Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 X>V____________________________________________________________________________________________Menning Ballettinn Salka Valka er aö veröa til í baksölum Borg- arleikhússins. Þegar blaöa- menn DV ber aö garöi er ver- ið aö œfa atrióið frá samkomu Hjálprœöishersins sem Salka Valka og Sigurlína móöir hennar fara á, nýkomnar til Óseyrar, og þar sem Sigurlína frelsast. íslenski dansflokkur- inn dansar létt en þó hratt og meö undirliggjandi ofsa uns frelsunarsöngur Sigurlínu hefst: „Þú vínviöur hreini, þú eilífi eini, ég ein er sú greinin sem fest er viö þig ..." Þá veröa hreyfingarnar auö- mjúkar, undirgefnar, eins og í bœn, hendur stúlknanna teygjast til himins um leiö og karldansararnir lyfta þeim á axlir sér en síga svo niöur í krossfestingarstellingu ... Aö- eins Salka tekur ekki þátt í at- höfninni, hennar hreyfimunst- ur er allt annaö, frjálsara, barnslegra. Svo sest hún á bekk og Steinþór kemur dans- andi aö henni, heillaður gegn vilja sínum af þessu kven- barni, og strýkur henni um háriö... DV-MYNDIR E.OL Auður Bjarnadóttir við sköpun ásamt dönsurum sínum „ Ekki síöur spennandi fannst mér innra líf Söiku því þessi saga er ekki bara ytri atburöir, tilfinningar hennar sem ólga inn- an viö haröa skelina eru áhrifamikill partur af sögunni. “ Þú vínviður hreini ... - ballett um Sölku Völku verður til hjá íslenska dansflokknum Ballettinn er eftir Auði Bjarnadóttur, dansara, danshöfund og leikstjóra. Hún er með dönsurun- um á gólfinu, kemur með athugasemdir, breytir sporum, sýnir spor og hrósar. Sýningin er enn i mótun en eins og kunnugt er verður hún frum- sýnd á opnun Listahátíðar í Reykjavík, 11. maí, styrkt af menningarborgarsjóði, Listahátíð og menntamálaráðuneytinu. Barátta kynjanna „Það er ekkert að marka þetta Hjálpræðishers- atriði vegna þess að Lára Stefánsdóttir, sem dansar Sigurlínu, er ekki með okkur í dag, hún er erlendis," segir Auður til skýringar en snýr sér svo undir eins aftur að dönsurunum sem æfa hvert atriðið af öðru. Þegar Salka kemur í salt- fiskverkunina sýnir flokkurinn með vélrænum hreyfingum tilbreytingarlaust puðið. Aðkomu- stelpunni er strítt, vinnufélagamir sýna henni jafnvel ógnandi framkomu en hún ber frá sér og sýnir í verki að hún er duglegust allra þó að ung sé, full af þrótti og kergju. HHn Diego Hjálmars- dóttir er svo sannfærandi í hlutverkinu að það sker í hjartað, stúlka sem hvorki er bam né kona heldur mitt á milli. En það er ekkert „mitt á milli" i fasi og hreyfmgum Treys Gillens sem dansar Steinþór - hann er karlmaður með stóru K-i, fótahreyfmgamar mirma meira að segja stundum á tarf þegar hann ásækir Sölku! Það er gæfa fyrir ílokkinn að hafa óvenjulega sterkleg- an karldansara eins og hann í þetta hlutverk. Engin furða þó að martraðir sæki á Sölku á næturnar eftir skelfingar dagsins. Þá koma þeir að henni karldansaramir og áreita hana rudda- lega og Hlín túlkar ótta stúlkunnar við kynferð- ið - kynferði móðurinnar sem gerir hana svo háskalega veika á sveOinu. Atriðið er bæði fag- urt og hrikalegt, og sama má segja um atriðið eftir dauða Sigurlínu þeg- ar djöflar sækja að Sölku úr öUum áttmn. Hins vegar ríkir feg- urðin ein í draumkenndu atriði miUi Sölku og Am- alds, sem Guðmundur El- ías Knudsen dansar. Þau kynnast sem böm og hann kennir henni að tU sé annar og betri heimur handan þessa heims. Seinna verður svo ást hans henni tákn þessa betri heims - þótt þeim sé ekki skapað nema skUja. Dramatísk persónusaga „Ég lá yflr þessari miidu bók eftir að Katrín HaU kom með hugmynd- ina um að gera baUett eft- ir Sölku Völku," segir Auður Bjarnadóttir þegar dansaramir em famir í hádegismat, „og lengi vissi ég ekki hvað ég átti að gera við hana. Söguna verður að segja heiðar- lega en efhið er augljós- lega aUt of mikið og aUtof bundið