókn Mira Markovic, eiginkona Slobodans Milosevic, hitti eigin- manninn í 6 tíma í Haag í gær. Hún er af mörgum taiin lykillinn að stjórnmálaferli Milosevic.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.