Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 11 Skoðun Hópurinn sem tók þátt í umræð- unni þynntist smám saman og á endanum stóð maðurinn einn. Hon- um rann skilningsleysi félaganna til rifja og þagnaði enda hafði engan tilgang að tala við sjálfan sig um eitthvað sem hann vissi manna best. Þar sem hann gekk að vinnu- stöð sinni hnippti hann í feitvaxinn félaga og bauðst til að gefa honum buxur sem hann sjálfur var vaxinn frá, innávið. Nístandi augnaráð feita félagans sagði honum að þögn- in væri gulls í gildi. Þar sem maður- inn nýmagri hélt áfram göngu sinni um vinnustaðinn opnuðust augu hans fyrir því að enginn vildi leng- ur tala við hann um árangursríka megrun. „Öfund“, hugsaði hann með sér. Fermingarfötin Þegar heim kom eftir erfiðan vinnudag hafði hann ekkert tilefni til að spyrja um þyngd. Aðeins eig- inkonan og yngsta barnið, stúlka, voru heima. Báðar voru svo grann- vaxnar að ekki tók þvi að spyrja þær. Hann ákvað í stað þess að taka til við það uppáhaldstómstundagam- an sitt að máta gömul fót. Sér til undrunar og gleði passaði hann nú i fermingarfotin sín. Að vísu voru skálmamar uppi á miðjum kálfum. Sjálfhverfur ákvað hann að sýna sig og gekk til stofu og sneri sér í hring framan við mæðgumar. „Passaðu þig að verða ekki ringlaður," sagði konan við sjálfhverfan eiginmanninn. Hún nennti síst af öllu að ræða enn einu sinni við hann um hamstrakúrinn og reyndi að fitja upp á umræðu um virkjanamál á hálendinu. Hann skynjaði áhugaleysi mæðgnanna sterkt og jjjf ákvað að draga sig í hlé ÍP^ og koma sér í þægilegri * félagsskap. Hamstrarnir tóku kipp í búrum sínum og horfðu á manninn í fermingarfótunum ganga að búrinu með gulrót í annarri hendi en gúrku í hinni. Samkeppni þeirra og mannsins um fóðrið hafði staðið um þriggja mánaða skeið. Eini munurinn á sam- Sér til undrunar og gleði passaði hann nú í ferm- ingarfötin sín. Að vísu voru skálmarnar uppi á miðjum kálfum. Sjálf- hverfur ákvað hann að sýna sig og gekk til stofu og sneri sér í hring fram- an við mœðgurnar. „Pass- aðu þig að verða ekki ringlaður, “ sagði konan. keppnisaðilunum var sá að maður- inn hafði horfallið á þeim útmánuð- um sem liðið höfðu í áranna skaut frá því „hamstrakúrinn" hófst. Á hverjum degi hafði hann lést um sem nam tveimur hömstrum að því gefnu að meðalvigt þeirra væri um 150 grömm. Hamstrarnir höfðu aftur á móti haldið velli þó grunsemdir hafi komið upp um að hungursneyð hefði neytt kerlinguna út í þá óhæfu að éta ungana sína. ítarleg rannsókn á málinu og því hvort fóðurskortur hefði valdið sýknaði húsbóndann af duldum ásökunum bamanna um að hann lægi i hamstrafóðrinu. Niður- staða óformlegs kviðdóms á heimil- inu var sú að „óeðli“ hefði ráðið at- höfnum dýrsins. Meðal hamstra Maðurinn stóð hjá búrinu og reyndi að gera upp við samvisku sína hvort hamstramir ættu að fá hluta af góðmetinu sem hann hélt í höndum sér. Hann ákvað að færa fóm og braut stóran bita af gúrkunni og ann- an af gulrótinni, opnaði búrið og eft- irlét hömstmnum. Hann horfði í rauð augu hvita hamstursins og ímyndaði sér að dýrið blikkaði aug- unum sem túlka mætti sem svo að hann stæði sig vel. Nýmagri maður- inn kinkaði kolli á móti og lagði frá sér gulrótina. Siðan tók hann gúrk- una báðum höndum og borðaði eins og hamstur. Hann var i góðum félags- skap: „Hvað ertu þungur?" spurði hann hvíta hamsturinn með rauðu augun en fékk ekkert svar. Hann hló með sjálfum sér og ákvað að hætta að spyrja fólk um líkamsþyngd. Svo var nefnilega komið að margir voru famir að efast stórlega um að Bandaríkjaforseti meinti nokkuð af því sem hann sagði um nauðsyn þess að ísraelar hypjuðu sig. Evrópusambandsins sem settar voru fram eftir fund fulltrúa þess- ara aðila í Madríd. ísraelski forsætisráðherrann sagði að haldið yrði áfram hemað- araðgerðunum gegn Palestínu- mönnum á meðan enn væm ein- hverjir hryðjuverkamenn eftir, eins og hann kallaði það. „Það er hægt að tala um frið en það er ekki hægt að koma á friði á meðan hryðjuverk eru framin," sagði Sharon. „Ég vona aö Banda- ríkjamenn, hinir miklu vinir okkar, skilji að þetta er stríð upp á líf eða dauða fyrir okkur. Við höfum rétt til að verja borgara okkar og það á ekki að beita okkur þrýstingi til að gera það ekki.