Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 2001 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjöm Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guómundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoidarprensmiðja hf. Prentun: Án/akur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk„ Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Mál Áma Johnsens Vika í lífi stjómmálamanns er langur tími. Þetta hefur oftsinnis veriö sagt við margvísleg tilefni. Og víst er það rétt að sjö dagar geta miklu breytt í lífi manna. Rétt vika er í dag frá því DV reið á vaðið í fréttaflutningi af fjár- málaumsýslu Ama Johnsens alþingismanns. Sú vika hef- ur verið viðburðarík í meira lagi en um leið átakanleg og sorgleg í vissum skilningi. Og víst er að maðurinn sem leikið hefur dramatískt aðalhlutverk í flóknu leikverkinu hefur ekki átt sjö dagana sæla. Mál Árna hefur tekið margar stefnur frá því á föstudag. Fólk hefur verið upplýst um umdeild kaup hans á bygg- ingarefni í BYKO, afpantanir á þakrennum frá Vírneti, skröksögur um steinakaup hjá BM-Vallá og aðrar skrök- sögur um tjarnardúk úr Garðheimum. Þar við bætast fréttir um samstarf alþingismannsins og verktakafyrir- tækisins ístaks sem virðist hafa fengið fjölda verkefna með fulltingi Árna, án útboðs. Loks bendir smiður ístaks á viðhaldsvinnu sína á heimili Árna, án reikninga. Allt er þetta mál með þeim hætti að menn setur hljóða. Ámi Johnsen hefur verið vinsæll og áberandi maður í ís- lensku þjóðlífi um áratugaskeið. Dugnaði hans hefur ver- ið við brugðið. Taumlaus gleði hans hefur glatt marga og víst er leitun að mönnum sem siglt hafa víðar eftir fróð- legum sögum af fólki í forvitnilegum menningarkimum. Það hefur gustað um Árna á Alþingi og þar hefur hann vissulega farið óvenjulegar leiðir eins og honum er lagið. Þeim mun leiðara og stærra er fallið. Öll umsýsla Áma með fjármuni rikis og Vestmanna- eyjabæjar er komin undir smásjá. Umhugsunarvert er hvort Ríkisendurskoðun hefur nægan mannafla til þess að sinna þessu æma verkefni, sem í reynd er sakamál. Lögregla ætti að skerast í leikinn. Mest er þó um vert að kerfið hefur tekið við sér. Rannsóknin mun leiða margt í ljós. Hún mun án efa leiða til ákæm og efalítið til dóms, líklega skilorðsbundins, sem þó er ekki víst. Alþingismaður hefur aldrei lent í öðru eins. Mál Áma Johnsens er hins vegar langtum stærra en svo að það snúist einvörðungu um undarlega umsýslu hans sjálfs. Málið í heild sinni varpar skugga á íslenska stjómsýslu og allt kerfi embættismanna hér á landi. Það sýnir að íslensk stjórnsýsla er lin og veik. Málið speglar margvíslegar glufur i kerfinu og enn fremur að alls konar menn, alþingismenn sem aðrir, geta leikið lausum hala í ráðum og nefndum á kostnað ríkisins án þess að ráðherr- ar, ráðuneytisstjórar og deildarstjórar æmti. Mál Áma Johnsens snertir vitaskuld íslenska þing- mennsku og siðferðisþrek þeirra manna sem veljast til starfa fyrir þjóðina og gegna mikilvægum trúnaðarstörf- um fyrir hana. Það sýnir enn og aftur hvað trúnaðarmenn þjóðarinnar eiga erfitt með að átta sig á ábyrgð sinni. í Bretlandi og víða á meginlandi Evrópu segja alþingis- menn af sér af minnsta tilefni og vilja aldrei njóta vafans en á íslandi sitja menn ekki bara á meðan stóllinn vaggar heldur líka eftir að hann hefur verið margbrotinn. Þetta sögulega mál snýst um traust. Samband kjósenda og þingmanns snýst aðeins um traust, eins og Davíð Odds- son hefur réttilega bent á. Alþingismenn