Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Slobodan Milosevic á sakborningabekknum í Haag í Hollandi: Erlendar fréttir vikunnar Úr kerfiskalli í þ j óðernissinna „Enginn mun nokkru sinni berja ykkur framar.“ Þessi fleygu orð gerðu Slobodan Milosevic frægan um alla Júgóslavíu í einni svipan. Árið var 1987, staðurinn Kosovo, hérað í Serbíu þar sem meiri- hluti íbúanna er af albönsku bergi brotinn. Milosevic var þá ósköp venjulegur embættismaður kommúnistastjómar- innar í Belgrad, kominn upp í miðjan virðingarstigann, eða svo, og lítt þekktur. Stjórnvöld ákváðu að senda hann til Kosovo til að róa serbn.eska íbúa héraðsins sem höfðu kvartað sáran undan illri meðferð af hálfu albanska meirihlutans. Þegar á áfangastað kom tók æstur múgurinn á móti sendi- manninum frá Belgrad. Lögreglan, sem aðallega var skipuð Albönum, tók þá til sinna ráða og stuggaði við mannfjöldanum. Frægur á svipstundu Það var þá sem Milosevic lét áður- nefnd orð falla í frægri ræðu sem hann hélt skammt utan við héraðshöf- uðborgina Pristina. Áhrifin létu ekki á sér standa. Rik- issjónvarpið sýndi þessi ummæli Milosevics, sem síðar varö forseti Júgóslavíu, allan sólarhringinn og þessi litlausi kerfiskall breyttist á svipstundu í ákafan talsmann serbneskrar þjóemisstefnu. Fyrir til- stilli hans fengu Serbar útrás fyrir gremjuna sem hafði kraumað i þeim í fjörutíu ár þegar þeir litu á sig sem olnbogabörnin í Júgóslavíu Títós mar- skálks. Tæpum fimmtán árum síðar situr Slobodan Milosevic nú á sakborninga- bekknum í stríðsglæpadómstóli Sam- einuðu þjóðanna fyrir Júgóslavíu í Haag í Hollandi. Hann er ákærður fyr- ir þjóðarmorð í Bosníu og stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Króatíu og Kosovo á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar þegar lýðveldi Júgóslavíu voru vettvangur alvarlegustu átaka og voðaverka í Evrópu frá lokum heims- styrjaldarinnar síðari. Villimennska og grimmd Saksóknarar stríðsglæpadómstóls- ins lýstu voðaverkunum sem Milos- evic er sakaður um að hafa skipulagt og bera ábyrgð á viö upphaf réttar- haldanna á þriöjudag. Þar var hann meðal annars sakaður um að hafa sýnt villimennsku og grimmd sem ekki ætti sér hliðstæður nema á mið- öldum. Milosevic svaraði saksóknurunum svo fuflum hálsi þegar hann hóf málsvörn sína á fimmtudag. Hann hefur ætíð neitaö að viðurkenna lög- sögu dómstólsins þar sem ólöglega hafi verið tfl hans stofnað. En hverfum aftur tfl loka niunda áratugar siðustu aldar. Nýfundnar vinsældir Milosevics gerðu honum kleift að koma aftan að pólitískum læriföður sínum, Ivan Stambolic, og bola honum frá völdum. Milosevic var kjörinn forseti Serbíu í desemberbyrj- un 1990. Hann var svo gerður að for- seta Júgóslavíu árið 1997. Á sögufrægum blóðvelli Þegar Serbar minntust 600 ára af- mælis orrustunnar við Kosovo Polje þann 28. júní 1989 kom ein milljón manna saman á gamla vígveflinum og hlýddi á nýja leiðtogann hvetja þá tfl að búa sig undir nýja baráttu. Orrustan við Kosovo Polje gegnir mikilvægu hlutverki í sögu Serba og sálarlífi. Þar neituðu þeir árið 1389 að gefast upp fyrir ofurefli herja ottómanaveldisins, jafnvel þótt það REUTER-MYND Slobodan Milosevlc Júgóslavíuforsetinn fyrrverandi er nú fyrir rétti í Haag í Holiandi, ákærður fyrir þjóðarmorð ogglæpi gegn