Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 25
41 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 DV Tilvera Myndgátan Myndgátan hér til hliðar lýsir lýsingarorði. Lausn á gátu nr. 3222: Fráhrindandi kona Krossgáta Lárétt: 1 sögn, 4 hlýðið, 7 hjálpar, 8 afgangur, 10 áflog, 12 hratt, 13 fjarlægð, 14 mjög, 15 svei, 16 slóttug, 18 klókur, 21 hóp, 22 sefar, 23 blað. Lóðrétt: 1 lík, 2 læsing, 3 valtir, 4 tímamót, 5 heiður, 6 kvendýr, 9 gestagangur, 11 húsdýraáburður, 16 sýra, 17 trylla, 19 gubba, 20 snös. Lausn neðst á síðunni. a ;/ 1 'Ul l v wr ... ------------EYþÓR-^- Hvítur á leik! íslandsvinirnir, Svíinn Berg og Norðmaðurinn Leif Erlend Johannes- sen, náðu sér i stórmeistaraáfanga á Bermúda í síöastliðinni viku! Það er alltaf gaman þegar frændur vorir standa sig vel en hér á Fróni eru mik- il efni á ferðinni sem hæglega gætu staðið í sömu sporum. En í stað þess að einbeita sér að áfóngunum eru þeir enn sem komið.er betri i orði en á borði. En þaö koma vonandi tímar og Umsjón: Sævar Bjarnason ráð. Eftir frábæran árangur hand- boltalandsliðsins er kominn tími á skákstrákana efnilegu. Því það þýðir ekki að sitja eftir með orðin tóm! Hér sjáum við Emmauel Berg rústa stöðu efnilegs Finna! Hvítt: Emanuel Berg (2500) Svart: T. Nybáck (2448) Pirc-vörn. Stórmeistaramót Bermúda (3), 23.01. 2002 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. Bc4 Be7 6. 0-0 0-0 7. a4 c6 8. Hel Dc7 9. h3 b6 10. Bg5 Bb7 11. De2 Hfe8 12. dxe5 dxe5 13. Rh4 g6 14. Hadl a6 15. Df3 b5 16. Ba2 Kg7 17. Re2 h6 (Stöðumyndin) 18. Bxh6+ Kxh6 19. Bxf7 RfB 20. De3+ Kg7 21. Bxg6 Rxg6 22. Dg5 Hg8 23. Rxg6 Kh7 24. Dxe5 Dxe5 25. Rxe5 Hae8 26. Rf4 c5 27. axb5 axb5 28. c4 b4 29. f3 Hg5 30. Red3 Bd6 31. h4 Hg3 32. e5 Bxf3 33. exd6 Heg8 34. He7+ Kh6 35. Hd2 Re4 36. Hxe4 Bxe4 37. Rxc5 Bf5 38. d7 H3g4 39. Rfe6. 1-0. Bridge Hvernig myndir þú spila fjögur hjörtu á hendi norðurs ef þú gætir 4 3 ÁK1042 ♦ ÁDG8 * Á43 4 9854 ---jú-- 4 ÁD76 * D * 109643 * DG10 Lokasamningurinn á báðum borð- um í leik ítala og Islendinga í riöla- keppni Ólympíumótsins var 4 hjörtu á báðum borðum, spiluð á norður- höndina og útspilið það sama, laufa- fimma. Þar sem Aðalsteinn Jörgensen var sagnhafi drap hann á ásinn heima og spilaði strax einspilinu í spaða. Austur setti ásinn og spilaði áfram laufl. Aðalsteinn var ekki í vandræðum, jafnvel með trompin 4-1. Hann drap á kónginn í blindum, Umsjón: ísak Örn Sigur&sson aðeins séð hendur NS í upphafl? Út- spilið frá austri er laufafimma: henti laufi i spaðakóng og svínaði tígli. Austur drap á kóng og spilaði laufi og Aðalsteinn trompaði heima. Hann lagði nú niður ásinn í hjarta, tígulás og trompaði tígul í blindum. Síðan var spaði trompaður og tígul- gosa spilað að heiman. Austur gat ekki komið í veg fyrir að Aðal- steinn fengi 10 slagi. Á hinu borðinu ákvað Laurenzo Lauria að taka fyrsta slaginn á kónginn í blindum og svína strax tígli. Þorlákur Jónsson drap á kónginn og spilaði áfram laufi og eftir þessa byrjun, átti sagnhafi enga von um að standa spilið. Lauria fékk raunar ekki nema 8 slagi og Is- land græddi 11 impa. Leikurinn end- aði 16-14 fyrir Ítalíu. ■jou 08 ‘ejæ 61 ‘eiæ n ‘-ips 91 ‘ujbiis n ‘[I!-t9 6 ‘311 9 ‘mæ g ‘[ijSBpncj \ ‘Jibngoiso g ‘sb[ z ‘Jeu 1 jjaJQOj •jub[ 83 ‘Jeoj iz JigiJ \z ‘liuæii 81 ‘8æ[s 91 ‘ssn g[ ‘Jeje n ‘g-nj 81 ‘)JQ 31 ‘jstp oi ‘isaj 8 ‘jbCsb l ‘[8æcj [ ‘o[ou t jjajBj Harðsperrur a£ sjónvarpsglápi Lítið hefur verið um annað rætt undanfarna daga en árang- ur íslenska handboltalandsliðs- ins í Evrópukeppninni í Svíþjóð. ísland stóð sig frábærlega og náði lengra en bjartsýnustu menn þorðu að vona og endaði í fjórða sæti. Meðan leikir ís- lenska liðsins hafa verið sýndir í beinni útsendingu ríkissjón- varpsins hefur varla nokkur maöur verið á ferli. Allir hafa verið að horfa á „strákana okk- ar“ eins og þeir eru oft nefndir, sérstaklega þegar vel gengur. Ungir sem aldnir hafa setið sem límdir fyrir framan sjónvarpið og fylgst með. Frænka mín fyrir austan slær þó met að mínu mati með að lifa sig inn i leikinn. Þessi fyrrum hanfboltastjarna á Austfjörðum er búin að vera með harðsperrur alla dagana meðan keppnin í Svíþjóð hefur varað. Og hver skyldi ástæðan vera? Jú, hún lifir sig svo inn í leiki íslands