í orð tU að því verði öUu tU skUa haldið í dansi. Þá athugaði ég söguna frá tveimur sjónarhomum, annars vegar hvaða atriði hennar snertu mig mest persónu- lega, hins vegar hvaða hóp ég er með og hverju hann ætti möguleika á að skUa. Það sem hreif mig mest vom samskipti persónanna, þríhym- ingamir sem Sigurlína, Salka og Steinþór mynda, og svo Salka, Steinþór og Amaldur. Ekki síður spennandi fannst mér innra líf Sölku þvi þessi saga er ekki bara ytri atburðir, tilfinning- ar hennar sem ólga innan við harða skelina em áhrifamikiU partur af sögunni. Ég vel því þá leið að segja persónusöguna fremur en þá þjóðfélags- legu, enda þýðir ekki að hugsa um of margar persónur þegar dansaramir eru aðeins níu - og þar af fjórir í aðalhlutverkum. Persónusagan er líka svo sterk og dramatísk að mér sýnist hún æUa að virka prýðUega." Sviðsmunir verða eins fáir og komast má af með og skýrir - tU dæmis er hringurinn sem Steinþór gefur Sölku ekki ósýnUegur smáhlutur í höndum persónanna á sviðinu heldur er hann táknaður með stórum húlahring! „Ég er meira og meira að fmna hvað það er frelsandi að leggja fremur áherslu á stemningu en raunsæUega útfærslu," segir Auður. „Þetta form, dansinn, er vel fáUið tU að skapa stemn- ingu en verr faUið tU að segja flókna sögu. Kraf- an sem ég geri tU min er sú að þora að sleppa litlu lyklunum, sem auðvitað eru með í forvinn- unni, en halda tilfinningunum eftir." Það er aðaUega fyrri bókin sem verður svið- sett í baUettinum, úr seinni bókinni er einkum tekið sambandið við Amald. En hvað með Stein- þór? Hvemig þróast sambandið við hann? „Hann hverfur burt eftir nauðgunina á Sölku, birtist aftur breyttur og lofar að giftast Sigur- línu, en flýr. Svo kemur hann í þriðja sinn en ég er ekki búin að ákveða hvemig leysist úr þeirra málum. Það er auðvitað okkar að ákveða hvort Steinþór verður áfram í lífi Sölku og fer eftir því hvernig maður les söguna." Sköpunarverk líkamans Sigrún Úlfarsdóttir gerir búninga í sýningunni og sviðiö verður eftir Siguijón Jóhannsson. Auð- ur hefur orð á þvi hve gott sé að vinna með svo reyndum og vitrum listamönnum. Enn sést hvorki svið né búningar en tónlist Úlfars Inga Haraldssonar er komin og dans og músík virðast leika hvort á annað. Auður segir að það hafi ver- ið rosalega gaman að vinna með tónskáldinu. „Ég legg drög að dramatúrgíu og kóreógraflu, ber þau svo undir hann og panta músík við ákveðna staði. Síðan kemur hann og hefur svo sterka sýn sjálfur og gott formskyn fyrir sinni tónlist að við að hlusta á hana breytist mín sýn líka! Þetta er stöðug víxlverkun. Öll forvinna með aðstandend- um er ákaflega gefandi, bæði þessum listamönn- um og Guðrúnu Vilmundardóttur, leiklistarráðu- naut hússins." - Hvernig skráir maður ballett - skrifarðu sporin á blað? „Það fer eftir persónulegum venjum hvers og eins og jafnvel eftir því hvernig dansara maður er með. Núna er ég með sögu og tónlist og geng með hvort tveggja þangað til ég veit hvað mig langar að fá í hvert atriði, síðan vinn ég spor sjálf þangað til ég er komin með grófa sýn og eftir það vinn ég með dönsurunum. Það er alveg draumur að hafa aðstæður til þess. Vinnan verður eins og samtal og smám saman veit enginn hver á hvaða hugmynd. En hópsenur er ekki hægt að vinna þannig, þær verður að reikna út nákvæmlega heima fyrst. Það er erfitt að spinna með hópum." - Skráirðu þann útreikning þá hjá þér? „Nei, mest er ég með hann í líkamanum en skrifa þá hjá mér punkta. En eftir þessi fyrstu stig festum við sporin á m^mdband sem ég fer með heim og skoða í ró og næði. Það er frábært og sparar dönsurunum að þurfa að endurtaka atrið- in sér til óbóta!" Auður er þekktur dans- ari sjálf en hefur líka búið til dansa fyrir aðra á und- an þessum. Stærsta sýn- ing hennar fram til þessa er Jörfagleðin sem sett var upp 1994, mikil saga byggð