eru ekki opinber- ir starfsmenn. Þá er ekki hægt að reka eins og hverja aðra kerfiskarla. Til þeirra eru gerðar langtum meiri kröfur en svo að þær verði jafnaðar við ábyrgð annarra starfa. Árni Johnsen hefur nú loks tekið ábyrgð á gerðum sínum. Hann gerði það tilneyddur af vinnusömum fjölmiðlum og heiðvirðu fólki sem fannst nóg komið. Sigmundur Ernir Skoðun I>V Verðbólga og vextir Einar Már Sigurðarson, þingmaður Austurlands. Hluti af grunn- þjónustu „Flugið er ekki annað en hluti af kerfl almenningssamgangna í landinu og í mjög víða um heim- inn er flugið talið vera hluti af þessari grunnþjón- ustu. Flug hér er á margan hátt sambærilegt járn- brautakerfi annarra þjóða. Nauðsynlegt er hins vegar að koma á heildarskipulagi almenningssam- gangna, þar sem hlutverk ríkisins yrði skilgreint. Ég sé þá fyrir mér að öll sú þjónusta sem telja má hluta af nefndum samgöngum sitji við sama borð. Þar nefni ég að flug til Eyja hefur verið í sam- keppni við ríkisstyrktan Herjólf og rekstur sérleyf- isbíla víða um landið fær stuðning úr opinberum sjóðum - rétt eins og flug á nokkrum leiðum.“ í hvert sinn er verðbreyt- ingar verða að einhverju ráði er varpað fram þeirri spurningu hversu mikil áhrif sú breyting hafi á skuldir einstaklinga. Ein- hverra hluta vegna er minna hugsað um skuldir fyrir- tækja, ríkis og sveitarfélaga í þessu sambandi. Viðbrögð- in eru í sjálfu sér eðlileg þar sem aukning skulda vegna hækkunar lánskjaravísitölu brennur á þorra þjóðarinn- ar. Nú er talið að einstaklingar skuldi nokkuð á sjötta hundrað milljarða króna í verðtryggðum lánum og að alls séu skuldir þeirra á sjöunda hundrað milljaröa króna. Lítill skilningur Sett í það samhengi sem almenning- ur skilur eða getur séð fyrir sér - er hér um að ræða jafngildi tveggja Kárahnjúkavirkjana ásamt öllum þeim göngum, skurðum, uppistöðu- lónum og línum sem þeirri virkjun fylgja ásamt tvöföldum áformum Reyðaráls um ver í Reyðarfírði. Það auðveldar skilning á háum tölum að sjá fyrir sér það sem fólk þekkir, frek- ar en að einblína á tölur því oft er lítill skilningur lagður í fjárhæðir og skiptir þá ekki miklu hvort núllinu er einu fleira eða færra. Annað sem hækkandi verðlag hefur í fór með sér (verðbólguskot) eru hærri vextir. Bæta mætti orðinu „voða“ við skotið því vissu- lega yrði hinn rómaði stöð- ugleiki fyrir voðaskoti yrði raunin sú að kaupliðum samninga á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp vegna hækkunar verðlags umfram forsendur þeirra. Ofan á veðtryggða vexti bætast verðbætur sem miðast við breytingar lánskjaravísitölu. í verðbólgu sem er fimm af hundraði reynast nafnvextir lána sem bera 12% vexti þvi liðlega sautján af hundraði. Þegar verðlag hækkar um 1,5% á milli mánaða eins og nýleg dæmi sýna, þótt nú hafi nokkuð dreg- ið úr hraða hækkana, reynist verð- bólga nítján og hálfur af hundraði. Nafnvextir við slíkar aðstæður eru þá orðnir tæplega þrjátíu og fjórir af hundraði. Hlýtur nú ýmsum að bregða í brún en þeirri árshækkun Kristjón Kolbeins viöskiptafræOingur Að trúa lyginni Stefán Jónsson, sá ágæti fréttamað- ur, komst einu sinni svo að orði, að mig minnir á útiskemmtun í Atlavík, að sá væri munur á Austfirðingum og öðrum landsmönnum að Austfirðing- ar þyrftu alltaf að láta segja sér lygina þrisvar til að trúa henni meðan hin- um nægði að heyra hana einu sinni. Þessi orð hafa komið upp í huga minn öðru hvoru núna að undanfórnu í sambandi við umræðuna um fyrir- hugaða Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði. Nú