Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 28
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 > (>»' Sjálfstæðismenn: Vilja heilbrigöis- ráðuneytið til sín - aukin einkavæðing næst á dagskrá um sjúkrahúsþjónustu, frá ríkinu yfir til einkaaðOa, félagasamtaka og sveitarfélaga. Fundurinn telur að í heilbrigðisþjónustu jafnt sem öðrum atvinnugreinum sé þörf fyrir fram- tak einstaklinga og minnkandi opin- ber afskipti." Sjálfstæðismenn segja að biðlistar eftir heiibrigðisþjónustu séu óviðun- andi og muni einungis styttast með aukinni framleiðni. „Einstaklings- framtak og einkarekstur munu auka afköst i heilbrigðisþjónustu og eyða biðlistum. Landsfundur hvetur til þess að Sjálfstæðisflokkurinn taki að sér ráðuneyti heilbrigðismála." R-listinn fær viða föst skot og þá ekki síst vegna húsnæðismálanna. „Sjálfstæðisflokkurinn beinir því til sveitarfélaga að þau vanræki ekki skyldur sínar við útvegun húsnæðis fyrir þá sem minna mega sín. Sér- staklega þurfi að taka á í þessum málaflokki í höfuðborginni „þar sem borgarstjórnarmeirihluti vinstri manna hefur brugðist hrapallega á þessu sviði sem öðrum.“ -BÞ DV-MYND ÞÖK A göngu í miðborginni Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa fóru í skoöunarferö um Reykjavik á öörum degi heimsóknar sinnar hér landi sem er í boði forseta íslands. í dag liggur síöan leiðin um Suöurland og á föstudag veröa hinir konunglegu gest- ir noröan heiöa. Sjá nánar á bls. 37. Sjálfstæðismenn lýsa mikilli óá- nægju með heilbrigðis- og húsnæðis- mál í drögum að ályktunum fyrir landsfundinn 11.-14. október nk. í drögunum segir um íbúðalánasjóð: „Lagabreytingin, sem gerð var þegar íbúðalánasjóður var stofnaður, veld- ur vonbrigðum. Báknið er jafn um- fangsmikið og áður var og þjónusta við viðviðskiptavini hefur ekki batn- að. Síst er til bóta að þetta bákn hef- ur nú tvennar aðalstöðvar í stað einnar áður. Stefnt skal að breyttu hlutverki Ibúðalánasjóðs sem 'hafi það hlutverk að tryggja bönkum og sparisjóðum fjármögnun íbúðalána með lægstu mögulegum vöxtum en starfl ekki lengur á almennum út- lánamarkaði.“ í ályktun um heilbrigðismál segir að rikið eigi að draga sig í áföngum út úr atvinnurekstri á sviði heil- brigðismála, eins og öðrum atvinnu- rekstri, og láta hann eftir einkaaðil- um. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á tilfærslu verkefna innan heilbrigðisþjónustunnar, svo sem í heilsugæslu og einstökum verkefn- Islenskt þotulið í Fókusi á morgun er að finna ít- arlega úttekt á þotuliðinu í Reykja- vík - útskýrt er hveijir tilheyra hvaða hópi og af hverju. P6 segir frá nýju plötunni sinni, fjaUað er um fegurðarsamkeppni á Netinu og hljómsveitin Úlpa gerir sig klára fyrir jólaharkið. Rakin er saga Stundarinnar okkar í 30 ár, rætt við 3 stelpur sem syngja hlutverk þriggja stráka í Töfraflautunni og sagt frá hvernig heimsókn Dana- prins hefði í raun átt að vera. í Líf- inu eftir vinnu fmnurðu svo allt sem tengist djammi, menningu og kvikmyndum. HVER ER EKKI MNG- MAOUR í EOLI 5ÍNU? 4 4 4 4 4 4 4 i 4 i i i Samfylkingin: Árni sleit í sundur friðinn „Það er gleðilegt að sjá að það er lífsmark með sjávarútvegsráð- herra, en það hefur nú lítið sést síðustu misserin. Hins vegar er það verra að lífsmarkið sé svona,“ segir Össur Skarphéðinsson um þau ummæli Árna Mathiesen í DV í gær að Samfylkingin hafi ekki kosið leið sátta í enduskoðunar- nefndinni um lög um stjórn fisk- veiða. „Ásakanir hans eru í raun fáránlegar því hafi einhver slitið í sundur þá sáttaleið sem var í spil- unum í skýrslu auölindanefndar þá var það einstrengingsleg og nánast barnaleg eftirfylgni hans við sjónarmið LÍÚ,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar vís- ar til þess að i skýrslu auðlinda- nefndar hafi veiðigjaldsleið og fymingarleiö verið gert álíka hátt undir höfði en samkvæmt orðanna hljóðan hafl sú málamiðlun legið í henni að farin yrði blanda beggja þessara leiða. Þá málamiðlun hafi sjálfur ráðherra slitið í sundur með óbilgjamri afstöðu með veiði- gjaldsleiðinni. Sjá yfirheyrslu bls. 9 -BG Utiijós Rafkaup Armúla 24 • S. 585 2800 brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport______ f 4 4 4 4 Mikill samdráttur hjá Flugleiðum í kjölfar hryðjuverkanna: Fjöldauppsagnir - starfsfólk býr sig undir að „mæta skellinum“ Flugleiðir munu gripa til upp- sagna starfsfólks nú um mánaða- mótin vegna mikils samdráttar í flugi. Ekki lágu ákveðnar tölur fyr- ir í morgun um hver mörgum yrði sagt upp en ljóst er að um hópa er að ræða í sumum starfsgreinum hjá félaginu. 