Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 Fréttir I>V Fæðingarorlofi ekki frestað og heldur „átakalaus niðurskurður“: Spara þrjá milljarða - komugjöld hækkuð og frestun Vestnorræns menningarhúss meðal tillagna Formenn stjórnarflokkanna, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son, munu í dag ganga endanlega frá tillögum sínum um u.þ.b. 3ja millj- arða niðurskurð á fjárlögum, en út- línur þessara tillagna voru kynntar þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Miðað er við að með þessum til- lögum náist að vega upp bæði þann útgjaldakostnað sem hlaust af hækk- un fjárlaga við aðra umræðu, sem hljóðaði upp á rúma tvo milljarða, og eins þann tekjumissi sem rikissjóöur verður fyrirsjáanlega fyrir vegna minni veltu í samfélaginu sem hljóð- ar upp á um milljarð króna. Ekki er valin sú leið að fresta fæðingarorlofi eins og hugmyndir höfðu verið á kreiki um og kom það fram hjá Hall- dóri Ásgrimssyni í gær að ástæðan hafi m.a. verið sú að slík frestun hafi ekki verið talin skynsamleg leið í því viðkvæma ástandi sem nú ríkti á vinnumarkaði. Hins vegar er í þess- um tillögum farið út í blöndu af nið- urskurði og frest- unaraðgerðum auk þess sem tekj- ur eru auknar á ákveðnum svið- um. Þannig er frestun á ýmsum nýframkvæmdum sem höfðu verið ákveðnar, s.s. á framkvæmdum við byggingar á stjómarráðsreitnum þar sem byggja átti yflr heilbrigðis- og umhverfis- ráðuneyti. Þá er frestað framkvæmd- um við Vestnorrænt menningarhús í Kaupmannahöfn sem átti að setja í 144 milljónir samkvæmt frumvarp- inu. Sú stefna var mörkuð í þessum niðurskurði að hlífa sem mest fram- lögum til velferðarmála eða atriðum sem tengjast velferðarkerflnu. Þó eru gerðar tillögur um hækkanir á komugjöldum sjúklinga í heil- brigðiskerfmu, einkum til sér- fræðinga, en þær hækkanir eru sagðar vera til að mæta verðlags- þróuninni og séu því ekki raun- hækkanir. Tals- verður niður- skurður var sem kunnugt er skO- greindur í fjárlagafrumvarpinu sjálfu á samgöngumálum og í þeim viðbótar- tillögum sem nú hafa litið dagsins ljós er niðurskurðurinn í ekki skilgreind- ur á tiltekin verkefni. Vegaáætlun verður síðan væntanlega aðlöguð að þessum breytingum eftir áramótin og eiga þingmenn þá von á að tekist verði á um einstakar framkvæmdfr. Athygli vekur að hvorki á að fresta né hægja á við gerð sérstakrar landskrár fasteigna eða gerð hugbún- aðar fyrir ríkisbókhaldið, en orðróm- ur hafði verið uppi um að slíkt kæmi til greina. Geir Haarde var einmitt á fóstudaginn að undirrita samninga vegna gerð Landskrárinnar norður á Akureyri. í samtölum við stjómarþingmenn eftir þingflokksfundi í gær kom fram að þeir telja þetta „átakalausan nið- urskurð" og að þokkaleg sátt geti náðst um hann. Ólafur Öm Haraldsson, formaður fjárlaganefndar, vonast til að geta kynnt endanlegar tillögur formanna stjómarflokkanna fyrir fjárlaganefnd í dag eða kvöld og síðan bandorms- frumvarpið á morgun. Hann segfr að engin afgreiðsla á málinu hafi enn farið fram í þingflokkunum, einung- is kynning á hugmyndum og að formlega verði málið fyrst tekið fyrir í flárlaganefndinni. -BG Haildór Ásgrímsson. Umhverfisráðherra kynnir framkvæmdaáætlun: Varnir gegn mengun sjávar Meðal helstu markmiða með nýrri íslenskri framkvæmdaáætlun um vamir gegn mengun sjávar er að vemda heilsu manna; að minnka og koma í veg fyrir hnignun hafsins og strandsvæða; að endurreisa menguð svæði; að