hefur Landsvirkjun lagt fram skýrslu um mat á umhverf- isáhrifum fyrirhugaðrar virkjunar og kynnt hana almenningi. Það er sann- arlega svört skýrsla, svo ekki sé sterk- ar að orði kveðið. Það er smám sam- an að koma betur í ljós, eftir því sem fleiri hliðar málsins eru skoðaðar. Áhrif á atvinnusköpun stórlega ýkt í lokaorðum matsskýrslu Lands- virkjunar segir: „að umhverfisáhrif virkjunarinnar séu innan viðunandi marka í ljósi þess efnahagslega ávinn- ings sem sölu orkunnar fylgir," Hér eru settar fram fullyrðingar sem hafa verið hraktar rækilega af ýmsum, m.a. Þorsteini Siglaugssyni rekstrarhagfræðingi sem sýnt hefur fram á með sterkum rökum að slík virkjun kemur aldrei til með að skila arðsemi. Og víst er að áhrif álvers á atvinnusköpun á Austfjörðum eru stórlega ýkt. En vel á minnst, meng- unin frá álverinu er víst líka „innan viömiöunarmarka", eins og segir í matsskýrslunni um álverið, sem Reyðarál hefur lagt fram. En nú vil ég spyrja, hvað telur Landsvirkjun viðunandi mörk þegar um umhverfisáhrif er að ræða? Hvernig eru þessi mörk skilgreind og hver hef- ur sett þau, e.t.v. Lands- virkjun sjálf að einhverju leyti? Er ekki líklegt að um- hverfisröskun verði alltaf innan viðmiðunarmarka að dómi Landsvirkjunar, hversu alvarleg sem hún kann að verða? Áhrif virkjunarinnar á Löginn og Lagarfljót munu verða margvísleg og hafa ófyrirséðar afleiðingar. Við- urkennt er í matsskýrslunni að meðalrennsli Lagarfljóts muni tvö- faldast, a.m.k. neðan til, og vatns- borðshækkun nema tugum sentí- metra, sem gæti gætt allt að 500 m út fyrir fljótsbakkana, þar sem lægst er. Svifaur í Fljótinu mun margfaldast og gegnsæi minnka, hitastig vatnsins mun lækka um 0,5-1 gráðu á sumrin og lífsskilyrði versna að mun. Litur Fljótsins mun breytast, í stað hins sérstaka gulgráa litar verður það dökkt eða brúnleitt. Þögn sama og samþykkí? Kannski finnst einhverjun þetta ekki stórvægileg atriði. Að mínum dómi verða þetta þó einhver verstu umhverfisspjöllin sem virkjunin mun hafa í för með sér. - Virkjunarmenn segja: Við leysum þetta, við reddum öllu. Við dýpkum farveginn utan við brú og sprengjum klapparhaft við Lagarfoss. Þá verður vatnshæðin eðli- leg. Við greiðum þeim bætur sem missa tún undir vatn. Við getum leyst allt með peningum, og af þeim er nóg hjá Landsvirkjun. Ekki dreg ég í efa að Landsvirkjun ráði yfir tækj- um, sem dýpkað geta farveg Lagarfljóts, en spurningin er aðeins hvernig Fljótiö muni líta út eftir öll hervirkin. Verður það sama Lagárfljót- ið sem við þekkjum í dag? Stendur íbúum Fljótsdals- héraðs á sama hvernig þessi mál þróast? Komið hefur fram að aðeins helmingur íbúa Héraðs styöur virkjun, hvað með hinn helminginn? Hvers vegna heyrist ekki meira frá þeim sem ekki er sama? Skoðast ekki þögn sama og samþykki? í Fljótsdal eru nú hafnar brúar- og vegaframkvæmdir fyrir um 600 millj- ónir króna, að því er okkur er tjáð. Það er góð viðbót við það sem áður hefur verið lagt í kostnað vegna und- irbúnings og rannsókna við Kára- hnjúkavirkjun. Greinilegt er að hér er róinn pólitískur lifróður. Ríkis- stjórnin með Halldór Ásgrímsson í broddi fylkingar hefur ákveðið að hefja framkvæmdir áður en endanleg ákvörðun hefur verið tekin um hvort af virkjun verður eða hvort hún verður hagkvæm. Svo mikið liggur við. Eða er þetta dúsa, sem stinga á upp í mína gömlu sveitunga í Fljóts- dalnum. Þeir fá þó alla vega veginn og brýrnar, ef ekkert verður af virkj- un, og get ég út af fyrir sig samglaðst þeim með það. En finnst einhverjum þetta eðlileg vinnubrögð, eða ætla menn bara að láta sig hafa það að trúa lyginni af því að búið er að hamra svo oft á henni?! Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson Sr. Olafur Þ. Hallgrimsson prestur é Mælifeili A Flugfélag íslands hefur ákveðið að hætta flugi til Eyja og Hornafjarðar vegna taprekstrar. Ema Hauksdóttir, Samtakum ferðaþjónustunnar Skökk sam- keppnisstaða „Ég ætla ekki að svara því hér og nú en það hlýtur að vera til umhugsunar að einkafyrir- tækjum sé gert að keppa við fyrirtæki sem njóta ríkisstyrkja. Þar á ég við ferjur, til dæmis Herjólf. Hér hjá Samtökum ferðaþjónustunnar hefur ekkert ver- ið ályktað um þetta mál en við bendum á að fyr- irtæki eins og Flugfélag íslands hefur verið að keppa við ferjufyrirtæki sem hefur notið mikilla styrkja. Það skekkir að sjálfsögðu þeirra samkeppnis- stöðu og þar með rekstrargrundvöllinn." „Spumingin er aðeins hvemig Fljótið muni líta út eftir öll hervirkin. Verður það sama Lagarfljótið sem við þekkjum í dag? Stendur íbúum Fljótsdalshéraðs á sama hvemig þessi mál þróast?“ „Nafnvextir við slikar aðstœður eru þá orðnir tœplega þrjátíu og fjórir af hundraði. Hlýtur nú ýmsum að bregða í brún, en þeirri árshœkkun geta vextir náð miðað við hraðann í einstaka mánuðum.“ - Talið er að einstaklingar skuldi á sjötta hundrað milljarða króna í verðtryggðum lánum. geta vextir náð miðað við hraðann í einstaka mánuðum. Skýtur skökku við Sé tekið tillit til hraða verðbreyt- inga núna reiknast nafnvextir verð- tryggða lána, miðað við ár, um tutt- ugu og þrír af hundraði. Vegna þess að verðbætur leggjast á höfuðstól lána og greiðsla þeirra dreifist á langt tímabil verða skuldunautar ekki eins áþreifanlega varir við þessa háu skammtímavexti verðtryggðra lána eins og annars mætti ætla. Á sama tima og þetta ástand varir eru al- mennir innlánsvextir óbundins fjár afar lágir. Nánast því ekki neinir en í flestum tilvikum á bilinu einn og hálf- ur til tveir af hundraði. í raun nei- kvæðir miðað við almennar verðlags- breytingar. Engu að síður er af þeim greiddur fjármagnstekjuskattur. Skýtur nokkuð skökku við að gold- in skuli tíund af tekjum sem í raun engar tekjur eru. Rekstur lánastarf- semi ætti að vera arðvænlegur við slík skilyrði. Þess ber þó að geta að að- eins hluti innlána eru með þessum kjörum því sparifjáreigendum bjóðast aðrir og betri kostir, vilji þeir binda fé sitt til lengdar. Þó lætur nærri að allt að þrír fjórðu innstæðna innlánsstofn- ana séu bundnir til skemmri tíma en þriggja mánaða og bera því afar lága vexti jafnframt því að vextir útlána reiknaðir til nafnvaxta í bráð nema tugum af hundraði. - Vekur þessi vaxtamunur nokkra furðu, m.a. vegna aukins framboðs lánsfjár til endur- lána og að lækkandi vextir þeirra skuli ekki skila sér til endanlegra lán- takenda. Kristjón Kolbeins Hálfdán Kristjánsson, bœjarstjóri í Hveragerði. Menn óar við farmiðaverðinu „Ég er talsmaður þess að rik- ið komi að þessum þætti sam- gangna eins og öðrum, þó ég geri á þessari stundu mér ekki fullkomlega ljóst hvaða leikreglur skuli gilda um stuðning við flugið. Hins vegar hef ég orðið var við að þegar menn eru að fljúga þá óar þeim við farmiöaverð- inu sem er orðið allt of hátt þegar það er til dæmis borið saman við farmiðaverð til annarra landa. Þegar framan í mann eru rekin dæmi og það trekk í trekk að ódýrara sé að fljúga til London en Egilsstaöa þá er er einhvers staðar pottur brotinn og fara þarf ofan í saumana á málinu.