Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 Helgarblað DV Spennandi prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík klárast á morgun: Allt getur gerst - mikil átök og harka og rífandi sigurvilji en minna um sigurvissu Gríðarleg átök eiga sér nú stað í tengslum við val á fólki á Reykjavíkur- listann. Nánast opið prófkjör hófst á miðvikudag um val á fulitrúum Sam- fylkingar á listann og stendur prófkjör- ið til morguns sunnudags. Mest spenna og hörðustu átökin eru í prófkjöri Sam- fylkingarinnar. Þar taka þátt átta manns og þar af fjórir sem teljast til þungavigtarmanna í flokknum, sérstak- lega í borgarmálum. Þetta eru borgar- fulltrúamir Helgi Hjörvar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Hrannar B. Am- arsson og siðan áskorandinn Stefán Jón Hafstein, náinn vinur og ráðgjafi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og formað- ur framkvæmdastjómar Samfylkingar- innar. Það eru þessi fjögur sem líklegust era í raun til að berjast um þau tvö sæti sem kallast geta aðalsæti, en hins vegar er ljóst að hin tvö sætin sem flokkurinn á, það níunda og það fimmtánda, skipta líka miklu máli, sérstaklega það níunda. Þar sem boðið er fram undir formerkj- um kosningabandalags kemur varamað- ur hvers flokks alla jafna úr sama flokki en þar sem 7. og 8. sæti eru á ábyrgð flokkanna sameiginlega mun fyrsti varamaður á listanum, 9. sætið, koma inn fyrir þá forfallist þeir. Níunda sætið yrði því varamannasæti fyrir um helm- ing borgarfulltrúanna. Þetta kemur til viðbótar því að hugsanlegt er að 9. sæt- ið vinnist fyrir R-listann og hafa raunar sumir frambjóðendumir í prófkjörinu stiilt málinu upp þannig að þeir bjóði sig fram í 9. sætið vegna þess að þeir telja það hið raunverulega baráttusæti. Innkoma Stefáns Jóns Barátta milli borgarfulltrúanna þriggja um borgarstjómarsætin tvö var fyrirséð fyrir nokkra og má teljast eðli- leg í ljósi þess breytta pólitíska lands- lags sem að baki Reykjavíkurlistanum stendur, þ.e. að flokkamir sem stóðu að þessu samstarfi síðast era nú horfnir og nýir komnir í staðinn. En það er fyrir hendi mæling úr prófkjörinu frá því síð- ast milli þessara frambjóðenda sem gæti - að breyttu breytanda - gefið vísbend- ingu um hver innbyrðisstyrkur þeirra er. Þá var Helgi Hjörvar efstur, þá Stein- unn Valdís og Hrannar var þriðji af þessum þremur. Guðrún Ágústsdóttir, sem kom á eftir Helga í prófkjörinu, er hins vegar hætt og ýmislegt hefur gerst á fjórum árum þannig að vert er að hafa aila fyrirvara á þessari niðurröðun. Það var hins vegar dálítil sprengja inn í þessi framboðsmál þegar kvisaðist út að Stefán Jón Hafstein hygðist blanda sér í þennan slag. Ekki nóg með að við það fjölgaði í hópnum sem vildi efstu sætin heldur var innkoma Stefáns í prófkjörið þess eðlis að hann beinlínis skoraði Helga Hjörvar á hólm. Og þrátt fyrir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi gætt þess vandlega að láta ekkert uppi um hvem hún styður er greinilegt á samtöl- um við Samfylkingarmenn að menn telja framboð Stefáns kannski ekki á hennar vegnum en koma fram með vel- þóknun hennar. Rifið ofan af sári Sjálfur hefur Stefán lagt áherslu á aö hann standi fyrir endumýjun á frum- herjakraftinum í Samfylkingunni og hann opnaði prófkjörsslaginn hjá sér með áherslu á