Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 Fréttlr Árni Mathiesen segir hagræöingarkröfu aukast með auðlindagjaldi: Höfum ekki afskrifað einn eða neinn - erum að reyna að bregðast við fyrirsjáanlegum breytingum - Nú liggur fyrir niðurstaða meirihluta endurskoðunar- nefndarinnar og af ummælum þínum hefur mátt skilja að þetta meirihlutaálit verði keyrt í gegnum þingið í formi endurskoðaðra laga um fisk- veiðistjórnun... „Nei, það er ekki hugmyndin að keyra þetta mál í gegn, eins og þú orðar það, og ég vona að menn skilji mig ekki þannig að það standi til að fara í þetta með einhverju offorsi. Nefndarálitið er auðvitað sá grunnur sem við þurfum að byggja á en þetta er mál sem þarf að ræða bæði í rík- isstjórn og í þingflokkunum, ekki síst í þingflokkum stjórnarflokk- anna. Ég vil líka undirstrika að meirihlutaálitið er i samræmi við skýrslu auðlindanefndar sem er grundvallarplagg í þessari um- ræðu líka. En ég undirstrika að þetta er mál sem er nauðsynlegt að fá góðan samhljóm um.“ Byggðaáhrif - Ef menn viðurkenna þetta sem grundvöll sjávarútvegs- stefnunnar felst ekki í því mik- ilvæg yfirlýsing í byggðamál- um. Það er ekki hægt að skilja tillögur meirihlutans öðruvísi en svo að stefht sé að aukinni hagræðingu og samþjöppun í sjávarútvegi, en síðan séu sjáv- arbyggðimar í raiui afskrifað- ar sem byggðir sem byggja á sjávarútvegi... mrnmm. Birgir Guðmundsson fréttastjóri „Nei, það er ekki hægt að orða það sem svo að verið sé að af- skrifa einn eða neinn.“ - En er ekki verið að tala um að styrkja sjávarbyggðir til að breyta úr sjávarútvegi yfir í eitthvað annað og setja í þær breytingat' þetta á milli 350 og 500 milljónir á ári? „Þetta er villandi framsetning. Menn eru að tala um að það hafi þegar orðið víðtækar breytingar í sjávarútvegi, með tilheyrandi samþjöppun og framleiðniaukn- ingu. Þær breytingar hafa leitt til þess að störfum úti á landi - í sjávarbyggðunum - hefur verið að fækka, enda byggir lands- byggðin í ríkari mæli á sjávarút- vegi en aðrir. Þessi þróun mun óhjákvæmilega halda áfram og hún mun verða enn þá hraðari, ekki síst vegna þess að við erum að setja auðlindagjald á sjávarút- veginn. Aðgerðimar, meirihlutaá- litið gerir ráð fyrir og þú vísar tO, eru þá til að bregðast við þessari framtiðarþróun." Hert á hagræðingu - En eru menn ekki einmitt að herða enn frekar á þessari samþjöppun og byggðaröskun með tillögum meirihlutans t.d. með því að rýmka heimildir til framsals og lyfta þakinu á há- markinu sem hver útgerð má eiga af heildarkvóta? „Það er ekki verið að lyfta heildarþakinu heldur breyta því. Þakinu í einstaka tegundum er lyft og það er ekki lengur gerður greinarmunur á almennings- hlutafélögum og öðrum. En þess- ar breytingar eru frekar afleiðing af þeirri þróun sem er þegar haf- in og menn sjá fýrir sér að eigi eftir að verða með auknum kröf- um sem við erum að gera til sjáv- arútvegsins um hagræðingu með því að leggja á hann þessi gjöld. Þú verður að athuga það, að af- komutengda gjaldið er ekki bund- ið við framlegð einstakra fyrir- tækja heldur framlegð sjávarút- vegsins í heild. Ekki bara við framlegð í fiskveiðum heldur líka í vinnsu, svo það verður ekkert hægt að „fiffa“ neitt með því að færa á milli veiða og vinnslu. Þannig að þau fyrirtæki sem eru með minni framlegð verða fyrir gríðarlegum þrýstingi á meðan þau fyrirtæki sem hafa góða framlegð verða fyrir minni þrýst- ingi af þessum sökum. Hagræð- ingarkrafan sem auðlindagjaldið setur á greinina er því mjög mik- il. Miðað við gjöldin sem greinin greiðir í dag, þá er margfeldið sem aukningin nemur á bilinu 2,5-3, miðað við að í framtíðinni náist að jafnaði sama framlegð og var í greininni á fyrri hluta árs- ins í ár.“ - Að álögur á sjávarútveg tvö- til þrefaldist? „Já, þegar þetta verður að fullu komið til framkvæmda. Og það er að mínu mati mjög mikið. Mjög mikið.