Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 DV 11 Útlönd Hugo Chavez aftur sestur á forsetastól í Venesúela: Hylltur sem hetja viö heimkomuna Aðstoð við tilboðsgerð Verktakafyrirtæki sem hefur sérhæft sig í húsaviögerðum og fyrirbyggjandi aögerðum óskar eftir samvinnu viö aöila viö tilboösgerð og verkefnaöflun. Svör sendist DV, merkt: „Beggja hagur" Hugo Chavez settist aftur á for- setastól í Venesúela í gær eftir að ríkisstjórn sem sett var á laggimar í kjölfar valdaráns hersins á föstu- dag lagði upp laupana vegna gifur- legra mótmæla almennings og upp- reisnartilburða hermanna sen eru forsetanum. Til átaka kom í nokkrum hverf- um verkamanna í vesturhluta höf- uðborgarinnar Caracas í gær. Lög- regla skaut skotum upp i loftið í einu hverfmu til að stöðva grip- deildarmenn sem höföu látið greip- ar sópa um verslanir og fyrirtæki. Þá var brotist inn í nokkra banka. Chavez, sem var faUhlífarhermað- ur áður en hann tók að hafa afskipti af stjómmálum, flaug heim til Caracas frá Karíbahafseyjunni La Orchila þar sem hann haföi verið í haldi. Honum var fagnað sem hetju við heimkomuna í Miraflores for- setahöllina. Chavez var í sáttahug þegar hann REUTERSMYND Chavez fagnar Hugo Chavez, forseti Venesúela, fagnar mjög viö heimkomuna til for- setahaiiarinnar í gær, eftir tveggja daga varðhald á eyju í Karíbahafi. REUTERSMYND Hermaöur og hesturinn hans leggja á brattann Svissneskur hermaöur teymir hross sitt upp Bar-fjall skammt frá iandamær- um Sviss og Italíu þar sem þeir eru viö æfmgar í Ölpunum. Forsetakosningar í Frakklandi eftir viku: Trúa því að Chirac geti náð endurkjöri Bandamenn og stuðningsmenn Jacques Chiracs Frakklandsforseta eru famir að trúa því að hann geti náð endurkjöri í forsetakosningun- um sem fram undan eru. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Chirac hefur örlítið forskot á Lionel Jospin forsætisráðherra, helsta keppinaut sinn. Stuðnings- menn Chiracs telja að byrinn sé með honum. „Við erum famir að trúa á sigur, jafnvel þótt ákafinn sé ekki samur og hann var 1995,“ sagði háttsettur félagi í RPR, flokki Chiracs. Fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn kemur en 5. maí verður kosið milli tveggja efstu manna, væntanlega þeirra Chiracs og Jospins. Skoðanakannanir benda til lítils áhuga almennings á kosningunum. Jacques Chirac Stuöningsmenn Frakklandsforseta telja ekki útiiokaö aö þeirra maður nái endurkjöri í síöari umferö forsetakosn- inganna 5. maí næstkomandi. sneri heim og hvatti stuðningsmenn sína sem höfðu tekið þátt í uppþot- unum að snúa aftur til síns heima. Sjónvarpið sagði að níu manns heföu týnt lífi í óeirðum á laugardag þegar þess var krafist að Chavez tæki aftur við forsetaembættinu. „Við skulum koma reglu á hús okkar,“ sagði Chavez á fundi með fréttamönnum, með kross í annarri hendi og örsmáa útgáfu af stjómar- skrá Venesúela frá 1999 í hinni. Chavez, sem vakti fyrst athygli á sér 1992 fyrir að standa fyrir mis- heppnaðri valdaránstilraun en sigr- aði síðan í forsetakosningum sex ár- um síðar, viðurkenndi að bæði stjóm sinni og andstæðingum hefðu orðið á mistök. Olíuútflutningur Venesúela var kominn í eðlilegt horf aftur i gær, að því er haft var eftir heimildar- mönnum innan olíuiðnaðarins. Venesúela er íjórði mesti olíuútflytj- andi í heimi. Baráttan snýst um fleiri konur á færeyska þingið Kosningabaráttan fyrir lögþings- kosningamar í Færeyjum þann 30. aprfl er nú farin að fá einkenni bar- áttu um að fá fleiri konur inn á þing, að því er fram kemur í skeyti frá dönsku fréttastofunni Ritzau. Færeyjar er það Norðurlandanna sem hefur fæstar konur hlutfalis- lega á þingi. Færeyska jafnréttisráð- ið hefur efnt tfl viðamikUlar kynn- ingarherferðar tU að vekja athygli á þessum rýra hlut kvenna og hefur tekist vel tU. „Staðan er næstum því öfgakennd hér í Færeyjum þegar horft er tU þess hversu fáar konur eru á lög- þinginu. Það er ekki tU það land með lýðræðislega stjómarhætti eins og okkar þar sem konur meðai stjómmálamanna eru jafnfáar," seg- ir Annika Wardum Joensen frá jafn- réttisráði Færeyja við Ritzau. Þing- menn á Lögþinginu era 32, þar af fimm konur á síðasta kjörtímabUi. DISKOTEK - allar græjur Sigvalda Búa - öll tónlist - 898 6070 Feliu Blöndunartæki Glæsileg blöndunartæki á hagstæðu verði. VATNS VIRKINN ehf Ármúla 21, 108 Rvk,s. 533-2020 www.vatnsvirkinn.is. Sportjepplingurinn sem bætir kostum jepplingsins við bestu eiginleika smábflsins. Vérö: Beinsk. 1.648.000 kr. 1.748.000 kr. Meðal staðalbúnaöar er: Sftengt fjórhjóladrrf, ABS hemlar, álfelgur, upphituð framsæti, þakbogar og rafdrifnar rúður. Aflmikil og sparneytin 16 ventla vél, meðaleydsla aðeins 6.9 L á hundraðið. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www. suzukibilar. is $ SUZUKI ----m—m ■ iiini n ii ii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.