traust. Það olli veruleg- um kurr innan flokksins þegar hann reif hrúðrið sem komið var á það gamla sár sem fyrir síðustu kosningar gekk undir samheitinu Hrannars- og Helga- mál og benti á útstrikanimar sem verið höfðu á Reykjavíkuriistanum í kosning- unum. Margir telja að Stefán hafi gert stór mistök með slíkri innkomu. Jafn- framt hefur Stefán gert að umtalsefhi þann mun sem virðist vera á vinsæld- um Ingibjargar Sólrúnar í könnunum og svo Reykjavíkurlistans hins vegar. í því felst auðvitað ákveðin árás á þá sem skipa listann því ályktunin getur ekki orðið önnur en sú að þeir séu ekki eins frambærilegir og borgarstjórinn. Með þessum hætti hefur Stefán skapað sér sóknarstöðu en Helgi Hjörvar hefur lent í því að veija sig og sína stöðu, enda er það fyrst og fremst hann sem verið er að skora á. í þessu samhengi hefur verið á það bent að áskorun Stefáns er almennt talin beinast að Helga og í minna mæli Hrannari B., enda séu það þeir tveir sem hann telji að veiki listann. Stein- Helgi Hjörvar. Hrannar BJörn Arnarsson. Stefán Jón Hafstein. Steinunn Valdís Óskarsdóttir. unn Valdís Óskarsdóttir er samkvæmt skilningi þeirra sem blaðið ræddi við ekki inni i þeim hópi sem formaður framkvæmdastjómarinnar er að skora á hólm. Engu að síður hefur réttilega veriö bent á að áskorun Stefáns um end- umýjun og framboð hans beinist ekki síður gegn henni sem sitjandi borgar- fulltrúa en hinum. Góð skipulagning Margir hafa velt vöngum yfir því til hvaða bakhópa í þjóðfélaginu hinir ein- stöku frambjóðendur hafa að sækja til að ná inn í prófkjörið hjá kjósendum. í því sambandi er jafnan bent á að Helgi Hjörvar hefur öflug tengsl viða, m.a. í flokknum og inn í öryrkjabandalagið í gegnum Blindrafélagið. Þannig vakti það t.d. athygli í vikunni þegar Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabanda- lagsins, lýsti þvi yfir i DV að hann hygð- ist ekki gefa kost á sér í 7. sæti listans og hvatti menn til að styðja Helga. Þá er Helgi sagður reka mjög öfluga og fag- mannlega kosningabaráttu. Hrannar B. Amarsson segja ýmsir að sé mjög van- metinn í þessu prófkjöri en hann hafi yfir að ráða eigin markaðsfyrirtæki og þaðan reki hann gríðarlega öfluga sima- og tölvupóstsherferð. Meðal þeirra sem standa að baki Hrannari er Þjóðvaka- deildin í Samfylkingunni þar sem era menn eins og Óskar Guðmundsson, fyrrverandi kosningastjóri Jóhönnu Sig- urðardóttur, og Jóhanna sjálf er að hringja út fyrir Hrannar. Auk þess hef- ur Hrannar vitaskuld ágæt sambönd inn í skákhreyfinguna þar sem hann er forseti. Kvennamál Steinunn Valdis kemur úr röðum Kvennalista og er sú eina með þann bakgrunn í prófkjörinu. Auk þess hefur hún góð tengsl inn í íþróttahreyfinguna og hefur verið í forsvari fyrir íþrótta- og tómstundaráð um árabil. Viðmælendur blaðsins era sammála um að hún eigi nokkuð góða möguleika í prófkjörinu og ýmsir forastumenn Samfylkingarinnar, s.s. Bryndís Hlöðversdóttir þingflokks- formaður, munu í hennar liði. Sigrún Elsa Smáradóttir á líka talsvert fylgi þótt erfiðara sé að negla það niður í ákveðin hólf. Þó er ljóst að hún hefur fortíð úr Alþýðubandalaginu og nýtur stuðnings úr þeim röðum. Viðmælend- ur segja Sigrúnu afar frambærilegan frambjóðanda sem líði fyrir kringum- stæðumar sem skapast hafa, að þurfa að takast á við þrjá borgarfulltrúa