“ Birkirjón Jónsson, aöstoðarm. féiagsmálaráðherra Sanngimis- krafa „Já, svo fremi sem það stang- ist ekki á við alþjóðlega samn- inga sem íslendingar hafa und- irgengist. Flugsamgöngur ætti að styrkja rétt eins og ferjusiglingar eða almenningssamgöng- ur á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfsagt þykir að veita opinbert fé til þeirra og hið sama ætti auðvitað að gilda um innan- landsflugið. Flugið er mikilvægt stöðum á landsbyggðinni en stoðir byggðar þar munu veikjast enn frekar ef flug þangað leggst af. Rökin fyrir stuðningi við flugsamgöngur eru því einföld og ekki ann- að en sanngirniskrafa.“ ^ , Átök í aðsigi Arabar vilja ekki frið, segir ísra- elski sendiherrann á íslandi, og fjöl- miðlar taka þetta athugasemdalaust gott og gilt. íslenskir fjölmiðlar eru ekki þeir einu sem draga taum ísra- els, þeir bandarísku eru þar fremstir, en sdlt er þetta byggt á úreltum hug- myndum um Israelsríki. ísrael er ekki lengur Davíð, sem er að berjast við ar- abískan Golíat sem vill reyna að út- „Vitað er að Sharon hefur tilbúnar áœtlanir um að senda herinn inn á sjálfstjómarsvœðin, afnema heima- stjórnina og afvopna 40 þúsund manna palestínskar öryggissveitir. Slíkt mundi kosta blóðbað og önnur arabaríki gætu ekki setið hjá. “ rýma þeim, rétt eins og Hitler fyrrum. Sú hugmynd sem mótaðist í upphafi, þegar ísrael var stofnað á vegum Sam- einuðu þjóðanna sem einhvers konar sárabætur til þeirra fyrir helfórina í heimsstyrjöldinni, er lífseig, enda ala ísraelsmenn stíft á hugmyndinni um sjálfa sig sem minnimáttar. Því fer nú fjarri, þvert á móti er ísrael mesta herveldi Miðausturlanda, og með þeim öflugustu í heiminum, og ræður m.a.s. yfir kjarna- vopnum. Nær öll sú ólga sem hefur hijáð Miðausturlönd síðustu hálfa öld á rætur að rekja til Israels. Fyrst vegna þess að ekkert ríki araba viðurkenndi rétt þeirra til Palestínu, sem Bretar gáfu þeim i raun (Jórdanía og Egyptaland við- urkenna nú ísrael) og síðar vegna harðneskju þeirra gagn- vart íbúum hernámssvæð- anna. Síðustu 34 ár hafa verið eftirköst sex daga stríðsins 1967. Nágrannarikjunum stafar meiri hætta af Israel en ísrael af þeim. Nýlendustríð Sigurinn 1967, þegar ísrael réðst fyrirvaralaust á Sýrland og Egyptaland til þess að verða fyrri tU, að því er þeir sögðu, ásamt landvinningun- um þá, hefur gjörbreytt Isra- elsríki. Horfnar eru hugsjónir síonista um mannúðlegt og menningarlegt samfélag gyð- inga. Þess í stað er stöðugt meira áberandi herraþjóðar- hugarfar og apartheid. Þau Gunnar Eyþórsson blaOamaOur gUdi sem að var stefnt með stofnun ísraels hafa vikið fyrir landgræðgi og árásar- gimi í krafti hernaðar- máttar. Landránið hefur breytt hugsunarhætti ísra- elsmanna. Gyðingar eru nú „das Herrenvolk", ar- abarnir „Untermenschen". Þetta er ekki sagt beint, en sumir ísraelsmenn af gamla skólanum hafa bent á þessa staöreynd í bókum og blaðagreinum. ísraels- menn hamra á því að aUir séu hryðjuverkamenn, sem ekki sætta sig möglunarlaust við harðneskjulegt hernám þeirra og þá daglegu auðmýk- ingu sem það fólk verður að þola sem á aUt sitt undir herraþjóðinni. Þar með séu aUir sem mótmæla réttdræp- ir eins og hver önnur meindýr. Þetta gengur i Bandaríkjamenn, sem hafa gert ísrael að þvi hemaðarstórveldi sem það er og eru sjálfir á því að hryðjuverk séu mesta ógnunin við al- mannaheiU síðan Grýla gamla í Sovét geispaði golunni. Sharon forsætisráð- herra kaUar Arafat stríðsglæpamann, blindur á bjálkann í eigin