Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 24
40 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 DV * Tilvera % v Hátíð arkvöldverður S amfylkingarinnar: Stjórnmálamenn á spariskónum Sameiginlegt forræði barna Hjónakornin fyrrverandi, Tom Cruise og Nicole Kidman, hafa ákveðið að jafna ágreining sinn um hver eigi að vera með börnin þeirra tvö. Niðurstaðan er klassískt sam- eiginlegt forræði. Þá hafa þau orðið ásátt um hvemig skipta eigi hús- eignum þeirra og öðrum jarðnesk- um eigum sem þau höfðu safnað i tiu ára hjónabandi. Ekki hefur verið greint frá niður- stöðum eignaskiptingarinnar en þau Tom og Nicole höfðu deilt hart um málið í tíu mánuði. Áður hefur verið greint frá því að þau Tom og Nicole ætluðu að vera saman á jóladag með bömunum. Allt þetta og fleira tengt jólunum verður umfjöllunar-efni blaðsins. í blaðinu verða matar- og kökuuppskriftir fyrir jólin og skemmtilegt fondur fyrir allafjölskylduna. Einnig verður kynnt það nýjasta í fondurlínunni í dag. Umsjónarmenn blaðsins eru Ragnheiður Gústafsdóttir - rg@dv.is simi 550 5725 og Vilmundur Hansen - kip@dv.is sími 550 5000 Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu sérblaði vinsamlega hafi samband við Ragnheiði fyrir 22. nóvember nk. Einnig er þeim sem eru með góðar uppskriftir sem þá langar að deila með lesendum DV bent á að hafa samband við Vilmund eða senda honum tölvupóst kip@dv.is Bjorgvin og Johanna Björgvin G. Sigurösson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í góðum félags- skap Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns fiokksins. Air Condition í Hafnarborg DV-MYNDIR EINAR J. Frönsk-íslensk menn- ingartengsl Catherine Tiraby, Gústav Geir Bolla- son, Vincent Chhim og Jóhann Ludwig Torfason við opnun sýningar sinnar í Hafnarborg. DV-MYND EINAR J. Ungir vélsleöamenn Kristján Helgi og Héðinn Mari settust á einn sleða af minni gerðinni og hafa sjálf- sagt brunað í huganum yfir snjóbreiöur og hjarn. Vélsleða- og útilífssýningin: Vetrarlíf í Vetrargarði Nú er vetur genginn í garð og ferða- og útivistarfólk farið að huga að ferðalögum um óbyggðir Islands. Af því tilefni hélt Landssamband ís- lenskra vélsleðamanna árlega vélsleða- og útilífssýningu sína í Vetrargarði Smáralindar um helg- ina. Þar voru sýndar nýjustu gerðir vélsleða og annarra farartækja til íjalla- og jöklaferða. Einnig var kynntur alls kyns aukabúnaður sem er ómissandi í ferðum um fjöll og firnindi, svo sem vélsleðafatnaður og leiðsögutæki. Fjölmargir lögðu leið sína í Vetrargarðinn til að berja far- arskjótana augum og láta sig dreyma um ferðalög um snæviþaktar gnmdir, fjarri skarkala borgarinnar. Samfylkingarmenn héldu lands- fund sinn um helgina þar sem rætt var fram og aftur um landsins gagn og nauðsynjar, skipst á skoðunum og línur lagðar í mörgum mikilvæg- um málum. Að kvöldi laugardags brugðu menn þó undir sig betri fæt- inum, snæddu saman hátíðarkvöld- verð og dönsuðu síðan fram eftir nóttu við undirleik gleðisveitanna Stuðmanna og Geirfuglanna. Ljós- myndari DV leit inn i Súlnasal í þann mund sem prúðbúnir gestir í hátíðarskapi streymdu inn og smellti af nokkrum myndum. I góðu tómi Stefán J. Hafstein var kosinn for- maður framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar á landsfundinum. Hér er hann í hrókasamræðum við Guð- rúnu Ögmundsdóttur alþingismann. DV-MYNDIR EINAR J. Með bros á vör Mustafa Barghouthi, læknir og húmanisti frá Palestínu, var sérstak- ur gestur á landsfundi Samfylkingar- innar. Hér býður Ása Richardsdóttir hann velkominn til kvöldverðarins ásamt Felix Bergssyni leikara sem sá um að skemmta gestum. Landsins gagn og nauðsynjar Samfylkingarmennirnir Páll Halldórs- son og Einar Örn Stefánsson ræða landsins gagn og nauðsynjar áður en sest er að snæðingi. Á laugardaginn var samsýning fjögurra listamanna opnuð i Hafnar- borg í Hafnarfirði undir yfirskrift- inni Air Condition. Listamennirnir eru Frakkarnir Catherine Tiraby og Vincent Chhim og íslendingarnir Gústav Bollason og Jóhann Ludwig Torfason. Þó að listamennirnir beiti ólíkum nálgunum og aðferðum í list sinni tengjast þeir allir innbyrðis, meðal annars gegnum listnám í Frakklandi. Sýningunni lýkur þann 3. desember. fft A góðri stundu Það fór greinilega vel á með þeim Viðari Eggertssyni leikstjóra og Mar- gréti Lóu skáidi við opnunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.