að hún gengur fram og til baka um stofuna heima hjá sér á meðan þeir standa yfir og engu líkara en hún sé þátttak- andi sjálf. Spennan er þvílík hjá þessari 76 ára gömlu konu að hún getur einfaldlega ekki setið kyrr í stólnum sínum, heldur gengur nokkra kílómetra um stofuna í hverjum leik. Þetta er kannski hugmynd fyrir þá sem eiga í bar- áttu við aukakílóin. En nú er keppninni lokið og frænka mín getur hvílt sig eins og leikmenn íslenska landsliösins sem voru að því er mér fannst orðnir ansi þreyttir í leiknum á móti Dönum í gær. Nú gefst tími til að safna kröftum því næsta Evrópukeppni er ekki fyrr en eftir 2 ár. Og þá er bara að taka gullið... Sandkorn_______________________ Umsjón: Höröur Krístjánsson • Netfang: sandkorn@dv.is Talsvert hefur verið rætt um þá ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfullrúa að draga sig í hlé i borgarstjórnarpólitíkinni. í kjölfar ákvörðunar Sigrúnar um að hætta heyrast nú vangaveltur um hvort Páll Pétursson félagsmálaráðherra sé líka að hugsa um að hætta. Það myndi þá gerast í næstu þingkosn- ingum og þau hjón- in væru þá bæði að draga sig út úr pólitík til að snúa sér að einhverju öðru. Páll hefur hins vegar ekkert slíkt gefið til kynna fram að þessu og hefur jafnan verið talið að hann hygðist bjóða sig fram áfram í Norðvestur- kjördæminu... Það hefur vakið nokkra athygli að starfsmenn RÚV eru að skrifast á um flutning Rásar 2 norður til Akur- eyrar á heimasíðu Egils Helgason- ar, Silfri Egils á Strikinu. Er greini- legt að skoðanir eru nokkuð skiptar um málið en það var Magnús Ein- arsson, tónlistarstjóri Rásarinnar, sem reið á vaðið og skrifaði grein gegn flutningnum á síðuna. Pétur Halldórsson, starfsmaður RÚV á Akureyri, svarar síðan Magnúsi full- um hálsi og skammast m.a. yfir því ið tónlistarstjórinn - eins og svo marg- ir aðrir - hafi ekki haft fyrir því að kynna sér tiliög- urnar um flutning- inn. Hafa menn nú á orði að það séu merkilegir tímar þegar heimasiða sjónvarpsstjörna á lítilli einkastöð sé farin að vera helsti samræðuvett- vangur starfsmanna Ríkisútvarps- ins... Yfirlýsing sem eignuð er Félagi garðsláttumanna hefur vakið athygli siðustu daga en yfirlýsingin á að vera innlegg í umræðuna um nauð- syn þess að berjast gegn verðbólg- unni og er hún undirrituð af Einari Geir Björnssyni. Þar er m.a. talað um hina miklu fóm olíufélaganna að hækka ekki bensín um mánaðamót- 1 og síðan segir: Vegna þessara tórbrotnu fórna ilíufélaganna ikvað stjórn félags tarðsláttumanna ið ekki gæti félag- ið setið hjá. Hefur hún því frestað áð- urnefndri hækkun á töxtum félagsmanna tii 1. mai nk. Það er von félagsins að þessi ákvörð- un tryggi það að markmið ríkis- stjórnarinnar í verðlagsmálum náist. Það er vissa stjómar félagsins að fé- lagsmenn taki þessari ákvörðun með karlmennsku og þreyi þorrann og góuna með þá vissu í huga að aðeins kemur betri tíð með blóm í haga standi þjóðin saman.“ Heyrst hefur af pirringi ýmissa sjálfstæðismanna með þátt Stein- unnar Ólínu Þorsteinsdóttur í sjónvarpinu á laugardag en þar fékk hún Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur til sín sem aðalgest. í sjálfu sér segja menn það þó ekki svo slæmt >' mál að Ingibjörg hafi komið í þátt- inn en gagnrýna ð Steinunn Ölína skuli hafa með frekar óvirðulegum hætti talað um Bjöm Bjarnason þegar hún dró upp ýmsar tegundir af sundskýlum og velti fyrir sér hver myndi klæða Bjöm best. Segja menn að þetta hafi verið á mörkum vel- sæminnar, enda greinilegt að Stein- unn Ólína hafi verið að reyna að vera fyndin á kostnað manns sem ,, var fjarstaddur. Stuðningsmenn Ingibjargar munu margir ekki held- ur mjög hressir með þessa uppá- komu því henni hafi þarna verið blandað inn i uppákomu sem sé Ingi- björgu síður en svo til framdráttar. Þykir borgarstjórinn þó hafa bjargað sér fyrir horn með því að tala um víðsýni og fjölbreytilegar hliðar menntamálaráðherrans... Myndasögur Eg hef veriö að hugsa, Ein- ar... Vfeistu hvað er tvisvar sinnum fyndnara en maður sem missir niður um sig buxumar?... _______________ Tveir menn sem missa niður um sig buxurnar! Oq þrir menn sem missa niður um e\Q buxurnar er þrisvar sinnum fyndnara! f ViðbúnirCír? Hmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.