Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 18
34 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 ^ Skoðun _____________________________________________________ PV ipurning dagsins Hvað gerirðu til að eiga notalega stund? Eyrún Gunnarsdóttir nemi: Ég sest fyrir framan sjónvarpiö. Ágústa Einarsdóttir nemi: Ég hef dimmt inni í stofu, leggst í sófann og horfi á sjónvarpið. Bergþóra Jónsdóttir, vinnur á leikskóla: Ég hef það kósí heima meö dóttur minni. Svava Ástudóttir sölumaður: Ég fæ mér rauðvínsglas og fer í heitt bað. Daníel Kári Stefánsson nemi: Ég leigi mér góða spólu og leggst upp í sófa. Brynja Birgisdóttir nemi: Þá fer ég eitthvað og læt dekra við mig. Herstjórnarlist Georges W. Bush, forseta Bandaríkjanna Það kemur nú æ betur í ljós að for- seti Bandaríkj- anna, George W. Bush, er vinsæl- asti forseti Banda- ríkjanna og um leið einn hæfasti stjórnandi og þjóð- arleiðtogi sem er við völd á Vestur- löndum. Það er fyrst og fremst vegna þess hvernig hann brást við eftir hermdarverkin í Bandaríkjun- um þ. 11. sept. sl. Hann tók þá ákvörðun að fara hægt í sakirnar fyrsta kastið, á meðan þjóðin var að átta sig á harmleiknum og á meðan mesta sorg aðstandenda stóð yfir. Síðan hófst forsetinn handa og efndi til herútboðs gegn hryðjuverk- um um heim allan, og sérstaklega gegn ofstækismönnum sem voru við stjórn í Afganistan þar sem höfuð- paurinn að baki hryðjuverkunum, Osama bin Laden, er talinn dyljast. Það var áberandi meðan á mestu loftárásunum stóð að fjölmiölar hér á landi og einstakir gömiðlamenn þóttust þess umkomnir að vita for- setann fyrir þessar árásir. Sögðu sem svo: Víst á að refsa hryðju- verkamönnum, en það á ekki að láta afgönsku þjóðina líða fyrir „hefndarþörf' Bandaríkjamanna! Og allt til þessa eru einstaklingar á fjölmiðlum og víðar (jafnvel þjóð- kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á Al- þingi) að víta hemaðaraðgerðir Bandaríkjanna i Afganistan til að losa þjóðina undan ógnarstjórn tali- bana sem hafa refsað almenningi þar fyrir að sækjast eftir öðru lífi en undir kúgun og trúarofstæki. „Ekki heyrist í jafnréttis- konum hér á landi fagna frelsi kvenna í Afganistan. Ekki heldur í tálsmönnum friðarsamtaka fagna falli ógnarstjórnar talibana og því friðarferli sem Öryggis- ráð SÞ hyggst koma á með nýrri stjórn þjóðarbrot- anna í Afganistan. “ Nú er stríðinu sjálfu í Afganistan senn að ljúka og talibanar hafa ver- ið hraktir frá völdum. Konur í land- inu svipta af sér blæjunum, karlar láta raka sig og fólk hlustar á út- varp og reynir að koma lífinu í eðli- legt horf. Ekki heyrist í jafnréttis- konum hér á landi fagna frelsi kvenna i Afganistan. Ekki heldur í talsmönnum friðarsamtaka fagna falli ógnarstjómar talibana og því friðarferli sem Öryggisráð SÞ hyggst koma á með nýrri stjórn þjóðarbrotanna í Afganistan. Mestu skiptir að farsæll forseti Bandarikjanna tók rétta ákvörðun sem hefur leitt til þess aö þjóðir heims hafa nú vaknað til vitundar um að baráttan gegn hryöjuverkum verður ekki unnin nema með hern- aði á hendur þeim sem virða mann- réttindi, lýðræði og sjálfstæði þjóða að vettugi. - Og það er fyrst og fremst herstjórnarlist Bush forseta og ríkis- stjórnar Bandaríkjanna að þakka. Geir R. Andersen blm. skrifar: Hótelbyggingin í Aöalstræti Þegar ég heyrði á það minnst að byggja ætti hótel í Aðalstræti í Reykjavík þá varð ég svolítið undr- andi. Ég mundi nefnilega svo vel hverju var við borið sem afsök- un fyrir því að rífa þyrfti Uppsali sem var stórt þriggja