“ Færri í sjávarútvegi - En ertu þá ekki í raun að segja að menn séu að viður- kenna að sjávarþorpin muni í framtíðinni ekki koma til með að lifa á fiski? „Ja, miðað við þetta þá er ljóst að það munu ekki eins margir vinna við sjávarútveg og áður. Það verða færri störf í sjávarút- vegi, en hluta af þeim peningum, sem falla til úr greininni, á að nota til að vega á móti byggða- röskuninni. En það er alls ekki búið að afskrifa þessar byggðir og það er ekki búið að afskrifa það að sjávarútvegurinn verði mikilvægur hluti atvinnulífsins í þessum byggðum áfram. Það er ekki gert ráð fyrir því að tekjurn- ar í sjávarútveginum minnki og það er heldur ekki gert ráð fyrir því að sjávarútvegsfyrirtækin flytji af landsbyggðinni til Reykjavíkur - þvert á móti. Ef það verður tilflutningur eða sam- þjöppun á ég von á að það verði þá frekar á milli staða á lands- byggðinni. Það er með öðrum orðum ekki verið að afskrifa eitt eða neitt.“ - En menn eru að tala um gjörbreytt landslag í atvinnu- starfsemi í sjávarbyggðum... „Það verða breytingar og það hafa orðið breytingar. Við erum að reyna að sjá þær fyrir og við erum að reyna að bregðast við þeim, þannig að þær komi okkur ekki í opna skjöldu síðar.“ Nafn: Árni Mathiesen Staöa: Sjávarútvegsráöherra Efni: Endurskoöun fiskveiöistefnu Þannig að þau fyrírtœki sem eru með minni fram- legð verða fyrir gríðarleg- um þrýstingi á meðan þau fyrirtæki sem hafa góða framlegð verða fyrír minni þrýstingi af þess- um sökum. Hagrœðingar- krafan sem auðlinda- gjaldið setur á greinina er því mjög mikil. Miðað við gjöldin sem greinin greiðir í dag, þá er marg- feldið sem aukningin nemur á milinu 2,5-3, miðað við að í framtíð- inni náist að jafnaði sama framlegð og var í greininni á fyrri hluta ársins í ár. “ Óskaleiö LÍÚ? - Minnihlutamenn í endur- skoðunamefndinni hafa bent á að í tillögum meirihlutans felist ekki miklar breytingar og sumir þeirra, eins og t.d. Jó- hann Ársælsson, tala um óska- tillögur fyrir LÍU og stórút- gerðina. Er þetta ekki óskaleið LÍÚ? „Ég held að það geti engin at- vinnugrein óskað sér þess að álögur á hana verði auknar með þeim hætti sem hér er verið að gera.“ - Fer það ekki eftir því við hvað er miðað. Hefur ekki um- ræðan snúist um aö ganga enn lengra og þetta sé því það lág- mark sem menn komast upp með að leggja á? „Augnablik! Vissulega hafa sumir verið með hugmyndir um meiri álögur og þar á meðal Jó- hann Ársælsson sem hefur verið með hugmyndir sem eru út úr öllu korti. Það er einfaldlega ekki hægt að tala um það í fullri al- vöru að það sé óskastaða ein- hverra að álögur á þá verði þre- faldaðar." Vönduð álit - Ertu sáttur við vinnubrögð- in í endurskoðunarnefndinni og þau álit sem komið hafa fram? „Ég tel að meirihlutaálitið sé mjög vel unnið og Friðrik Már Baldursson, formaður nefndar- innar, er flinkur maður sem unn- ið hefur gott verk við að stýra þessu starfi. Ég get líka sagt að mér finnst álit Kristins H. Gunn- arssonar vera ágætlega unnið þó ég sé ósammála þeim tillögum sem hann kemur með. Það er greinilegt að hann hefur ekki kastað til þess höndunum og hann er raunverulega að leita sáttaleiöa. Sama má að mörgu leyti segja um álit Árna Steinars. Það er líka vel unnið og þar er að finna flóknar tillögur og út- reikninga sem augljóslega er út- pælt og skipulega unnið. Það hlýtur maður að virða þó maður sé ekki tilbúinn að skrifa upp á það. Hins vegar veldur álit Jó- hanns Ársælssonar vonbrigðum því þar þykir mér skina í gegn að Samfylkingin hafi ákveðið að fara með ófriði. Ég held að það sé alveg klárt að Samfylkingin sé ekki með þessu plaggi að reyna að leita sátta í málnu. Það kemur fátt nýtt fram þar og flokkurinn virðist ætla að standa fast á sín- um gömlu tillögum.“ Jeep Grand Cherokee LTD, árg. 1999,4,7 I. Verð kr. 4.250.000. Dodge Durango sport, árg. 1999,5,21, meö öllu. Verð kr. 4.190.000. Jeep Grand Cherokee LTD, árg. 1996, ek. 68 þús. km. Verð kr. 2.190.000. Peugeot 406 st., 7 manna, árg. 2001, ek. 8 þús. km. Verð kr. 1.780.000. Volvo V-40, árg. 1998, ek. 53 þús km. 100% lán. Verð kr. 1.490.000 Nissan Terrano II, árg. 1996, ek. 85 þús. km. Verð kr. 1.380.000. MMC Space Wagon, árg. 1998, sjálfsk., ek. 68 þús. km. Verð kr. 1.380.000. Subaru Legacy st., árg. 1998,5 gíra, ek. 75 þús. km. Verð kr. 1.350.000. Kia Sportage, árg. 1996, sjálfsk., ek. 100 þús. km. Verð kr. 890.000. Lán„ajðÍa/lra hæfi &> BÍLASALA AKUREYRAR HF FREYJUNESI 2 • 603 AKUREYRI SÍMI 461 2533 • FAX 461 2543

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.