Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 Sport DV Valur-Grótta/KR 30-25 0-2, 2-4, 4-4, 4-6, 6-6, 7-9, 8-10, 10-10, 12-11, (15-12), 16-12, 16-16, 20-16, 20-18, 21-19, 26-19, 26-21, 27-24, 28-25, 30-25. Valur: Mork/viti (skot/víti): Bjarki Sigurðsson 8/2 (12/2), Markús Máni Michaelsson 8 (16/1), Sigfús Sigurðsson 7 (8), Sigurður Eggertsson 3 (5), Snorri Steinn Guöjónsson 2/1 (4/1), Einar Gunnarsson 1 (1), Ásbjörn Stefánsson 1 (2). Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Sigurður 2, Bjarki, Einar). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuú viti: Sigurður 2, Markús, Snorri. Varin skot/viti (skot/vlti á sig): Roland Eradze 17 (42/1, hélt 5, 40%, eitt viti ógilt, eitt víti fram hjá). Brottvisanir: 6 minútur. Grótta/KR: Mörk/viti (skot/viti): Jóhann Samúelsson 6 (11), Aleksandrs Petersons 5 (15), Atli Þór Samúelsson 4 (11), Davíð Ólafsson 3 (5/1), Alfreð Finnsson 2 (3), Magnús Agnar Magnússon 2 (5), Sverrir Pálmason 1 (1), Gísli Kristjánsson 1 (2), Kristján Þorsteinsson 1/1 (4/2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 7 (Petersons 3, Davið, Alfreð, Gísli, Sverrir). Vitanýting: Skorað úr 1 af 3. Fiskuð víti: Atli Þór 2, Gísli. Varin skot/viti (skot/víti á sig): Hlynur Morthens 9 (39/3, hélt 0, 23%). Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Valgeir Ómarsson (6). Áhorfendur: 300. Gœði leiks (1-10): 7. Maður leiksins: Markús Michaelsson, Val. Íshokkí: Stórsigur - SA enn ósigrað SA vann Björninn ööru sinni á ís- landsmótinu í íshokkí er liðin mætt- ust á Akureyri á laugardag. Nú vann SA 7-1 en fyrri leikurinn vannst 2-5 hjá SA fyrir sunnan. Leikurinn fór af staö með mikl- um látum og þurfti dómari leiksins, Viðar Garðarsson, að taka á honum stóra sínum strax á upphafsminút- unni. Mikill hiti virtist vera í leik- mönnum sem fuku hvað eftir annað út af. Aðeins eitt mark var skorað í fyrst lotunni en í annarri lotunni bættu SA-ingar við þremur mörkum en Bjarnarmenn náðu að klóra í bakkann. Við það mark brutust út slagsmál á meðal nokkurra leik- manna og voru fimm menn reknir í sturtu. Fyrr í lotunni hafði soðið upp úr hjá öðrum tveimur og þeir einnig verið reknir í sturtu. 'í síðustu lotunni sýndu íslands- meistararnir mátt sinn og megin og bættu við þremur mörkum án þess að Bjamarmenn næðu aö svara fyr- ir sig, lokastaðan 7-1 og Akureyr- ingar enn ósigraðir í deildinni. Mörk/Stoðsendingar hjá SA: - Stefán Hrafnsson 2/1, Sigurður Sigurðs- son 1/2, Chris Supak 1/1, Björn Jakobs- son 0/2, Gunnar Jónsson 1/0, Tibor Tatar 1/0, Jón Gíslason 1/0, Arnór Bjamason 0/1. Mörk/Stoðsendingar Bjarnarins: Sergei Zak 1/0, Birgir Hansen 0/1, Daði Heimisson 0/1. -ÓÓJ Magnús Agnar Magnússon, fyrirliöi Gróttu/KR, segir aö liöiö sé aö ná aö vinna sig út úr slæmu gengi aö undanförnu. ^ Valsmenn taplausir í 2. sætinu eftir sjötta sigurinn í sjö leikjum: I koti er katt Markús Máni Mlchaelsson skoraöi átta mörk á Sigfús Sigurösson nýtti sjö síöustu skot sín í leiknum og varöi auk þess fimm skot í vörninni. föstudagskvöld, þar af sex meö langskotum. Nóg að gera að gefa eigin „Fyrr var oft í koti kátt...,“ sungu glaðir stuðningsmenn Valsmanna þegar sigur á Gróttu/KR var í höfn á föstudagskvöldið en orðinu fyrr er kannski ofaukið í sigursöngvunum því leikgleðin og kátínan er allt í öllu í Hlíðarendakoti þessa dagana. Vals- menn héldu þannig áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla i handbolta með 30-25 sigri en Seltirningar máttu þola sitt ijórða tap í síðustu fimm deildar- og bikarleikjum. Gróttu/KR-menn ætluðu ekki að gefa besta leikmanni DV-Sport í októ- ber, Snorra Steini Guðjónssyni, mikil tækifæri til að blómstra því hann var tekinn úr umferð frá fyrstu sekúndu. En 1 íjarveru Snorra Steins, blómstruðu þeir Markús Michaelsson og Bjarki Sigurðsson sem gerðu 10 mörk saman í fyrri hálfleik á meöan Snorri fékk aðeins að fylgjast með af miðlínunni. Taktík Gróttu/KR virtist ætla að ganga upp og liðið var jafnan með tveggja marka forustu fyrstu 17 mín- útur hálíleiksins. Þá tók Geir Sveins- son, þjálfari Vals, leikhlé sem herti á Valsvöminni, breytti úr 5:1 í 6:0 og Valsmenn enduðu á að skora 6 mörk gegn tveimur og leiddu 13-12 í hléi. Það má með sanni segja að mark- varslan hafi verið engin hjá Gróttu/KR í fyrri hálfleik því Hlynur Morthens varði ekkert skot fyrsta hálftíma leiksins og þrátt fyrir að hún lagaðist aðeins eftir hlé var hún mesti akkilesarhæll liðsins í leiknum ásamt slæmri færanýtingu en alls fóru 32 skot Seltiminga til spillis. Snorri Steinn fékk að taka meiri þátt í seinni hálfleiknum og var ekki lengi að finna Sigfús Sigurðsson á lín- unni og leggja sínum mönnum línurn- ar. Alls fékk Sigfús fjórar sendingar til viðbótar í hálfleiknum sem hann nýtti allar, þrjár frá Markúsi og aðra til viðbótar frá Snorra. 