hæða hús sem stóð á lóð nr 18 við Aðalstræti. Ástæðan fyrir niðurrifinu var sú að húsið þrengdi að umferð þarna þar sem það stóð á móti öðru stóru húsi hinum megin á hominu, Hjálpræð- ishershúsinu, sem stendur hinum megin á horninu við Suðurgötu. Þótti hornið með þessum tveimur „Allir sem hafa komið má- lœgt hótelrekstri gera sér grein fyrir annmörkum þeim sem eru á þessari stað- setningu vegna þess að það er svo margt sem fylgir þannig rekstri sem þarf mik- ið rými utan dyra, að það kemst ekki þama fyrir. “ stóru húsum til mikilla trafala í um- ferðinni sérstaklega fyrir strætis- vagna sem óku Suðurgötuna inn í Aðalstræti vegna þess að Uppsalir skyggðu á umferð í Aðalstræti. Ekki er auðvelt að sjá hvað hefir breyst þarna sem gefur svigrúm fyrir þessa hótelbyggingu. Fornleifafund- urinn í Aðalstræti rýmkar ekki fyr- ir þessari hugmynd, og að ætla sér að fara með bílastæðahús í Tjörnina til þess að þurfa ekki að blása af þessa hótelhugmynd sýnir hvílík þráhyggja þarna er á feéðinni. Allir sem hafa komið nálægt hót- elrekstri gera sér grein fyrir ann- mörkum þeim sem eru á þessari staösetningu vegna þess að það er svo margt sem fylgir þannig rekstri sem þarf mikið rými utan dyra, að það kemst ekki þarna fyrir. Þeim mun fyrr sem borgaryfirvöld blása af þessa fáránlegu hugmynd því betra fyrir gjaldendur í borginni. Ég held að best sé að taka fram upphaf- legu ástæðuna fyrir rýmkuninni sem þarna var gerð því hún hlýtur að vera til í gögnum borgarinnar. Brynjóifur Brynjólfsson skrifar: Viðbrögð Alfreðs Haraldur Stefánsson skrifar: Opinberun á stöðu borgarfyrirtækis- ins Línu.nets hefur kallað fram ein- kennileg viðbrögð borgarfulltrúans Al- freðs Þorsteinssonar. Hann hefur forð- ast að svara málefnalega þeim athuga- semdum sem fram hafa komið. Þess í stað kýs hann að drepa málum á dreif og jafnvel draga fram hluti sem eru málefnum Línu.nets alveg óviðkom- andi. Allt til þess að forðast að ræða gagnrýnina málefnalega. - Enda kannski erfitt að verja hið óverjanlega. Á Hverfisgötunni Já, hvers á Hverfisgatan að gjatda? Myrkur á Hverfisgötu Haukur skrifar: Flestum sem leið eiga um Hverfis- götuna í vetrarmyrkrinu finnst þar lýsing grútarleg. ISO-staðlaðir ljósastaurar standa reyndar norðan megin götunnar en þar með er sagan öll. Sunnan megin götunnar vafra menn um í hálfmyrkri. Vist er Hverf- isgata norðar og neðar en Laugavegur- inn ljósum prýddur en algjör óþarfi er af háilfu borgaryflrvalda, að láta Hverf- isgötuna, eina mesta umferðargötu miðborgarinnar, fara norður og niður i lýsingu. Nú líður að jólum og jóla- skreytingar prýða Laugaveg og Skóla- vörðustíg. En það er eins og engin verslun eigi sér stað við Hverfisgötu. Slikt er myrkrið. Við þessa margfrægu götu eru þó hátiskubúðir, kaffihús, Þjóðleikhús, Þjóðmenningarhús, hár- greiðslustofa, ölkrár, kvikmyndahús, ljósmyndastofa, verkstæði og ýmis önnur þjónusta. Er ekki timi til kom- inn að lífga upp á Hverfisgötuna, þótt ekki sé nema á aðventunni? Perlan í Ijósaskiptunum Mistök að láta hana úr borgareign. Dýrmæt Perla R-listakjósandi sendi þessar linur: Ég fæ ekki séð hvemig meirihiuti borgarstjórnar getur fóðrað það að láta Perluna í Öskjuhlíð róa og beint í hendur einkaaðila, einhvers sem er ennþá meira sama en kannski R-lista fólki hvernig þessi bygging verður rekin. Þetta er líklega dýrmætasta eign borgarinnar af fasteignum að vera og það getur varla hafa verið mikil umræða um sölu Perlunnar áður en ákvörðun var tekin um að farga henni. - Ég tel að margir kjós- endur