230-240 flugmenn og 5-600 flug- freyjur eru starfandi hjá Flugleið- um, auk íjölda fólks í öðrum starfs- greinum. Stjórnir starfsmannafélag- anna hafa fengið vitneskju um fyrir- hugaðar uppsagnir. Starfsmönnum félagsins hafði hins vegar ekki ver- ið greint frá þessum aðgerðum í morgun. Ýmsar frekari samdráttaraðgerð- ir eru ræddar innan Flugleiða þessa dagana, samkvæmt heimildum DV. Til dæmis eru ræddar hugmyndir þess efnis að leggja niður flug til New York og Minneapolis en fljúga áfram til Boston og Baltimore. Þetta er í samræmi við aðhaldsaðgerðir annarra evrópskra flugfélaga. Sem ■ Siguröur Helgason. dæmi um þær má nefna að Finnair, sem flogið hefur daglega til New York um langt árabil, er að draga saman Am- eríkuflug sitt. Það mun að líkindum fljúga aðeins einu sinni í viku til New York. „Eins og við höfum greint frá undanfarið hefur í framhaldi af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum orðið mikill samdráttur í öllu al- þjóðaflugi, jafnt hjá Flugleiðum sem öðrum flugfélögum, þannig að við sjáum fram á að þurfa að draga tölu- vert úr starfseminni," sagði Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða, við DV í morgun. „ Óhjákvæmilega fylgja því uppsagnir," sagði Sigurð- ur enn fremur. „Þær verða að öllum líkindum nú um mánaöamótin. Það kemur í ljós í dag eða á morgun." Sigurður kvaðst ekki geta tjáð sig um hversu mörgum yrði sagt upp þar sem það væri ekki orðið endan- lega Ijóst. Þá yrðu uppsagnirnar fyrst ræddar við starfsfólk félagsins. Hann sagði enn ekki vitað hvert framhaldið yrði á því ástandi sem nú ríkti í flugheiminum. „Það er enn mikil óvissa," sagði hann. „Það verða gerðar ráðstafanir til að mæla þessum skelli," sagði Ás- dís Eva Hannesdóttir, formaður Flugfreyjufélags íslands, við DV i morgun. „Það verður boðið upp á opnun hlutastarfa og launalaus leyfi. Það þýðir að flugfreyjur geta komið til baka að einhverjum tima liönum en notað leyfið í millitíð- inni t.d. til að afla sér frekari menntunar." „Við höfum allir miklar áhyggjur af þessu," sagði Hallgrímur Viktors- son, gjaldkeri Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, þegar DV ræddi við hann í morgun -JSSArt Var gerð að þingmanni „Samkvæmt bókinni var ég á þingi 23 ára gömul fyrir Framsóknarflokk- inn í tvær vikur árið 1988 sem vara- þingmaður," segir Elín Jóhannsdóttir, ritstjóri Æskunnar, sem aldrei hefur átt sæti á þingi. Um er að ræða Al- þingismannatal frá árinu 1996 og er Elínu þar ruglað við alnöfnu sína sem einnig er kennari eins og hún. „Þegar bókin kom út fékk ég tilkynningu um að ég gæti keypt hana með afslætti og grunaði að einhver mistök hefðu átt sér stað,“ segir Elín sem nýverðið komast að því fyrir tilviljun hversu stór mistökin hefðu verið. Það var Helgi Seljan sem sagði Elínu frá því að nafn hennar væri í bókinni þvi hann hélt að hún hefði verið einn af „Þingmaðurinn" Elín Jóhannsdóttir sem gerö var aö „þingmanni“ í Alþingismannatali. yngstu þingmönnunum sem sæti hafa átt á þingi. „Ég vissi náttúrlega ekki að ég hefði verið á þingi," segir Elín. í Alþingismannatalinu er nafn hennar birt ásamt fæðingardegi, starfsheiti og nöfnum foreldrar henn- ar. Elín segist strax hafa áttað sig á því við hvaða manneskju verið væri að rugla sér saman við því hún vissi að hún ætti nöfnu sem unnið hafði fyrir Framsóknarflokkinn. „Ég hef aldrei hitt hana en okkur hefur oft verið ruglað saman áður,“ segir Elín. Hún hafði strax samband við nöfnu sína sem vissi heldur ekki um mistök- in og málið sé því í hennar höndum. Elín segir að þrátt fyrir að þetta sé fyndið fyrir sig sé ekki svo fyrir nöfnu sína. Um er að ræða alvarleg mistök sem rýri gildi bókarinnar sem heim- ild. Einnig hafl hún velt fyrir sér hvort um fleiri slík mistök sé að ræða í bókinni. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.