Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 24
4 40 Tilvera MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 DV Kynþ geymdur Poppgyöjan Britney Spears ætlar aö skilja kynþokkann eftir heima þeg- ar hún leikur í dýrustu sjónvarpsaug- lýsingu allra tíma í Bandaríkjunum. Auglýsingin verður 90 sekúndur og kostar rúmar sjö hundruö milljónir króna. Drjúgur hluti þeirrar upphæð- ar fer inn á yfirfullan bankareikning Britney. Það er gosdrykkjafyrirtækið Pepsi sem stendur fyrir auglýsingunni og á að sýna hana í úrslitaleik amerísku ruðningsdeildarinnar í næsta mán- uði. Britney ætlar ekki að sýna á sér naílann í þetta sinn, enda ótækt á besta áhorfstíma. Þess í stað mun hún klæðast settlegum kjólum. Grunuö um ölvunarakstur Bandaríska sjónvarpsleikkonan Kim Delaney var handtekin um síð- ustu helgi vegna gruns um ölvun- arakstur. Delaney var gripin fyrir ut- an heimili sitt í Malibu, skammt frá Los Angeles. Hún neitaði að láta taka úr sér blóð og var þess vegna færð á lögreglustöðina og ákærð. Henni var síðar sleppt Kim er þekktust fyrir leik sinn í löggusyrpunni NYPD Blue sem hefur verið sýnd á íslandi. Þar lék hún hlut- verk lögreglukonu sem á í mesta basli með áfengisdrykkju sína. Kim fékk Emmy-verðlaun fyrir frammistöðuna árið 1997. Brown fyrir rétti Söngvarinn James Brown kom i vikunni fyrir rétt í Kaliforníu sakað- ur um að hafa rekið konu úr starfi fyrir það að hún neitaði honum um blíðu sína. Konan, sem heitir Lisa Ag- balaya og er 36 ára, fer fram á 1,4 milljónir punda i skaðabætur en hún heldur því fram að Brown hafi rekið sig eftir að hún hafi formlega kvartað yfir kynferðisáreitni hans við yfirvöld í Kaliforníu í maí árið 2000. Lögfræðingur Browns heldur því * aftur á móti fram að Agbalaya sé að hefna sín á Brown af því hann hafi neitað henni um lán á meðan skrif- stofa hans var lokuð vegna fjárhags- erfiðleika á sama tíma. „Þetta eru fá- ránlegar ásakanir," sagði Brown eftir fyrstu réttaryfirheyrslur. „Tilhæfu- lausar og svívirðilegar ásakanir," bætti hann við þegar hann yfirgaf > réttarsalinn eftir að hafa sjálfur borið vitni i málinu. Höfundur íslands heiðraður Líklega hafa fáar bækur vakið jafnmikið umtal hér á landi á und- anfómum árum og skáldsaga Hall- gríms Helgasonar, Höfundur ís- lands. Hafa deilurnar að visu mikið til snúist um pólitiska fortíð rithöf- undarins Halldórs Laxness frekar Skáldsagan Anna Karenína eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoj fyllir flokk öndvegisverka heims- bókmenntanna og telst enn fremur ásamt Stríði og friði til höfuðverka en skáldverkið sjálft. Skáldsagan sem slík þykir engu að síður hin besta lesning óháð tengslum sínum við nóbelskáldið, enda hlaut hún á dögunum hin íslensku bókmennta- verðlaun. Af því tilefni var haldið glæsilegt hóf í safnaðarheimili Fri- skáldsins. Á föstudagirin var frum- . sýnd ný leikgerð þessarar miklu skáldsögu á sviði Þjóðleikhússins en heiðurinn af henni á Helen Ed- mundson. Leikstjórn er í höndum kirkjunnar á laugardaginn þar sem saman komu helstu frammámenn úr bókmenntageiranum, svo sem rithöfundar, gagnrýnendur og útgef- endur og samglöddust með verð- launahafanum. Ragnars Kjartanssonar en með helstu hlutverk fara Margrét Vil- hjálmsdóttir sem leikur Önnu Karenínu, Stefán Jónsson og Þröst- ur Leó Gunnarsson. Glæsileg tískusýning í tilefni dagsins var efnt til glæsi- legrar tískusýningar þar sem kepp- endur komu fram í notuðum flíkum úr verslun Rauða krossins. Ný heimasíða Ungfrú ísland.is: Glamúr og gellur Hin nýstárlega fegurðarsamkeppn- in Ungfrú ísland.is verður haldin i þriðja sinn þann 23. mars næstkom- andi. Undirbúningur fyrir keppnina er þegar kominn á fullt og stunda keppendur stífar æfingar þessa dag- ana. Á laugardaginn var glæný heimasíða keppninnar opnuð í glæsi- legu hófi sem fram fór í gamla sjón- varpshúsinu við Laugaveg. Það voru stöllurnar Elva Dögg (ungfrú ísland.is 2000) og KoUa (ungfrú Island 2001) sem smeUtu á músina og opnuðu þar með síðuna formlega. Við sama tUefni var efnt til tískusýningar þar sem stúlkurnar sem taka þátt í keppninni í ár komu fram i klæðnaði úr „há- tískuverslun" Rauða krossins en náið samstarf hefur verið á milli ungfrú ís- land.is og Rauða krossins. DV-MYNDIR EINAR J Strákar úr Vogahverfi Vel fór á meö þeim Bubba Morthens tónlistarmanni og Halldóri Guömundssyni, framkvæmdastjóra bókadeildar Eddu miölunar og útgáfu. Bókaormar heilsast Torfi Tulinius bókmenntafræöingur bar ábyrgö á tilnefning- um til hinna íslensku bókmenntaverðlauna í flokki fagur- bókmennta. Hér heilsar hann Hallgrími Helgasyni rithöf- undi og handhafa veröiaunanna. Anna Karenína frumsýnd: Stórvirki Tolstojs í Þjóðleikhúsinu DV-MYNDIR EINAR J Anægð með frammistöðuna Leikararnir Brynhildur Guöjónsdóttir, Ragnheiöur Steindórsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Þórunn Lárusdóttir og Stefán Jónsson brostu sínu breiðasta til Ijós- myndara aö lokinni sýningu. DV-MYNDIR EINAR J Fyrrverandi og núverandi Elva Dögg og Kolla, handhafar nafnbótarinnar ungfrú ísland.is áriö 2000 og 2001, opnuöu nýja heimasíöu keppninnar. Framkallið Persónum og leikendum var aö vonum vel fagnaö aö lokinni sýningu. Rappað gegn rasisma Heimsþorp, samtök gegn kyn- þáttafordómum á íslandi, stóðu fyr- ir tónleikum í Tjarnarbíói á fóstu- daginn. Voru tónleikarnir liður í fjáröflun samtakanna en í bígerð er viöamikið kynningarstarf í skólum landsins auk frekari aðgerða sem vinna eiga gegn kynþáttafordómum gagnvart íslendingum af erlendu bergi brotnum. Hljómsveitirnar XXX Rottweiler-hundar og Jagúar lögðu samtökunum lið af þessu til- efni auk rappparans Sesars A en aU- ir þessir tónlistarmenn hafa átt miklum vinsældum að fagna meðal íslenskrar æsku á undanfórnum misserum. DV-MYNDIR EINAR J Sesar A í ham Rapparinn knái, Sesar A, var meöai þeirra sem lögðu Heimsþorpi lið á tónleikunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.