muni hugsa sig um áður en þeir gjalda R-listanum jáyrði eftir þessa ákvörðun. Án hljómgrunns Garri er áhugamaður um persónupólitík og hefur verið aö fylgjast með landsfundi Samfylk- ingarinnar með þvi hugarfari um helgina. Sér- staklega hefur Garri verið að fylgjast með fram- gangi nafnamálsins víðfræga og hvernig hægt er að lesa inn í það framgang einstakra stjórnmála- manna í flokknum á fundinum. Þannig má segja að sú ákvörðun fundarins að ýta nafnamálinu til hliðar, og raunar út af borðinu, og láta fram- kvæmdastjóm flokksins fjalla um málið fram að næsta fundi, sé vísbending um að menn hafi ekki talið þetta mál nægjanlega þroskað til að taka það upp og að það hafi í raun veriö mistök að vera að bera það fram með þeim hætti sem gert var fyrir fundinn og á fundinum. Nafnamálið Að slík mistök skuli viðurkennd varpar kast- ljósinu að þeim persónum sem áttu frumkvæðið að því að bera málið fram og þvinguðu það í raun á dagskrá fundarins. Það eru fyrst og síðast Guðmundur Árni Stefánsson og raunar líka Lúð- vík Bergvinsson. Garra þykir sýnu forvitnilegra að velta fyrir sér framtíð Guðmundar Árna í ljósi þessarar niðurstöðu því margir af hans stuðningsmönnum, eða einhverjir í það minnsta, hafa viljað gefa til kynna að hann kynni að eiga sér „comeback" í forustusveitina og jafnvel örgra Össuri í fyllingu timans. Sjálfur hefur Guðmund- ur talað eins og hann eigi talsvert undir sér í flokknum. Þegar hann var að mæla fyrir nýju nafni í viðtölum í fjölmiðlum þá var greinilegt að hann ætlaði að eigna sér þetta nafnamál og nota það i innreið sinni á forustuvettvanginn í flokknum. Utangarðsmenn Niðurstaðan verður allt önnur. Nánast enginn hljómgrunnur er fyrir tillögu Guðmundar. í raun elur hún einungis af sér langan farsa þar sem menn fara að stinga upp á hinum og þessum nöfnum á flokkinn og sumum sem eingöngu eru hugsuð Guðmundi Árna til háðungar. Það var t.d. yfirlýst markmið tillögu Jóhanns Geirdals um að flokkurinn yrði kallaður Alþýðubandalag. Skrípaleikurinn náði síðan hámarki á fundinum sjálfum þar sem einar átta eða níu nafnatillögur komu fram. Hin snautlega meðferð á stórmáli Guðmundar Áma og það sambandsleysi milli hans og flokkssálarinnar sem þetta mál afhjúpar er trúlega ein af merkilegustu niðurstööum landsfundarins - í það minnsta merkilegustu persónupólitísku niðurstöðunum. Guðmundur Árni, og í minna mæli Lúðvík Bergvinsson, eru greinilega ekki inni í hringiðunni eða hjarta flokksins. Þeir eru greinilega ekki þeir förustu- menn sem Garri hélt þeir væru. Þeir eru miklu frekar utangarðsmenn með lítinn stuðning og trúlega alveg búnir að vera eftir að hafa komið af stað sápuóperunni um nafnamáliö. Og það hljóta að teljast nokkur tíðindi! Garri Merkasta löggjöfin Sigurjón Jójnsson skrifan Nýlega ræddum við, nokkrir kunn- ingjar, um það hver væru merkustu lögin sem Alþingi hefði sett. Eftir nokkrar umræður kom okkur saman um að það væru tvímælalaust land- grunnslögin sem ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar setti fyrir rúm- lega hálfri öld, árið 1948. Þarna var um að ræða þá löggjöf sem allar út- færslur landhelginnar byggðust á en þær urðu undirstaða batnandi lífs- kjara hér. Landgrunnslögin voru und- irbúin af mikilli vandvirkni og þekk- ingu, enda tveir mjög snjallir lögfræð- ingar í þáverandi ríkisstjóm, þeir Stefán Jóhann og Bjarni Benedikts- son, að ógleymdri mikilli undirbún- ingsvinnu Hans G. Andersens þjóð- réttarfræðings. ■aaimiS Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.