mannkyninu vegna styrjaldanna í fyrrum lýöveldum Júgóslavíu á síðasta áratug. kostaði þá ósigur og undirokun. Skömmu síöar hóf hann að senda vopn til serbneskra aðskflnaðarsinna í bæði Króatíu og Bosníu. Á sama tíma komust þjóðernissinnar tU valda í öðrum lýðveldum gamla júgóslav- neska sambandsríkisins. Guölaugur Bergmundsson blaðamaður Erlent fréttaljós Þetta var upphaf borgarastyrjald- anna sem áttu eftir að geisa í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu mestaUan tí- unda áratug tuttugustu aldar. Króatía og Slóvenía urðu fyrst lýð- veldanna tU aö lýsa yfir sjálfstæði, í júní 1991. Eftir sjálfstæðisyflrlýsingu stjómarinnar í Zagreb horfði serbneski minnihlutinn í Króatíu tU MUosevics um stuðning. Serbamir höfðu þá lýst yfir sjálfstjóm Krajina-héraðs. Ekki stóð á svari frá MUosevic frekar en fyrri daginn. „Við teljum að Serbar hafl lögmæt- an rétt tU að búa í einu landi. Ef við neyðumst tU að berjast þá munum við svo sannarlega gera það,“ sagði MUo- sevic. Júgóslavneska hernum, með full- tingi serbneskra aðskUnaðarsinna, varð vel ágengt í Króatíu. í desember 1991 höfðu Serbar lagt undir sig nærri þriðjung aUs lands í lýðveldinu. AUt að tuttugu þúsund manns týndu lífi í átökunum og um fjögur hundruð þús- und manns flosnuðu upp frá heimU- um sínum. Bosníumenn lýstu yfir sjálfstæði lýðveldisins í aprU 1992 og i kjölfarið fýlgdi þriggja ára borgarastyrjöld, ein- hver sú blóðugasta í Evrópu frá lok- um heimsstyrjaldarinnar síðari. Þeirri styrjöld lauk svo með friðar- samningum sem kenndir eru við borg- ina Dayton í Ohio árið 1995. Það var þó ekki fyrr en eftir loft- árásir NATO, fyrstu hemaðarárásir bandalagsins í fimmtíu ára sögu þess, að hægt var að koma vitinu fyrir leið- toga Serba í Bosníu og fá þá tU að skrifa undir friðarsamkomulagið. Vesturveldin höfðu einangrað Serbíu og beitt landið viðskiptaþving- unum vegna styrjaldarinnar í Bosniu. En að friðarsamningnum undirrituð- um var smám saman slakað á klónni. Sú þíða varði þó ekki lengi. Kosovo gerði útslagið Serbar hófu ofsóknir á hendur al- banska meirihlutanum í Kosovo-hér- aði og vorið 1999 voru leiðtogar Vest- urlanda búnir að fá sig fuUsadda á tU- raunum tU að fá MUosevic tU að hætta og semja um frið. Enn á ný voru orrustuvélar NATO kaUaðar tU leiks. Það var svo ekki fýrr en eftir 78 daga loftárásir á Serbíu að MUosevic gafst upp. Slobodan MUosevic hóf klifur sitt upp metorðastiga júgóslavneska stjórnkerfisins fyrir tUstiUi fjölda- hreyfingar almennings árið 1987. Þessi sami almenningur sá svo tU þess að hrekja hann endanlega frá völdum rúmum þrettán árum síðar. Þjóðin rak hann I október árið 2000 snerist almenn- ingur um aUa Serbíu gegn honum eft- ir að hann reyndi að stela kosningun- um sem þá voru nýlega haldnar. Stjórnarandstæðingar efndu tfl mikils fiöldafundar fyrir utan þing- húsið í Belgrad 5. október tU að krefi- ast þess að MUosevic játaði ósigur sinn. Hann gerði það daginn eftir. Fyrsta aprU árið eftir var fýrrum Júgóslavíuforseti svo handtekinn og hnepptur í varðhald. í júnUok sama ár var hann framseldur tU stríðsglæpa- dómstólsins í Haag. Örlög MUosevics munu væntanlega ráðast eftir tvö ár þegar áætlað er aö réttarhöldunum ljúki. Byggt á efhi frá BBC og Reuters. Fjöldamorö í Kosovo Þessi mynd er úr myndbandsupptöku