“ Svo mörg voru þau orð ísraelska forsætisráðherrans á miðvikudag. Það er því alveg ljóst að Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á erfitt verk fyrir höndum þegar hann reynir að koma vitinu fyrir Sharon. Þegar þetta er skrifað er Powell nýkominn til ísraels og því ekki ljóst hvort hann hefur er- indi sem erfiði. En þegar þess er gætt að ekkert ríki þyggur jafn mik- ið fé í alls lags aðstoð frá Bandaríkj- unum og ísrael fmnst manni að stjómvöldum í Washington ætti að reynast auðvelt að snúa upp á hend- ina á Sharon og leiða honum fyrir sjónir að núverandi stefna hans i garð Palestínumanna muni aðeins leiða til enn meiri hörmunga fyrir bæði Ísraelsríki og Palestínumenn. Bandaríkjamenn gætu skrúfað fyrir þessa aðstoð, eins og þeir hafa skrúfað fyrir aðstoð til júgóslav- neska sambandsríkisns til að þvinga það til að fara að vilja sínum í framsalsmálum meintra stríðs- glæpamanna. Hingað til hefur nefnilega ekki veriö sama hver stríðsglæpamaöur- inn er. Sannast þar enn einu sinni hið fomkveðna um að Jón sé hreint ekki jafnmerkilegur pappír og nafni hans, séra Jón. Peningnum er Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður mm. Það er fróðlegt að bera saman umræðu um 20 milljarða króna rik- isábyrgð til deCODE Genetics og umræðu um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Allt ætlaði um koll að keyra í þjóðfélaginu þegar frumvarp um gagnagrunninn var lagt fram. Málið var rætt í fimmtíu og fimm klukku- stundir á Alþingi. Frumvarpinu fylgdu þykkir staflar af upplýsing- um, greiningum, álitum og umsögn- um. Heilbrigðisnefnd fór fram á áttatíu og níu umsagnir til viðbótar. Fjölmiðlar settu þjóðina á námskeið um hvert hugtakið á fætur öðru: persónugreinanleg og ópersónu- greinanleg gögn, upplýst samþykki og ætlað samþykki. Þriðji hver þingmaður lagðist gegn málinu. Sér- stök samtök voru stofnuð til að berj- ast gegn því. Siðanefndir í samfélag- inu reyndust fleiri en nokkurn hafði grunað. Allt gott er um þetta að segja. En hver og einn íslendingur getur með einföldum hætti óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunninn. Smámál? Núna stendur til að leggja 20 þús- und milljónir króna af almannafé að veði fyrir sama fyrirtæki og naut góðs af niðurstöðu gagnagrunns- málsins. Fyrsta umræða um málið á Alþingi fór að mestu fram á meðan þjóðin svaf. Frumvarpinu fylgir tíu blaðsíðna greinargerð. Fáir þing- menn virðast ætla að leggjast gegn málinu þótt fyrirvarar séu gerðir og upplýsinga krafist. Útlit er fyrir að þokkaleg sátt verði um málið á þingi. Háskólamenn og aðrir sér- fræðingar gagnrýna en fæstir að fyrra bragði. Engin samtök sýnast í fæðingu. Og svo virðist sem búið sé að siða nefndimar. Verði frumvarpið að lögum fær hins vegar enginn íslendingur nokkru um það ráðið hvort hann vill eiga það á hættu að sjá á eftir skattfé sínu til lánardrottna líf- tæknifyrirtækisins. Það er ekki far- ið fram á upplýst samþykki. Upplýs- ingar í miðlægum gagnagrunni skattstjóra eru rækilega persónu- greinanlegar. Úrsögn er ekki í boði. Hver er áhættan? Ríkisábyrgð vegna lyfjaþróunar kallar á miklu meiri umfjöllun og rökstuðning en er að fmna í frum- varpinu sem lagt hefur verið fram. Jafnvel þeir sem geta fallist á ríkis- stuðning af þessu tagi hljóta að krefjast betri upplýsinga. Þingmaðurinn Einar Oddur Kristjánsson hefur þegar gert það. „Mér flnnst ákaflega litlar upplýs- ingar fylgja frumvarpinu," sagði hann á Alþingi aðfaranótt fimmtu- dags. „Ég ætla að efnahags- og við- skiptanefnd standi frammi fyrir mjög erfiðri og flókinni vinnu, að kanna þetta eins og hægt er og átta sig á um hvað er að ræða. Ég vona að nefndinni takist að leggja fyrir okkur