á frásögnum af ís- lenskri alþýðu á þeim tíma þegar yflrvöld bönn- uðu henni að dansa. „Raunar kom innblástur- inn frá bók Ingu Huldar Hákonardóttur, Fjarri hlýju hjónasængur," segir Auður. „Það var ákaflega skemmtilegt að búa til sögur í dansi af íslending- um sem máttu ekki dansa!" Og í vor fær alþýðu- stúlkan Salka Valka að dansa á sviði Borgarleik- hússins. Það verður mikið ævintýri. Steinþór (Trey Gillen) nálgast Sölku (Hlín Diego) Löngu seinna heföi þetta veriö kallaö kynferöisleg áreitni. Ljón og lamb Það var skemmti- legt að sjá um síð- ustu helgi tvær afar ólíkar uppsetningar á islenskum leikrit- um - sem eru kannski ekki eins ólík í grundvallarat- riðum og maður gæti ímyndað sér fyrir fram eða við fyrstu sýn. í Þjóðleikhúsinu var Strompleikur- inn eftir Halldór Laxness frumsýndur, fyrsta tilraun þar á bæ til að endur- lífga verkið sem féll eftirminnilega þegar það var fært upp nýtt fyrir fjörutíu árum. Þetta er leikrit um gervilif í nýríku gerviíslandi eftirstriðsáranna. Þar bendir höfundur á að ef maður sé ung kona og langi ekki til að lifa í fátækt og eymd alla sína hundstíð heldur komast út úr bragganum, jafnvel til útlanda, þá reyni maður ekki að vera heiðarlegur og kurteis. Þvert á móti lýgur maður og blekkir og rótar í fólki þangað til það veit ekki sitt rjúkandi ráð, talar eða tælir það í kaf svo það muni ekkert hvað maður sagði. Þetta gerir Ljóna með prýðflegum árangri lengi vel og Sólveig Amarsdóttir var eins og jarðýta í pollinum á sviðinu þegar hún kaffærði aðdáendur sína í orðaflaumi, ýmist skömmum eða skjalli. Ekkert stenst henni snúning. Nema Lambi. Pilturinn sem hún hertekur á flugvellinum og ákveður að sé bjargvættur hennar, milljónamær- ingurinn sem getur svipt henni burt úr subbuskapnum, og hlustar ekki á andmæli hans. En þótt hún sé ljón tekst henni ekki að éta lambið, það kemst undan á flótta. Mesta meinið^ Ecourse eftir Þorvald Þorsteinsson hjá Leikfélagi Reykjavík- ur erum við á nám- skeiði í að opna okk- ar innri mann til að geta lifað hamingju- ríku lífl. En þetta reynist vera gervinámskeið og í staö þess að flnna innri ró finna persónur sin innri óargadýr, ekki sist vegna þess að einnig hér hlustar enginn á annan. Það er meinið segja bæði Hail- dór og Þorvaldur: Við hlustum ekki. Ytri umgjörð gæti ekki verið ólík- ari. And Björk of course er sett upp í björtum, hlýlegum húsakynnum sem mynda andstæðu við inntak leiksins. Sviðsmynd Strompleiksins er ýkt og skrumskæld til að ýta undir þann skilning aö ekkert sé sem sýnist, gólf fljóta, stólar standa ekki, allt er úr plasti, meira að segja búningamir. Báðir höfundar nota tvíræðni til að koma boðskapnum til skila, en Þor- valdur er mun svartsýnni en Halldór. í Strompleiknum eru bara sumir skúrkar, inn á milli er grandvart fólk, og jafnvel Ljóna litla snýr aftur úr draumnum um útlönd til að leita móð- ur sinnar týndrar. Liklega ferst hún fyrir vikið, en hún fer áreiðanlega til himna. Þorvaldur er miskunnarlaus- ari. Hann segir - með sínum óhugnan- lega fyndnu aðferðum - að ef við klór- um aðeins í siðmenningarhýðiö utan- tun okkur þá spretti skepnan upp - og ekkert lamb að leika sér við. Samræmdur veruleiki forn Annar var uppi á mánudagskvöldið var í Þjóðleikhúskjallar- anum. Þá komu þar forkólfar Drauga- og tröllaskoðunarfélags Evrópu með Eyvind Erlendsson og Val Lýðsson i fararbroddi og kynntu sig og sína starfsemi. Mátti þar heyra fagrar stemmur kveðnar, gróflega fyndnar sögur lesnar af vættum þeim sem félagið skoðar og hefur skoðanir á, sjá brot úr heimildarmynd og jafnvel heyra leikið á sög. Hér var ekkert gervi þó einhverjir haldi kannski fram aö draugar og tröll séu ekki til i raunveruleikanum. Þetta var samræmdur íslenskur veruleiki fom og troðfullur salurinn skemmti sér konunglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.