styðja við vemdun og sjálf- bæra nýtingu auðlinda hafsins; að viðhalda flölbreytileika tegunda og að viðhalda menningarverðmætum. íslendingar eru önnur þjóðin í heim- inum tO að útbúa framkvæmdaáætl- un af þessu tagi en samkvæmt alþjóð- legum samningi, sem undirritaður var í Washington árið 1995, skuld- bundu íslendingar sig, ásamt 114 öðr- um ríkjum, til að draga úr mengun frá landstöðvum. Siv Friðleifsdóttir umhverflsráðherra er nýkomin af fyrsta alþjóðlega ráðherrafundinum sem haldinn var vegna þessara fram- kvæmdaáætlana og kynnti hún áætl- unina á blaðamannafundi í gær. í hinni alþjóðlegu áætlun er kveðið á um gerð svæðisbundinna áætlana og ríkjum heims einnig bent á að gera landsáætlanir. Umhverfisráðuneytið fól Hoilustuvernd ríkisins gerð ís- lenskrar framkvæmdaáætlunar um vamir gegn mengun sjávar frá landi. Ríkisstjómin hefur nú samþykkt áætl- Gegn mengun Siv Friöleifsdóttir kynnir nýja framkvæmdaáætlun um varnirgegn mengun sjávar. unina. Sérstaða Islands felst meðal annars í því að svæðisbundin áætlun hefur verið gefln út um norðurskauts- svæðið á vegum Norðurskautsráðsins (Arctic CouncU) og eru því tU 3 áætlan- ir sem ná yflr ísland: sú alþjóðlega, svæðisbundna og nú landsáætlunfri. Meðal þeirra efnisflokka sem fengist er við í landsáætluninni má nefha hluti eins og skólp, þrávirk og geislavirk efni, þungmálma og olíur. Forgangsröðunin í framkvæmda- áætlunmni fylgir alþjóðlegum stöðlum og em í fyrsta flokki í þeirri forgangs- röðum mengun, s.s. frá þrávirkum líf- rænum efnum, þungmálmum, geisla- virk efni, skólp og meðhöndlun og eft- irlit með skaðlegum efnum. -BG Metsölulisti DV: Höll minninganna í fýrsta sæti Nýjasta bók rithöfundarins Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Höll minninganna, er I fyrsta sæti á fyrsta metsölulista DV fyrir þessi jól. Bókin fiallar um íslending sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjölskyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá banda- ríska auðkýfingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heims- styrjöld. Ævisaga sómalísku bar- áttukonunnar og fyrirsætunnar Waris Dirie, Eyðimerkurblómið, er I öðru sæti en höfundurinn kom einmitt hingað til landsins fyrr i haust í tilefni af útkomu bókarinn- ar hér á landi. Nýjasta bókin um hinn göldrótta Harry Potter, sem kallast Harry Potter og Eldbikarinn, er í þriðja sætinu og er höfundur hennar J.K. Rowling. í flórða sæti er annað bindi ævisögu Steins Steinarrs og því fimmta er Útkall í djúpinu eftir Óttar Sveinsson. Matreiðslubók er í sjötta sætinu en það er Af bestu lyst II sem Vaka-Helgafell gefur út í samstarfi við Hjartavernd, Krabba- meinsfélagið og Manneldisráð. Spennusagan Grafarþögn eftir Metsölulisti - sala bóka síðustu viku - 7. Höll minnlnganna Ólafur Jóhann Ólafsson 1 Eyöimerkurblómiö Waris Dirie | h- Harry Potter og Eldbikarinn Joanna K. Rowling g u Steinn Stelnarr 2. blndl Gylfi Gröndal . h. Útkall i djúplnu Óttar Sveinsson ? h Af bestu lyst II l | 7. Grafarþögn Arnaldur Indriöason , u Höfundur íslands Hallgrímur Helgason 1 9. 