og formann framkvæmdastjómar flokks- ins. Allir era sammála um að það muni styrkja þær Steinunni og Sigrúnu að vera einu konumar í prófkjörinu. Birgir Guðmundsson fréttastjóri Innlent fréttaljós m Erfitt virðist að staðsetja eða greina í afinörkuð hólf stuðninginn við Stefán Jón. Víst er að hann á mikinn stuðning meðal samfylkingarfólks en þó er líklegt að mestur stuðningur við hann komi úr röðum fólks sem er lauslega tengt Sam- fylkingunni og ef til vill ekki beinlínis starfandi i flokknum. Þannig segja stuðningsmenn Stefáns að hann stóli á mikla þátttöku sem myndi þá yfirvinna möguleikann á því að prófkjörið yrði hertekið af einhveijum tilteknum hóp- um. Menn sem standa nálægt Stefáni segja meira að segja að verði þátttaka dræm séu menn viðbúnir mjög slæmum tíðindum. Aðrir prófkjörsþátttakendur hafa ekki háð mjög áberandi prófkjörsbaráttu og þeir Stefán Jóhann Stefánsson, Pétur Jónsson og Tryggvi Þórhallsson era ekki taldir munu blanda sér í þessa baráttu að ráði þótt þeir séu ailir gamalkunnir og virtir samfylkingarmenn og flestir telji að þeir muni fá talsvert af atkvæðum. Innlendar fréttir vikun Kveikt í fimm bílum íbúum á Hvolsvelli brá heldur í brún þegar þeir fóru á fætur á sunnudaginn. Kveikt hafði verið í fimm bílum og aðrir fjórir illa skemmdir um nóttina, auk þess sem kveikt var í sófa í sólstofu í bænum. Lögreglan á Hvolsvelli sagði í við- tali við DV að mikill óhugur væri í fólki vegna atburðanna. Síðast þeg- ar fréttist var búið að yfirheyra nokkra út af íkveikjunum en ekki búið að handtaka neinn. Borgarstjóm Prófkjörsslagur Samfylkingarinnar snýst m.a. um þaö hver tryggir sér borgar- stjórnarsæti flokksins á Reykjavíkuriistanum í vor. Dýr barátta Ljóst er að kosningabarátta frambjóð- enda mun kosta þá skildinginn því sið- ustu daga hefur hún í vaxandi mæli far- iö fram í formi auglýsinga í fjölmiðlum. Það kostaði frambjóðendur um 50.000 krónur bara að vera með og einhverra tuga þúsunda kostnaður fylgir lág- markskynningu á framboðinu innan flokksins. Þeir sem alira ódýrast fara út úr þessu gætu þá verið að eyða í þetta á bilinu 100-150 þúsund krónum. Þessi kostnaður er miklu hærri hjá þeim sem era í slagnum af fullri alvöra. Flestir frambjóðendanna sem slást um toppsæt- in eru með blaðaauglýsingar og margir era jafnframt með útvarpsauglýsingar. Sigrún Elsa hefur einnig farið út í sjón- varpsauglýsingu og má gera ráð fyrir að þessi kostnaður sé verulegur og fljótur að slá í milljónina. Holræsalok Þrátt fyrir mjög harða baráttu og óvægna á köflum virðist þó sem ekki hafi komið upp nein sérstök leiðindaat- vik eins og oft vill verða í svona slag. „Ekki enn þá, í það minnsta, en það á nú eftir að koma i ljós hvað gerist þegar úrslitin liggja fyrir,“ eins og einn við- mælandi orðaði það. Eitt nafnlaust dreifibréf - undirritað „áhyggjufullir samfylkingarmenn“ - hefur að vísu far- ið af stað þar sem verið er að rifja upp Hrannars- og Helgamál frá því 1998 og mætti af orðalagi og efni bréfsins jafhvel halda að þar væra stuðningsmenn Stef- áns Jóns á ferð. Hins vegar er gengið svo langt að bréfið myndi einfaldlega stórskaða Stefán, væri það komið frá honum, enda vísa Stefánsmenn því al- farið á bug og segja þetta dæmi um hluti sem geti gerst í svona baráttu. „Einhver ákveður því miður að