sem læknir í Kosovo tók af líkum Albana sem Serbar myrtu árið 1999, skömmu fyrir loftárásir NATO. Réttað yfir Milosevic Langþráð réttar- höld yfir Slobodan MUo-sevic, fýrrum forseta Júgóslavíu, hófust loks fýrir stríðsglæpadóm- stóli Sameinuðu þjóðanna í vik- unni. MUosevic er ákærður fyrir þjóð- armorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í tengslum við átökin á Balkanskaga á síðasta áratug tuttug- ustu aldarinnar. Búist er við að rétt- arhöldin standi í tvö ár. Við upphaf réttarhaldanna á þriðju- dag gáfu saksóknarar ófagrar lýsingar á atburðum þeim sem MUosevic er sakaöur um að hafa skipulagt og sögðu þá lýsa grimmd sem ætti sér ekki hliðstæðu nema á miðöldum. Þegar MUosevic hóf málsvörn sína á fimmtudag sagði hann málatUbúnað- inn aUan tóma lygi. Sem fyrr viður- kennir hann ekki lögsögu dómstólsins yfir sér. Arafat tekur á sig ábyrgð Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, féllst á það í vikunni að taka á sig aUa ábyrgð á vopnasendingunni sem ísraelski herinn lagði hald á á Rauðahafi í siðasta mánuði. Að sögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur Arafat ekki ábyrgð persónulega heldur fyrir hönd palestínsku heimastjórnarinnar. Ara- fat hafði áður þvertekið fyrir að hafa vitað neitt um sendinguna. Bandarisk stjómvöld sögðust hins vegar hafa undir höndum sannanir fyrir því að palestínsk stjómvöld væru flækt í málið og hefðu þrýst mjög á Arafat. Allt á huldu um Pearl Undir lok vik- unnar var enn aUt á huldu um örlög bandaríska blaða- mannsins Daniels Pearls sem harð- línumúslímar námu á brott í borginni Karachi í Pakistan fyrir tæp: um mánuði. Eigin- kona Pearls, sem gengur með fýrsta bam þeirra hjóna, sendi frá sér tU- finningaþrungna yfirlýsingu í vik- unni þar sem hún fór fram á að manni hennar yrði sleppt. Höfuðpaur mann- ræningjanna er i haldi lögreglu í Karachi og við yfirheyrslu sagðist hann telja að Pearl væri látinn. Lög- reglan leggur ekki trúnað á þá frá- sögn. Yfirheyrslur vegna Enrons Yfirheyrslur vegna gjaldþrots orkusölufyrirtækisins Enrons héldu áfram í Bandaríkjaþingi í vikunni. Kenneth Lay, fyrrum stjórnarfor- maður, neitaði að svara spuming- um þingmanna að ráði lögmanna sinna. Hann nýtti sér stjómarskrár- varinn rétt sinn tU að sakfeUa ekki sjálfan sig. Sherron Watkins, að- stoðarforstjóri og sú sem fyrst var- aði við þrengingum fyrirtækisins og vafasömum starfsaðferðum, sagði hins vegar þegar hún kom fyrir þingnefndina að Lay hefði verið blekktur um stöðu Enrons. Hún sagði að nokkrir af æðstu mönnum fyrirtækisins, endurskoðendur og lögmenn, hefðu þar verið að verki. Chirac vill sitja áfram Jacques Chirac Frakklandsforseti brá sér tU Avignon í sunnanverðu Frakklandi í upp- hafi vikunnar og tU- kynnti þar aö hann sæktist eftir endur- kjöri í forsetakosn- ingunum í vor. Við það tækifæri réðst hann harkalega að ríkisstjóm sósí- alista, undir forystu Lionels Jospins, og sagði hana hafa klúðrað efhahags- stjóminni. Jospin hefur ekki formlega gefið kost á sér en fastlega er gert ráð fyrir að slagurinn standi mUli þeirra Chiracs í síðari umferð kosninganna. Samkvæmt nýrri könnum hefur Chirac heldur sótt í sig veðrið frá því hann tUkynnti um framboð sitt en fýlgi Jospins hefur dalað aðeins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.