nógu glöggar upplýsingar um stöðu málsins þótt tíminn sé skammur," sagði Einar Oddur. For- maður nefndarinnar var fjarstaddur umræðuna. Ríkisábyrgð vegna lyfja- þróunar kallar á miklu meiri umfjöllun og rök- stuðning en er að finna í frumvarpinu sem lagt hefur verið fram. Jafnvel þeir sem geta fallist á ríkisstuðning af þessu tagi hljóta að krefjast betri upplýsinga. Einar Oddur hefur lög að mæla. í frumvarpinu er lítið sem ekkert fjallað um áhættuna sem fylgir verkefninu. Ekki er til dæmis fjall- að um það hve hátt hlutfall líftækni- fyrirtækja hefur orðið gjaldþrota. Aðeins eitt dæmi er nefnt um að tekist hafi að þróa lyf með aðferðum líftækninnar. Vitanlega er ógerningur að eyða óvissu um verkefnið. En það verður að gera betur en að orða það sem svo að það sé „auðvitað ákveðin áhætta af þessu“. Skilyrði aðstoðar Hins vegar er það ekki svo að rík- isábyrgðin sé því réttmætari sem áhættan er minni. Kröfur sem nú heyrast um að ríkið einbeiti sér heldur að því að aðstoða önnur og áhættuminni verkefni eru ekki endilega skynsamlegri þótt svo kunni að virðast við fyrstu sýn. Þvert á móti má halda því fram með gildum rökum að ríkisaðstoð af þessu tagi sé því aðeins réttmæt að áhættan sé feiknalega mikil! Ástæðan er sú að verkefni sem fela í sér ávinning, án verulegrar áhættu, hljóta að eiga greiðan að- gang að fjármagni á almennum markaði. Hvers vegna ætti ríkið að hlaupa undir léttustu baggana? Ef þeirri reglu væri fylgt væri ríkis- sjóður óðara kominn í ábyrgð fyrir kastað stóran hluta fyrirtækja I landinu! Nei, sértæk rikisaðstoð, sem ekki byggist á almennum reglum, ætti þá fyrst að koma til álita þegar eng- in önnur leið virðist fær að settu marki - líkt og þegar við blasti að flugsamgöngur legðust af eftir 11. september vegna þess að trygginga- félög treystu sér ekki til að bjóða þá vemd sem krafist var. Þá gekkst ríkissjóður í ábyrgð fyrir tífalt hærri upphæð en hér um ræðir. Augljóst var að feiknalegir hags- munir voru í húfi og engin önnur leið fær til þess að tryggja þá. Rangsnúin réttlæting Þeir sem nú afla stuðnings við ríkisábyrgð vegna deCODE hafa fært rök fyrir því að deCODE búi að ýmsu leyti við minni áhættu en sambærileg fyrirtæki. En þeir ættu að haga málflutningnum þveröfugt! Þeir ættu að segja það umbúðalaust að áhættan sé afar mikil. Lög um ríkisábyrgðir krefjast þess beinlínis að um mikla áhættu sé að ræða: þau banna ríkisábyrgð nema útilok- að sé að fjármagna verkefnið með öðrum leiðum. Það sem efasemdamenn ættu að hlusta eftir eru sannfærandi rök fyrir því að hugsanlegur ávinning- ur þjóðarinnar (ekki eingöngu hlut- hafa i deCODE) af nýrri lyfjaþróun- ardeild sé slíkur að hann réttlæti þá miklu áhættu sem er fyrir hendi. Að það sé óverjandi að láta verkefn- ið eiga sig. Og að útilokað sé að það verði að veruleika nema með þess- ari vafasömu aðferð. Þessi rök skortir. Ýjað hefur ver- ið að því að starfsemin verði byggð upp vestur í Kísildal ef ríkisábyrgð- in bregst en ekki hefur verið út- skýrt hvers vegna lánardrottnar ættu ekki að taka það í mál að lána til nákvæmlega sömu starfsemi hér á íslandi. Getur verið að það hafi engin lán verið í boöi? Talað hefur verið um innspýt- ingu af hámenntuðu vinnuafli en hún mun auðvitað jafnframt fela í sér blóðtöku fyrir þau fyrirtæki og stofnanir íslenskar sem reyna að halda í þetta sama vinnuafl án hjálpar frá ríkinu. Brestur hér á allsherjarflótti meinatækna, líf- fræðinga og lífefnafræðinga frá Landspítala og fleiri opinberum stofnunum yfir í Vatnsmýri? Tekst einkafyrirtækjunum að halda í sitt fólk? Það er svo sannarlega ástæða til að fagna tilkomu íslenskrar erfða- greiningar og óska fyrirtækinu alls hins besta. Og meirihluti íslensku þjóðarinnar er reiðubúinn að leggja því lið með því að opna fyrir því sjúkraskrá sína. En peningurinn sem nú á að kasta upp I loft og bíða eftir að lendi rétt - hann á að koma úr þess eigin vasa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.