10-3 kafli um miðjan hálfleikinn færði Valsmönn- um líka ömgga forustu, 26-19, sem átti síðan eftir aö duga út leikinn þó Gróttu/KR-menn hafi náð að minnka muninn með fjórum hraðaupphlaups- mörkum á 4 mínútum. Það er gaman að horfa á Valsliðið þessa dagana og landsliðsstrákarnir nýkrýndu sýndu og sönnuðu í þessum leik hvernig á að meðhöndla slíka við- urkenningu. Markús Michaelsson skoraði átta glæsileg mörk og átti sjö stoðsendingar að auki og félagi hans á hægri vængnum, Bjarki Sigurðsson, átti líka sjö stoðsendingar og nýtti jafnfranit 6 af 10 skotum Bjarki Sigurösson úr Val skoraöi átta mörk úr 12 skotum og gaf auk þess 7 stoösendingar. sínum og hefur nú nýtt 61% skota sinna í vetur. Roland Eradze varði einnig jafnt og þétt út leikinn og Sig- fús Sigurðsson sýndi með sjö mörkum og 5 vörðum skotum í vörninni að þar er á ferðinni línumaður sem má treysta á í vöm og sókn. Snorra beið erfitt verkefni í þessum leik en þökk sé sýningu Bjarka og Markúsar ætti hann ekki að þurfa mikið að hafa áhyggjur af sams konar frystingu í næstu leikjum. Hjá Gróttu/KR sýndi Jóhann Samú- elsson það með sex góðum langskots- mörkum aö liðið þarf ekki að örvænta þó það hafi misst Dainis Tarakanvos í meiðsli en vandamálin í þessum leik voru meira tengd „betri vængnum“ enda átti Aleksandrs Petersons óvenju mistækan dag. Markvarslan framan af leik og slæm skotnýting var þó það sem réð mestu um stigalausan leik hjá liðinu. -ÓÓJ Valsmenn hafa gert mikiö í að rífa upp stemningu í kringum handboltaliðið sitt í vetur og státa nú örugglega af flottustu umgjörð um leiki i 1. deild karla. Eftir leik er sem dæmi opinn fundur Geirs Sveinssonar þjálfara og eins leikmanns liösins þar sem þeir fara yfir nýlokinn leik og svara spurningum stuðnings- manna. Valsmenn gáfu einnig út blað meö myndum og upplýsingum um alla leikmenn liðsins fyrir leikinn gegn Gróttu/KR. Blaðið höfðaði mikið til yngri stuðningsmanna liðsins sem gátu þar safnað eiginhandaráritunum frá leikmönnum meistaraflokks- ins. Það er óhætt að segja að vel hafi verið tekið í þetta framtak á Hlíðarenda á föstudaginn og höfðu leikmenn í nógu að snúast við að rita nöfn sín fyrir og eftir leik en margir varamannanna gátu á móti lítið hitað upp i hálfleik. Allt þetta ásamt stórskemmti- legu og unga liði Valsmanna gerir ferð á handboltaleik á Hlíðarenda hina mestu og bestu skemmtun fyrir alla aldurshópa. -ÓÓJ Magnús Agnar Magnússon, fyrirliöi Gróttu/KR, um slæmt gengi liðsins: Raunhæft markmið er ekki titill lengur „Það var áfall fyrir okkur að missa Dainis en þessi leikur gegn Val sýnir að Jói (Jóhann Samúels- son) er að koma mjög sterkur inn,“ segir Magnús Agnar Magnússon, fyrirliði Gróttu/KR-liðsins sem mátti þola sitt fjórða tap í fimm leikjum gegn Val á föstudagskvöld. Hér talar Magnús Agnar um Lettann snjalla, Dainis Tarakoan- vos, sem kom til liðsins í haust en meiddist síðan illa. „Dainis er einn sterkasti leikmað- ur sem hefur komið hingað til lands og hefði gert ofboðslega margt fyrir okkur. Raunhæft markmið hjá okk- ur nú er ekki titill, við verðum bara að horfast í augu við það en hins- vegar getum við farið í hvern ein- asta leik til þess að vinna hann. Viö vorum nú að mæta Valsliðinu sem er taplaúst og mjög skemmtilegt lið en við erum inni i leiknum stóran hluta leiksins. Með aðeins meiri markvörslu hjá Bubba félaga mín- um (Hlyni Morthens) og ef Alex hefði spilað af eðlilegri getu þá held ég að við hefðum veitt þeim meiri mótspyrnu undir lokin. Við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt en við erum ekki að spila eins sann- færandi og við gerðum í upphafí móts,“ segir Magnús en Grótta/KR vann fimm fyrstu leiki vetrarins í deild og bikar. „Ég held að við höfum náð að vinna okkur út úr þessum vanda- málum sem hafa verið að hrjá okk- ur og náðum því með sigrinum á Fram. Síðan þá hafa æfingarnar verið mjög jákvæðar, hópurinn hefur þjappast mikið og við ætlum að leggja okkur hundrað prósent í framhaldið," segir Magnús. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.