Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Page 23
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 23 x>v Helgarblað Hinn nakti sannleikur íslenska kvennalandsliðið vakti mikla athygli fyrir umdeilda auglýsingu sína. Það er ekki í fyrsta skipti sem íþróttakonur fækka fötum til að fá athygli. Sfc**lu pér i vflftnn * morsun og ajftðu tpOTmuxll ■Mputtog (wgar Wntg wfcytjunw uka t mob aebku (túttunum i undankappni HM Ivonr*. Hlttlð •t.lpurnar I Útllltl I dag mllll 16-17 L(ug»rð*i(vöfi Jf kl. 11:00 t mofgun, 6. uptombcr Ókeypis Inn. Allir a völlinn. Áíram Island! ® t>rr léf „----- CiC* Islensku valkyrjumar Hin umdeilda auglýsing íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Islenska kvennalandsliðið í knatt- spymu vakti mikla athygli fyrir auglýsingu sína i Morgunblaðinu fyrir rúmri viku. Þar sýndu þær óvenju mikið af líkama sínum, í þeim tilgangi að fá fleiri áhorfendur á landsleik sem var haldinn daginn eftir. Þar mættu þær ítölum og unnu glæsilega. Áhorfendur voru fleiri en nokkru sinni fyrr á leik ís- lenska kvennalandsliðsins. I kjölfar auglýsingarinnar hafa margir orðið til að tjá sig um framgöngu lands- liðskvennanna. Meðal þeirra sem stigið hafa fram til að gagnrýna aug- lýsinguna er framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og undir orð hennar tók leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins á þriðjudaginn sem sagði meðal annars: „Kvennaknattspyrna snýst hvorki um kynlíf né ofbeldi". Allt fyrir íþróttagreinina Landsliðskonurnar hefðu kannski mátt búast við hörðum við- brögðum. Umræðan um íþróttakon- ur og kynlíf hefur verið ofarlega á baugi síðustu árin. Fyrir Ólympíu- leikana í Sydney árið 2000 tók kvennalandslið Ástralíu (sem geng- ur undir nafninu The Mathildas) í knattspymu sig til og gaf út dagatal sem sýndi landsliðskonurnar á Evu- klæðum. Ástæðan fyrir útgáfunni var tvíþætt, annars vegar að vekja athygli á greininni og hins vegar að afla fjár fyrir liðið. Fleiri fylgdu í kjölfarið, til dæmis kvennalandslið Kanada í skíðagöngu. Dagatal þeirra nefndist „Nordic Nudes“ og var gefið út af sömu ástæðum og dagatal áströlsku kvennanna. Kanadíska skíðakonan Sara Renner sagði í viðtali við The Calgary Her- ald að hún hefði keppt í tiu ár og ímynd íþróttarinnar hefði á þeim ekkert batnað. Hún sagði enn frem- ur að það væri þess virði að klæða sig úr ef það þýddi að íþróttin yrði vinsælli. Ef Janet Reno væri „beibu Almennt er litið á að „nektar- bylgjan" í heimi íþróttakvenna hafi hafist þegar knattspyrnukonan Brandi Chastain fór úr treyjunni sinni eftir sigurmark sitt í heims- meistarakeppninni í knattspyrnu árið 1999. Undir treyjunni var svart- ur íþróttabrjóstahaldari sem í sjón- varpsumfjöllun fékk mun meiri at- hygli en markið sjálft og sigur bandarísku kvennanna. í kjölfarið var mynd af Chastain á forsíðu Gear-tímaritsins þar sem hún sat fyrir nakin með fótknetti. Fleiri hafa fylgt í kjölfar- ið, meðal annarra skautadrottningin Katarina Witt og hástökkvarinn Amy Acuff. Óánægja margra hefur ekki síst ver- ið vegna þess hversu mismun- andi umfjöllun fjölmiðla er um íþróttamenn og íþróttakonur. Reyndar er mis- munurinn ekki bara bundinn við íþróttafólk, rit- stjóri Maxim karlablaðsins sagði að ef Janet Reno væri „beib“ þá kæmist hún umsvifalaust á for- síðu tímaritsins. „Allt sem ég bið um er sama með- ferð og karlar," segir Mary Jo Kane í samtali við Newhouse en hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á konum og íþróttum. „Þegar Tiger Woods verður nakinn á forsíðu Sports Illustrated og held- ur golfkúlu fyrir kynfærunum, þá skal ég þagna." -sm Hinar áströlsku Matthildur Ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu vakti heimsathygli með útgáfu nektardagatals fyrir Ólympíuleikana í Sydney. S amgönguráðuney tið OMNIR Opinn kynningar- og umræðufundur í tilefni af sölu hlutabréfa ríkisins í Símanum. Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1, sunnudaginn 16. september kl. 16. • Hefur breytt eignarhald Símans áhrif á fjarskiptaþjónustu við landsmenn? • Hverju mun tækniþróun í fjarskiptum breyta? • Hver er framtíðarsýn Símans? • Hvemig verður fyrirkomulag sölunnar? SIMINN Framkvœmdanefnd um einkavœðingu Fulltrúar frá Símanum, samgönguráðuneyti og framkvæmdanefnd um einkavæðingu ræða málin og sitja fyrir svörum. Staður og tími: Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1, sunnudaginn 16. september kl. 16. Framsöguerindi, fyrirspurnir og umræður. Kaffiveitingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.