opna einhver hol- ræsi og við slíkum draugagangi er ekk- ert að gera annað en hunsa hann,“ sagði samfykingarmaður. Sé reynt að draga saman hvað þátt- takendum og stuðningsmönnum þeirra í prófkjörinu sýnist er niðurstaðan ein- fóld: Menn telja að allt geti gerst. Eng- inn virðist treysta sér til að taka af skar- ið um hvemig þetta muni fara og tala menn í þvi sambandi um að stemningin í kringum tiltekna frambjóðendur geti skipt sköpum. En þegar kemur að því að greina hvar sú stemning hefur helst ver- ið virðist engin regla á því hvað mönn- um fmnst. H Landið flýtur burt Gífurlegt landbrot hefur orðið austan við Jökulsá á Breiðamerkur- sandi undanfarið og eru nú aðeins um 35 metrar frá rafmagnslínu Landsvirkjunar fram á sjávarbakk- ann þar sem styst er og sama vega- lengd er frá línunni að þjóðvegin- um. Þetta bil var um 70 metrar þeg- ar Vegagerðin mældi það síðast. Fjölnir Torfason hefur fylgst vel með breytingum við ána og lónið undanfarin ár. Hann segir að þama gæti skapast mjög alvarlegt ástand ef stórviðri gerði og stórstreymt væri. Mjög slæmt veður gekk hér yfir í byrjun mánaðarins og reif brimið um 5 til 6 metra úr bakkan- um og þó var ekki stórstreymt. Spáin gekk eftir Vísitala neysluverðs, sem birt var í vikunni og mælir verðlag í febrú- arbyrjun, var 220,9 stig og lækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 220,2 stig og lækkaði um 0,4%. Rauða strikiö, sem kveðið er á um í sam- komulagi aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, var sett við að vísitalan færi ekki upp fyrir 222,5 stig í maí. Vísitalan er þannig að fjarlægjast rauða strikið aftur en hún var 221,5 stig í janúar og er nákvæmlega í samræmi við spár. Síminn gróðursetur tré Verktakar á vegum Landssímans fluttu í sumarbyrjun i fyrra nokkum fjölda trjáa úr Gufunesi í Reykjavík austur í Þjórsárdal, þar sem starfsmenn Símans eiga sumar- aðsetur á Skriðufelli. í leiðinni var komiö við á Mjóanesi við Þingvalla- vatn þar sem verktakarnir gróður- settu við sumarhús Þórarins Viðars Þórarinssonar, þáverandi forstjóra Landssímans. Reikningarnir sem Landssíminn greiddi vegna trjánna voru samanlagt að upphæð liðlega 600 þúsund krónur. Nokkra athygli vakti í sveitinni þegar vinnuflokkur birtist með trén sem saman mynda sæmilega trjáa- röð í dag. Nýreist sumarhús Þórar- ins Viðars, sem er langt á annað hundrað fermetrar að stærð og vek- ur athygli fyrir glæsileik, stendur á jörðinni Mjóanesi í Þingvallasveit, gegnt Nesjavallavirkjun. -Kip --------------------------- Hrannar Björn er traustsins ......................................\ I forystu í neytendavernd Frammistaða Hrannars Bjöms Amarssonar í borgarstjóm Reykjavíkur sannar að það skiptir máli hverjir standa á verðinum. Hann hefur verið í forystu íyrir Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur sem tókst mcðal annars nánast að útrýma menguðum kjúklingum úr kjörborðum verslana. Reykvíkingar geta einnig þakkað Hrannari og liðsmönnum hans að hafa rofið þagnarmúrinn í kringum kjötinnflutning frá kúariðusvæðum og þannig rutt brautina í neytendavemd. Stuðningsmenn Hrunnars Bjöms Amarssonar í prófkjöri SamMkingarinnar fyrir framboð Revkjavíkulistans. Kosningaskrifstofa: Hafnarstræti 20, 2. hæð, sími: 551 8871 \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.