20. öldln i 10. Björg, ævisaga BJargar C. Þorlákss Sigríður Dúna Kristmundsd. Arnald Indriðason er í sjöunda sæt- inu og i því áttunda er Höfundur ís- lands eftir Hallgrím Helgason. Bók- in 20. öldin Mesta umbrotaskeið mannskynssögunnar í máli og myndum, sem þýdd er af þeim Helgu Þórarinsdóttur, Ólöfu Péturs- dóttur, Jóhannesi H. Karlssyni og Inga Karli Jóhannessyni, er í ní- unda sæti. Það er síðan Björg, ævi- saga Bjargar C. Þorláksson eftir Sig- ríði Dúnu Kristmundsdóttur sem er í tíunda sætinu. Þær bækur sem voru næstar því að komast á listann voru meðal annars fræðibókin Is- land í aldanna rás 1951 til 1975, skáldsagan Óvinafagnaður eftir Ein- ar Kárason og barnabókin Hattur og Fattur. Samstarfsaðilar DV við gerð bókalistans eru Mál og menning (5 verslanir), Hagkaup (7 verslanir), Bókabúðin Hlöðum, Egilsstöðum, og KÁ á Selfossi. Bóksölulistinn tekur mið af sölunni síðastliðna viku og er sala síðustu helgar meðtalin. Bóksalan virðist vera komin nokk- uð af stað í Reykjavík en er að hefl- ast í bókabúðum á landsbyggðinni. -MA Forvarnamiðstöö Á stofnfúndi Fé- lags um lýðheilsu í gær sagði Jón Krist- jánsson heilbrigðis- ráðherra að í undir- búningi væri að koma upp forvarna- miðstöð. Forvamir væru lykill að heilsu- gæslu og fagnaði ráðherra stoíhun hins nýja félags. - Mbl. greindi frá. Öryggisvörður ákæröur Fyrrverandi öiyggisvörður hjá Securitas hefur verið ákærður fyrir þjófnað á umtalsverðum flármunum á skrifstofu Skeljungs hf. við Suður- landsbraut og úr íbúðum sem hann gætti fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. - Mbl. greindi frá. Sala malbikunarstöðvar Tillaga sjálfstæðismanna í borgar- stjóm Reykjavíkur um að selja Malbik- unarstöðina Höfða hf. var tekin til um- ræðu á fundi borgarstjómar á fimmtu- dag. Samþykkti borgarstjóm að fela starfshópi um sölu eigna borgarinnar að kanna hugsanlega sölu. Lágt raungengi Vísitala raungengis íslensku krón- unnar er nú 80 stig og hefur ekki ver- ið lægri í rúm 30 ár eða frá því að síld- arstofninn hrundi árið 1967. Þetta kem- ur fram i nýrri mánaðarskýrslu Landsbréfa. Skýrsluhöfundar telja flest benda til þess að jöfnuður náist brátt í vöruskiptum við útlönd. - RÚV greindi frá. Um 400 kröftir í SL Alls hafa 390 manns lýst kröfu til samgönguráðuneytisins vegna ferða sem keyptar vora hjá Samvinnuferðum- Landsýn, en kröfurnar nema um 20,5 milljónum króna. Þar er bæði um að ræða kröfur einstaklinga og fyrirtækja. Rekstrarafgangur Samkvæmt flár- hagsáætlun Kópa- vogsbæjar er rekstr- arafgangur bæjar- sjóðs áætlaður 1,9 milljarðar króna. Heildarskuldir lækka á næsta ári um 100 milljónir. I árslok árið 2003 verða heildarskuldim- ar 233.000 krónur á hvem íbúa í Kópa- vogi en vom 253.000 íyrir tveimur árum. Bæjarstjóm hyggst halda út- svarsálagningunni óbreyttri en lækka fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði. Siv vonsvikin Hafréttardómstóll Sameinuðu þjóð- anna í Haag hefur hafnað kröfu írsku stjómarinnar um að lögbann verði sett á stækkun kjamorkuendurvinnslu- stöðvarinnar í Sellafield. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra segir þessa niðurstöðu vonbrigði. - Mbl. greindi frá. Andrea Karen Sæbjörg María Jónsdóttir. Erlingsdóttir. Lýst eftir stúlkum Lögreglan í Reykjanesbæ lýsir eftir Andreu Karen Jónsdóttur og Sæbjörgu Maríu Erlingsdóttur. Andrea er í með- allagi há, brúnhærð með millisítt hár, klædd svörtum anorak og gallabuxum. Sæbjörg er 160 sm á hæð, ljóshærð með axlasítt hár, grannvaxin með blá augu. Hún er klædd í svarta dúnúlpu og bláar gallabuxur. Þeir sem geta gef- ið upplýsingar um ferðir stúlknanna eru beðnir að hafa samband við lög- regluna í Reykjanesbæ, í síma 420 2450. -aþ/HKr./gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.