auga. Land- nemarnir eru í raun að breyta her- námssvæðinu í ísraelska nýlendu. Sú var ekki meiningin með stofnun ísra- elsríkis á ábyrgð SÞ. Enginn fær að gert, Bandaríkin hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Undirrót alls ills Samkvæmt alþjóðalögum má ekk- ert ríki hertaka eða innlima land frá öðru ríki. TU að viðhalda þessu grundvaUaratriði var farið í stríð við írak í nafni SÞ út af Kúveit. En Isra- elsmenn komast upp með að hunsa alþjóðalög og SÞ. Þeir hafa innlimað Gólanhæðir Sýrlands og austurhluta Jerú- salem frá Jórdaníu, og land- nám þeirra er ekkert annað en innlimun á arabísku landi, oft- ast besta landinu. Síðan Óslóarsamkomulagið var gert 1993 hefur landnem- um fjölgað úr 115 þúsundum í 200 þúsund. Byggðimar 145 á Vesturbakkanum og Gaza inn- an um þrjár mUljónir biturra og örvæntingarfullra araba, binda hendur ísraelska hersins, sem lítur á þær sem hluta af ísrael. Það er ekki tUviljun að sá sem mestan þátt átti í að efla landnemabyggðirnar var Ariel Sharon þegar hann var hús- næðsmálaráðherra. Þetta var liður í þeirri stefnu hans að innlima her- námssvæðin og hrekja aUa ibúana yfir til Jórdaníu. Nú eru þaö her- námssvæðin sem geta orðið kveikja að striði. Þau eru undirrót alls Uls. Vitað er að Sharon hefur tUbúnar áætlanir um að senda herinn inn á sjálfstjórnarsvæðin, afnema heima- stjórnina og afvopna 40 þúsund manna palestínskar öryggissveitir. Slíkt mundi kosta blóðbað og önnur arabaríki gætu ekki setið hjá. Aðeins er beðið eftir heppUegu tUefni, 30 þús- und hermenn eru í viðbragðsstöðu. Afleiðingarnar mundu snerta aUan heiminn. Bandaríkin bera ábyrgð á þeim umskiptingi sem ísrael er orðið. Það er á valdi Bush forseta að stöðva þá þróun sem er að verða. Ulu heUli báru Bandaríkjamenn ekki gæfu til að velja hæfan mann tU forystu. Gunnar Eyþórsson - 7 Ummælí Virðing í húfi „Þingmenn sem ger- ast brotlegir í starfi verða að bera fuUa ábyrgð á gjörðum sín- um, siðferðUega, laga- lega og pólitískt. Rétt og eðlilegt er að settar verði siðareglur fyrir þingmenn líkt og er hjá mörgum starfsstéttum í þjóðfé- laginu. Meðal annars á þingmönnum að vera óheimU þátttaka í nefndum utan þings sem leitt getur til hags- munaárekstra. Líkt og í mörgum öðr- um löndum ættu þingmenn að leggja reglulega fram lista yfir öU störf sín í nefndum utan þings. Einnig ættu þeir aö gera grein fyrir Itökum sem þeir kunna að hafa í atvinnurekstri eða fjármálastofnunum með hlutabréfa- eign, stjórnarsetu eða á annan hátt.“ Jóhanna Siguröardóttir alþingismaöur, á heimasíöu sinni. Kerfi á brauðfótum „DeUur undanfarinna ára um fisk- veiðistjómarkerfið og dómar sem fall- ið hafa um afmarkaða þætti þess hafa gert það að verkum að núverandi skip- an stendur fjarri þvi traustum fótum. Auðlindanefnd skilaði áliti sínu fyrir bráðum ári, eftir ítarlega skoðun og vittnu. Lögboðin nefnd sem endur- skoða á lögin um stjóm fiskveiða fyrir lok þessa fiskveiðiárs er að störfum og er engan veginn ljóst hver niðurstaða þeirrar nefndar gæti orðiö. Þessi „bið- tími“ og sá ágreiningur sem augljós- lega er um það hvert stefna skuli er hluti af vanda sjávarútvegsins. Þá hef- ur það sín áhrif að Hafrannsóknar- stofnun liggur undir mikilli gagnrýni þar sem sérfræðingar stofnunarinnar hafa orðið að viðurkenna mistök í út- reikningum á stærð þorskstofnsins." SvanfríOur Jónasdóttir aiþingismaOur, á heimasíöu sinni. Spurt og svarað Er rétt að ríkið styrki innantandsflugið?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.